Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 23 Alvarlegar ásakanir á hendur forstjórum Volvo Sömdu sín í milli um gífurleg1 laun London. Daily Telegraph. ASAKANIR um hundraða milljóna króna greiðslur til toppanna, afar rausnarlega launasamninga, fjáraustur í einkaþotu, hótelsvítu og líf- verði verða meðal umræðu- efnanna á aðalfundi Volvo- verksmiðjanna í Gautaborg í dag. Beinast ásakanirnar aðallega að þeim kunna manni Pehr Gyllenhammar, sem sljórnað hefur Volvo í meira en áratug, og er búist við, að hann muni eiga held- ur á brattann að sækja gagn- vart hluthöfunum. Búist er við, að um 2.000 hluthaf- ar sæki aðalfund Volvo og þeir vilja fá að vita hvort rétt sé, að Volvo hafí stórhækkað laun toppmann- anna, veitt þeim alls konar fríðindi og „gulltryggt" þá að auki með samningum um hundraða milljóna króna greiðslur fyrir utan laun. Þetta á að hafa gerst á sama tíma og Volvo hefur tapað gífurlegu fé, yfir 30 milljörðum kr. á síðasta ári. Leynilegar greiðslur Það er ekki síst lífstíll Gyllen- hammars sjálfs, sem vekur athygli, en eitt sænsku blaðanna áætlar, að hann kosti Volvo nærri 1,8 milljarða kr. á ári. Þá koma einnig við sögu leynilegar greiðslur til þriggja fyrr- verandi framkvæmdastjóra upp á nærri 800 milljónir króna. Mestar séu 100 milljónir í árslaun SUMIR telja, að örlög Pehrs Gyllenhammars sem forstjóra Volvo kunni að ráðast í dag. þær til Christers Zetterbergs, fyrr- verandi aðalframkvæmdastjóra Volvo, rúmlega 630 milljónir auk 3,5 milljóna kr. árslauna þar til eftir- launaaldri er náð. Zetterberg, sem er aðeins hálf- fimmtugur, var vikið til hliðar í fyrra þegar Volvo reyndi að sameinast matvæla- og lyfjasamsteypunni Procordia en þá var stjómarformaður hennar gerður að aðalframkvæmda- stjóra. Zetterberg starfar nú hjá fjár- málafyrirtæki í London. 56% launahækkun 1991 Gyllenhammar, sem býr í húsi, sem Volvo keypti fyrir 10 árum og kostaði um 50 milljónir kr., fékk 56% launahækkun 1991 og hefur nú rúm- lega 100 milljónir kr. í árslaun. Forráðamenn Volvo hafa ekkert viljað segja um þessar ásakanir en Sören Gyll, núverandi aðalfram- kvæmdastjóri, segir, að þeir þurfi „ekki að skammast sín fyrir neitt“. Stjómin ætlaði hins vegar að koma saman snemma í morgun til að semja svar við ásökununum en sagt er að almennir stjómarmenn, aðrir en þeir sem starfa við fyrirtækið, hafi ekk- ert vitað um leynisamningana við Gyllenhammar og aðra, þar á meðal um fasta hótelsvítu í New York og fyrirtækisþotuna, sem kostaði um 600 millj. kr. Þá er sagt, að samning- urinn við Gyllenhammar hafi verið gerður á fundi aðeins þriggja fram- kvæmdastjóra Volvo og var hann sjálfur einn þeirra. Samtök sænskra hluthafa, sem hafa 65.000 litla fjárfesta innan sinna vébanda, hafa sént Volvo bréf þar sem spurt er um „gulltryggingu" forráðamanna fyrirtækisins og um launagreiðslur til Gyllenhammars og Gylls. Kveðst Lars-Erik Forsgardh, formaður samtakanna, ætla að krefj- ast rannsóknar á þessum málum öll- um. Reuter Viðvaningur við stjórnvölinn MESTA mildi þykir að farþegar og áhöfn japanskrar þotu, alls 77 manns, skyldu lifa af er DC-9 þotu hlekktist á í lendingu á flugvellinum í Hanamaki í fyrrakvöld. Aðstoðarflugmaðurinn var við stjómvölinn og er reynsluleysi hans kennt um hvernig til tókst en snarpur hliðarvindur var er þotan lenti. Rakst vængur í jörðina og eldur kviknaði. Er þotan staðnæmdist áttu þeir sem um borð voru fótum sínum fjör að launa. Leita ráða við „uppa- flensunni“ London. Reuter. BRESKIR læknar og vísinda- menn hafa komið á fót stofn- un, sem á að leita lækninga á „uppaflensunni“, sem svo hef- ur verið kölluð. Hefur hún einnig verið nefnd „síþreyta" og hrjáir um 100.000 manns í Bretlandi. Talsmenn stofnunarinnar sögðu, að með rannsóknunum væri vonast til, að lækning fyndist á þessum erfiða veirusjúkdómi eða ME (My- algic encephalomyelitis). Þeir, sem þjást af honum, sýna margvísleg einkenni, meðal annars andlega og líkamlega þreytu, brenglað skamm- tímaminni, einbeitingarskort, melt- ingartruflanir, verki í vöðvum og liðamótum og svefnleysi. Orsök veikinnar hefur lengi vaf- ist fyrir vísindamönnum en hún var kölluð „uppaflensa" vegna þess, að hún leggst oft á ungt fólk, til dæm- is námsmenn og þá, sem vinna undir miklu álagi. James Mowbray, ónæmisfræðingur við Læknaskóla Sjúkrahúss Sankti Maríu í London, segir, að reynt verði að finna á því skýringar hvers vegna veiran valdi flensueinkennum, sem hjá sumum standi aðeins í nokkra daga en hjá öðrum í langan tíma. Einna erfíðast við ME-sjúkdóm- inn er, að hann getur risið og hnig- ið fyrirvaralaust. Ástand sjúklings- ins getur því sveiflast til frá einni klukkustund til annarrar en stund- um vara einkennin árum saman. Hugsanlegar afleiðingar harmleiksins í Waco á mánudag Gæti styrkt kröfurnar um að byssueftirlit verði hert New York. Frá Huga ólafssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. EIN spurninganna sem vakna eftir harmleikinn í Waco í Texas er hvern- ig dómsdagsspámaðurinn David Kor- esh gat komið sér upp vopnabúri sem hefði sæmt litlu herfylki. Svarið er að hann gat það á auðveldan og lög- legan hátt og yfirvöld gátu lítið að gert. Mál Koresh og safnaðar hans verður nú án efa til að ýta undir kröfur um hert eftirlit með vopna- sölu, en Bill Clinton forseti hefur skorað á þingið að hætta að draga lappirnar og samþykkja frumvarp þess efnis, sem hefur verið látið ryk- falla árum saman. Utsendarar lögreglu, sem gengu í söfnuð Koresh undir fölsku flaggi, segjast hafa séð þar tugi eða hundruð hríðskotariffla — banda- ríska M-16, rússneska AK-47 og ísraelska Uzi — sem eru hannaðir til hernaðar, en eru seldir almenningi í búðum í Bandaríkjunum. Hluti vopnabúrsins var gerður upptækur árið 1987 þegar Koresh var ákærður fyrir skotárás á trúbróður sinn, en hann fékk svo rifflana sína aftur eftir að réttarhöldunum var slitið vegna formgalla. Hitt var keypt í byssubúðum eða í gegnum póstverslun, en það var rifinn pakki með handsprengjuvörpu sem hratt af stað rann- sókn yfirvalda í Washington á söfnuðinum. Sljórnarskrárbundinn réttur Lög um byssusölu og -eign í Bandaríkjunum LÖGREGLUMAÐUR í Flórída miðar riffli sínum á verslun þar sem óður maður hélt fólki í gíslingu. Atburðurinn varð fyrir nokkrum árum; áður en maðurinn var yfirbugaður hafði hann skotið fjóra til bana og sært 18 manns. gerðu lögreglu ekki auðvelt fyrir, enda flest gert til að tryggja stjórnarskrárbundinn rétt manna til að bera vopn og koma í veg fyrir afskipti yfirvalda. Lögreglu er til dæmis óheim- ilt að tölvuvæða gögn um byssusölu, eins og gert er með bifreiðar. Hver sem á 1.800 krónur getur fengið leyfi til byssusölu og ólögleg sala á skotvopnum telst ekki fangelsisglæpur, heldur er flokkuð með smábrotum eins og stöðumælasektir. Yfir- völdum er skylt að gefa út leyfi 45 dögum eftir umsókn þó að athugun á ferli vopnasalans væntanlega sé ekki lokið, en þau ná ekki að rannsaka nema um sex af hundraði umsækj- enda. Lögskráðir byssusalar í Bandaríkjunum eru enda fleiri en bensínstöðvar eða um 285.000. Það þarf vart að koma á óvart að byssueign er hvergi almennari en í Bandaríkjunum; um 45 af hundraði sögðu í nýlegri könnun að skot- vopn væri á heimilinu og skráðar byssur eru yfir 200 milljónir, eða nær jafn margar íbúum landsins. Það eru samtök sem kalla sig National Rifle Association (NRA), sem mætti þýða Rifflavina- félagið, sem eru hið raunveruléga afl á bak við bandaríska byssulöggjöf. NRA hafa verið kölluð öflugustu hagsmunasamtök Bandaríkj- anna og fáir þingmenn hafa þorað að styggja þau, því þeir sem samtökin snúast opinberíega gegn missa harðsnúinn kjósendahóp og eiga erfitt með að ná kjöri. Rifflavinum virðist hins vegar hafa fatast fimin upp á síðkastið, meðal annars með óvin- sælli andstöðu við bann á byssukúlum sem smjúga í gegnum skotheld vesti og kallast af þeim sökum „löggubanar". Flest bendir nú til að þingið í Washington samþykki frumvarp, sem meðal annars kveður á um að kaupandi verði að bíða í sólarhring áður en byssa er afhent svo tími gefist til að athuga hugsanleg- an glæpaferil eða geðveilu viðkomandi. Málmleitartæki í barnaskólum NRA svarar gagnrýni yfirleitt með einkenn- isorðum sínum: „Byssur drepa ekki fólk — fólk drepur fólk.“ Þetta telja flestir satt og rétt, en ýmsir spyija á móti til dæmis hvort rifrildi og reiðiköst enduðu ekki sjaldnar í dauðsföllum ef skotvopn væru ekki tiltæk. Slíkt á ekki síst við um unglinga en 4.200 Bandaríkjamenn á aldrinum 14-19 ára féllu fyrir byssukúlum árið 1990 (þegar nákvæmar tölur lágu síðast fyrir) og málmleitartæki hafa verið sett upp í mörgum barnaskólum í New York og fleiri borgum til að afvopna nemendur. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Hver er þessi andskotans Haraldur Bíldal. ???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.