Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUPAGUR 21. APRÍL 1993 Minning Kirsten Briem félagsráðgjafi Fyrir rúmum 20 árum hófu fjór- ir raunvísindamenn að taka saman í spil með reglubundnum hætti á heimilum sínum. Þeir þekktust yf- irleitt ekki verulega áður, en smám saman spratt fram órjúfanleg vin- átta í hópnum sem stækkaði líka nokkuð með árunum. Jafnframt víkkaði viðfangið þannig að nú er óvíst hvort blessuð spilin séu nokk- urt aðalatriði lengur. En til þess að stunda heimilis- íþrótt eins og spilamennsku þarf fleira til en fjóra karla; aðrir heim- ilismenn þurfa að geta umborið þessa furðulegu iðju. Við höfum verið svo heppnir að konur okkar hafa tekið þessu tiltæki vel og jafn- framt smám saman myndað með okkur stærri vinahóp sem er okkur öllum mikiis virði. En nú hefur dregið sorta fyrir sólu með fráfalli Kirstenar Briem. Aldrei framar munum við njóta nærveru hennar við kvöldkaffið hjá Eggerti, aldrei fínna hlýjuna og lífsgleðina frá henni á góðum stundum, aldrei heyra óminn af notalegu spjalli hennar og Eggerts úr eldhúsinu. Við vitum af löngum kynnum að sorg Eggerts og barnanna er mikil. Kirsten var þeim bæði náinn vinur, eiginkona og móðir. En við vonum og trúum að jákvæðu áhrif- in sem þau búa að frá henni geti hjálpað þeim í sorginni. Einar, Hermann, Jón, Sigurjón og Þorsteinn. Hún Kirsten er farin yfir móð- una miklu á vit danskra beyki- skóga og lynggróinna heiða og ef til vill einnig inn í ævintýraland H.C. Andersen. Ef grannt er hlust- að heyrast jafnvel ómar af vísunum hans Svante. Þannig flnnst mér gott að hugsa um brottför hennar. Svo trú var hún dönskum uppruna sínum alla tíð og okkur sem þekktum hana fannst hún bera með sér andblæ danskrar menningar. Hún var gjöf- ul og vildi flestu deila með öðrum Fæddur 27. júní 1906 Dáinn 14. apríl 1993 Þórður Guðmundsson var fæddur á Högnastöðum í Hrunamanna- hreppi. Foreldrar hans voru Ingi- björg Halldórsdóttir og Guðmundur Þórðarson og var hann annar af fjórum systkinum er upp komust; elstur var Guðmundur bóndi á Högnastöðum, þá Þórður, síðan Valdimar fangavörður í Reykjavík og yngst er Sigríður, húsfreyja í Noregi og eina eftirlifandi systkin- anna. Þórður kvæntist Margréti Gissur- ardóttur ljósmóður hinn 27. júní 1952 og bjuggu þau lengst af í Miðstræti 4 í Reykjavík. Þórður var bamlaus, en Margréti átti eina dótt- ur, Elsu Theodórsdóttur sem er móðir undirritaðra. Margrét lést 1985 og fluttist Þórður þá fljótlega á Hrafnistu þar sem hann bjó í góðu yfirlæti til hinsta dags. Þórður ólst upp á Högnastöðurn þar sem hann gekk til flestra verka. Þar undi hann sér við umhirðu bú- smalans og mun þá fljótt hafa kom- ið í ljós hversu gott hann átti með að umgangast bæði fólk og dýr og var hvers manns hugljúfí. Það var greinilegt að hann hafði alist upp í nánu sambandi við náttúruna og landið; veiðiá, jarðhita og matjurta- rækt. Hann átti alltaf hesta á sínum og nutum við vinir hennar þess í ríkum mæli. Það gat verið góð bók sem hún hreifst af, fallegur dagur eða mikilvægur atburður í hennar eigin lífi. Hún var einstaklega hjálpsöm og bar mikla umhyggju fyrir öðrum. Þegar eitthvað bjátaði á í vinahópnum var hún oftast fyrst til að bregðast við og sú sem lengst stóð við. Hún unni öllu fögru í bókmenntum, tónlist og myndlist og var sjálf listfeng en það lýsti sér m.a. í einstakri smekkvísi sem heimili hennar bar ótvíræðan vott um. Eggert, maðurinn hennar, tók fullan þátt í þessu með henni enda voru þau samhent í því að fegra mannlífíð í kringum sig og breyta hversdagtilverunni í dálítið ævin- týri fyrir sig og vini sína. Kynni okkar hófust fyrir rúmum áratug. Þegar ég lít til baka finnst mér að í okkar samskiptum hafi hún verið veitandinn og ég þiggj- andinn. Minningar um margar góðar samverustundir koma upp í hugann, úr vinnunni í Vonarstræti 4, úr Kvennaframboðinu, leikhús- ferðir og tónleikar. Við tvær úti að borða eða á kaffihúsi að ræða málin, skíðaferð sem við fórum tvær upp í Selás eftir vinnu með dóttur mína litla í eftirdragi á snjó- þotu. Skemmtilegu heimboðin á heimili þeirra hjóna sem voru blanda af því besta í danskri og íslenskri gestrisni. Síðast en ekki síst samveran í náminu okkar í fjölskyldufræðum sl. tvö ár en í tengslum við það hittist fjögurra manna hópur mörgum sinnum og oftast í fallegu stofunum hennar Kirsten. Við hjónin sendum Eggert, börnum þeirra, móður hennar og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaug Magnúsdóttir. Fátt er erfiðara en ástvinamiss- ir. Ekkert er endanlegra en dauð- inn. Hjartkær vinkona mín, Kirsten Briem félagsráðgjafi, lést að kveldi annars páskadags. Eftir sitja í yngri árum fyrir austan og kunni hann að segja frá mörgu varðandi tamningu hesta og alla umhirðu þeirra. Það kom líka í ljós síðar þegar hann eignaðist hesta og hafði kindur í Reykjavík, að þar var kunn- áttumaður að verki. Vorið 1940 tók Þórður próf í smíðum frá Eyrarbakka, eftir að hafa stundað smíðar víða í Hrepp- um og Tungum og þar geyma mörg hús og mannvirki handbragð hans. Mörgum stundum dvaldi hann í smiðjunni á Högnastöðum, þar sem hann smíðaði margan nytjahlutinn, jafnvel skauta og skíði. Allt virtist leika í höndum hans. Var með ólík- indum hvað hægt var að gera úr gömlum bílfjöðrum og öðru ámóta sem til féll. Til að mynda steypti hann úr málmum í heimasmíðuðum mótum, svo sem sylgjur og lamir. Allan sinn feril fylgdist hann vel með nýjungum í efnum og tækjum og fylgdi sinni samtíð hvort sem hann fékkst við innréttingar, hús- gagnaviðgerðir eða húsasmíðar og vandvirkni var hans aðalsmerki. Hann starfaði oftast einn og skorti aldrei verkefni, en síðustu árin var hann mest við viðhald og viðgerðir í Menntaskólanum í Reykjavík. Við bræðurnir eigum margar góðar minningar með „afa“ við smíðar bæði á verkstæði sínu eða úti í bæ. Hann tók okkur oft með djúpri sorg eiginmaður, börn og móðir, þau Eggert, Nanna, Sverrir og frú Lind. Minningarnar um yndislega konu lifa áfram. Kirsten var sterkur persónuleiki og kjöl- festa fjölskyldunnar. Megi það góða veganesti sem hún gaf fjöl- skyldunni fylgja henni áfram. Kynni mín af Kirsten hófust í sumarbyijun árið 1984 er við störf- uðum saman hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar. Ég kunni fljótt vel við Kirsten. Hún var skemmtileg með sinn sérstaka danska húmor. Einnig kunni ég mjög. vel að meta hversu blátt áfram og hreinskilin hún var. Fyrstu kynni okkar rifjuðum við oft upp. Góða andrúmsloftið sem ríkti á vinnustaðnum, hlýja veðr- áttuna það sumarið og hversu upp- teknar við vorum af starfinu. Við bjuggum nálægt hvor annarri. Því hjóluðum við oftast saman heim á leið í lok vinnudagsins og létum móðann mása. Af nógu var að taka, báðar vorum við að hefja nýtt og spennandi starf sem félags- ráðgjafar og vildum að sjálfsögðu leysa öll vandamál. En það gekk þó misvel. Kirsten kom oft með eftirminnilegar athugasemdir, eins og að við gætum bara ekki gert alla hamingjusama. Hún bjó yfír miklum krafti og dugnaði og var alltaf að skipuleggja eitt og annað fram á síðasta dag. Margar aðrar góðar minningar koma upp í hugann. Svo sem er við vorum saman um áramót þegar börnin okkar voru yngri og sátum fram á nótt og spiluðum. Einnig er mér minnisstætt hversu ánægju- legt var að fá Kirsten í heimsókn til Kaupmannahafnar þegar ég bjó þar 1990. Þar áttum við góða daga saman. Kirsten var sannur vinur vina sinna. Hún virtist alltaf vita hve- nær þörf væri fyrir nærveru henn- ar. Eg man sjaldan eftir því að hafa beðið hana um að gera mér greiða, því að yfirleitt var það hún sem varð fyrri til. Hún var einnig mjög þakklát þeim sem gáfu henni eitthvað á móti. Kirsten var ótrúlega dugleg og sterk í veikindunum. Hún lauk til að mynda tveggja vetra framhalds- námi í fjölskyldumeðferð rétt fyrir síðustu jól. Hún gaf hvergi eftir. Síðustu mánuðina sem hún lifði hagræddi hún hlutunum þannig að hún komst flest það sem hún ætlaði sér og gat notið lífsins eins vel og hægt var. Hún sagði mér sér þar sem hann var að vinna, og vorum við litlir þá. Og það stóð ekki á því að hann smíðaði handa okkur forkunnarfagra og stóra vörubíla sem dugðu lengi. Það var líka farið í ferðalög; heilsað upp á ættingja í sveitinni, landið skoðað eða rennt fyrir silung. Hann var besti félagi, hafði lag á að gefa gott fordæmi frekar en skipanir, var ráðhollur og aldrei bar á neinu kynslóðabili í hans návist. Hjálp- semi og greiðvikni var honum í blóð borin og fengu margir að njóta þess. Minning hans mun lifa hjá þeim sem þekktu hann og með söknuði þökkum við samfylgdina. Hjalti Garðar Lúðvíksson, Theodór Lúðvíksson. að heldur vildi hún deyja en að verða ósjálfbjarga. Því fékk hún þó að ráða og hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Lífshlaup hennar var allt of stutt en ég veit það var mjög hamingju- ríkt. Kirsten og Eggert giftu sig fyrir 25 árum og áttu silfurbrúð- kaup 13. janúar síðasliðinn. Þau eignuðust tvö yndisleg börn, þau Nönnu og Sverri, sem voru henni mjög dýrmæt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Kirsten og votta fjöl- skyldu hennar mína dýpstu samúð. Oktavía Guðmundsdóttir. Veit eg ófullt og opið standa sonar skarð er mér sjár of vann. Þannig kvað Egill Skalla-Gríms- son í einu besta sorgarljóði sem ort hefur verið á íslenska tungu, kvæði sem lýsir af miklum skiln- ingi stöðu mannsins í ijölskyldu sinni og umhverfí og þeim tilfinn- ingum sem vakna þegar sjórinn eða önnur náttúruöfl ijúfa skörð í „frændgarð" okkar án þess að við fáum rönd við reist. Og ekki kemst hann síður að orði í næsta erindi Sonatorreks: Sleit mar bönd minnar ættar snaran þátt af sjálfum mér. Það er ekki tilviljun að þessi orð Egils leita á hugann þegar Kirsten Briem hefur kvatt okkur langt fyr- ir aldur fram. Hún orkaði einmitt þannig á fjölskyldu sína og vini að fráfall hennar er eins og að missa þátt úr sjálfum sér. Þannig eru þeir sjálfsagt margir sem hafa kviðið þessari kveðjustund allt frá því að vágesturinn knúði dyra, og jafnframt vonað að við fengjum þó að njóta návistar við hana og vita af henni dálítið lengur. En maðurinn með ljáinn spyr víst hvorki um tímasetningar né heldur fer hann í manngreinarálit. Kynni okkar hjóna af Kirsten Briem hafa staðið á þriðja áratug. Vináttan hefur vaxið og dafnað hægt og sígandi eins og þau tré sem sterkust verða. Við höfum kynnst henni bæði í leik og starfí, á glöðum stundum og í ströngu námi. Hún var ein af þeim mann- eskjum sem gefa manni þá tilfinn- ingu að maður verði sjálfur betri maður af að kynnast henni. Þetta sést glöggt af öllum ferli hennar sjálfrar frá því að hún kom hingað fyrst sem ein af tengdadætrum íslands fyrir rúmum 20 árum. Til dæmis er það ekki öllum gefíð að festa rætur í öðru landi á jafn eðlilegan hátt og hún gerði, og slíta þó engan veginn tengslin við föðurland sitt heldur rækta þau svo að hvergi hallaðist á. í námi í fjölskyldumeðferð síð- astliðin tvö ár kom vel fram hve sterkum böndum Kirsten var tengd fjölskyldu sinni í Danmörku og hve trú hún var þeim uppruna. Hún hafði vaxandi áhuga á að vinna að fjölskyldumálum í félagsráð- gjafastarfinu og hafði gert ráðstaf- anir til að stunda enn frekara nám í þeim fræðum á næsta hausti — í Danmörku. Það var sárt að fylgj- ast með hvernig hún batt um enda í þessu sem öðru á síðustu vikun- um, en um leið lýsti það því hversu raunsæ og æðrulaus hún var í öll- um viðhorfum sínum og verkum. Kirsten var leitandi og opin fyr- ir öllu því sem horfði til menningar og mannræktar. Hún las mikið, naut góðra lista og var ævinlega að læra eitthvað nýtt. Og hún kunni sannarlega að nýta sér slík áhrif til góðra áhrifa á fjölskyldu sína og vini. Vinátta hennar og Eggerts var slík að unun var að; þau bættu hvort annað upp eins og best verður á kosið og nutu þess að stunda fjölmörg sameigin- leg áhugamál. Þau voru bæði hjón og félagar sem þroskuðu hvort annað. Kirsten Briem átti stóran vina- hóp sem drúpir nú höfði og saknar vinar í stað. Þó er missir okkar hjóm eitt hjá því sem lagt er á Eggert, Nönnu og Sverri. En tíminn læknar öll sár og þá munu eftir standa bæði góðar minningar og gengin spor sem manneskja eins og Kirsten skilur eftir hjá þeim sem stóðu henni næst. Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálms- son. Það var haustið 1979 að Kirsten kom inn í líf mitt eins og hress- andi andblær. Við vorum þá að hefja háskólanám og vanabundinn þankagangur varð fyrir skakka- föllum er áður ókunn viðhorf og veraldarsýn lærðust. Sálartetrið var oft í kreppu á þessum tíma og við vinkonumar fjórar sátum tíðum og sötruðum kaffí út í „Norræna" og biðum þess að losnaði um svo mögulegt væri að byija á næstu kreppu. Þessar stundir vom mann- bætandi og em ógleymanlegar ekki síst vegna þess óviðjafnanlega húmors sem Kirsten hafði. íslensk- an hennar var þá virkilega dönsk og athugasemdir hennar um hinn íslenska bölmóð voru kannski þess vegna enn áhrifaríkari. Kirsten var heimskona, hún var umfram allt skemmtileg mann- eslqa. Dönsk fram í fingurgóma, hún hafði búið í Bandaríkjunum, tileinkað sér lífsviðhorf Evrópubú- ans en var samt íslenskari en flest- ir. Heimili hennar bar þessa glöggt vitni. Bókmenntir og listir vom henni nauðsyn og þegar skóla lauk og við höfðum tíma til að skoða heimsbókmenntir var Kirsten óþreytandi við að leita að góðri lesningu. Kaffistundirnar urðu nú vettvangur umræðu um bækurnar sem við vomm að lesa. Fordómaleysi og umburðarlyndi gagnvart mönnum og málefnum einkenndi framkomu hennar öðra fremur. Það vill oft verða að há- skólanám geri fólk að einsýnum fræðimönnum og reglugerðarþræl- um. Kirsten var hafin yfír að lenda í þessari gildm. Hún gat ætíð tek- ið mið af ólíkum skoðunum og átti auðvelt með að skynja veraldarsýn skjólstæðinga sinna og var hrein- skilin í hvívetna. Það er sárt að sjá á eftir henni Kirsten, síðast hittumst við á fimmtugsafmælinu hennar, hún sagði þá að það væri nú ekki svo slæmt að fá að verða fimmtug. Þá var ljóst að veikindin voru að sigra hana, en allir bjuggust við að fá að njóta samvista við hana nokkuð lengur. Eggert, Nanna og Sverrir, ég og íjölskylda mín sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um yndislega manneskju verða ykkur huggun á þessum sorgartímum. Sölvína Konráðs. Kristjana H. Braga- dóttir — Kveðja Fædd 21. nóv. 1942 Dáin 7. apríl 1993 Mig langar til að þakka Kristjönu Hafdísi Bragadóttur fyrir okkar stuttu kynni, sem ég hefði óskað að yrðu lengri en raun varð á. Eg man Kristjönu fyrst með svo fallegt rautt hár í græna sloppnum, sem fór henni svo vel, en hún var ein af þessum konum sem alltaf eru svo vel til hafðar. Fyrir skömmu fórum við saman og kvöddum unga vinkonu. Nú fer ég ein og kveð vinkonu mína með söknuði. Kæri Vignir, ég votta þér og öll- um ástvinum ykkar innilega samúð. Helena Svavarsdóttir, deild 33 c Landspítalanum Þórður Guðmundsson trésmiður — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.