Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 40
40 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Tvíræðar upplýsingar tefja framgang mála, og erfitt er að fá skýlaus svör. Var- astu að draga ranga álykt- un. Naut (20. apríl - 20. maí) Ráðgjöfum ber ekki saman og þú verður að taka eigin ákvörðun. Láttu ekki dag- drauma trufla þig í vinn- unni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Pað er ekki verið að leiða þig af réttri braut, heldur hafa sumir gaman af að heyra í sjálfum sér, og tala oft áður en þeir hugsa. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Vertu vel á verði í dag. Þú verður að kunna að lesa á miili línanna. Framkvæmd- ir ganga ekki eins vel og þú hefðir kosið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Þú kannt að þurfa að eyða óþarflega miklum tíma í viðtal við einhvern sem er ýkinn. Taktu með fyrirvara því sem þú heyrir. Meyja » > (23. ágúst - 22. septcmber) Það er ekki heppilegt að taka meiriháttar ákvarðan- ir í fjármálum í dag. Ekki taka neina áhættu. Einhver er óhreinskilinn. Vog (23. sept. 22. október) Þú hefur lofsverðan áhuga á að þóknast öðrum. Þú skalt samt ekki fallast á fyrirætlun sem þú telur varhugaverða. Sþorðdreki (23. okt. -21. nóvember) _ . Gættu þess að ekkert fari framhjá þér í vinnunni í dag vegna skorts á einbeit- ingu eða sambandsleysis við félaga. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú umgengst einhvetja í dag sem ekki eru áreiðan- legir. Láttu þér ekki koma á óvart þótt þeir valdi þér vonbrigðum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til að vera ann- 0 ars hugar og lifa í eigin draumaheimi. Reyndu að sinna skyldustörfunum heima og í vinnunni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú átt samskipti við ein- hvern sem ýkir eða segir ósatt. Einhver orðrómur e: á kreiki og samskiptum vi'1 aðra er ábótavant. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ^ Þú gætir óvart greitt of mikið fyrir einhveija þjón- ustu í dag. Dagurinn hent- ar ekki til innkaupa eða fjárfestinga. Stjörnusþána á að lesa sern dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum 'grunni MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND Þú ert aulabárður og Þú ert asnakjálki! erkifífl! vou're a PUZZLEIOIT AND A DIMBULB! “ a r- —' TME OLD U)0RP5 5TILL U)ORK TUP RPAT Þú ert ruglu- Gömlu orðin virka best... rokkur og grútartýra! BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Spil, sem víðast hvar féll í saklausum tígulbút, skapaði 13 IMPa-sveiflu í viðureign Spari- sjóðs Siglufjarðar og Glitnis: Austur gefur; AV á hættu. Vestur Norður ♦ D74 ¥ KD102 ♦ K + Á10754 Austur ♦ G105 ♦ ÁK982 VÁ953 y G4 ♦ G974 ♦ 52 *K6 + 9832 Suður + 63 ¥876 ♦ ÁD10863 * DG í lokaða salnum réðu liðsmenn Glitnis illa við Tartan-opnun Ólafs Jónssonar á 2 spöðum og fóru alla leið í 4 hjörtu á NS-spil- in. Þau doblaði Ásgrímur Sigur- björnsson í vestur og uppskeran var 300. Á hinu borðinu hafði Björn Eysteinsson í austur ekki tiltæka opnun á spil austurs og passaði í upphafi. Þá hindraði Jón Sigurbjörnsson með 3 tígl- um, sem voru passaðir yfir til Björns. Hann ákvað að vernd- ardobla og Aðalsteinn Jörgensen í vestur breytti úttektinni í sekt með passi. Og spilaði út spaða- gosa. Vörnin spilaði spaða þrisvar og Jón trompaði. Spilaði síðan laufdrottningu. Aðalsteinn lagði kónginn á og leysti þar með samgangsvanda Jóns. Hann gat nú tekið tígulkóng, farið heim á laufgosa og lagt niður ÁD í tígli. Með fría lauftíu þurfti hann aðeins að fá einn slag á hjarta, svo spilinu var lokið: 470 í NS. Reyndar dugir sú vörn skammt að dúkka laufdrottn- ingu. Jón spilar þá áfram laufi, tekur tígulkóng og hendir hjarta niður í lauftíu. Þar með er hætt,- an á hjartastungu úr sögunni. Eina vörnin er að skipta yfír í lítið hjarta í öðrum slag. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á stórmeistaramóti Mjólkur- samsölunnar í Ríkissjónvarpinu á sunnudaginn kom þessi staða upp í síðustu umferð í viðureign þeirra Jóhanns Hjartarsonar (2.625) og Helga Ólafssonar (2.515), sem hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 22. e3 — e4?, en mun betra var 22. Bg3! og ef 22. - Hb7 þá 23. e4. 22. — c3!, 23. b3 (Neyðarbrauð, en hvítur tapar minnst skiptamun í stöðunni. Eftir 23. exd5 — cxb2 á hann ekkert betra en 24. Dxb2 og eftir 23. bxc3 vinnur svartur lið eftir bæði 23. — Rxc3 og 23. - Re3) 23. - Re3, 24. Hxe3 - Dxe3, 25. h3 - RgG, 26. Bg3 - Hd8! (Innsiglar sigurinn. Nú tap- ar hvítur drottningunni eða verður mát eftir 27. Bxb8 - Hd2) 27. Ra2 - Hbc8, 28. e5 - Bd3 og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.