Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1993 Töluvert tjón varð af völdum elds á húsi á Bergstaðastræti Grunur um íkveikju ELDUR kom upp í tvílyftu timburhúsi á Bergstaða- stræti 46 um kl. 18.30 í gær- kvöldi. Tveir íbúar eru í hús- inu, mæðgin, en þau voru hvorugt heima þegar eldur- inn kom upp. Talið er að upptök eldsins hafi verið í viðbyggingu og læsti hann sig í efri hæð hússins. Ekki er útilokað að um íkveikju hafi verið að ræða. Kristín Ásmundsdóttir býr ein á neðri hæð hússins og er húsið í henn- ar eign. „Það voru engir íbúar í hús- inu þegar eldurinn kom upp en sonur minn hefur verið uppi á lofti. Ég var sjálf í heimsókn hjá bróður mínum vestur á elliheimili þegar eldurinn kom upp. Þegar ég kom hingað fann ég stæka lykt og fór út að skúmum en sá þá engan reyk og engan reyk inni í húsinu. Ég fór inn í húsið og vissi ekki fyrr en mér var sagt frá því að eldur logaði í skúmum. Það hlýtur að hafa verið kveikt í skúm- um,“ sagði Kristín. Reykjarmökkur Morgunbiaðið/RAx MIKINN reyk lagði um nærliggjandi götur frá eldsvoðanum, en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum Ætlaði að laga skúrinn eldsins á um einni klukkustund. Kristín hefur búið í húsinu í 20 ár, en hún ber út Morgunblaðið í hverfinu. Hún var stödd inni í húsinu þegar kviknaði í þessari sömu við- byggingu síðastliðið haust, en þá kviknaði í út frá rafmagni, og hafði hún nýlega fengið greiðslu frá trygg- ingafélaginu til að byggja skúrinn upp að nýju. „Ég er viss um að það hefur verið kveikt í. Það er hægt að komast þama inn þvi skúrinn var opinn.“ Ekkert rafmagn á skúrnum Stefán Þorbergsson, sonur Krist- ínar, býr á efri hæð hússins. Hann var að koma heim úr vinnu þegar hann varð var við að reyk lagði frá heimili hans. „Mér dauðbrá náttúr- lega þegar ég kom hingað. Ekki síst vegna þess að það kviknaði líka í skúmum síðastliðið haust. Mér skilst að slökkviliðsmenn hafí brotið gluggann á gaflinum, en ég veit ekki hve miklar skemmdir em á húsinu," sagði Stefán. Ragnar Sólonsson, aðalvarðstjóri hjá Slökkviliðinu, sagði að það hefði skíðlogað þegar slökkvilið kom á staðinn. Eldsupptök hefðu verið í viðbyggingunni og eldurinn átt greiða leið upp í risið. Miðhæðin væri einnig skemmd, bæði af völdum elds og bleytu. Hann sagði að hugs- anlega væri um íkveikju að ræða því sl. haust hefði rafmagn verið tekið af skúrbyggingunni og þar átti ekk- ert rafmagn að vera núna. Slökkvi- starfí var lokið laust eftir kl. 19.30 en vakt var við húsið fram eftir kvöldi. |i / • • Morgunblaðið/Sverrir Ibuinn og mnbuið KRISTÍN Ásmundsdóttir blaðburðakona stendur við hluta af innbúi sínu sem borið var út úr íbúð hennar. Kristín var ekki heima þegar eldurinn kom upp. Um 75 milljóna króna tap hjá Skagstrendingi HEILDARTAP Skagstrendings hf. á sl. ári nam alls um 75 milljónum króna samanborið við 29,6 milljóna hagnað árið áður. Reksturinn var mun erfiðari en árið áður og einnig sala afurða. Þannig drógust rekstrartekjur saman að raun- gildi um 15,1% milli ára en veruleg aflaminnkun á sóknarein- ingu varð annað árið í röð. Afurðaverð fór lækkandi síðari hluta ársins jafnframt því sem geng- isþróun var óhagstæð. Lækkaði gengi sterlingspunds um 6,9% á ár- inu en um 59,9% af afurðunum fóru til Englands miðað við verðmæti. Þá minnkaði kvóti fyrirtækisins úr um 7.700 tonnum af þorskígildum í um 6.800 tonn við úthlutun á aflakvóta. Heildarafli togara félagsins á sl. ári var alls 6.537 tonn að verðmæti um 635 milljónir. Á árinu 1991 var afli alls 7.708 tonn að verðmæti 794 milljónir. Af heildaraflanum voru 3.054 tonn þorskur eða 46,7% og 1.237 tonn grálúða eða 18,9%. Sam- tals var framleiðsla sjófrystra afurða 2.374 tonn samanborið við 2.878 tonn árið áður. Heildareignir félagsins f árslok voru bókfærðar á 2.044 milljónir og var eigið fé um 578 milljónir þannig að eiginfjárhlutfall var 28,3%. Fyrir- tækið fjárfesti í nýjum frystitogara, Amari HU-1 á sl. ári og nemur smíðaverð skipsins rúmum einum milljarði króna. Þá festi fýrirtækið kaup á framtíðarkvóta fyrir alls tæp- lega 139 milljónir. Á aðalfundi Skag- strendings sem haldinn verður nk. þriðjudag verður lögð fram tillaga um að greiddur verði 6% arður af hlutafé. í dag Yfir Grænlandsjökul___________ Þrír íslendingar í 30 daga skíða- göngu 20 Forsetar komu viö_____________ Aðgerðir árí of seint - Gætum náð Vesturlöndum 21 Ásakanir á hendur forstjórum Volvo _______________________ Sömdu sín í miili um gífurieg laun ogkunna örlögPehrs Gyilenhamm- ars að ráðast í dag 23 Leiðari ítalir hafna „ítölsku ástandi“ 24 Fasteignir ► Stúdentabær - Sjávarlóð á Arnamesi - Markaðurinn - Vöruvottun á húsgögn og inn- réttingar Serblad UM SiÁVARÚTVFC ■viiyii-i/miftxfmi —JtcTn jrf'irh'Bi .IIII..I—flttíL Úr verinu ► Verðfall á saltfiski - Afkoma útgerðar með versta móti - Skotr ar vilja ekki kvótakerfi - Frekari Qárfestingar í skipum borga sig ekki - Bretar þurfa Rússafiskinn Myndasögur ► Svör við þrautum - Fyrsti sumardagur - Lumar þú á sögu? - Drátthagi blýantur- inn - Hvað vantar? Tillögii imi rannsókn- amefnd vísað frá TILLÖGU stjórnarandstöð- unnar um skipun sérstakrar þingnefndar til að kanna fjár- hagstengsl og forsendur fyrir ráðningu Hrafns Gunnlaugs- sonar var vísað frá við at- kvæðagreiðslu á Alþingi í gær með 33 atkvæðum stjórn- arliða gegn 25 atkvæðum sljórnarandstæðinga. Þegar úrslit atkvæðagreiðslunn- ar lágu fyrir lýstu nokkrir þingmenn sljómarandstöðunnar yfir að skoða bæri hvort meirihluti væri fyrir því að þingnefndir ákvæðu að eigin frumkvæði að fjalla um þetta mál. „Ég hef ekki orðið var við að þing- menn Alþýðuflokksins leggist gegn því að fjárlaganefnd taki upp málið eins og þingsköp gera ráð fynr. Ekki hvað síst til að gefa þeim ein- staklingi, sem orðið hefur fyrir hvað hörðustum ásökunum, tækifæri til að rétta sinn hlut,“ sagði Össur Skarphéðinsson formaður þing- flokks Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið. Gunnlaugur Stefánsson, þing- maður Alþýðuflokks í fjárlaga- nefnd, sagði á Alþingi í gær að eðlilegt væri að Alþingi ætti aðild að úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagslegum tengslum fram- kvæmdastjóra Sjónvarps við stofn- unina og sagðist styðja að slík at- hugun færi fram í ljárlaganefnd. Össur segist styðja afstöðu Gunn- laugs fullkomlega og hann hafí ekki orðið var við að aðrir þing- menn Alþýðuflokksins leggist gegn því að fjárlaganefnd taki málið upp. í fjarvinnslu SVERRIR Ólafsson rafmagns- verkfræðingur. Forritar fyrirRock- well í fjar- vinnslu SVERRIR Ólafsson rafmagns- verkfræðingur starfar við rannsóknardeild örtölvudeild- ar Rockwell International Corp. í Suður-Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann hefur hins vegar aðsetur á skrif- stofu í Tæknigarði Háskóla íslands og vinnur þar alla sína vinnu í fjarvinnslu. Tildrög þessa fyrirkomulags eru þau að Sverrir hóf störf hjá Rock- well eftir nám í Kaliforníu á árunum 1982-86 og þegar hann flutti til ís- lands 1987 lögðu yfirmenn hans það til að hann ynni áfram á íslandi við þau verkefni sem hann hafði með höndum. Sverrir er í daglegu sambandi við deildina sem hann starfar í og segir hann að bréfsíminn sé nauðsynlegur til að senda riss og teikningar en að auki fer hann utan til funda á 2-3 mánaða fresti. Sjá bls. 20 „Markaðsmálin lykil atriði...“ I P » i fe I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.