Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 13
MpRfiUNBLAÐjjÐ. 2,1. APfiíl, 1993 8Í* ingu sveitarfélaga, frekar en að upp sé gert á milli jafnhæfra sveit- arfélaga. Einnig er rétt að benda á, að því fleiri sem reynslusveitar- félögin verða, þeim mun líklegra er að sú skipan festist í sessi og verki sem hvati á sveitarfélög að sameinast og eflast til að taka almennt að sér aukin verkefni. MARKMIÐ PROFA í GRUNN SKÓLUM arfélaganna eru: Málefni fatlaðra, rekstur heilsugæslustöðva, öldrun- arþjónusta, hafnarmál, framhalds- skóla, sjúkrahús, auk þess sem sjálfsætði þeirra verði aukið í ýmsum málaflokkum svo sem fé- lagslegum húsnæðismálum, skipu- lagsmálum og byggingarmálum. Ennfremur er ráðgert að fella nið- ur ýmsar kvaðir sem lagðar eru á sveitarfélög í lögum eða reglu- gerðum, á grundvelli umsókna þeirra. Þessi nýbreytni er allrar athygli verð og ef rétt er á haldið má ætla að hún geti verið varanlegt skref í átt að eflingu sveitarstjórn- arstigsins hér á landi. Eitt er þó það sem gera þarf verulegan fyrir- vara á, en það er fyrirhugaður ijöldi reynslusveitarfélagann. Á nýlegum fundi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu var ályktað að ekki væri fyrir- sjáanlegur ávinningur að stofnun reynslusveitarfélaga, nema fjöldi þeirra yrði ekki takmarkaður. Ekki er unnt að sjá hvaða efnis- legu rök hníga að því að takmarka fjöldann við 5. í skýrslunni er tal- að um að ekki sé ráðlegt að til- raunasveitarfélögin séu fleiri en 5, í ljósi þess hve verkefnið sé umfangsmikið. Meginhluti þessa verkefnis felst í samningum við- komandi sveitarfélaga við ríkis- valdið um tilfærslu tiltekinna verk- efna og fjármögnun þeirra. Sú vinna hlýtur þó að nýtast við stofn- un fleiri en eins reynslusveitarfé- lags, en að breyttum breytanda eftir því um hvers lags sveitarfélag er að ræða. í þessu samhengi mætti hugsa sér að Samband ís- lenskra sveitarfélaga og ríkisvald- ið settu meginlínur varðandi kostnað við tiltekna málaflokka, sem lagðar yrðu til grundvallar í samningum við einstök reynslu- sveitarfélög. Eðlilegra er að binda mat á umsóknum við það hvort viðkom- andi sveitarfélög teljist hæf til þess að gerast reynslusveitarfélög, þar sem eitt af þeim atriðum er þungt vegi séu áform um samein- Reynslusveitarfélagið Reykjavík Án efa munu ýmis sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sækjast eftir því að verða reynslusveitarfé- lag, enda uppfylla þau flest skil- yrði þess. Það er mat mitt sem borgarfulltrúa, að borgarstjórn Reykjavíkur eigi hiklaust að sækja um það að gerast reynslusveitarfé- lag, þegar að því kemur. í því væru fólgin kjörin tækifæri til þess að efla höfuðborgina og bæta þjónustu við íbúa Reykjavíkur, sem í dag er sinnt af ríkinu. í samningi ríkisins og borgar- innar ætti að gera ráð fyrir að borgin yfirtæki alla þjónustu við aldraða og fatlaða, tæki yfír rekst- ur framhldsskóla í borginni. Reykjavíkurborg færi með yfír- stjómun allra heilsugæslustöðva og Heilsuverndarstöðvarinnar. Reykjavíkurhöfn yrði sjálfráð um tekjur sínar og framkvæmdir. Einnig þyrfti að semja við ríkis- valdið um að Lögreglan í Reykja- vík yrði færð undir Reykjavíkur- borg. Komi til þess að gera þurfí upp á milli sveitarfélaga varðandi val á reynslusveitarfélögum, sem von- andi verður ekki, hlýtur Reykjavík að vera kjörið verkefni, þar sem það er eitt af örfáum sveitarfélög- um sem í dag hefðu bolmagn til að sinna öllum þeim verkefnum sem gert er ráð fyrir að reynslu- sveitarfélög sinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Seinni grein eftir Bernharð Guð- mundsson Skiptar skoðanir eru um hvemig leggja skuli mat á námsárangur nemenda í grunnskólum. ' Námsmat er skilgreint með mis- jöfnum hætti af grunnskólum. Skortir þar á samræmingu. Dæmi eru um að námsmat er með sitt hvoram hætti innan sama bæjar- eða sveitarfélags. Slíkt er mjög óheppilegt, t.d. ef nemendur skipta um skóla innan sama skólahverfís með ólíkt námsmat að forminu til. Námsmat þarf að vera auðskilið bæði nemendum og foreldrum. Þeir þurfa að geta áttað sig á hvað liggur á bak við táknin. Dæmi eru um að grunnskólar hafi gefið námsmat í bókstöfum eða róm- verskum tölum, þ.e. grófum skala sem vart var skiljanlegur aðstand- endum nemenda og þurftu að fylgja útskýringar með námsmat- inu hvað slík tákn ættu að þýða. Þannig feluleik ætti að forðast. Allmargir skólar gefa námsmat í tölum frá 1 til 10, sem kallast fínn skali. Þann skala skilja allir og ef til vill væri rétt að taka upp að gefa námsmat í heilum og hálf- um tölum, þ.e. t.d. 8,5. Væri þá einkunnir námundaðar samkvæmt því. 8,2 yrði þá 8, 8,4 yrði 8,5, 8,7 yrði 8,5 og 8,8 yrði 9. Með námsmati í tölum era í all- mörgum skólum einnig látnar fylgja umsagnir í orðum, sérstak- lega í yngstu árgöngum grunnskól- anna og tel ég það af hinu góða. Á ákveðin lágmarks árangur í „Námsmat þarf að vera auðskilið bæði nemend- um og foreldrum. Þeir þurfa að geta áttað sig á hvað liggur á bak við táknin.“ stöðluðum prófum í lykilgreinum, íslensku og stærðfræði, að segja til um hvort nemandi geti flust milli bekkja, t.d. frá 7. bekk í 8. bekk og úr 8. bekk í 9. bekk, t.d. með lágmarkseinkunn í tilteknum fögum og þá einnig aðaleinkunn? Ég tel að þetta ætti að skoða vandlega og ef þetta yrði tekið upp, þá myndi það skapa þá festu sem nú er ekki fyrir hendi í grunn- skólum, það myndi auka markvisst nám nemenda og stuðla að því að nemendur væra betur í stakk bún- ir að takast á við nám í framhalds- skólum. Eins og nú er málum háttað, era alltof mörg sorgleg dæmi um að nemendur ljúki sinni skóla- göngu upp úr grunnskólum með falleinkunn í samræmdum prófum eða þar rétt yfir sem reynist þeim svo_ ónóg færni til framhaldsnáms. Ástæðan gæti verið að stóram hluta sú að of litlar kröfur hafi verið gerðar til námsárangurs nemenda á fyrri stigum grannskól- ans. Mörgum nemandanum reynist það full seint að leggja sig fram í lok 10. bekkjar. Lokaorð Mér kemur ekki á óvart að þess- ar vangaveltur mínar um próf í grannskólum, þyki nokkuð óraun- hæfar og kröfuharðar. Ég geri mér vel ljóst að fleira þarf til en að leggja aukna áherslu á próf í grunnskólum og framkvæmd þeirra til þess að auka námsárang- ur nemenda. Vil ég hér að lokum nefna til nokkur mikilvæg atriði. Þeir nemendur sem eru seinfær- ir og eiga í námsörðugleikum þurfa á mun meiri aðstoð og hjálp að halda en nú er mögulegt að veita þeim. Aðstoðin þarf að koma sem fyrst á skólagöngu þeirra og auka þarf samstarf við foreldra þeirra til þess að hægt sé að veita þá hjálp sem þá ætti að leiða til væn- legs árangurs. Einnig þyrfti að huga að hvort ' og hvernig yrði að fullnægja náms- þörf og námsgetu þeirra nemenda sem ekki hafa nægjanleg verkefni við að glíma. Á ég þar við afburða nemendur í námstækni og námsárangri. Ef til vill gæti það stytt grunnskóla- og framhaldsskólanám þeirra. En í slíkum tilfellum þyrfti að huga að félagslegum þroska þeirra. Granur minn er sá að dæmi sé um það að afburðanemendur líði fyrir að hafa ekki nægjanlega þung verkefni við að glíma, sérstaklega í fjölmennum, blönduðum bekkj- um, með allt að 28 til 30 nemend- um í bekk þar sem erfítt er að sinna, svo vel fari, öllum nemend- um með gjörólíka námsgetu. Höfundur er kennari við Digranesskóla í Kópavogi. Með fyrri hluta greinarinnar, sem birtíst i Morgunblaðinu í gær, birtíst mynd af nafna greinarhöfundar. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. 4s oV rR ooFULL -^5hhíndjvo-öp1JuH-í Reimaðir sportskór kr.875f“ Barna sportskór.. kr.300,H Leður sportskór eee kr. 995,- Baðtöfflur............. kr.l 95," Herra inniskór.......kr. 500,- Dömu hælaskór... kr.695fB ISjortsokkai^yikjkrJ^O^ Barna buxur............kr.445fa Barna peysur........ kr.500fB Barna bolir........... kr. 395,- College jakkar______kr.995,- Barna jogginggallarkr.995,- Barnanéttföt.........kr.495,- Barnaregngallar eeee kr.595,- Góðar vórur ó sprenghlægileguverði Jogginggollar st. s-xl kr. 1000f 1 Hvítar gallabuxur..kr.995fB Herra buxur..........kr.995fB Dömu peysur.......kr.500fB Gallajakkar.......kr.599f B Hjólabuxur________kr.500,- Stuttbuxur.............kr.295f " OPINN VIRKA DAGA FRÁ KL 12.00 TIL 18.00 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00 TIL 14.00 SPRENGIMARKAÐURINN, SN0RRABRAUT 56,2. HÆÐ. SÍMI 16132.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.