Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1993 - 17 Sveitakirkja eftir Gylfa Jónsson Fyrir skömmu var minnst á hvernig borgarkirkjan reynir að bregðast við nútímalifnaðarháttum borgarfólksins, sem oft á tíðum telur sig hafa lítinn tíma til helgi- halds og kirkjugöngu. Var þar nefnd sú viðleitni kirkjunnar að efna til helgihalds á virkum dögum, kyrrðarstunda í hádeginu. Þarfir aldraðra Mikill fjöldi aldraðra og trúar- þarfir þeirra er eitt það verkefni sem borgarkirkjan hefur orðið að bregðast við. Áður fyrr voru aldr- aðir ýmist á sínum eigin heimilum eða, sem oftar var, hluti af stórljöl- skyldunni, þar sem bjuggu saman tveir til þrír ættliðir. í borgarsam- félaginu hefur stórfjölskyldan tvíst- rast. Hinir öldruðu búa einir; í sinni gömlu íbúð, hafa flutt sig um set og komið sér fyrir í íbúðum aldr- aðra eða eru komnir á dvalarstofn- anir. Samkvæmt skoðanakönnunum er þetta fólk sem að stórum hluta til hugsar nú meira um trúmál en yngra fólk. Les oftar í Biblíunni og sækir meir kirkju. Einnig ræður það tíma sínum að miklu leyti sjálft þar eð það hefur lokið sínum starfs- degi á vinnumarkaðinum. Þessum hópi þarf þéttbýliskirkjan að sinna vel. í fljótu bragði mætti ætla að sunnudagsguðsþjónustan væri nokkuð sjálfgefinn vettvangur fyrir þennan hóp. Svo er þó ekki um marga úr þessum hópi. Hjá þeim er sunnudagurinn sá tími þegar yngra fólk, börn þeirra og barna- börn hafa tíma fyrir hina öldnu. Þeim er boðið í mat hjá börnunum, eða að börnin koma í heimsókn. Vinir koma í heimsókn, eða að borgarkirkja Frá hádegisverðarfundi í Grensáskirkju fyrir skömmu. þeir öldnu eru heima, ef einhver skyldi nú ætla að heimsækja þá. Nýr starfsvettvangur Þessu hafa ýmsir söfnuðir áttað sig á og bjóða því sínum eldri sókn- arbömum þjónustu í kirkjunum á rúmhelgum dögum. Það munu hafa verið kirkjukven- félögin sem fyrir alvöm fóru að sinna kirkjustarfí aldraðra, sem ég kýs að kalla svo. Nú hafa sókn- amefndir tekið þetta starf föstum tökum víða og má fínna öflugt kirkjustarf aldraðra við marga söfnuði í þéttbýli. Starf þetta er næsta fjölskrúðugt sem ætla má. Óskir fólks eru mis- munandi. En helgihald og upp- fræðsla í Guðs orði hlýtur þó ætíð að einkenna kirkjustarf aldraðra. Fótsnyrting og hárgreiðsla og ann- að í þeim dúr eru að sönnu hinir þörfustu hlutir, en sérkenni kirkju- starfs, hvort heldur með öldnum eða ungum, hlýtur að markast af þessu eina nauðsynlega; þræðinum að ofan. ur á fjármagni er það, sem koma skal. Allt of lengi erum við búnir að vera að flytja fjármagn inn til landsins. Og hvaða gagn hefir það gert? Ekkert annað en að steypa okkur í skuldir upp fýrir haus! Galdurinn er að flytja fjármagnið út úr landinu og láta aðra skulda okkur. Það er stórsnjallt að flytja fjármagn út og leggja í fyrirtæki í útlöndum. Þannig getum við lát- ið útlendinginn vinna erfiðis- vinnuna við að framleiða hluti, en við getum verið forstjórar og ráð- gjafar. Sífelld ferðalög og flottheit! Það var leitt að sjá, loksins þeg- ar þjóðin er að vakna til meðvit- undar um mikilvægi fjármagnsút- flutnings, að bankayfirvöldin skyldu ekki veita lífeyrissjóðunum tveimur leyfí til þess að flytja út milljón dollara hvorum, til þess að setja í verðbréfamarkaðinn í New York. Það er ekki þörf fyrir þessa aura á Fróni hvort eð er, og þá alls ekki til að lána í íbúðarhús- næði þar. Landsmenn eru loks búnir að sjá, að þeir eiga að koma með klinkið sitt hingað til útlanda og kaupa hér hús og íbúðir. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að flytja út féð. Greiðslukortin hafa líka gert mikið til þess að auðvelda þetta íjárútstreymi. Það var mikið lán fyrir okkar þjóð, að þessi dásamlegu kort skyldu halda innreið síná í okkar góða land. Útflutningur á hugviti og þekk- ingu er líka að aukast og er það vel. Okkar gáfaða þjóð hefír haft yfirum nóg af sprenglærðu fólki, sem ekki hefír getað nýtt þekkingu sína á íslandi. Þess vegna er gott, að nú skuli vera hafínn slíkur út- flutningur. Það léttir á þjóðinni, því þetta gáfaða fólk hefir ekki haft nóg fyrir stafni og hefir þess vegna skapað óróa og óánægju. Svo hefir það líka fýllt blöð og tímarit með háfleygum skrifum sínum. Og af er líka pressan að skapa störf fyrir fólkið á íslandi og finna því fallegar skrifstofur og tryggja árlega utanferð gratís. Fáir hafa líklega veitt því at- hygli, að vísir er hafinn að útflutn- ingi á sakamönnum. Þetta er afar hagstætt fyrir fátækt land. Af- kastamiklir krimmar hafa af mörgu að taka í útlandinu og geta þar haft það mjög gott. Þeir geta jafnvel flutt illa fengnar fúlgur til íslands, annað hvort til ættingja eða bara til að eyða og slá um sig á heimaslóðum. Ef þeir eru gripn- ir við iðju sína, eins og verið hefir að gerast í auknum mæli, ber út- lendingurinn kostnaðinn af því að dæma þá og halda þeim í steinin- um. Og það er ekki svo lítið, sem það kostar. Það ætti að gera að því gangskör að flytja út fleiri afbrotamenn. Það er til dæmis ágætur markaður fyrir þá hér í Flórída. Ekki er hægt að skilja við þessa ófullkomnu upptalnignu án þess að minnast á eina grein, sem í sjálfu sér er ekki arðbær fyrir þjóð- arbúið. En hún hefir gripið at- hygli alþjóðar og fyllt fólk þjóðar- stolti og metnaði, fyrir nú utan ánægjuna af því að fylgjast með framvindu mála. Hér á ég við fóst- urlandsins freyjur, sem hleypt hafa heimdraganum og þungast af völdum útlendra illmenna. Síðan fylgja skilnaðir og spennandi málaferli og deilur um börnin. Fyrir utan hinar saklausu, spjöll- uðu meyjar, hafa komið við sögu hund-Tyrkjar og vondir Ameríkan- ar. Ef til vill má skrifa bækur um þessi ævintýri og búa til kvik- myndir, sem gætu unnið verðlaun í útlöndum. Það myndi færa þjóð- inni bæði frægð og tekjur. Þessar ungu konur hafa sannarlega unnið landi sínu vel og verið þjóðinni til sóma. Biblíufræðsla og hádegisverðarfundir Við Grensáskirkju hefur um nokkurra ára skeið verið sérstakt starf fyrir aldraða. Alla þriðjudaga kl. 2 e.h. hafa verið biblíulestrar, sem fyrst og fremst hafa verið ætlaðir öldruðum, en allir auðvitað velkomnir. Að fræðslunni lokinni, sem sr. Halldór S. Gröndal hefur annast, er drukkið gott síðdegis- kaffi og rabbað saman. Gefst þar gott tækifæri fyrir prestana að kynnast frekar hinum eldri sókn- arbörnum, en ekki síður er þetta léttur vettvangur margra að ræða við prestinn sinn og koma á fram- færi við hann bænarefnum og leita sér trúarstyrks. Þessi fræðsla hefur verið vel sótt og fjöldi þátttakenda farið vaxandi. „Hinir margþættu lifn- aðarhættir okkar nú- tímafólks kalla á fjöl- breyttari möguleika til að velja úr. Þar er kirkjan ekki undanskil- in. Því er gleðilegt að sjá hve kirkjustarf aldr- aðra er nú fjölbreytt og sinnir æ fleirum með batnandi fjárhag sókna.“ Hádegisverðarfundir aldraðra eru annað form að kirkjustarfi aldr- aðra í Grensássókn. Þriðja hvern miðvikudag yfir vetrarmánuðina og nokkuð fram á sumar eru hádegis- verðarfundir í kirkjunni. Þeir hefj- ast kl. 11 f.h. með helgistund en að henni lokinni eru flutt fræðsluer- indi um kirkjuleg og trúarleg efni og er vandað til fyrirlesara. Að loknum fyrirlestrunum er kirkju- gestum boðið til sameiginlegs máls- verðar. Þetta helgihald í miðri viku hefur mælst vel fyrir. Þá er lýmra um tíma og hádegið heppilegt til kirkjugöngu vegna birtunnar, sér- staklega yfir vetrarmánuðina. Næsti hádegisverðarfundur í Grensáskirkju verður .miðvikudag- inn 21. apríl. Þá-mun Pétur Már Olafsson bókmenntafræðingur og útgáfustjóri hjá Vöku Helgafell flytja erindi um hið þekkta og fal- lega helgikvæði, Lilju. Það er oft talað um þunnskipaða bekki í kirkjunum á sunnudögum. Stundum má það til sanns vegar færa, en rétt er að benda á að kirkj- ur í þéttbýli eru æ meir að verða lifandi starfsmiðstöðvar alla daga vikunnar. Hinir margþættu lifnað- arhættir okkar nútímafólks kalla á fjölbreyttari möguleika til að velja úr. Þar er kirkjan ekki undanskilin. Því er gleðilegt að sjá hve kirkju- starf aldraðra er nú fjölbreytt og sinnir æ fleirum með batnandi fjár- hag sókna. Höfundur er safnaðarprestur við Grensáskirkju í Reykjavík. Grunnskólamót stúlkna í skák GRUNNSKÓLAMÓT stúlkna fór fram 17. apr'íl sl. í húsnæði Skák- sambands íslands í Faxafeni 12, Reykja- vfk. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur (f. 1980-1977): 1. sæti Anna Björg Þorgrímsdóttir, Seljaskóla, 7 vinn- inga af 7, 2. sæti Anna María Þor- steinsdóttir, Húsaskóla, 5,5 vinninga af 7 og í 3. sæti varð Margrét Braga- dóttir, Langholtsskóla, og hlaut hún 5 vinninga af 17. Yngri flokkur (f. 1981 og síðar):- 1. sæti Berta Ellertsdóttir, Grunn- skóla Akraness, 6 vinningar af 7 (32. stig), 2. sæti Sonja Dögg Gunn- laugsdóttir, Álftanesskóla, 6 vinning- ar af 7 (31,5 stig) og í 3. sæti varð Harpa Ingólfsdóttir, Hjallaskóla, 6 vinningar af 7 (30,5 stig). (Fréttatilkynning) A MORGUN BLAÐSINS Husií) og garburinn b£í Laugardagsblaði Morgunblaðsins, 1. maí nk. fylgir blaðauki sem heitir Húsið og garðurinn. í þessu blaði verður fjallað um endurbætur heima við, jafnt innan húss sem utan. Einnig verður greint frá ýmsum leiðum við fegrun garða, breytingar og skipulag, gróðursetningu og val á trjám og plöntum. Þá verður fjallað um garðyrkjusýningu, sem verður haldin fyrstu vikuna í maí. Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 26. apríl. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 69 1111 eða símbréf 69 1110. - kjarni málsins! t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.