Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 45 Bubbi og Bólu-Hjálmar Frá Örlygi Siguqónssyni: ENN HEFUR verið vegið að helgi- dómi Guðmundar Guðmundssonar framkvæmdastjóra. Síðast var það ljóðabók stúdenta við Háskóla ís- lands sem Guðmundi fannst svo mikil svívirða við fornar hefðir, stuðla og höfuðstafi að hann nefndi ljóðin „óljóð“ vegna þess, og vegna andleysis þeirra. Hann spurði hvers vegna enginn tæki sig til og semdi lag við „óljóðin" og fleiri nútímaljóð og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru svo slæm að slíkt væri ekki vinnandi vegur. Síðan fór Guð- mundur að bera „óljóðin" saman við ljóð öndvegisskáldanna á borð við Jónas Hallgrímsson og fleiri ágæt skáld. Mörg væru lögin nú orðin sem hefðu verið samin við þau ljóð. Guðmundi er einkar lagið að bregða mælistiku 19. aldarinnar á vora daga þegar talið berst að nú- tímaljóðum en ýmislegt er það þó sem ber að benda á í því tilliti. Stundum vill það gleymast að and- laus lesandi staðfestir tilvist and- lausra ljóða. Að þessu sinni spyr Guðmundur í grein sinni í Mbl. 14. apríl sl. hvort Bólu-Hjálmar hafi verið fyrsti popparinn og ber saman Bubba Morthens og Bólu-Hjálmar líkast til með tilvísun í sjónvarps- mynd sem sýrtd var í Ríkissjónvarp- inu í byijun desember á síðsta ári. í það minnsta er lagafræðinni ekki til að dreifa í ljóðum Buba sem Guðmundur gerir að umtalsefni nú. Guðmundur segir: „Nú skal jarða ljóðstafi og brageyra með sem mestri háðung!“ Þessi setning telst eflaust mein Guðmundar, þ.e. sú ósk að inntakið þjóni forminu og • þá fyrst megi tala um ljóð á annað borð. Guðmundi finnst það stirður biti í hálsi að Bubbi og Bólu-Hjálm- ar séu settir á sama stall og lesa má út úr grein Guðmundar að Bubbi sé ekki þess verður að vera nefndur í sömu andránni og Bólu-Hjálmar því orðfæri hans og form sé lakara. En spurningin snýst ekki um þetta atriði heldur um það hvort þráðum slái saman í inntaki sumra ljóða Bubba og Bólu-Hjálmars og henni skal svarað játandi. Sömu hughrif eru tjáð á ólíka vegu sem markast af þeim samtíma sem skáldið lifir í, ólíku menningarumhverfi o.s.frv. En hin sönnu gildi breytast hins vegar trauðla sem og almennur hugmyndagrundvöllur þó að tján- ingarháttur þeirra breytist með breyttum tímum eins og gengur. Samanburður ljóða Bubba og Bólu- Hjálmars sem ljóða á öðrum for- sendum er því ótækur. Guðmundur ber saman „Náfregn" Bólu-Hjálm- ars og „Þingmannagælu" Bubba. Síðan spyr hann hvort um hliðstæð- an skáldskap sé að ræða. Illa er valið til samanburðar en víst mætti færa rök fyrir því að um hliðstæðan skáldskap sé að ræða þannig að „þingmaður“ Bubba sé „drengur" Bólu-Hjálmars í nútímanum. Þeir bregða hvor á sinn hátt upp mynd af manni sem stendur ekki við skuldbindingar sínar. „Náfregn“ Bólu-Hjálmars er þó meira af trúar- legum toga en sjá má hliðstæður ef vel er að gáð. Guðmundur ætti að bera saman „Segulstöðvarblús" Bubba og „Umkvörtun" Bólu- Hjálmars til að skilja samslátt hug- hrifa. Bæði ljóðin lúta að sjálfu skáldinu sem stýrir penna og finna má áþekkar tilfmningar sem birtar eru á ólíkan hátt. í seinni hluta greinar sinnar seg- ir Guðmundur: „Að apa eftir alls- konar erlendum tískufyrirbærum er ekki endurnýjun ljóðforms heldur lágkúra sem fáránlegt er að veg- sama.“ Þannig er að löngum hefur verið „apað“ eftir erlendum „tísku- fyrirbæram" í bókmenntasögunni ' en það hefur kallast að vera undir áhrifum. Vantrú Guðmundar á ung íslensk ljóðskáld er því óþörf því þau kunna gott að meta, jafnt er- lent sem innlent, og þau vita vel hvað þeim ber að taka sér til fyrir- myndar. ÖRLYGUR SIGURJÓNSSON, nemi við Háskóla íslands. Stjórn Kvikmyndasjóð er ekki úthlutunarnefnd Frá Ragnari Arnalds: í bréfí til Morgunblaðsins föstu- daginn 16. apríl sl. nefnir Þorgeir Þorgeirson það sem dæmi um hneykslanlegan hagsmunaárekstur, að formaður stjórnar Kvikmynda- sjóðs sé „höfundur handritsins að kvikmynd sem nýlega fékk vænan hlut úr þeim sjóði“. Og hann bætir við: „Ef þetta hefði gerst í fullveðja lýðræðisríki eins og til að mynda Danmörku hefði formaðurinn um- svifalaust verið látinn segja af sér.“ Þorgeir sér hins vegar ekki ástæðu til að láta þess getið, að stjórn Kvikmyndasjóðs hefur ekki valið þau handrit eba kvikmyndir sem styrki hafa hlotið. Það gera sérstakar úthlutunarnefndir. Meðal íslenskra kvikmyndagerð- VELVAKANDI SINUBRUNAR Á VORDÖGUM kemur alltaf upp sama vandamálið, vítt um landið. Eru það sinueldarnir og á það ekki síst við um höfuð- borgarsvæðið. Það sem eykur á þannan vanda er að á þessum tíma er mjög þurrviðrasamt, ekki síst á suðvesturhorninu. Oftast era það krakkar sem eru að fíkta við að kveikja í sinunni og koma stundum upp margir eldar sama daginn. Hefur lög- regla og slökkvilið varla við að slökkva. Af þessu getur stafað mikil hætta fyrir mannvirki og skógrækt. En ég fékk smá hugdettu í sambandi við þetta mál. Jörð er oft mjög þurr um þetta leyti. Hvernig væri að slökkviliðið dældi vatni á skóg- arspildur hér í borginni, t.d. Ell- iðaárhólman eða skógarspild- urnar í Fossvoginum? Eg er ekki viss um að þetta þyrfti að gera nema annan hvorn dag ef gert væri rækilega. Eg veit að þarna er í töluvert ráðist en það er líka dýrt að þurfa alltaf að vakta þessa staði. Og fýrir- byggjandi ráðstafanir geta líka sparað. Eg veit að ég hef ekki hundsvit á þessu en mér datt þetta svona í hug. Gestur Sturluson Hringbraut 50 ÁRÓÐUR GEGN HRAFNI SKELFING er ég orðin leið á að hlusta á stöðugan „Hrafns-hatursáróður“ í Ríkisútvarpinu. Þar hefur Rás 2 vinninginn - er Útvarpið í eigu starfsfólksins í Efstaleiti en ekki allra landsmanna, sem borga þó brúsann? Það er engu líkara en hlaupinn sé illur andi í liðið. Ég legg til að presturinn blessi yfir báknið. Guðrún Magnúsdóttir TAPAÐ/FUNDIÐ Jakki JAKKI var tekinn í misgripum á Hressó á föstudagskvöldið 2. apríl og annar skilinn eftir. í jakkanum var ökuskírteini og leðurhanskar. Sá sem jakkann tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 44519. Hjól TAPAST hefur hvftt Trekk-hjól, 20 tommu, af gerðinni 820, frá Seljabraut í Breiðholti. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 670683. GÆLUDÝR Læða SVÖRT læða með hvítar loppur, hvíta bringu og hvíta snoppu tapaðist fyrir um þremur vikum. Hún er hugsanlega kettlinga- full. Vinsamlegast hringið í síma 79371 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Kettlingar KETTLINGAR fást gefins. Upp- lýsingar í síma 682489. armanna hefur sú skoðun verið ríkj- andi, að heppilegt sé, að í stjórn Kvikmyndasjóðs sitji fólk sem þekki nokkuð til kvikmyndagerðar og vandamála sem þar koma upp, enda fjallar sjóðsstjórn mikið um almenn hagsmunamál kvikmyndaiðnaðar- ins. Þess vegna hafa margir setið þar í stjóm sem sjálfir tengjast umsóknum um styrki úr sjóðnum: Handritshöfundar, leikstjórar, leik- arar og framleiðendur. En þetta hefur ekki aðeins verið vilji kvik- myndagerðarmanna; í lögum um Kvikmyndasjóð er beinlínis gert ráð fyrir, að þar sitji fulltrúar samtaka framleiðenda, leikara og félags kvikmyndagerðarmanna. Jafnframt er svo fyrir mælt í lögunum, að sérstakar úthlutunarnefndir taki ákvarðanir um styrki til kvik- myndagerðar — einmitt til þess að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur. Fyrrnefndur styrkur sem Þorgeir býrsnast yfir var mér ekki veittur heldur Halldóri Þorgeirssyni f.h. Kvikmyndafélagsins Umba á árinu 1991 út á handrit sem ég var þá að skrifa og lauk við sama ár. Reyndar var úthlutunarnefndin sem ákvörðun tók um þennan styrk kjör- in á árinu 1990, áður en ég var skipaður í stjóm sjóðsins. RAGNAR ARNALDS, formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs. Pennavinir Tvítugur Ghanapiltur með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, ferðalögum og fijálsíþróttum: Benjamin K. Agovi, c/o Mr. Benjamin Yawson, P.O. Box 908, Oguaa C. R., Ghana. LEIÐRETTINGAR Rangt föðurnafn í frétt Morgunblaðsins í gær um kynningarfund Tvíhöðfai)efndar- innar var rangt farið með föðurnafn Stefaníu Jónasdóttur en hún var sögð Sölvadóttir. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mis- stökum. Plús breyttist í mínus í grein eftir Erlend Jónsson sem birtist í blaðinu sl. laugardag breyttist útkoma úr jöfnu. Jafnan er rétt svona: 2) Lyfjadreifing skv. núv. kerfi: lfj* 200+iH*«-iÍ5> 10°=-90; PATRICK BRIAN LAUDRUP Stærðir 28-46. Mjúkir og sterkir malarskór ó sérlega hagstæðu verði. Fóst í flestum sportvöruverslunum. Heildsöludreifing Suðurlandsbraut 22, sími 688988. Allor konur þró að eiga grannan fallegan líkama. Loksins er komið ó markaðinn órangursríkt kremhlaup fró DIOR sem vinnur ó móti appelsínuhúð og óæskilegri fitumyndun. DIOR SVELTE er framleitt fyrir nútfmakonuna. Það grennir og fegrar líkamann ó hótt. Vörumar frá Barbara Farber og Pointer fást nú aðeins í Englabörnum Full búð af fallegum sumarvörum ENGLABÖRNÍN Bankastræti 10 ■ sími 22201

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.