Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Ráðstefna á Hólum um nýtingn vatna RÁÐSTEFNA sem ber heit- ið„Nýting á ám og vötnum: sjónarmið og hagsmunir" fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 21. og 22. apríl. Skúli Skúlason, skipuleggjandi ráðstefnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið ráðstefn- unnar væri að kynna og ræða marg- Krabbameinsfélagið Bletta- skoðun FÉLAG íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélag íslands sameinast um þjónustu við almenning á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl. Fólk sem hefur áhyggj- ur af blettum á húð getur komið á Göngudeild húð- og kynsjúkdóma í Þverholti 18 þar sem húðsjúkdómalæknir skoðar blettina og metur hvort ástæða er til nánari rannsókna. Skoðunin er ókeypis. Nauðsynlegt er að panta tíma með því að hringja í síma 621990 miðvikudaginn 21. apríl. Þetta er í þriðja sinn sem þessir aðilar sameinast um blettaskoðun í sumarbyijun. Sums staðar erlendis er hliðstæð þjónusta orðin árviss, enda er reynslan af henni góð og dæmi eru um að varhugaverðar breyt- ingar á húð hafi fundist tíman- lega. Eins og kunnugt er hefur tíðni húðkrabbameins aukist síðustu áratugi. Ar hvert eru skráð meira en þrjátíu ný tilfelli af húðkrabbameini hér á iandi. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð eins og blettir sem stækka, eru óreglulega litir eða breytast, og sár sem ekki gróa. A flestum heilsugæslustöðvum og í mörg- um apótekum er hægt að fá nýleg fræðslurit um sólböð, sól- vörn og húðkrabbamein. (Fréttatilkynning) vísleg sjónarmið og hagsmuni sem varði samskipti manna við vötn. „Töluverð áhersla verður lögð á lax- fiska, en jafnframt er ætlunin að fá fram heildarsýn á auðlindir íslenskra straum- og stöðuvatna og afstöðu okkar til þeirra," segir Skúli. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 með ávarpi Jóns Bjarnasonar, en síðan kynnir Skúli Skúlason framkvæmd ráðstefnunnar. Síðan rekur hvert erindið annað. Sigurður S. Snorrason frá Líffræðistofnun HÍ ríður á vaðið með tölu um mikilvægi yfírlits um langtímarannsóknir á íslenskum vötnum. Þá talar Guðni Guðbergsson frá Veiðimálastofnun um nytjar af ferskvatnsfískum, nytjar með nátt- úruvemd. Síðasta erindi fyrir mat flytur Gísli M. Gíslason frá Líffræði- stofnun HÍ og fjallar það um vísinda- lega veiðistjóm og náttúruvernd straumvatna. Eftir hlé ræðir Karl Sigurgeirsson frá Vatnafangi hf. um stöðuvötn og veiðihlunnindi, þá Mar- grét Jóhannsdóttir frá Ferðaþjónustu bænda um starfsemina og„Veiði- flakkarann". Þá Friðrik Sigurðsson frá Kísiliðjunni um nýtingu Mývatns frá sjónarhóli Kísiliðjunnar og loks fyrir kaffihlé talar Jónas Snæbjöms- son frá Vegagerð ríkisins um sam- skipti Vegagerðarinnar við ár og vötn. Eftir hlé ræðir Þorvarður Ama- son frá Náttúrufræðistofu Kópavogs áfram um siðfræði náttúrunnar. Loks verður umræðufundur,„hveijar eru auðlindir íslenskra vatna“. Auður vatnanna Síðari ráðstefnudaginn byijar Hilmar Malmkvist frá Náttúrufræði- stofu Kópavogs á tölu um „Vatna- auð“, þekkingu, forsendur og nýt- ingu. Þá talar Hákon Aðalsteinsson frá Orkustofnun um nýtingu vatna til raforkuframleiðslu og Böðvar Sig- valdason formaður Landssambands veiðifélaga talar um hlutverk veiðifé- laga við nýtingu veiðivatna. Grettir Gunnlaugsson formaður Landssam- bands stangaveiðifélaga tekur þá við og talar um hlutdeild stangaveiði í nýtingu fiskistofna, en eftir hlé kem- ur fyrstur Óskar ísfeld Sigurðsson frá Búnaðarfélagi íslands. Fjallar hann um fískeldi og umhverfismál. Skúli Skúlason frá Hólaskóla ræðir þá hugtakið „Hver eru viðhorf okkar til vatna?“ og loks er umræðufundur undir slagorðunum, „Hvar stöndum við í dag og hver er framtíðin." Skúli lagði á það áherslu, að ráðstefnan væri öllm opin. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur ■ ■ Fjónr formenn NÚVERANDI formaður og þrír fyrrverandi formenn Krabbameinsfélags Reykjavíkur (f.v.): Jón Þ. Hallgrimsson (1988-1992), Sigríður Lister (frá 1992), Gunnlaugur Snædal (1966-1979), og Tómas Á. Jónasson (1979-1988). Lýst yfir ánægju með þróun í átt til reykleysis PRÓFESSOR Gunnlaugur Snædal dr. med. var kjörinn heiðursfélagi Krabbameinsfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins 29. mars sl. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir ánægju með þróun til reykleysis á vinnustöðum, í verslunarmiðstöðvum og í millilandaflugi, og gleði yfir góðum árangri í söfnun Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. í skýrslum stjórnar og framkvæmdastjóra kom fram að starfsemi félagsins hefði verið fjölbreytileg og má af nýjungum nefna ráðgjöf í reykbindindi við sjúkling á spítölum. Hún er hafín á Borgarspítala og fyrirhug- uð á Landspítala. Af annarri starfsemi á liðnu ári má nefna ráðstefnu um konur og reykingar, fræðslumynd um tóbaksmál, fræðslurit um krabbamein í bijóstum, sjö reykbindin- ámskeið með samtals um 150 þátttakendum og fræðslu um skaðsemi tóbaks og gildi heilbrigðra lífs- hátta í grunnskólum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Sigríður K. Lister var kjörin formaður Krabbameins- félagsins til næstu tveggja ára á fundinum en hún tók við formensku í maí 1992 af Jóni Þ. Hallgrímss- syni yfirlækni eftir að hann varð formaður Krabba- meinsfélags íslands. Aðrir í stjóm félagsins eru Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Katrín Fjeldsted læknir, María S. Héðinsdóttir skólastjóri og Þórarinn Sveinsson yfír- læknir. Á fundinum minntist Sigríður tveggja látinni heiðursfélaga, þeirra Gísla Fr. Petersen dr. med. og Jóns Oddgeirs Jónssonar. — Heiðursfélagi Dr. Gunnlaugur Snædal þakkar Sigríði Lister, formanni Krabbameinsfélagsins, fyrir heiðursfé- lagaskírteini sitt á aðalfundinum. Hann var for- maður félagsins í þréttán ár og þar á eftir for- maður Krabbameinsfélags íslands í níu ár. Innflyljendur geisladiska vísa því á bug að álagning þeirra sé of há Verðlag svipað og á öðrum Norðurlöndum INNFLYTJENDUR geisladiska á íslandi vísa því alfarið á bug að álagning þeirra sé of há. Þeir benda á að ísland til- heyri dýru markaðssvæði og diskar séu síst dýrari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar sé þessi vara nokkuð ódýrari í Bretlandi m.a. vegna Iægri virðisauka- skatts og enn ódýrari í Bandaríkjunum. Komið hefur fram að þar séu diskar um 30% ódýrari en hér á landi. í frétt í blaðinu á laugardag kemur fram að breskri þingmanna- nefnd hafi verið falið að kanna hvort verðlag á geisladiskum þar í landi sé óeðlilega hátt. Markaðssvæði Ásmundur Jónsson, deildarstjóri í tónlistardeild Japis, benti á þátt dreifingaraðilans þegar spurst var fyrir um hátt verð á geisladiskum. „Ég held að grunnástæðuna megi rekja til þess að þau fjölþjóðafyrir- tæki sem standa að þessum rekstri leita eftir því að verðleggja vöruna í samræmi við það sem þau telja að hver markaður geti þolað. Þetta er svona svipað og við höfum rekið okkur á varðandi Levis’ gallabuxur," sagði hann og minnti á að hárri verðlagningu væri gjarnan haldið á Norðurlöndunum. Hann sagði að við verðmyndun hefði vc-rið tekið mið af verði á geisladiskum á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Verðið á þeim væri mjög svipað og á Norður- löndunum en u.þ.b. 15% hærra en í Bretlandi af þeirri ástæðu að að- flutningsgjöld væru hærri og virðis-. aukaskattur sömuleiðis. Aðspurður sagði Ásmundur að geisladiskar hefðu verið að lækka og gengis- breytingar hefðu t.d. haft lítil áhrif á verðlag þeirra en trúlega væri verðið að verða nokkuð stöðugt. Dreifingarkostnaður Jón Trausti Leifsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri _ Skífunnar, minntist eins og Ásmundur á mis- munun markaðssvæða en sagði að þar að auki skipti miklu máli að dreifingarkostnaður væri mun meiri hér en víðast annars staðar. Sömu- leiðis væri 25% virðisaukaskattur nokkuð hátt hlutfall. Aðspurður sagði Jón Trausti að með aukinni hlutdeild geisladiska á markaðinum hefði verð lækkað og ekki benti neitt til þess að sú þróun væri að breytast. Fásinna Steinar Berg, framkvæmdastjóri Steina og formaður Sambands hljómplötuframleiðenda, sagði fá- sinnu að halda því fram að diskar væru dýrir á íslandi og benti hann í því sambandi á að verðið væri álíka hátt og á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar sagði hann að diskarnir væru aðeins dýrari en í Bretlandi og 17% virðisaukaskattur þar í landi í stað 25% skýrði þann mun að mestu leyti. Hann viðurkenndi hins vegar að verð á diskum í Bandaríkjunum væri nokkuð lægra en annars staðar og sagði að þar kæmi ýmislegt til, t.d. væri markaðurinn þar í landi samsettur öðruvísi en annars staðar, með 70-80% hlutdeild hljóðsnælda, og ágóðahlutföll bæði höfunda og flytjenda væru lægri en annars stað- ar. Hvað verð þar í landi áhrærði sagði hann að diskar kostuðu 13,98 dollara að undanskildum söluskatti en á döfínni væri 3 dollara hækkun. Hann sagði að ekki borgaði sig að kaupa diska beint frá Bandaríkjun- um vegna tolla sem greiða þyrfti af þeim. Fríkirkjusöfn- uðurinn í Hafn- arfirði 80 ára 80 ÁR eru liðin á sumardaginn fyrsta frá stofnun Fríkirkjusafn- aðarins í Hafnarfirði. Söfnuður- inn var stofnaður árið 1913 og þann dag var fyrsta guðsþjónusta hans haldin í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Um 300 manns skráðu sig í söfn- uðinn við stofnun hans, en í dag eru í söfnuðinum um 2.300 manns. Sumardagurinn fyrsti hefur ætíð verið mikill hátíðisdagur í söfnuðin- um og jafnan verið fermt í kirkju hans á þessu degi. Hafíst var handa við smíði Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði í ágúst 1913 og kirkjan var vígð í desember sama ár. (Fréttatilkynning) ------♦ »~4----- Vitna að bana- slysi leitað Slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í Reykjavík óskar eftir að ná tali af vitnum að banaslysi sem varð á Hverfisgötu í Reykjavík laust eftir klukkan hálfeitt aðfaranótt sunnudagsins 11. október síðastlið- inn. Þar var ekið á gangandi vegfar- enda sem beið bana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.