Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 38
-MQRfiUNRIiÁÐIT) MÍSyiKUDÁGUil. 21. AlUtÍL .121)3. 38 Hún vekur inargar brennandi spurningar 29. apríl er reyklaus dagur. < i Þá geturðu byrjað I nýtt líf. UÓSMYNDUN Urslit kynnt í ljósmyndasamkeppni Berglind Ingvarsdóttir, 10 ára, og Benedikt Einars- son, 11 ára, með verð- launagripina frá Blackpool. Einn þeirra, 30 ára gamall bikar, er þó enn í Blackpool þar sem verið er að grafa nöfnin þeirra í hann. pöram. En Benedikt vefst tunga um tönn þegar hann er spurður hvaða dans honum finnist skemmtilegastur. „Stundum finnst mér voðalega gaman að dans vals. Áður beið ég allt- af eftir að latin byrjaði," segir hann en Berglind er ekki í vafa og nefnir jive. „Hann er svo hress og skemmtilegur, Mikill hraði og mikið að gerast,“ segir hún. Hana langar til að halda áfram að keppa í dansi en hefur minni áhuga á að verða dans- kennari, gæti frekar hugsað sér að gera eitthvað annað, t.d. verða hárgreiðslukona, en Benedikt segist vilja verða hótelstjóri í Bandaríkjunum. Foreldrar þeirra Berglindar og Benedikts fylgdu þeim í keppnina en þar eignuðust þau líka kunn- ingja af hinum ýmsu þjóðemum. Þau segja að vel hafi verið tekið á móti þeim og íslensku keppend- urnir hafi fengið mikinn stuðning frá áhorfendum í salnum. Morgunblaðið/Július fréttaritara Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari í Vestmannaeyjum tekur við verð- launum sínum úr hendi Matthíasar Johannessens ritsljóra. A ’Trslit í Ijósmyndasam- ^ keppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgun- blaðsins, voru tilkynnt við athöfn í anddyri Morgun- blaðshússins í Kringlunni 1 síðastliðinn laugardag. Þar voru verðlaunamyndirnar jafnframt hafðar til sýnis. Veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir 28 myndir og myndraðir í sjö flokkum. Eldhafið, ljós- mynd Sigurgeirs Jónasson- ar í Vestmannaeyjum, var valin Mynd ársins 1991- 1992 og verðlaunuð sér- staklega. Myndin er af upp- hafi Heklugossins í janúar 1991 og var hún tekin úr Vestmannaeyjum. Sigur- geir hefur verið ljósmyndari Morgunblaðsins í Vest- mannaeyjum í 35 ár og undanfarna tvo áratugi jafnframt annast afgreiðslu blaðsins þar. Sýning á verðlauna- myndunum með heitinu Líf- ið í landinu verður sett upp á nokkrum stöðum á lands- byggðinni á næstu vikum og mánuðum. Ljósmyndirn- ar fara fyrst á Selfoss og verða hengdar upp í and- dyri Hótels Selfoss fyrir sumardaginn fyrsta. Þar verður sýningin í vikutíma. DANS Óvæntur sigur Eg sá svo marga góða að ég bjóst alls ekki við þessu,“ seg- ir Berglind Ingvarsdóttir sem ásamt Benedikt Einarssyni, dansfélaga sínum, sópaði að sér verðlaunum í alþjóðlegri danskeppni ungri dans- ara í Blackpool á Englandi dagana 12.-16. apríl. Fyrsta keppnisdaginn urðu Berglind og Benedikt í öðru sæti í vínarvölsum í sínum flokki, 11 ára og yngri. Annan daginn sigr- uðu þau í latin-dönsum, þriðja dag- inn urðu þau í 3. sæti í quick-stepp og fjórða daginn í 2. sæti í jive og 3. sæti í landskeppni. Síðasta keppnisdaginn urðu þau í 5. sæti í standard-dönsum. Berglind var aðeins fimm ára þegar hún byrjaði í dansi. „Bróðir minn, sem er eldri, fór fyrstur í dans. Honum fannst svo gaman að mig og systur mína langaði að fara líka,“ segir hún en nú dansa eldri systkini hennar tvö saman. Þegar systurnar bytjuðu í dansi var Berg- lind líka í fimleikum. „Ég var bæði í dansi og fimleikum í þijú ár þang- að til að ég var átta ára en þá hafði ég ekki tíma til að gera hvort tveggja og valdi dansinn.“ Benedikt hefur hins vegar aðeins verið eitt og hálft ár í dansi. „Ég fékk áhuga á dansi þegar nágranni frænda míns, sem heitir Sesselja Sigurðardóttir og hef- ur mikið verið í dansi, kenndi okkur frændun- um frumspor- in. Hún spurðu J okkur y svo / ( hvort , i við vild- ; um fara í dansskóla enda vantar þar alltaf dans- herra og við ákváðum báðir að slá til,“ segir hann en dansinn hefur svo sannarlega undið upp á sig því að nú æfa þau Berglind dans þrisv- ar sinnum í viku og eru þar að auki einu sinni í viku í einkatímum. Góð pör í Blaekpool Berglind og Benedikt urðu í Qórða sæti í latin-dönsum í dans- keppni í nágrenni London í októ- ber í fyrra en Blackpool er mun stærri keppni og þau eru sammála um að þar hafi verið mikið af góðum Freysteinn Jóhannsson fréttastjóri, formaður dómnefndar, og Sig- ríður Óskarsdóttir starfsmaður ljósmyndadeildar Morgunblaðsins afhenda Onnu Maríu Ágústsdóttur viðurkenningu Róberts Schmidt. Alfons Finnsson ljósmyndari í Ólafsvík (fyrir miðju) ásamt konu sinni, Annette Bertelsen, og Jóni Guðmundssyni fréttaritara á Reykjum í Mosfellsbæ. Morgunblaðið/Kristinn NÍU fréttaritarar fengu verðlaun og viðurkenningar í ljósmynda- samkeppni Okkar manna. Á myndinni eru verðlaunahafarnir og þeir sem tóku við viðurkenn- ingum fyrir þá sem ekki gátu verið viðstaddir. Lengst til vinstri er Alfons Finnsson í Ólafsvík, næst honum eru Ágúst Ágústsson og Anna María Ágústsdóttir sem tóku við verðlaunum bróður síns, Róberts Schmidt á Bíldudal, þá er Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum, Ulfar Ágústsson á ísafirði og Vilmundur Hansen í Trékyllisvík. Þá eru Hólmfríður Vala og Margrét Hrönn Svavars- dætur sem tóku við' verðlaunum föður síns, Svavars B. Magnússon- ar á Ólafsfirði, næst ystur til hægri er Sigurður Jónsson á Sel- fossi og lengst til hægri er Theod- ór Kr. Þórðarson í Borgarnesi. Hallgrímur Magnússon í Grund- arfirði fékk einnig viðurkenningu fyrir ljósmynd en hann var stadd- ur erlendis þegar athöfnin fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.