Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Ræða Jóhannesar Nordals á ársfundi Seðlabankans í gær FRAMHALD AF MIÐOPNU höft voru afnumin og neytendum buðust nýir lántökukostir á fijáls- um markaði, þar sem innlánsstofn- anir, greiðslukortafyrirtæki, verð- bréfafyrirtæki og fleiri kepptu um viðskipti þeirra. Við þetta bættust síðan stórauknir lántökumöguleik- ar hjá hinu opinbera húsnæðislána- kerfi, sem tók stökkbreytingum á þessu sama tímabili, fyrst með lánakerfinu frá 1986 og síðan með húsbréfakerfinu og vaxandi félags- legum lánveitingum með stórlega niðurgreiddum vöxtum. Þannig hafa breyttar aðstæður á lánsfjár- markaðnum samfara aðgerðum ríkisvaldsins hvort tveggja stuðlað að skuldaaukningu heimilanna og þar með meiri neyzlu en þróun ráð- stöfunartekna hefur gefið tilefni til. Tiltækar tölur benda til þess, að síðastliðin þtjú ár hafi skuldaaukn- ing heimilanna umfram fjársparnað þeirra jafngilt að meðaltali um 4% af landsframleiðslu. Og jafnvel þótt fjármagnsmvndun lífeyrissjóðanna sé bætt við sparnað heimilanna, nær fjársparnaður heimilageirans ekki 1% af landsframleiðslu aðjafn- aði þessi ár. Af þessu má draga þá ályktun, að brýnt sé að leita allra leiða til þess að hvetja heimil- in til þess að draga úr skuldasöfnun og auka fjárhagslegan sparnað, enda leggja þau í flestum þjóðfélög- um til verulegan hluta þess sparn- aðar, sem nýttur er til fjárfestingar fyrirtækja og opinberra aðila, og svo þyrfti einnig að vera hér á landi. Er því full ástæða til þess, að fram fari kerfisbundin athugun á því, hvaða heildaráhrif skattareglur um sparnað og vexti ásamt margvís- legri fyrirgreiðslu ríkisins á sviði húsnæðislána hafa á hreinan fjár- sparnað hér á landi, og leita leiða til úrbóta. Fjárhagsstaða ríkis- sjóðs áhyggjuefni Verulega dró úr hallarekstri ríkissjóðs á síðasta ári, og lækkaði hrein lánsijárþörf hans úr 3,8% af landsframleiðslu árið 1991 í 1,9%. Má þakka þennan árangur strang- ara útgjaldaaðhaldi og mun minni aukningu gjalda umfram fjárlög en viðgengizt hefur árum saman. Engu að síður er fjárhagsstaða rík- issjóðs áhyggjuefni, enda hefur verið umtalsverður halli á ríkis- rekstrinum samfellt síðastliðin átta ár, og nema skuldir ríkissjóðs nú tæpum 40% af landsframleiðslu og munu hækka enn verulega á þessu ári. Vegna hinna miklu skulda þjóð- arbúsins út á við er óhjákvæmilegt að halda áfram þeirri stefnu að fjár- magna meiri hlutann af lánsfjár- þörf ríkissjóðs á innlendum mark- aði. Á meðan svo er ástatt í ríkis- fjármálunum og skuldasöfnun heimilanna heldur áfram, að veru- legu leyti fyrir milligöngu hins op- inbera húsnæðislánakerfis, er ólík- legt að vextir lækki nægilega til þess að hafa æskileg áhrif á hag- vöxt og atvinnustig. Einnig er ástæða til þess að íhuga tilgang og áhrif ríkis- ábyrgða, en á þær hefur áður verið drepið á þessum vettvangi. Því skal vissulega ekki haldið fram, að ríkis- ábyrgðir geti ekki átt fullan rétt á sér og jafnvel verið nauðsynleg tæki til þess að tryggja íjármagn til brýnna þarfa og með viðunandi kjörum, sérstaklega á erlendum lánamörkuðum. Ofnotkun ríkis- ábyrgða til þess að hvetja til fjár- festingar, hvort sem er á vegum fyrirtækja eða heimila, er hins veg- ar líkleg til þess að hafa bæði í för með sér óeðlilega hvatningu til skuldasöfnunar og gáleysi í fjár- festingum, sem margir hefðu ekki lagt í án slíkrar hvatningar. Lengi vel voru menn þeirrar skoðunar, að slíkar ábyrgðir væru ríkinu áhættulitlar, þar sem viðhlítandi veð ættu jafnan að vera fyrir hendi. Því miður hefur þetta farið á annan veg, enda hefur ríkið að undan- förnu tekið á sig vaxandi byrðar af þessum ástæðum. Afskriftir banka þrefölduðust Sannleikurinn er reyndar sá, að vanmat á útlánaáhættu er ein meg- inástæða fyrir þeim vandamálum, er iánastofnanir á Norðurlöndum og víðar hafa átt við að glíma að undanförnu. Þótt nokkur aukning yrði á afskriftaþörf innlánsstofn- ana hér á landi á árunum 1989- 1991, var hún þó enn á þessu tíma- bili mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Þannig voru af- skriftir banka og sparisjóða hér á landi aðeins 1,3% af útlánum og ábyrgðum á árinu 1991 miðað við nálægt 4% að meðaltali í Noregi og Svíþjóð. Á þessu varð hins veg- ar veruleg breyting á síðasta ári, en þá hækkuðu færslur á afskrifta- reikninga banka og sparisjóða í 3,5% af útlánastofni eða nálægt þrefalt hærri tölu en árið áður. Leiddi þetta til þess, að eiginfjár- hlutfall Landsbankans fór niður fyrir það lágmark, sem ákveðið er í hinum nýju alþjóðlegu reglum um eigið fé innlánsstofnana, sem gengu í gildi hér á landi í byijun árs 1992, þrátt fyrir 1.250 millj. kr. víkjandi lán frá Seðlabankanum í desember. Við þessum vanda hef- ur verið brugðizt með þeim hætti, að ríkissjóður, sem er eigandi bank- ans og ábyrgðaraðili, leggur honum til tvo milljarða í nýju eigin fé, en auk þess fær hann einn milljarð í formi víkjandi láns hjá Tryggingar- sjóði viðskiptabanka, sem fær til þess stuðning ríkisins. Alls hefur verið ákveðið, að ríkissjóður ábyrg- ist þriggja milljarða fjáröflun til tryggingarsjóða viðskiptabanka og sparisjóða, ef þörf verður á, en í því felst mikilvæg stuðningsyfirlýs- ing ríkisvaldsins við bankakerfið, sem væntanlega eykur traust á ís- lenzkum innlánsstofnunum bæði innan lands og utan. Eftir þessar aðgerðir uppfylla allar íslenzkar innlánsstofnanir hinar nýju (úginfjárkröfur og flest- ar reyndar mjög ríflega. Þótt það sé mat Seðlabankans, að þessar aðgerðir nægi til þess að treysta vel stöðu innlánsstofnana við nú- verandi aðstæður er mikil þörf að- gerða af hálfu innlánsstofnana sjálfra til þess að bæta afkomu sína með lækkun rekstrarkostnaðar og endurskoðun útlánastefnu og ann- arra þátta starfsemi sinnar. Tímamót í stjóm peningamála Fyrir ári fjallaði ég á þessum vettvangi um þau vandkvæði, sem verið hafa á stjórn peningamála hér á landi vegna óhefts aðgangs ríkisins að fyrirgreiðslu í Seðla- bankanum og ófullkomins peninga- markaðs. Höfðu þessar aðstæður m.a. valdið því, að ríkissjóður gat boðið ríkisvíxla- og spariskírteini með vöxtum, sem ekki voru í sam- ræmi við markaðsvexti á hveijum tíma, þar sem fjármögnun var ætíð hægt að fá í Seðlabankanum, ef sala brást. Með þessu voru bein áhrif Seðlabankans á skammtíma- vexti í reynd að engu gerð og eðli- leg markaðsákvörðun vaxta gat ekki átt sér stað. Grundvallarbreyt- ingar hafa nú verið gerðar á þessu fyrirkomulagi með samkomulagi fjármálaráðherra og Seðlabankans, sem markar tímamót í stjórn pen- ingamála hér á landi. í byijun júní var undirritaður nýr samningur um lánafyrirgreiðslu Seðlabankans við ríkissjóð, en þar var mörkuð sú stefna, að ríkissjóð- ur fullnægði lánsfjárþörfinni á fjár- magnsmarkaðnum, en skuld á við- skiptareikningi við Seðlabankann færi á árinu 1992 aldrei yfir þijá milljarða, en félli síðan niður í árs- bytjun 1993. Þetta var síðan stað- fest með nýjum samningi fjármála- ráðuneytisins og Seðlabankans, sem markar framtíðarstefnu um viðskipti þessara aðila og fjármögn- un ríkissjóðs á innlendum markaði. Er þessi samningur í samræmi við ákvæði í frumvarpi til nýrra seðla- bankalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi. Mikilvægur þáttur í þessu nýja fyrirkomulagi er sú meginregla, að frumfjáröflun ríkissjóðs á mark- aðnum fari fram með uppboðum. Strax í kjölfar samningsins í júní fór fram fyrsta uppboð á sex mán- aða ríkisbréfum, en eftir góða reynslu af því fór fyrsta uppboð spariskírteina fram í október, og hafa slík uppboð farið fram mánað- arlega síðan með góðum árangri. Síðasta og stærsta skrefið var síðan stigið með fyrsta uppboði ríkisvíxla í nóvember, en síðan hafa slík uppboð farið fram að jafnaði tvisvar í mánuði, og fer nú öll ríkis- víxlasalan fram með þessum hætti. Um leið og teknir voru upp flokkar staðlaðra þriggja mánaða ríkis- víxla, hófst skráning þeirra á Verð- bréfaþingi, og eru viðskipti með ríkisvíxla nú orðin langfyrirferðar- mesti þáttur verðbréfaviðskipta hér á landi. Fara peningalegar aðgerð- ir Seðlabankans nú að miklu leyti fram með kaupum og sölum á ríkis- víxlum, en í þeim felst mikilvægt tæki fyrir Seðlabankann til að hafa áhrif á lausafjárstöðu bankakerfis- ins og vaxtaþróun. Tvískipting verð- bréfamarkaðarins Þótt mikilsverður árangur hafi þegar náðst á þessu sviði, er þróun peningamarkaðsins enn skammt á veg komin. Auk þess eru sérstök vandamál fólgin í tvískiptingu verð- bréfamarkaðsins, þar sem annars vegar eru skammtímabréf til þriggja til sex mánaða, en hins vegar langtímabréf frá fimm árum til tuttugu og fimm ára, sem öll eru verðtryggð. Vegna samkeppni milli sparifjár í innlánsstofnunum og verðtryggðra markaðsbréfa hafa vextir á langtímamarkaðnum haft óeðlilega mikil áhrif á banka- vexti. Úr þessu þyrfti að bæta með því að heíja útgáfu eins til tveggja ára óverðtryggðra ríkisverðbréfa, en vextir af þeim gætu þá orðið viðmiðun við vexti af bundnu spari- fé í innlánsstofnunum. Samtímis þessu þarf að stefna markvisst að því að draga úr notk- un verðtryggingar í bankakerfinu, enda veldur hið tvöfalda vaxtakerfi innlánsstofnunum verulegum erfið- leikum og eykur áhættu í rekstri þeirra. Þegar verðbólga hér á landi er orðin jafn lág eða lægri en í öðrum OECD-ríkjum, ættu að hafa skapazt skilyrði til þess að draga verulega úr notkun verðtryggingar á lánsfjármarkaðnum, þannig að hún verði innan fárra ára eingöngu bundin við markaðsbréf til fimm ára eða lengri tíma. Hefur Seðla- bankinn að undanförnu átt viðræð- ur við innlánsstofnanir um fyrstu skrefin í þessa átt. Loks er þess að geta, að undir- búningi að millibankamarkaði með gjaldeyri er nú nánast lokið, en hann hefur tekið nokkru lengri tíma en ætlað hafði verið. Er nú gert ráð fyrir því, að markaðsviðskipti með gjaldeyri geti hafizt um miðjan næsta mánuð. Allar stefna þær breytingar á peninga- og gjald- eyrismarkaðnum, sem hér hafa verið nefndar, að því að aðlaga stjórn og skipulag peningamála hér á landi því, sem almennt tíðkast í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Væntanlega er þess skammt að bíða, að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði gangi í gildi og all- ar hömlur á fjármagnsflutninga milli íslands og annarra landa verði úr sögunni. Þá mun Seðlabankinn þurfa að einbeita sér í enn ríkari mæli en áður að því að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaðn- um og í gengi íslenzku krónunnar. Er því mikilvægt að hraða þeim umbótum, sem unnið hefur verið að á peningamarkaðnum að undan- förnu, en þeim fylgja einnig ýmsar breytingar á innra skipuiagi bank- ans, svo sem niðurfelling gjald- eyriseftirlits, jafnframt því sem upplýsingasöfnun og virk starfsemi á peninga- og gjaldeyrismarkaðn- um verður efld. Ég mun þó ekki fara út í nánari umræðu um þær margvíslegu tæknilegu breytingar á stjórn pen- inga- og gjaldeyrismála, sem nú er verið að vinna að, enda mun ábyrgð á framkvæmd þeirra brátt hvíla á annarra herðum. í stað þess er e.t.v. tilefni til þess að fara fáeinum orðum um stöðu Seðla- bankans og íslenzks þjóðarbúskap- ar í nokkru víðara samhengi. Vaxandi kröfur til almennrar hagstjórnar Þegar litið er yfir þróun efna- hagsmála í heiminum síðustu ára- tugi er lítill vafí á því, að hinn rauði þráður hennar hefur verið stöðug sókn í átt til markaðsbúskapar og opnara hagkerfis. Tækniþróun í samgöngum, fjarskiptum og upp- lýsingamiðlun hefur brotið niður múra milli þjóða og ólíkra hag- kerfa, jafnframt því sem flestir hafa horfið frá miðstýringu efna- hagsstarfseminnar eftir að í ljós hefur komið, að henni hefur reynzt um megn að ráða við stjórn sífellt flóknara framleiðslukerfis. Eins og margar aðrar vestrænar þjóðir drógust íslendingar inn á braut hafta og ríkisforsjár á fjórða og fimmta áratug aldarinnar fyrir áhrif kreppu og heimsstyijaldar. Urðu tök haftastefnunnar á ís- lenzkum þjóðarbúskap harðari og langvinnari en víðast annars staðar í Vestur-Evrópu, og það er ekki fyrr en 1960, sem þetta breytist og íslendingar snúa aftur á braut fijálsari markaðsbúskapar. Síðan hefur þróunin haldið áfram í þessa átt, þótt oft hafi gengið hægar en skyldi vegna rótfastrar trúar margra á forsjárhlutverk ríkisins. Eftir afnám innflutningshafta 1960 fylgdu áratug síðar samningar um aðild íslendinga að EFTA og gagn- kvæmar tollalækkanir við Efna- hagsbandalagið, en í kjölfar þeirra var á næstu árum rutt úr vegi allri hafta- og tollvernd íslenzkrar fram- leiðslu á öðrum sviðum en landbún- aði. Um miðjan síðasta áratug var síðan hafizt handa um afnám verð- lagshafta og fijálsræði aukið á fjár- magnsmarkaðnum, unz íslending- ar standa nú á þröskuldi aðildar að evrópsku efnahagssvæði og fullrar þátttöku í hinum sameinaða Evrópumarkaði. Þessari þróun frá haftabúskap til opins markaðskerfis hafa fylgt sífellt nýjar og vaxandi kröfur til almennrar hagstjórnar, ekki sízt á sviði peningamála og ríkisfjármála. Lögin um Seðiabanka íslands sem sjálfstæða stofnun voru reyndar sett árið 1961 í sambandi við fyrsta áfanga þessarar þróunar og þá endurskoðun hagstjórnar, sem hann krafðist. Þótt hin breytta efnahagsstefna næði verulegum árangri á sjöunda áratugnum, kom síðar æ betur í ljós, að miðstýring vaxta og pólitísk áhrif á lánsfjár- markaðnum hömluðu bæði hag- kvæmri nýtingu íjármagns og voru fjötur um fót virkrar stjórnar pen- ingamála. Þannig drógu neikvæðir raunvextir úr sparnaði og hvöttu til óhagkvæmrar notkunar lánsfjár, en hvort tveggja stuðlaði- að þrá- látri verðbólgu, einkum á áttunda áratugnum. Það er ekki fyrr en menn loks bijótast úr þessum viðj- um og verðmyndun á fjármagns- markaðnum fær að lúta sömu efna- hagslögmálum og aðrir markaðir, sem skilyrði til varanlegri stöðug- leika í verðlagsþróun skapast að nýju hér á landi. Þótt mikilvægur árangur hafi þannig þegar náðst með lægri verð- bólgu og virkari markaðsstarfsemi er ijóst, að mikil verkefni bíða enn framundan til að tryggja sam- keppnisstöðu íslenzks þjóðarbú- skapar, þegar þær hömlur, sem enn eru eftir á fjármagnshreyfingum og á öðrum sviðum, falla niður með öllu. Við þessi nýju skilyrði hljóta áherzlur í stjórn efnahagsmála og verkaskipting í þeim efnum að breytast verulega. Við skilyrði fast- gengis og fijálsra fjármagnshreyf- inga verður það meginhlutverk Seðlabankans að tryggja jafnvægi á gjaldeyrismarkaðnum og stöðug- leika gengisins, en til þess þarf hann virkari stjórntæki en áður, eins og ég hef þegar drepið á, og meira sjálfstæði í ákvörðunum sín- um. Það verður hins vegar verkefni ríkisfjármálanna að viðhalda heild- aijafnvægi í þjóðarbúskapnum og skapa þau skilyrði til öflugrar at- vinnustarfsemi, sem hagsæld þjóð- arbúsins hlýtur að byggjast á. Náð verði jafnvægi í ríkisbúskapnum Eins og áður er drepið á, er hinn þráláti haliarekstur ríkissjóðs undanfarin ár áhyggjuefni út frá þessu sjónarmiði, enda stafar aukn- ing erlendra skulda fyrst og fremst af honum og öðrum lántökum með ríkisábyrgð. Þessu til viðbótar munu falla á ríkissjóð í framtíðinni vaxandi byrðar vegna lífeyrisskuld- bindinga og annarra útgjalda vel- ferðarkerfisins. Vissulega er sífelld aukning ríkisútgjalda fjarri því að vera séríslenzkt vandamál, og sem betur fer nema heildarútgjöld ríkis og sveitarfélaga enn sem komið er verulega lægra hlutfalli af lands- framleiðslu hér á landi en víðast hvar í Vestur-Evrópu. Ef almenn- ari skilningur og vilji væri fyrir hendi, ætti því ekki að vera óraun- hæft markmið að ná jafnvægi eða helzt rekstrarafgangi í ríkisbú- skapnum innan fárra ára. Með þeim hætti væri hægt að losa fjármagn til lækkunar erlendra skulda og til arðbærrar íjárfestingar fyrir milli- göngu lánsfjármarkaðsins. Bætt fjárhagsstaða ríkissjóðs er því bæði lykillinn að lægra vaxtastigi og sterkari stöðu þjóðarbúsins út á við. Þótt framtíðarmarkmiðin í þess- um efnum ættu að vera skýr, verð- ur ekki horft framhjá þeim tíma- bundnu vandamálum samdráttar og vaxandi atvinnuleysis, sem nú heija í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður er fárra góðra kosta völ og nokkru fórnandi til að ná samn- ingum og tryggja þannig áfram stöðugleika í gengi og verðlagsþró- un og sátt ríkisvalds og aðila vinnu- markaðsins um stefnuna í launa- og atvinnumálum. Þótt þau viðfangsefni, sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðs- ins glíma við þessa dagana, mótist þannig öðru fremur af efnahags- samdrætti og fylgifiskum hans, er hvorki ástæða til þess að vanmeta það, sem áunnizt hefur að undan- förnu, né horfa svartsýnum augum til framtíðarinnar. Þótt aðlögun ís- lenzks atvinnurekstrar að aukinni samkeppni, fijálsri verðmyndun og markaðsvöxtum hafi að undan- förnu reynzt mörgum erfið og sum- um jafnvel ofviða, hefur hún áreið- anlega þegar knúið fram margvís- legar endurbætur á skipulagi fyrir- tækja og rekstri, sem munu bera fullan ávöxt, þegar betur árar á ný. Einnig mun þátttaka í evrópska efnahagssvæðinu opna íslending- um tækifæri til aukins og fjöl- breyttari útflutnings á vörum og þjónustu, en jafnframt laða erlent áhættufjármagn til landsins í ríkari mæli. Góðir áheyrendur. Ég er nú kom- inn að lokum þessa máls og á það eitt eftir að þakka ykkur öllum, sem hér eruð stödd, fulltrúum fjármála- stofnana, atvinnulífs og opinberra aðila, fyrir góða samvinnu og sam- skipti öll þau ár, sem ég hef gegnt störfum í Seðlabankanum. Þótt við stefnum nú út í heim harðari sam- keppni og strangari leikreglna, mun þó gagnkvæmur skilningur og vilji til samstarfs áfram verða forsenda farsællar hagstjórnar.“ < ( ( 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.