Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTBR MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 ÍÞRÚmR FOLK ■ ÓLAFUR Sveinsson, Gróttu, var útnefndur besti leikmaður 2. deildar í handknattleik á lokahófi deildarinanr. Róbert Sighvatsson, UMFA, var í öðru sæti og Stefán Arnarson, KR, í þriðja sæti. ■ OLAFUR var einnig kjörinn besti sóknarmaðurinn, Páll Björnsson, KR, var í öðru sæti og Jón Þórðarson, IH, í þriðja MÞORSTEINN Viktorsson, UMFA, var valinn besti vamar- maðurinn, Ragnar Guðlaugsson, ÍH, kom næstur og síðan Miodrag Solaja, Gróttu. ■ ÞÓRIR Sigurgeirsson hjá UBK fékk flest atkvæði sem besti markvörðurinn, Sigurður Jens- son, UMFA, var næstur og þá Jón Sæmundsson, KR. ■ PÁLL Beck, KR, var kjörinn efnilegasti leikmaðurinn, Jón Þórðarson, UBK, var í öðru sæti og Björgvin Björgvinsson, UBK, í þriðja sæti.^ ■ SIGURJÓN Guðmundsson úr Fylki var markahæstur með 140 mörk. Jón Þórðarson, IH, gerði 138 mörk og Olafur Sveinsson, Gróttu, var með 136 mörk. ■ ÓLAFUR Lárusson, þjálfari KR, var útnefndur besti þjálfarinn, Guðmundur Guðmundsson, UMFA, var í öðru sæti og Aðal- steinn Jónsson, UBK og Arni Indriðason, Armanni voru í þriðja til fjórða sæti. FELAGSLIF Firmakeppni ÍH Hin árlega fírmakeppni ÍH í handknatt- lc'k verður haldin í íþróttahúsinu við Strand- :u 30. april og 1. maí. Skráning og nán- i ri upplýsingar í síma 653383 eða 654654. Aðalfundur Breiðabliks Handknattleiksdeild Breiðabliks heldur aðalfund sinn í félagsheimili Kópavogs kl. 20 þriðjudaginn 27. apríl. Björg Hafsteinsdóttir er með flesta landsleiki. Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari í körfuknattleik, hefur valið kvennaliðið, sem keppir á Smáþjóðaleikunum á Möltu síðustu vikuna í maí. Eftirtaldar stúlkur eru í hópnum: Guðbjörg Norðfjörð, KR............. Hildigunnur Hijmarsdóttir, ÍR...... Olga Færseth, ÍBK.................. Hanna Kjartansdóttir, ÍBK.......... Björg Hafsteinsdóttir, ÍBK,........ Hafdís Helgadóttir, ÍS............. Stefanía Jónsdóttir, UMFG,......... María Guðmundsdóttir, KR........... Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, UMFG, Svanhildur Káradóttir, UMFG,....... Elínborg Herbertsdóttir, ÍBK,...... Helga Þorvaldsdóttir, KR........... KORFUKNATTLEIKUR Smáþjóðaleikar: Kvenna- liðið valið SVEITAGLÍMA ÍSLANDS Kóngaslagur Þingeyingar sigruðu í 14. sinn í röð Fyrri hluti sveitaglímu íslands fór fram á Laugum í Þingeyjar- sýslu fyrir stuttu og vann sveit heimamanna, Þingeyingar, 14. árið í röð. I karlafiokki kepptu þrjár sveitir: HSK, HSÞ og KR. Þarna voru mættir til leiks flestir sterkustu glímumenn landsins og var keppnin tvísýn og spennandi. I sveitaglímu eru oft kallaðir til gamlir jaxlar til að styrkja sveitirnar og svo var einnig nú. Þingeyingar tefldu m.a. fram Eyþóri Péturssyni og Pétri Yngvasyni. Qreinilegt var að KR-ingar stefndu stíft að sigri því þeir sendu m.a. fram Ólaf Hauk Ólafsson og Jón Unndórsson. Allir eru þessir fyrrverandi glímukóngar íslands. Sá fimmti, Jóhannes Sveinbjörns- son, núverandi glímukóngur, var fyrirliði Skarphéðinsmanna. Sem vænta mátti var ekkert gef- ið eftir í þessum slag og enginn kom taplaus út úr keppninni. Mesta breiddin var hins vegar hjá Þingey- ingum sem nú unnu það afrek að sigra í 14. sinn í röð. Hlutu þeir samtals 31,5 vinning. Er slík sigur- ganga einsdæmi og vottar mikinn styrk þingeyskra glímumanna síð- ustu tvo áratugi. I öðru sæti kom sveit KR með 27,5 vinninga og Skarphéðinsmenn í þriðja sæti með 15 vinninga. SKÍÐI || BLÁK Setning Andrésar andar leika 750 þátttakendur skráðirtil leiks Andrésar-Andar leikarnir á skíð- um, fjölmennasta skíðamót á Islandi, verða settir í 18. sinn í Iþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. 750 þátttakendur frá 16 héruðum á aldrinum 6-12 ára taka þátt í mót- inu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Keppendur koma saman í Lunda- skóla kl. 20.30 og þaðan verður skrúðganga að íþróttahöllinni þar sem Björg Finnbogadóttir setur mót- ið formlega. Keppni hefst síðan í Hlíðarfjalli kl. 10.00 á morgun og lýkur á laugardag. Keppt verður í svigi, stórsvigi, göngu og stökki. Búist er við að allt að 1.500 gest- um til Akureyrar vegna mótsins. AFMÆLISHATIÐ VÍKINGS I VÍKINNI Á sumardaginn fyrsta minnast Víkingar 85 ára afmælis félagsins með eftirfarandi dagskrá: Kl. 11.00 I Víkinni: Kynning á fjölbreyttu íþróttastarfi á vegum félagsins. Kl. 14.00 Afreksmenn Víkings heiðraðir. Kl. 15.00 Leikur hjá meisturum í 6. flokki karla í handknattleik. Kl. 15.30 Leikur hjá íslandsmeisturum karla innanhúss í 4. flokki í knattspyrnu. Kaffi á könnunni allan daginn. Víkingar sem og aðrir Reykvíkingar eru velkomnir í Víkina. Vikingur 85 ára k____________________________________ Morgunblaðið/Ámi Sæberg HK íslands- og bikarmeistari karla 1993 HK var besta karlaliðið í blaki í vetur og vann tvöfalt, bæði íslands- og bikarmeistaratitilinn. Liðið skipa eftirtaldir. Efri röð frá vinstri: Skjöldur Vatnar Bjömsson, Vingir Hlöðversson, Stefán Þ. Sigurðs- son, Kristján Arason, Óskar Aðalbjarnarso og Jóhannes Karl Jia, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Samúel Örn Erlingsson, Guðbergur Egill Eyjólfsson, Albert H.N. Valdimarsson, Einar Þór Ásgeirsson og Karl Sigurðsson ásamt ungum aðdáendum liðsins. ÚRSLITAKEPPNI £? DEILDIN HAUKAR - SELFOSS í íþróttahúsinu v/Strandgötu í kvöld kl. 20.00 Forsala frá kl. 17.00 Ath.: Dómarar og aðrir fríkortshafar H.S.Í. nálgist miða sína milli kl. 17-18 í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Víkingur íslands- og bikarmeistari kvenna Víkingur var með besta kvennaliðið í blaki í vetur og vann tvöfalt eins og HK. Liðið var skipað eftirtöldum. Efri röð frá vinstri: Skjöld- ur Vatnar Björnsson, þjálfari, Berglind Þórhallsdóttir, Stella Óskars- dóttir, Björg Erlingsdóttir og Snjólaug Bjarnadóttir. Neðri röð frá vinstri: Oddný Erlendsdóttir, Birna Hallsdóttir, Björg Benediktsdótt- ir, Jóhanna Kristjánsdóttir og Særún Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.