Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 10
10 .MjORGUJjJBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR, 21. APRÍL 1993 Skagfirska söngsveit- in í Lang’holtskirkju Á morgun, sumardaginn fyrsta, 22. apríl kl. 17.00 heldur Skag- firska söngsveitin tónleika í Langholtskirkju. Tónleikarnir verða endurteknir næstkomandi laugardag, 24. apríl, á sama tíma. Einsöngvarar á tónleikunum eru Sigrón Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Guðmundur Sigurðs- Tónlistarfélag Borgarfjarðar Tónleikar til heiðurs Þórði Á SUMARDAGINN fyrsta 22. apríl klukkan 21 verða tónleikar í Borgarneskirkju og laugardag- inn 24. apríl klukkan 16 í Bú- staðakirkju í Reykjavík til heið- urs Þórði Kristleifssyni í tilefni hundrað ára afmælis. Á tónleikunum verða meðal ann- ars flutt lög sem Þórður hefur þýtt eða frumort texta við. Fram koma: Theódóra Þorsteinsdóttir, sópran, Kveldúlfakórinn í Borgarnesi, stjórnandi Ingibjörg Þorsteinsdótt- ir, Karlakórinn Söngbræður, stjórn- andi Sigurður Guðmundsson. son, Fríður Sigurðardóttir og Sigurður S. Steingrímsson. Sig- urður Marteinsson leikur undir á píanó en stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Á efnisskrá þessara vortónleika eru m.a. sönglög eftir íslensk tón- skáld frá ýmsum tímum eins og Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson, Jóhann Ó. Haraldsson og Björgvin Þ. Valdi- marsson, og verk eftir erlend tón- skáld, sem sum hver eru fengin úr óperum; Johann Strauss, Carl Zell- er, Giuseppi Verdi og Hándel, svo að einhver séu nefnd. Starfsemi Skagfirsku söngsveit- arinnar hefur verið með miklum blóma í vetur. í nóvember voru haldnir tónleikar í Hveragerði og í Njarðvík við góðar undirtektir. Um miðjan desember voru haldnir jóla- tónleikar í Langholtskirkju með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Reykjavík og var ágóðinn af þeim tónleikum látinn renna í orgelsjóð en kirkjan er að safna fvrir slíku hljóðfæri. Félagslíf söngsveitarinn- ar er með ágætum, á hveiju ári er haldið þorrablót, styrktarfélaga- samkomur og lokafagnaður. Fjár- öflun er öflug og virk, m.a. með sölu veitinga í Kolaportinu. Fréttatilkynning Sumardag'sgleði á afmæli Gerðubergs Á SUMARDAGINN fyrsta, 22. apríl klukkan 13, heldur Menn- ingarmiðstöðin Gerðuberg upp á 10 ára afmæli sitt með börnunum. Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir „Músina Rúsínu" og Möguleikhúsið sýn- ir „Geira lygara“. Kór félags- starfs aldraðra og börn úr leik- skólanum Hólaborg taka lagið og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts og börn úr Suzuki-skólanum leika. Iðunn Steinsdóttir les upp, unglingar úr félagsmiðstöðinni Fellahelli flylja skemmtiatriði, trúðar koma í heimsókn og Pizzabar- inn í Hraunbergi býður börn- unum á hestbak. Þá verður starfandi listsmiðja í Gerðubergi, þar sem börnin geta mála eða samið vorljóð og vegg- irnir verða skreyttir listaverkum sem börn í listsmiðju Gerðubergs, Gagni og gamni, hafa gert. Klukkan 13: Kór félagsstarfs aldraðra. Klukkan 13.30: Upp- lestur — Iðunn Steinsdóttir. Klukkan 14: Sögusvuntan — Músin Rúsína. Klukkan 14.30: Börn af leikskólanum Hólaborg syngja. Klukkan 14.45: Skóla- hljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Klukkan 15.15: Börn úr Suzuki- skólanum spila. Klukkan 16: Möguleikhúsið — Geiri lygari. Klukkan 16.30: Atriði úr Fella- helli. Klukkan 13-17: Listsmiðja — málað, skrifað og skáldað. Trúður og hestar. Sögusvuntan — Sagan af músinni Rúsínu. „Dansað á haustvöku“ allra síð- asta sýning á laugardag ALLRA síðasta sýning á írska verðlaunaleikritinu „Dansað á haustvöku" eftir Brian Friel verður laugardaginn 24. apríl. Það er Guðjón P. Pedersen sem leikstýrir verkinu, en leikmynd og búninga gerði Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir. Leikritið gerist í sveit á írlandi árið 1936 þar sem Mundy-systurn- ar fimm Iifa einangruðu lífi í fá- tækt og stríti. Ein systranna, Chris, eignaðist eitt sinn dreng í lausaleik með hjartaknúsara frá Wales sem átti í sveitinni stuttan stans og það er í gegnum augu drengsins sem við sjáum lífið í Ballybeg einn hlýjan ágústmánuð. Hann rifjar upp líf sitt með systrunum fimm í gleði og sorg. Þær leggja sig allar fram um að lifa heiðvirðu lífi staðfastar í sinni kaþólsku trú. En röskun verður á lífi systranna þegar bróðir þeirra kemur heim, mikið breyttur eftir langa fjarveru. Einkennilegir hlut- ir gerast. Systumar einangrast og verða smátt og smátt fordómum þorpsbúa að bráð. Leikendur eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Ragnheiður Steindórsdótt- ir, Tinna Gunnlaugsdóttir, Erling- ur Gíslason, Kristján Franklín Magnús og Sigurður Skúlason. Tónlistarhátíð í Kópavogskirkju ir sem verða í kirkjunni kvöldið fyr- ir síðasta vetrardag. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, verða tvennir tónleikar í Kópavogskirkju. Klukkan 17.00 koma fram um tvö hundruð grunn- skólanemendur úr sókninni í Skóla- kór Kársness, Stóra kór og Litla kór, undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Undirleikari verður Marteinn H. Friðriksson. Sungin verður fjöl- breytt dagskrá, íslensk og erlend Iög. Klukkan 20.00 á fimmudags- kvöldið verður í kirkjunni samsöngur Hljómkórsins en það er nýr sönghóp- ur úrvals söngvara sem einkum starfa við kirkjulegar athafnir. Á þessum tónleikum syngur hópurinn fyrst og fremst sumartónlist og and- leg lög, innlend og erlend. Stjórn- andi og undirleikari að þessu sinni verður Stefán R. Gíslason. Á tónleikunum verður einnig upp- lestur í umsjá yaldimars Lárussonar leikara. Á föstudagskvöldið kl. 20.00 held- ur Kirkjukór Kópavogskirkju, undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar, tón- leika í kirkjunni. Sungin verða ver- aldleg og andleg lög. Fyrri hluti tón- leikanna samanstendur af Iögum eftir Guðmund Gilsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Nordal, Eyþór Stef- ánsson, George Stebbins, Karl Clausen og Felix Mendelsohn. Eftir hlé syngur kórinn hina frægu þýsku messu eftir Franz Schubert. Ein- söngvari eru Katrín Sigurðardóttir (sópran) og Tómas Tómasson (bari- ton). Undirleik annast Ólafur Vignir Albertsson (píanó). Tónlistarhátíð í Kópavogskirkju lýkur á sunnudaginn 25. apríl kl. 17.00 með því að endurteknir verða tónleikar Kirkjukórs Kópavogskirkju frá föstudeginum 23. apríl. Aðgangur er ókeypis á alla tón- leikana og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristján Franklín Magnús í hlutverkum sínum. TÓNLISTARHÁTÍÐ á vegum Kársnessóknar hófst í Kópa- vogskirkju á mánudag. Fjöl- breytt tónleikahald er í kirkj- unni alla dag vikunnar fram til sunnudagsins 25. apríl nk. Tóniistarhátíðin í Kópavogskirkju er framlag Kársnessóknar til Kirkju- listahátíðar 1993, sem haldin verður í næsta mánuði. Stefán R. Gíslason organisti hefur skipulagt tónlistar- vikuna og borið hita og þunga af öllum undirbúningi hennar. Hann mun sjálfur stjórna Kirkjukór Kópa- vogskirkju á tvennum tónleikum og leika auk þess á orgel við kvöldbæn- Suðurnes og Snæfellsnes Guðný og Maté á tónleikum GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari munu haida tónleika á næstu dögum. Þeir fyrstu verða í Grindavíkurkirkju, fimmtudag- inn 22. apríl (sumardaginn fyrsta) og hefjast klukk- an 20.30. Föstudaginn 23, apríl klukkan 20.30 í Grundarfjarðarkirkju í Stykkishólmskirkju klukk- an 16, en þau verða jafnframt með kynningu fyrir tónlistarskólann í Stykkishólmi. Að lokum verða tónleikar á vegum tónlistarfélagsins í Garði og verða þeir mánudaginn 26. apríl klukkan 20.30 í Sæborgu. Guðný Guðmundsdóttir er nýkomin heim úr ferðalagi um Bandaríkin þar sem hún hélt m.a. tónleika í Bruno Walter Auditorium í Lincoln Center við frábærar undir- tektir. Meðleikari hennar þar var Delana Thompsen. Peter Máté hefur unnið til margra verðlauna fyrir píanóleik sinn m.a. í alþjóðlegri keppni í Vercelli á Ital- íu árið 1986. Hann hefur komið fram sem einleikari í Ungveijalandi, Júgóslavíu, Rúmeníu, Ítalíu og Sovétríkj- unum og Þýskalandi, auk heimalands síns Slóvakíu. Hann lék einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands sl. vor. Peter hefur starfað sem tónlistarkennari á Stöðvar- firði og Breiðdalsvík frá því haustið 1990. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.