Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 5 Vöxtum ekki breytt BANKAR og sparisjóðir breyta ekki vöxtum í dag. Bankamenn sem rætt var við sögðu að eng- ar breytingar hefðu orðið á forsendum vaxtaákvarðana frá síðustu vaxtabreytingum, m.a. vegna þess að kjarasamn- ingar væru ekki í höfn. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, þegar vaxtaákvarðanir bankanna í bytjun mánaðarins lágu fyrir, að búast mætti við frekari lækkun síðar í mánuðinum. Stefán Pálsson banka- stjóri Búnaðarbankans sagði að bankinn ætlaði að doka við að þessu sinni, meðal annars eftir nýrri lán- skjaravísitölu. Hann sagði að ekki væri hægt að breyta miklu, aðstæður væru svipaðar og verið hefði, meðal annars vegna þess að kjarasamning- ar hefðu ekki náðst. Aðrir banka- menn töluðu á svipuðum nótum. Lánskjara- vísitalan óbreytt Lánskjaravísitala 3.278 gildir fyrir maímánuð og er hún óbreytt frá fyrra mánuði að því er fram kem- ur í útreikingum Seðla- banka íslands. Umreiknað til eins árs hefur lánskjara- vísitalan hækkað um 1,9% síðustu þijá mánuði, 2,5% síðustu sex mánuði og 2,3% síðasta ár. Vístala byggingarkostnaðar lækkar um 0,6% frá síðasta mánuði vegna niðurfellingar á vörugjaldi á steypu, sementi, gleri og fleiri byggingarvörum og gildir vísitalan 189,8 fyrir maímánuð. Síðastliðna tólf mán- uði hefur vísitalan hækkað um 1,3% og gildir sama vísitalan fyrir maí og gilti fyrir febrúar. Hækkunin síðustu sex mánuði umreiknað til árshækkunar er 0,7%. » ♦ ♦- Sinubruni FRÁ slökkvistarfinu við Sjúkrahús Suðurlands, en þar var þykk sina sem var mikill eldsmatur. Eldur í sinu við sjúkrahús Selfossi. KVEIKT var í sinu norðan við Sjúkra- hús Suðurlands um tvöleytið í gær og mikill reykur barst yfir sjúkrahúsið. Eldvarnakerfi þess fór í gang og mikil reykjarlykt var í húsinu. Ekki þurfti þó að gera ráðstafanir vegna sjúklinga. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og slökkti það eldinn með aðstoð manna úr næsta ná- grenni. Mjög þykk sina var á svæðinu sem brann og því mikill eldsmatur. Þar var einnig nokkur tijárækt sem starfsfólk sjúkrahússins hefur stað- ið fyrir. Lögreglan gómaði fullorðinn mann sem var valdur að brunanum en hann hafði kastað frá sér vindlingi á göngu um svæðið, sem var mjög þurrt, og ekki gætt að sér. Sig. Jóns. Oljóst um framhald samninga ENNÞÁ er óljóst með fram- hald viðræðna um gerð nýrra kjarasamninga eftir að samn- inganefnd Alþýðusambands Is- lands hafnaði því að yfirlýsing ríkissljórnarinnar gæti orðið grundvöllur að gerð kjara- samninga til langs tíma aðfara- nótt föstudagsins var. Sjö manna samninganefnd Al- þýðusambandsins kom saman í gær og fór yfir stöðu mála. Benedikt Davíðsson, forseti ASI, sagði að eng- in niðurstaða hefði orðið á fundinum enda ekki að því stefnt. Verið væri að kanna afstöðu félaga og sam- banda vítt og breitt um landið og þau væru að berast. Fundir hefðu verið um helgina og í gær og fleiri fundir væru ráðgerðir í dag og af- staða til framhalds viðræðna yrði mótuð í ljósi þess sem fram kæmi. „Við látum okkur ekkert liggja á,“ sagði Benedikt. Hann sagði að sjö manna nefndin myndi hittast aftur í dag. Krían komin KRÍAN sást á Höfn í Hornafirði í byrjun vikunnar og er hún óvenju snemma á ferðinni í ár. Það var Björn Arnarson sjómaður, sem sá tvær kríur á flugi yfir Ósland- inu á mánudagsmorgun. „Ég held að þetta sé það alfyrsta sem sést hefur til hennar,“ sagði hann, en í fyrra sást fyrst til hennar 26. apríl. ,Ég sé milljón möguleikaá vínníngi í^íkingalottói í kvöld! 66 ,Náðu þér í Víkingalottóseðil og framvísaðu honum á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrirkl. 16ídag! Röðin kostar aðeins 20 krónur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.