Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1993 33 Sjúkdómsgreining geðklofí - Hvenar eru batahorfumar? eftir Normu Mooney Meðhöndlun geðsjúklinga hefur tekið miklum stakkaskiptum á síð- ustu árum í Noregi. Meðhöndlun sjúklinga með alvarlegST geðsjúk- dóma fær æ stærra rými í mennt- un sálfræðinga við háskólana, og tvær göngudeildir í Ósló hafa sér- hæft sig í meðhöndlun einstakl- inga með alvarlega geðsjúkdóma. Mörg rannsóknarverkefni sem fjalla um meðhöndlun geðsjúk- linga, og þá sérstaklega samtals- meðferð, hafa vakið verðskuldaða athygli. Meðal þeirra er vert að nefna niðurstöður frá fjögurra ára tilraunaverkefni þriggja sálfræð- inga; Jons Monsens og félaga hans, sem störfuðu við meðhöndl- un geðklofasjúklinga og sjúklinga með jaðar-fyrirbæri við göngu- deild í Ósló: Nítján af tuttugu og fimm sjúklingum þeirra náðu var- anlegum bata eftir samtalsmeð- ferð sem stóð að meðaltali yfir í IV2 til 3V2 ár. Einnig er vert að nefna rannsóknir sálfræðingsins Önnu-Kari Torgalsbeen á sérkenn- um þeirra einstaklinga sem þjáðst hafa af gelðklofa, en sem síðar meir hafa náð sér að fullu. Er geðklofi sjúkdómur eða viðkvæmni? Greinarhöfundur var nemandi beggja ofannefndra sálfræðinga, og birtir hér þýðingu á viðtali við Önnu-Kari Torgalsboen um rann- sóknarstörf hennar og störf við göngudeild sem meðhöndlar geð- klofasjúklinga. Anna-Kari hefur lengi starfað að samstalsmeðferð fyrir geðklofasjúklinga. Hún var fyrst spurð að því hvort hægt væri að lækna svo alvarlegan sjúk- dóm? „Það er hægt að útskýra fyrir- bærið geðklofa á mismunandi hátt, til dæmis sem sjúkdóm eins og innan læknisfræðinnar eða sem viðkvæmni eins og innan sálfræð- innar. Ef maður útskýrir geðklofa út frá sjúkdómsmódeli þá er með- höndlunin fólgin í því að minnka sjúkdómseinkennin með lyfjum. Sjúklingurinn telst þá aldrei geta orðið alheilbrigður, en markmiðið með meðhöndluninni er að halda alvarlegustu bráðaeinkennunum, það er að segja ofskynjunum og ranghugmyndum í skefjum, alla- vega um tíma. Einstaklingur sem hefur fengið sjúkdómsgreininguna geðklofi telst vera lífstíðarsjúkl- ingur, sem getur orðið frískari inn á milli verstu tímabilanna og mað- ur álítur þá að sjúkdómurinn sé varanlegur. Ef maður útskýrir geðklofa sem viðkvæmni er þessu öðru vísi far- ið. Maður útskýrir geðklofa þá sem sérstaka tegund viðkvæmni sem getur brotist út í geðklofaeinkenn- um, ef einstaklingurinn verður fyrir áföllum eða streitu. Það er sem sé viðkvæmnin sem varir en ekki ákveðinn sjúkdómur. í stað- inn fyrir að meta einstaklinginn sem lífstíðarsjúkling, álítur maður þess í stað að viðkvæmur einstakl- ingur geti haft geðklofaeinkenni um tíma í lífí sínu. Þegar slík tíma- bil eru afstaðin, mun einstakling- urinn verða nánast eins og áður, a.m.k. ef hann fær meðhöndlun. Við getum ef til vill líkt þessu við ofnæmis- eða þunglyndisköst. Viðkvæmnismódelið leggur mikla áherslu á að það eru vissir þættir, til dæmis í einka- eða fjöl- skyldulífínu, sem geta gert það að verkum, að viðkvæmir einstakl- ingar verða geðklofar. Maður álít- ur þá einnig að vissir þættir geti komið í veg fyrir að þeir verði geðklofar. Það er til dæmis mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að þeir upplifí streitu sem er þeim um megn. Einnig er mikilvægt að þeir velji sér vinnu og nám við hæfi, og að ekki séu gerðar of miklar kröfur til þeirra. Það er líka mikilvægt að fjölskyldumeðlimirn- ir sjái fram úr erfiðleikunum og hjálpist að við að leysa þá, og að hann sé örvaður til að verða sem mest sjálfbjarga." Hvers konar meðhöndlun hæfir einstaklingum með geðklofaeinkenni? í rannsóknum mínum hef ég átt viðtöl við 20 einstaklinga sem hafa verið greindir sem geðklofar, en hafa náð sér að fullu (full re- mission). Þeir eiga það sameigin- legt að vera ekki lengur greindir sem geðklofar, hafa ekki verið lagðir inn á geðsjúkrahús lengur en einn mánuð á síðustu þremur árum, taka mjög lífið af lyfjum eða hafa alveg hætt lyfjatökum. Allir eru þeir sammála um að samtalsmeðferð (psychoterapy) hafí átt mestan þátt í að þeir hafa náð sér að fullu. I allt hafa sextán þessara einstaklinga fengið sam- talsmeðferð í 6 mánuði eða meira. Tveir þeirra sem hafa náð sér best, hafa verið í samtalsmeðferð í allt að 10 ár hjá sama aðila. Ég tel það mjög mikilvægt að meta hvers konar meðferð hæfir hveijum einstaklingi strax í fýrsta skipti sem hann fær geðklofaein- kenni. Það er líka mjög mikilvægt að meðhöndlunin sé regluleg og að hún vari ekki of lengi, oft í fleiri ár eftir að þeir útskrifast af sjúkra- húsi. Til dæmis er mikilvægt að meta hvort samtalsmeðferð (psyc- hotherapy) hæfir eða ekki. Ein- staklingar sem geta notfært sér samtalsmeðferð verða að geta bundist tengslum við fólk á já- kvæðan hátt og verða að geta talað um tilfinningar sínar og/eða tilfinningalegan sársauka. Ein- staklingar með bráðaeinkenni, þeim sem ekki fínnst þeir eiga í neinum erfiðleikum, og einstakl- 'ingar sem eru mjög ýgir (agr- essive) eiga hins vegar erfítt með að notfæra sér slíka meðferð. Það er mikilvægt fyrir þann sem sér um meðhöndlun að fá upplýsingar um hvernig einstaklingurinn hefur hagað lífi sínu áður en hann fékk einkennin. Var hann í skóla eða starfí, hvaða áhuagamál hafði hann eða hæfíleika, umgekkst hann fjölskyldu og vini? Horfurnar eru þeim mun betri, því á fleiri sviðum sem hann hefur getað lifað eðlilegu lífi áður en hann fékk ein- kennin í fyrsta sinn (premorbid personality). Það er líka talið mjög mikilvægt að meta lyfjagjöf reglu- lega eftir þörfum einstaklingsins. Auka hana á erfíðleikatímabilum og minnka þar á milli“. Hvert er markmið meðhöndlunarinnar? Eins og áður sagði lít ég ekki á geðklofa sem sjúkdóm, heldur sem tilfinningalega og líffræðilega viðkvæmni. Markmið meðhöndl- unarinnar er því að hjálpa ein- staklingnum til að komast að því hvað hann þolir og hvað veldur honum of mikilli streitu. Hjálpa honum að finna þætti í lífi hans, sem geta orðið til að vernda hann fyrir áföllum. Aðstoða hann við að verða eins sjálfstæður og hægt er og kenna honum að leysa eigin vandamál eins vel og unnt er án þess að hann verði of háður öðr- um. Það er sérstaklega mikilvægt að sálfræðingurinn hafí náðið samstarf við fjölskylduna og að hún fái góð ráð og leiðbeiningar. Rannsóknir hafa meðal annars Engum er alls varnað Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Hetja - Accidental Hero Leikstjóri Stephen Frears. Handrit David Webb Peoples. Kvikmyndatökustjórn Oliver Stapleton. Aðalleikendur Dustin Hoffman, Geena Davis, Andy Garcia, Joan Cusack. Bandarísk. Columbia 1992. LaPlante (Hoffman) er einsk- isnýtur, guðsvolaður smákrimmi sem engum hefur gagn gert og flest mistekist. Uns farþegaþota ferst fyrir framan nefið á honum. Þá sannar hann að jafnvel ör- mustu skítseyðum er ekki alls varnað, drífur sig og opnar brennandi flakið og bjargar óf- áum mannslífum. Eftir á að hyggja skiptir þessi atburður hann litlu máli utan hann tapaði öðrum skónum sínum. Og þetta voru góðir skór ... En málin taka nýja stefnu er fréttahaukurinn Gayley (Davis), sem var einn farþeganna í vél- inni, sér möguleika á að gera sér mat úr atburðinum. Býður nú sjónvarpsstöðin sem hún vinnnur hjá „Bjargvættinum úr flugi 104“ (skórinn hans hefur fundist á vettvangi) eina milljón dollara, ef hann gefi sig fram. En engin trúir sögu utangarðsmannsins, en allir öðrum umrenning og gamalli Vietnamstríðshetju, John Bubber (Garcia). Enda hafði hann þá stolið sönnunar- gagninu, hinum skónum af La- Plante. Þetta er rauði þráðurinn í bik- svartri gamanmynd sem tekst vel upp á meðan hún heldur sig á dekkri tónunum. Hoffman er óborganlegur (að venju) í harla óvenjulegu, bandarísku stjörnu- hlutverki; manns sem klúðrað hefur öllu allt sitt auma líf - sem hann dregur áfram á smáskítleg- um glæpaverkum. Enda reynist maðurinn hin ótrúverðugasta hetja. Davis er nokkuð góð sem fréttakonan sem fær þessa fínu hugmynd - að skapa hetju til að verða af því enn meiri hetja sjálf. Það er ekki fyrr en kemur að persónunni Bubbers að Hetjan (Sem -Columbia endurnefndi Accidental Hero fyrir utanlands- markaðinn, til að hressa uppá ímyndina eftir afleitt brautar- gengi heima fyrir) fer að valda vonbrigðum. Bandaríkjamönn- um hefur löngum verið margt mun betur gefið en að skapa utangarðsmenn og kryfja vanda- mál þeirra sem lent hafa undir í lífsbaráttunni. Peoples engin undantekning. Enda er Bubber afar ósennileg persóna og vemmileg sem slakur leikur Garcia hjálpar ekki uppá. Og til- raunirnar til að gera LaPlante undir lokin að raunverulegri hetju með nokkuð virðingarverða borgaralega stöðu í sjónmáli, ámóta ankannalegar. Og allur þátturinn úm fyrrum eiginkonu hans - hina stormandi glæsilegu Joan Cusack - er aulabrandari. Frears, þeim eftirtektarverða, breska leikstjóra, virðist vegna betur á heimavelli en vestan hafs. Líkt og starfsbróður hans Neil Jordan. leitt í ljós að of mikil afskiptasemi og gagnrýni er sérstaklega óheppi- leg fyrir geðheilsu einstaklinga sem hafa haft einkenni geðklofa. Einnig er mikilvægt að allir þeir sem veita einstaklingnum þjónustu hafi skipulagt samstarf og komi saman reglulega til að geta veitt honum þjónustu við hæfí og styðji hann í að annast sjálfan sig eins vel og hann getur og finna verk- efni og störf við hæfi. Þetta er hægt á vernduðum vinnustöðum eða í sjálfboðavinnu fyrir þá sem ekki geta unnið venjulega vinnu. Einnig að hjálpa honum með inn- lögn á sjúkrahús ef hann þarf á því að halda um tíma, og fylgjast með honum á eftir til að koma honum aftur í horfið eins fljótt og liægt er. Ég vil nefna lyfjagjöfina aftur og ítreka að það er nauðsyn- legt að haga henni eftir sálar- ástandi einstaklingsins í staðinn fyrir að gefa honum sama skammt í langan tíma. Það er alltof al- gengt að læknar gefí of stóran skammt, sem valda varanlegum aukaverkunum.“ Anne-Kari Torgalsboen hefur stafað sem sálfræðingur í fimm ár við Akersentret í Osló, sem er göngudeild fyrir einstaklinga með geðklofa. Hún er sérfræðingur í klínískri sálfræði, og hefur stund- að rannsóknir í meðhöndlun geð- klofa um fjögurra ára skeið. Hún hefur gert grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna á ráðstefnum í Stokkhólmi, San Francisco og Sin- gapore. Hún hefur einnig birt um þær greinar í norskum og banda- rískum sálfræðitímaritum og hald- ið útvarpserindi í Noregi, Hún fékk nýlega stöðu við sálfræðideild há- skólans í Osló og vinnur að dokt- orsritgerð í sálfræði. Norma Mooney hefur starfað sem sálfræðingur í eitt ár við Akersentret í Ósló. Hún vinnur Norma Mooney „I rannsóknum mínum hef ég átt viðtöl við 20 einstaklinga sem hafa verið greindir sem geð- klofar, en hafa náð sér að fullu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera ekki lengur greindir sem geðklofar, hafa ekki verið lagðir inn á geðsjúkrahús lengur en einn mánuð á síðustu þremur árum, taka mjög lífið af lyfjum eða hafa alveg hætt lyfja- tökum.“ að rannsóknarefni innan barna- verndar í Noregi, sem fjallar um foreldra með alvarlega geðsjúk- dóma. Hún hefur sérhæfingu í taugasálfræði og klínískri sálfræði á þessu ári. Varðandi spurningar um inni- hald greinarinnar eða starfsemi við Akersentret í Ósló má snúa sér til: Norma Mooney, Kirkeveien 41, 0368 Ósló, Noregi. Höfundur er sálfræðingur, búsettur í Ósló. KaiWEFÉLflC, RMjni/ÍKUÍl - OKininiun c,om im Aðili að alþjóðlegum samtökum Okinawa goju ryu I.O.G.K.F. Aðalþjálfari félagsins er Sensei George Andrews 5 dan yfirþjálfari í Englandi. Innritun er hafin í alla flokka kvenna, karla og barna. Nánari upplýsingar í síma 35025. Allir þjálfarar eru handhafar svarta „ beltisins 1. dan og margfaldir íslandsmeistarar í karate: Grétar Halldórsson, Halldór Svavarsson, Jónína Olesen, Konráð Stefánsson og Jón ívar Einarsson. Karatefélag Reykjavikur, kjallara Sundlaugar Laugardals, gengið inn að vestanverðu. ATH: Sérstakir kvennatímar á fimmtudögum Ath. ekki inn um aðalinnganginn. kl. mán bri mið fim fös lau 17.00-18.00 1800 —19.00 byrjendafl bórn byrjendafl fullorðmr 1. flokkur börn unglinga- flokkur byrjendafl börn 2. flokkur fullorðnir 1. flokkur böm byrjendaf I. fullorðnir unglinga- flokkur 1 flokkur fullorðnir 19.00 — 20.00 1. flokkur fullorðnir 2. flokkur fullorðnir 1. flokkur ful Kvennafími 2. flokkur fullorðnir Aðgangurað sundlaugunum er innifalin í æfingagjöldum. Kynnist karate af eigin raun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.