Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBIAÐIÐ MIDVIKUDAGUK 21. APKÍL, 1993 Minning Margrét Sigmar Fædd 2. desember 1891 Dáin 23. desember 1992 Á Þorláksmessu síðastliðinni andaðist vestur á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna frú Margrét Sigmar á hundraðasta og öðru aldursári. Dregist hefur að geta um þessa merku konu hér heima, en skal nú bætt úr, þótt aðeins sé það gert með fáum orðum. Anne Margrethe, eins og íslensk nöfn hennar hafa verið skrifuð á ensku, fæddist 2. desember 1891 í bænum Minneota í Minnesota, þar sem verið hefur til skamms tíma íslenskur söfnuður, enda bjuggu margir íslendingar í þeim bæ, þar á meðal Valdimar Björnsson, sem títt kom hingað til lands og var áhrifamaður í stjórnmálum í heima- fylki sínu og bróðir hans, Björn, sem var ræðismaður íslands. Faðir Margrétar var séra Niels Steingrímur Þorláksson frá Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði Jóns- sonar og þjónaði hann íslenskum söfnuðum bæði í Minnesota og í Norður-Dakota, en lengst í Selkirk í Manitoba, Kanada. Kona séra Steingríms og móðir Margrétar var Erika Christofa Rynning frá Eids- vold í Noregi, en bræður frú Mar- grétar hinir þekktu Þorlákssynir, séra Steingrímur, sem var m.a. kristniboði í Japan, Páll læknir og forystumaður samtaka þeirra í Winnipeg, Frederik læknir og Hálfdán verslunarmaður og í forystusveit íslenska safnaðarins í Vancouver. Margrét lauk prófi frá kennara- skóla og kenndi í fjögur ár í Manitoba, en giftist 25. júní 1914 Haraldi Sigmar, en foreldrar hans voru Sigmar Siguijónsson frá Ein- arsstöðum í Reykjadal og Margrét Ingjaldsdóttir frá Mýri í Bárðardal. Séra Haraldur Sigmar þjónaði söfnuðum íslendinga víða í Kanada og Bandaríkjunum, en lengst eða í 19 ár sátu þau í Mountain í Norður- Dakota. Séra Haraldur var m.a. forseti íslenska kirkjufélagsins og bæði létu þau kirkju og mennirigar- mál mikið til sín taka auk þjóðrækn- isstarfs. Frú Margrét var prýðileg söng- kona og stjórnaði auk þess kórum í söfnuðum sínum. Hún var frábær húsmóðir og kunni þá list að láta gestum sínum líða vel, þegar þeir vitjuðu heimilis hennar og dvöldu þar lengri eða skemmri tíma. Nut- um við aðhlynningar hennar hjónin, þegar við komum til Mountain svo til beint frá íslandi 1955 og hún og séra Harald gerðu allt til þess að létta okkur dvöl og aðstoða við messugjörð, sem var bæði framand- leg vegna tungumáls og hefða. Seinast sáum við hana síðan fyrir tveimur árum, er hún naut aðhlynn- ingar á hjúkrunarheimili í Seattle í Washington-ríki. Sami höfðings- bragurinn einkenndi hana sem t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, KARL ROWOLD, R. fyrrverandi sendiherra. F. 12. ágúst 1911 - D. 17. apríl 1993. Ragnhild, Finn og Jens. t Ástkær eiginkona mín, JÓHANNA GUÐRÍÐUR ELLERTSDÓTTIR, Tangagötu 4, Stykkishólmi, lést í St. Fransiskusspítalanum, Stykkishólmi, mánudaginn 19. apríl. Finnbogi Ólafsson. Maðurinn minn. ÓSKAR ÞÓRÐARSON, Grenimel 8, lést 19. apríl. Þóra Þorkelsdóttir. t Eiginmaður minn, ÞORLÁKUR EIRÍKSSON, Tómasarhaga 16, lést 18. apríl á Hrafnistu í Reykjavík. María Guðjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR SIGURÐSSON flugumferðarstjóri, Vogatungu 73, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavik i dag, miðvikudag- inn 21. apríl, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Magnúsína Guðmundsdóttir, Agla Bjarnadóttir, Anna Agnarsdóttir, Páll Garðarsson, Helgi Agnarsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Erna Agnarsdóttir, Bjarni Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. ævinlega, þótt elli hefði vissulega merkt sér hana. En augun voru tær, kærleikur hennar umvefjandi og trúarþelið jafn sterkt og óbifan- legt og á árum áður. Frú Margrét Sigmar gat nokkuð notið heimsókna fjölskyldu sinnar og vina, þegar hundrað ár voru að baki og hlutverk ættmóður rækti hún ævinlega af mikilli reisn og skörungsskap með takmarkalausri umhyggju. Fimm börn ól Margrét og fædd- ust öll í Wynyard í Saskatchewan í Kanada og við lok farar hennar voru barnabörnin fjórtán talsins og langömmubörnin eru orðin tuttugu og sex. Af börnum frú Margrétar lifa aðeins synir hennar tveir, séra Har- ald Sigmar, sem kvæntur er Ethel Kristjánsson frá Mountain í Norður- Dakota og séra Eric, en kona hans er Svava Pálsson úr Geysisbyggð- um í Manitoba. Eru þeir bræður og konur þeirra vel þekkt hér heima á Islandi, hafa komið hingað í heim- sóknir og til starfa og eru hinir bestu fulltrúar gamla landsins, eins og Vestur-íslendingar nefna títt ættland sitt í Norðurhöfum og hafa auk kirkjulegra starfa sinna unnið mikið í þjóðernisfélögum og öðrum samtökum, er hafa það á stefnu- skrá sinni að auka tengsl milli landa og einstaklinga hér heima og fyrir vestan. Synir frú Anne Margrethe Sig- Minning Sigríður Jónsdóttir Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur af lögum og brot úr brögum, bergmál frá æfinnar liðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. (Einar Ben.) Það er undarlegt að hugsa til Siggu frænku með trega í huga, hennar sem alltaf var hress og kát. Lífsgleði einkenndi allt hennar fas, en sorg og sút voru víðs fjarri, Sigga varðveitti barnið í sjálfri sér alla tíð. Sigga fæddist í Siglufirði, næst- yngst í stórum systkinahópi, dóttir Sigríðar Friðbjarnardóttur og Jóns Friðrikssonar, sem þar bjuggu. Æskuárin liðu við leik og störf og Sigga tók þátt í síldarævintýrinu á Sigló af lífi og sál. Síðar vann hún um allmörg ár á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, sem starfsstúlka. Sigga var alltaf mikill Siglfirðingur og fór oft þangað til að viðhalda tengslum og rifja upp gamalar minningar. Oft sagði hún okkur eitt og annað frá gömlu dögunum, þá hafði nú verið fjör á ferðum og margt að gerast, gleði og grín með hlátrasköllum. Sigga fluttist „suð- ur“ um 1960 og vann um tíma á Vífilsstöðum. Síðar vann hún í frystihúsi í Hafnarfirði og víðar. Árið 1964 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Áma Helgasyni bif- reiðastjóra, sem er fæddur 19. júní 1926, traustum og góðum manni, og bjuggu þau í Suðurgötu 85 í Hafnarfirði. Þau eignuðust einn son, Ragnar Gísla, sem fæddur er 15. janúar 1965. Hann býr í for- eldrahúsum. Þegar við systkinadætur Siggu komum suður til náms, ungar stúlk- t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTDÓRSDÓTTIR frá Sævarlandi, Þistilfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 19. apríl. Már B. Gunnarsson, Guðrún Einarsdóttir, Stefán B. Gunnarsson, Elsa Traustadóttir, Indíana B. Gunnarsdóttir, Pétur Þór Kristinsson, Rósamunda B. Gunnarsdóttir Taylor, Robert Lee Taylor, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, HRAFNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Víðigrund 26, Sauðárkróki, sem lést af slysförum aðfaranótt 18. apríl sl., verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn- ast hennar, láti Sauðárkrókskirkju njóta þess. Anna Katrin Hjaltadóttir, Guðmundur Karlsson, Jón Júlíusson, Jónína Zophaníasdóttir, Hjalti Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, systkini, langömmur og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, KARLS ÓSKARS FRÍMANNSSONAR. Kristin H. Jónsdóttir. mar töluðu báðir, er móðir þeirra var kvödd, og frú Svava söng ein- söng. Við brotthvarf frú Margrétar Sigmar er ekki aðeins verið að minnast mætrar konu, heldur er hún einnig fulltrúi þeirrar kynslóð- ar, sem vann ótrúlegt starf meðal fólks af íslensku bergi brotnu í Ameríku. Nýjar kynslóðir hafa tek- ið við, en hljóta að byggja á því, sem skilað hefur verið þeim í hend- ur af brautryðjendum, sem í hug- sjónagleði, trúarvissu og köllunar- tryggð töldu hvorki eftir stundir né fé í framlagi sínu til þess, sem talið var þess virði að fórna fyrir. Minning frú Margrétar lifir og er hún glæsilegur fulltrúi þeirrar fylkingar, sem meira hefur afrekað en almennt er hugsað um. Við hjón þökkum henni og fjöl- skyldu hennar vináttu og góðar stundir og það veit ég allir þeir aðrir taka undir, sem hafa hina sömu sögu að segja af kynnum. Guð blessi minningu frú Margrét- ar Sigmar, ættmenni hennar og þær hugsjónir, sem hún studdi og vann ævi sína alla og langa. Olafur Skúlason. ur, og bjuggum í heimavistum stóð heimili þeirra opið fyrir okkur og vöndum við mikið komur okkar þangað. Alltaf vorum við velkomnar og vel gert við okkur og mátti segja að þama væri okkar annað heimili. Við gátum farið til Siggu til þess að baka köku ef okkur langaði til og alltaf var velkomið að nota þvottavélina þegar á þurfti að halda. Þá var nú ekki ónýtt að fara í heimsókn á sjónvarpskvöldum fyrst eftir að íslenska sjónvarpið kom og fylgjast með Steinaldar- mönnunum- eða Dýrlingnum og missti maður af þætti var Sigga fús til að rekja gang mála næst þegar maður kom. Einnig var oft gaman að leika sér að litla frænda eða fara með hann í bæinn og oft feng- um við að fara með fjölskyldunni í bfltúra, bæði innan bæjar og utan. Það var okkur ómetanlegt að eiga þetta athvarf hjá frænku okkar og Árna. Það þökkum við af heilum hug og geymum alltaf góðar minn- ingar frá þessum tímum. Sigga frænka átti við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Andlát hennar bar þó brátt að á annan dag páska. Kæru Árni og Ragnar, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur, með þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Biessuð sé minning Siggu frænku. Anna og Hallfríður. Erfidiykkjiir Glæsileg kaffi- lilaðborð Mlegir síilir og mjög góð þjónusta Ipplysingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR HATEL LOFTLEIIIIt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.