Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Þrír íslendingar hefja 600 kílómetra skíðagöngu vestur yfir Grænlandsjökul Aætla að verða 30 daga á göngu vestur jökulinn ÞRÍR íslendingar, feðgarnir Ólafur Örn Haraldsson og Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, halda af stað í leiðangur vestur yfir Grænlandsjökul í dag, alls 600 km sem þeir ætla að ganga á skíðum. Þetta er fyrsti íslenski leiðangurinn yfir Grænlandsjökul en þeir félag- ar áætla að verða um 30 daga á leiðinni yfir jökulinn. Undirbúningur leiðangursins hefur tekið hátt í tvö ár. Leiðangursmenn flugu til Ammassalik í gær og er áætlað að þeir komi til þorjisins Isortoq í dag með þyrlu. A morgun er áætlað að þeir haldi þaðan á hundasleðum inn eftir ísilögðum fírði að jökuljaðrinum, en að skíðagangan yfir jökulinn hefjist nk. föstudag. Haraldur Örn sagði að þessar tímasetningar gætu þó riðlast vegna veðurs. Vel undirbúnir „Við erum mjög spenntir og höfum undirbúið okkur mjög vel. Við erum tilbúnir að öllu leyti í leiðangurinn. Þama verður ekki annan félagsskap að hafa í um einn mánuð en hver annan, og það reynir mikið á samstöðuna í hópnum. Við höfum farið yfir Kjöl og margar aðrar æfinga- ferðir og félagsskapurinn gæti ekki verið betri. Það er góður andi í hópnum og við reynum að hafa létta stemmningu, en þó taka alvarlega á öllum vandamál- um sem upp kunna að koma,“ sagði Haraldur Örn. Ævintýraþrá Þegar hann var spurður hvers vegna þeir tækju sér þetta fyrir hendur sagði hann að þetta væri þeirra íþrótt og auk þess væri það ævintýraþrá sem drægi þá út í þetta. „Við erum ekki að sanna eitt eða neitt, en við erum að reyna sjálfa okkur. Það er einhver furðuleg tilfínning sem kitlar og fær mann til að leggja af stað í slíkar ferðir. Við erum að reyna sjálfa okkur í erfiðum aðstæðum. Aðstæður á jöklinum geta orðið mjög erfíðar, mikill vindur, langt upp yfír 12 vind- stig. Við vonum að við hreppum ekki slík veður þótt það sé auðvit- að ekki útilokað. Það geta komið óveðurskaflar sem standa yfir í 2-3 daga. Ef við fáum mjög sterkan mótvind þá verðum við að bíða átekta. Þá minnkum við matarskammtinn því við þurfum mun minni mat þegar við hvíl- umst. Við erum með sterkt tjald og tjöldum því þegar við getum. En þegar óveður skella á getum við þurft að grafa okkur í snjó,“ sagði Haraldur. Ekkert hættuspii Hitastig inni á miðhluta jökuls- ins að morgni er -15 til -23 gráð- HlUlgUlUMOUlOf xvaguai /1ACIOOOI1 Með kveðju til Nuuk SOLIN glampaði á Reykjavíkurtjörn þegar Markús Örn Antonsson borgarstjóri kvaddi Grænlands- farana við Ráðhúsið í Reykjavík snemma í gærmorgun. Hann notaði að auki tækifærið til að biðja þremenningana fyrir skriflega kveðju til bæjarstjórans í Nuuk. í bréfi borgarsljóra, sem Ólafur tók við og lofaði að koma í réttar hendur, er vakin athygli á leiðangrinum og óskað eftir að vinabæja- tengsl borganna, sem staðið hafa í 10 ár, verði efld. I niðurlagi er kærri kveðju skilað til Grænlands og þess vænst að vel verði tekið á móti hinum ferðalöngunum, (f.v.) Ingþór, Haraldur og Ólafur ásamt Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra. Þrír fslendingar ætla að ganga á skíðum um 600 km leið yfir Grænlandsjökul á um 30 dögum Þeir leggja af stað frá þorpinu Isortoq a hunda- sleððum á morgun og stefna til Syðri-Straumfjarðar. Engin utanaðkomandi aðstoð kemur til og þurfa þeir því að draga á eftir sér allan búnaö og mat. ur á Celsius, en -12 til -20 gráð- ur á hádegi. Á kvöldin er hitinn -25 til -33 gráður og enn kaldara á næturna. Haraldur Örn sagði að hér væri ekkert hættuspil á ferð. Leiðangursmenn væru mjög vel útbúnir, m.a. með staðarákvörð- unartæki, talstöðvar og neyðars- endi. „Aðalhættan er óveður; menn geta týnst frá hver öðrum eða'búnaður fokið út í veður og vind. Hin hættan er sprungur. Ég myndi þó segja að þetta væri langt frá því að vera hættuspil, en menn verða að sýna varúð til að fara sér ekki að voða.“ Má ekki miklu skeika Helst er hætta á sprungum á niðurleiðinni af vestanverðum jöklinum. Þar eru skriðjöklar sem koma fram og reynir mikið á að fara rétta leið niður. „Hún er mjó sú leið og það reynir á að GPS-tækið virki vel. GPS punkt- arnir eru komnir frá öðrum leið- öngrum og þeir hafa fundið það út að það má varla skeika meira en 500 metrum frá réttri leið, svo menn lendi ekki í sprung- um,“ sagði Haraldur. Fyrstur yfír Grænlandsjökul var leiðangur Norðmannsins Fritjofs Nansen árið 1888. Fram á þennan dag hafa um 60 leið- angrar farið yfír Grænlandsjök- ul. Leið íslendinganna liggur heldur norðar á jöklinum en leið Fritjofs Nansen. Möguleikar í fjarvinnslu kannaðir Markaðsmálin eru lykilatriði Á VEGUM Útflutningsráðs íslands er komin út skýrsla um möguleika íslendinga í fjarvinnslu sem nú er vaxandi atvinnuvegur víða um heim. Höfundur skýrslunnar er Ingi G. Ingason. Tækni og kunnátta standi ekki i veginum, iaunakostnaður sérfræðinga sé hagstæður miðað við nágrannalöndin og kostnaður við gagnafiutning á fjarskiptaneti Pósts og síma sé talinn samkeppnishæfur. Ingjaldur Hannibalsson fram- kvæmdasfjóri Útflutningsráðs segir að það sé skoðun ráðsins að mark- aðsmálin séu lykiiatriði í framtíðarþróun þessa máls. Samstarfshópur fyrirtækja Á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna efni skýrslunnar kom fram í máli Inga G. Ingasonar að möguleikar íslendinga á sviði fjar- vinnslu væru háðir tækjabúnaði Pósts og síma og góðum samskiptum við þá stofnun. Ymislegt væri í bí- gerð eða komið í gagnið hjá Pósti og síma sem gerði fjarvinnslu auð- veldari. Mætti þar til dæmis nefna varajarðstöð fyrir Skyggni sem kom- ið hefði verið upp á Höfn í Horna- fírði og lagningu hins nýja Ijósleiða- rastrengs milli Kanada og Evrópu sem ísland myndi tengjast inn á í lok ársins 1994. Þá myndu útboðsmark- aðir opnast fyrir íslendinga með til- komu EES-samningsins og hjá Pósti og síma væri unnið að því að inn- leiða samnetatæknina (ISDN) og stefnt að tilraunatengingum á næsta ári. „Næsta skrefíð hérlendis er að stofna samstarfshóp fyrirtækja til að vinna að sölumálunum og mark- aðsmálunum erlendis," segir Ingi. „Fyrir utan atriði eins og hagkvæm- an launakostnað sérfræðinga og samkeppnishæf verð hjá Pósti og síma má nefna að á þessum markaði geta íslendingar auðveldlega nýtt sér legu landsins sér til framdráttar. Tímamismunur íslands og annarra landa gefur okkur tækifæri til að bjóða fyrirtækjum í Evrópu þjónustu á skrifstofutímum en fyrirtækjum í Bandaríkjunum ýmsa þjónustu við uppgjör og viðhald.“ Nýtt tímabii fjarskipta Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Ólafur Tómasson póst-og síma- málastjóri. Með lagningu hins nýja strengs milli Kanada og Evrópu sé að renna upp nýtt tímabil í fjarskipt- um hér á landi. „Samkvæmt samn- ingum sem gerðir hafa verið um strenginn er eignarhluti okkar í hon- um 23 milljónir dollara en hann kemst í notkun í árslok 1994," segir Ólafur. „Með tilkomu strengsins, sem er algerlega stafrænn, erum við ekki bara að hleypa aukinni tæknikunn- áttu inn í landið heldur einnig að koma á fót þeim möguleika að sækja verkefni." Slökkviliðsmenn krefjast sjálfstæðs samningsréttar Á ANNAÐ hundrað slökkviliðsmenn gengu fylktu liði undir féiagsfán- Virðingarleysi um sínum að Alþingishúsinu og Ráðhúsi Reykjavíkur I gær til að leggja áherslu á kröfur sínar um að Landssamband slökkviliðsmanna verði viðurkennt sem stéttarfélag með samningsumboð fyrir hönd slökkviliðs- manna en þeir hafa hingað til tilheyrt starfsmannaféiögum sveitarfé- laga. Afhentu fulltrúar göngumanna forsætisráðherra, í forföllum fjár- málaráðherra, og borgarstjóra yfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir kröfum þeirra en þar segir m.a. að þeir áskilji sér rétt til að beita tiltækum ráðum til að ná fram samningsrétti starfsstéttarinnar. Að sögn Guðmundar Vignis Ósk- arssonar, formanns Landssambands slökkviliðsmanna, hafa viðsemjendur slökkviliðsmanna, sem eru fjármála- ráðuneyti, Reykjavíkurborg og Sam- band sveitarfélaga, neitað að viður- kenna Landssambandið sem stéttar- félag þótt slökkviliðsmenn hafi fyrir skömmu óskað viðurkenningar á því sem slíku við gerð kjarasamninga opinberra starfsmanna. M.a. hefur Landssambandið verið viðurkennt sem fullgilt aðildarfélag að BSRB. Af hálfu viðsemjendanna er því haldið fram að menntunarkröfur til slökkviliðsmanna séu ekki svo sér- hæfðar að hægt sé að byggja stofnun fagstéttarfélags slökkviliðsmanna á þeim enda afli slökkviliðsmenn sér hluta tilskilinnar menntunar eftir að þeir hefja störf í þjónustu vinnuveit- anda en meðal krafna er gerðar eru til slökkviliðsmanna, sem ráðnir eru til starfa er að þeir hafi iðnmenntun sem nýtist í starfinu. Að sögn Guðmundar Vignis telja slökkviliðsmenn að í afstöðu viðsemj- endanna, en fram hafi komið að það sé einkum Reykjavíkurborg sem hana hafí mótað, felist ákveðið virð- ingarleysi í garð slökkviliðsmanna og þeirra krafna sem til þeirra séu gerðar sem starfsstéttar í lögum auk þess sem sérstaða starfanna og sú sérhæfing sem þau krefjist sé að engu höfð. Þá mótmæltu slökkviliðsmenn því sérstaklega að eftir 1. mars, þegar starfsmannafélag Reykjavíkur hefur neitað að veita viðtöku félagsgjöldum dregnum af launum slökkviliðs- manna borgarinnar hafa engin fé- lagsgjöld verið dregin af launum þeirra þar sem launaskrifstofa borg- arinnar neitar að innheimta gjöld til Landssambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.