Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRIL 1993 31 Geir H. Haarde formaður þingflokks sjálfstæðismanna Frumvarp til lyfjalaga skynsamleg millileið o g samkomulagsmál SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra hefur í gær og fyrradag fylgt fram frumvarpi til lyfjalaga. Stjórnarand- stæðingar töldu marga annmarka á frumvarpinu og var stórum til efs frumvarpið yrði til að lækka dreifingarkostnað lyfja. Nokkur blæbrigða- munur kom fram um afstöðu sjálfstæðismanna. Arni M. Mathiesen (S-Rn) telur frumvarpið ganga of skammt í ýmsum greinum. Pálmi Jónsson (S-Nv) telur að takmörk verði að hafa á fijálsræðinu, ekki verði við þetta frumvarp unað óbreytt. Geir H. Haarde (S-Rv) þing- flokksformaður sjálfstæðismanna telur frumvarpið skynsamlega milli- leið í meginatriðum í samræmi við stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar. I fyrradag mælti heilbrigðisráð- herra fyrir frumvarpinu til lyfjalaga. Framsögumaður, Sighvatur Björg- vinsson heiibrigðis- og tiyggingar- ráðherra vísaði til þess að þetta frum- varp ætti sér nokkra forsögu. Hann hefði skipað nefnd 18. ágúst 1991 til að athuga hugmyndir um breyt- ingu á lyfjadreifingu í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að stuðlá' að lækkun dreifingarkostnaðar á lyfjum og með því að koma á sam- keppni á öilum stigum. Þessi nefnd hefði skilað áliti í apríl 1992. Heilbrigðisráðherra sagði að laga- frumvarp þetta hefði verið samið i sínu ráðuneyti en sent fjölmörgum aðilum til umsagnar á ýmsum stig- um, þ.á m. Læknafélagi íslands, Apótekarafélagi Islands, Lyfjafræð- ingafélagi íslands o.s.frv. Hefði þess verið freistað eftir föngum að taka tillit til athugasemda sem fram hefðu komið. Þá hefði þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins gert athugasemdir og breytingartillögur við einstakar greinar frumvarpsins sem einnig hefði verið tekið tillit til. Að endingu tíundaði framsögu- maður helstu nýmæli frumvarpsins m.a: Aukið frelsi til að setja á stofn lyfjabúðir. Gert væri ráð fyrir að ekki þyrfti lengur forsetaleyfi til lyfjasölu og að reglur um stofnun apóteka yrðu rýmkaðar. En frum- varpið gerir ráð að lyfjafræðingar geti almennt fengið lyfsöluleyfi að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Aukið frelsi verður í verðlagningu lyfja og dregið verður úr opinberum afskiptum af Ivfjaverði og lyfjaverð- lagsnefnd verður lögð niður. Lyfjagreiðslunefnd verður skipuð. Nefndinni verður ætlað það verkefni að ákveða hámarksverð á lyfseðils- skyldum lyfjum, dýralyfjum og þátt- töku almannatrygginga í lyfjakostn- aði sjúkratryggðra í samræmi við lög um almannatryggingar og fjárlög hveiju sinni. Sjúkrahúsaapótek munu geta ann- ast afgreiðslu lyfja til sjúklinga sem útskrifast og göngudeildarsjúklinga. Heilbrigðisráðherra lagði að lokum til að þessu máli yrði vísað til heil- brigðis- og trygginganefndar að lok- inni fyrstu umræðu. En þegar hann hafði lokið sinni framsöguræðu var umræðu frestað til næsta þingfundar sem var í gær. Millileið Geir H. Haarde (S-Rv) tók undir orð heilbrigðisráðherra um að frum- varp þetta hefði haft langan aðdrag- anda enda væri hér um viðamikinn og viðkvæman málaflokk að ráða. Það væri nú svo að verslun með lyf væri um margt frábrugðin verlsun með annan varning. Lyf væru vand- meðfarin og meðferð þeirra krefðist faglegrar kunnáttu. Einnig gildi nokkuð annað samspil um ákvörðun um neyslu og greiðslu á þessari vöru. Geir sagði að frumvarpið markaði þá stefnu sem ríkisstjórnin og stjórn- arflokkarnir hefði orðið ásáttir um. Frumvarpið hefði sætt sérstakri með- ferð stjómarflokkanna og væri orðið að samkomulagsmáli milli þeirra. Geir H. Haarde sagði leiða af sjálfu sér í máli sem þessu að þingnefnd hlyti að skoða ýmsa faglega þætti í frumvarpinu til að tryggja að allt yrði vel úr gárði gert í jafn vanda- sömum málaflokki. Ræðumaður vek að ýmsum atrið- um sem umdeild hafa verið. Hann sagði það vera ætlunina að sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hæfu sam- keppni við einkaðila í stórfelldum stíl. Sjúkrahúsum væri gefin kostur á því að afgreiða og selja lyf til sjúkl- inga sem væru að útskrifast og til göngudeildarsjúklinga. Geir H. Ha- arde sagði þá sína skoðun að hann teldi sjálfsagt að sjúkrahús nýttu sér þá heimild sem væri í 34. grein frum- varpsins og leituðu útboða um slíkan rekstur. Ekki væri heldur ætlunin að heilsugæslustöðvar hæfu sam- keppni við apótek í stórum stíl. En sá möguleiki væri fyrir hendi sam- kvæmt frumvarpinu að á þeim stöð- um þar sem ekki fengist lyfsali gætu heilsugæslustöðvar tekið að sér slíka þjónustu. Enda væri það eðlilegasti valkosturinn í slíkri stöðu. Geir sagði fullljóst að menn greindi á um hve langt skyldi ganga í átt til aukins fijálsræðis, valin hefði ver- ið skynsamleg millileið þótt eflaust sýndist sitt hveijum. Blæbrigðamunur Árni M. Mathiesen (S-Rv) sagðist ekki vera sammála öllu sem fram kæmi í þessu frumvarpi. Hann taldi að í ýmsum atriðum væri ekki geng- ið í átt nógu langt til aukins fijáls- Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar (Ab-Rv). Vildi Svavar fá svör við því hvor segði satt, menntamálaráðherra eða ráðuneytisstjórinn. Ólafur kvaðst í svari sínu heldur ekki þekkja til fundarins sem Knútur segir hafa verið haldinn í ráðuneytinu með fulltrúum fjölmiðla um bréf Hrafns. Þá vísaði hann því á bug að hann hefði ljáð máls á að bera málið upp á fundi norrænu menntamála- ráðherranna í nóvember. „Það vill svo til að ég á í fórum mínum minnis- blað þar sem þessa er farið á leit en ég hef skýrt frá því áður að það kom að sjálfsögðu aldrei til greina og var ekki gert,“ sagði Ólafur. ræðis. Skynsamlegra hefði verið binda ekki lyfsöluleyfið við lyfjafræð- ing heldur hefði átt að setja svipuð skilyrði og sett væru um lyfjafram- leiðslu og lyfjaframleiðslu. Árni taldi að það ætti að vera sjúkrahúsum skylt að leita útboða um lyfsölu en einungis heimilt. Pálmi Jónsson (S-Nv) sagði að þetta málasvið væri hið vandasamasta, væri því ekki hjá því komist að gaum- gæfa þetta frumvarp vel. Það væri svo að fijálsræði hlytu að fylgja nokkur takmörk. Hann skoraði á heilbrigðisráðherra og heilbrigðis- og tryggingarnefnd til að taka sér þann tíma sem þyrfti til að skoða frum- varpið. Og það jafnvel þótti af því hlytist að þetta frumvarp fengi ekki afgreiðslu fyrr en á næsta þingi. Víða háttaði því þannig að mun færri viðskiptavinir stæðu að baki hverri lyfjaverslun. Stæðu ýmsar lyfjaversl- anir í strálbýlinu höllum fæti. Sýnd- ist ræðumanni að kippt yrðu með öllu fótunum undan þessum lyfja- Verslunum ef veitt yrðu fleiri lyfsölu- leyfi í þeirra nágrenni. Pálmi hvatti til þess að settiryrðu skilmálar um fólksfjölda í einhveijum tilteknum byggðalögum áður en ráðherra yrði heimilt að veita lyfsöluleyfi. Pálmi sagði sitt álit að þessi atriði væru með þeim hætti að ekki yrði við það unað og yrði að breyta. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra vildi að þetta mál fengi afgreiðslu fyrir þingfrestun í vor. Hann benti á að lyfjamálin og þetta frumvarp hefðu flestum málum fremur fengið betri og ítarlegri um- fjöllun. Sumir vildu ganga lengra og sumir skemur og það væri ekki eftir flokkum. Heilbrigðisráðherra taldi frumvarp sitt vera „hinn gullna með- alveg“. Fjöldi þingmanna tók þátt í þessari umræðu sem stóð í u.þ.b. fimm klukkustundir. Tillaga um rannsóknarnefnd þingsins Yísað frá með 33 at- kvæðum gegn 25 MEIRIHLUTI Alþingis samþykkti í gær að vísa frá þingsályktunartil- lögu um skipun rannsóknarnefndar til að skoða ráðningu framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins með 33 atkvæðum gegn 25 en fimm þingmenn voru fjarverandi. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna samþykktu frávísunartillöguna en þingmenn stjórnarandstöðuflokk- anna voru á móti. Þegar niðurstaðan lá fyrir lögðu nokkrir þingmenn sljórnarandstöðu til að þingnefndir notuðu heimild þingskapa til að taka þetta mál upp til rannsóknar að eigin frumkvæði. Lýstu nokkrir þingmenn sem sæti eiga í fjárlaganefnd yfir vilja til að slíkt yrði gert í nefndinni og þeirra á meðal var Gunnlaugur Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokks, sem greitt hafði atkvæði með frávísunartillögunni. Menntamálaráðherra um ummæli Knúts Hallssonar Kom aldrei til greina að ræða mál- ið á fundi norrænu ráðherranna ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi í gær, að þeim sem vilji stimpla sig ósannindamann hafi bæst öflugur liðsauki þar sem væri fyrrverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, ef rétt væri eftir honum haft í dagblöðum í gær. Ólafur endurtók fyrri ummæli sín um að honum hefði ekki verið kunnugt um bréf Hrafns Gunnlaugssonar til ráðuneytisins áður en bréf Knúts Hallssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra, var sent til stjórnar Norræna kvikmyndasjóðsins. Svavar Gestsson furðaði sig á að haldnir væru miklir fundir í mennta- málaráðuneytinu án þess að ráðherra vissi af því og sagðist hafa vitneskju um að bréf Hrafns hafi verið sýnt á fundinum og þar komið fram alvarleg athugasemd við það. Spurði hann ráðherra einnig hvort hann teldi eðli- legt að bréf frá Samtökum kvik- myndagerðarmanna til ráðherra um þetta mál hefði ekki aðeins farið til Kvikmyndasjóðs og annarra skyldra aðila, heldur einnig í afriti til forsæt- isráðherra. Ólafur svaraði að hann teldi að bréfaskipti í þessu máli hefðu ekki verið eðlileg. Atkvæðagreiðslan fór fram ineð nafnakalli og gerðu nokkrir þing- menn bæði úr stjórn og stjórnarand- stöðu grein fyrir atkvæðum sínum og þegar niðurstaðan lá fyrir kvöddu nokkrir þingmenn sér hljóðs um þingsköp til að ræða ákvæði þing- skapa sem heimila nefndum þingsins að rannsaka mál af þessu tagi að eigin frumkvæði. Tilraun til valdbeitingar í máli stjórnarandstæðinga við atkvæðagreiðsluna kom m.a. fram gagnrýni á stjórnarþingmenn fyrir að þora ekki að láta sérstaka nefnd alþingismanna fara yfir málið. Nauð- synlegt væri að rannsaka málið vegna pólitísks siðferðis á íslandi. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir (SK) sagði að tillagan gengi bæði út á að kanna íjárhagsleg samskipti fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins við Sjón- varpið og við menntamálaráðuneytið og undirstofnanir þess. Ráðherra hefði hins vegar eingöngu óskað eft- ir við Ríkisendurskoðun að hún kann- aði þau samskipti er sneru að Sjón- varpinu. Sagði hún að frávísunartil- lagan væri í raun tilraun til valdbeit- ingar á Alþingi, til þess eins að stöðva umræðuna um þetta mál. „Þeir sem það gera liðka ekki fyrir þingstörfum hér á Alþingi og menn verða að muna að æ sér gjöf til gjalda,“ sagði Ingjbjörg. Óssur Skarphéðinsson (A-Rv) þingflokksformaður Alþýðuflokks hefur við fyrri umræður um málið gagnrýnt vinnubrögð ráðherra vegna ráðningar framkvæmdastjóra Sjón- varps greiddi atkvæði með frávísun- artillögunni og sagði m.a. að ráð- herra hefði haft lagalegan rétt til að ráða Hrafn í stöðu framkvæmda- stjóra. Því væri þarflaust að setja sérstaka rannsóknarnefnd á laggirn- ar til að rannsaka þann þátt. Þá benti hann á að óskað hefði verið eftir að Ríkisendurskoðun kannaði ávirðingar um fjárhagsleg samskipti Hrafns við stofnanir sem heyrðu undir menntamálaráðuneytið. Benti Össur á að þingnefndir Alþingis hefðu einnig rétt til að taka upp mál sem þær teldu brýnt að fjalla um og sagði að slík athugun gæti farið fram í fjárlaganefnd. Gunnlaugur Stefánsson (A-Al) nefndarmaður í fjárlaganefnd sagð- ist hafa verið ósammála mennta- málaráðherra varðandi ráðningu framkvæmdastjóra Sjónvarpsins. Sagði hann mjög eðlilegt að Alþingi ætti hlut og aðild að úttekt Ríkisend- urskoðunar. Sagðist þingmaðurinn styðja að slík athugun færi fram í fjárlaganefnd. Sma auglýsingor FÉIAGSLÍF I.O.O.F. 7= 1744216’/20. R.H. □ HLÍN 5993042119 VI 2 □ GLITNIR 5993042119 I 1 Frl. atkv. I.O.O.F. 9 = 1744218'/2 = Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. UTIVIST Ha!lveigarstig 1 • sirni 614^ Myndakvöld 21. aprfl kl. 20.30 Á síðasta myndakvöldi vetrarins mun Hörður Kristinsson, for- stööumaður Náttúrufræðistofn- unar Norðurlands, sýna myndir úr sumarleyfisferðum Útivistar um stórkostlegt landsvæði Austfjarða, allt frá Borgarfirði eystri og suður í Vaðlavík. Einnig frá ferð í Héðinsfjörð og úr Hvanndölum. Sýningin hefst kl. 20.30 á Hallveigarstig 1 og inni- falið í aögangseyri er hlaðborð kaffinefndar. 22. apríl - sumardagurinn fyrsti Kl. 10.30. Eldvörp - Útilegu- mannakofar norðvestan Grinda- víkur. Ekið i Eldvörp, gengið þaöan að útilegumannakofunum og áfram niður i Staðarhverfi i Grindavík. Verð kr. 1.700/1.500. Fararstjóri: Gunnar Hólm Hjálm- arsson. Helgarferð 23.-25. apríl kl. 18.00 Skíðaferð á Fimmvörðuháls. Gengiö á skíðum upp frá Skóg- um í Fimmvöröuskála. Farið verður m.a. á Eyjafjallajökul. Heimferð á sunnudag frá Skógum. Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Fararstjóri: Sveinn Muller. Brottfarir i ofangreindar ferðir eru frá BSÍ, bensínsölu, fritt er í dagsferð fyrir börn 15 ára og yngri. Sjáumst i Útivistarferö. Útivist. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands 5. og síðasta námskeið Helgu Sigurðardóttur á þessum vetri, „I litum Ijóss, hugar og handa", verður haldið föstudagskvöldið 23. og laugardaginn 24. apríl. Bókanir eru hafnar í símum 18130 og 618130. Stjórnin. SAMBANO ÍSLEN2KRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58-60. Kristniboössamkoma i kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður verður Sigursteinn Hersveinsson. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sumardagurinn fyrsti 22. apríi (fimmtudagur). 1) Kl. 10.30 - sumri heilsað á Esju. Gengið frá Esjubergi. Verð kr. 1.000,- 2) Kl. 13.00 - Álfsnes - Þerneyj- arsund. Gengið frá Álfsnesi um strönd Þerneyjarsunds. Verð kr. 1.000,- 22.-25. aprfl: Landmannalaugar - skiðagönguferð. Tveir dagar um kyrrt í Laugum. Ferðafélag l'slands. Frá Sálarrannsóknafélagi íslands Breski miðillinn Keith Surtees verður með einkafundi á vegum félagsins þar sem fólk getur val- ið milli hefðbundinnar sambands- miðlunar eða leiðbeininga um andlega hæfileika. Bókanir eru hafnar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.