Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Námsmat í kreppu eftir Meyvant Þórólfsson Ekki ber á öðru en gamall draug- ur hafi nú verið vakinn upp af værum blundi. Hinn harði, hlut- lægi, mælistikudraugur er kominn á kreik, brynjaður í bak og fyrir með réttmæti og áreiðanleika. Hér er á ferðinni ofsafengin próffræði- dýrkun, sem læsist inn í hjörtu manna með þvílíkum eldmóði, að jafnvel sumir hörðustu andstæðing- ar prófa (a.m.k. á meðan vindar blésu á annan veg) mega vart vatni halda. Samkvæmt skrifum frá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, sem sér um fram- kvæmd samræmdra prófa, á hin tæra tölfræði að ráða ferðinni við prófgerðina. Slíkar matsaðferðir gera ráð fyrir að nemendur séu nokkurs konar ílát með mæli- kvarða. Hellt er í þessi ílát úr lær- dómsbrunni og lesið af. Niðurstöð- ur eru síðan slegnar inn og færðar inn í sérhannaðar formúlur, sem reikna út áreiðanleika, innra rétt- mæti og greiningarhæfi. Gert er ráð fyrir að „ílátin“ séu það fá- breytileg (stöðluð) að auðveldlega megi mæla magnið, sem dælt var í þau. Hér eru boðaðar aðferðir við námsmat, sem eru að mati flestra skólamanna úreltar og úr takt við alla þróun, ekki einungis í skóla- kerfinu heldur í samfélagi manna um víða velöld. Auk þess er í skrif- um stofnunarinnar farið óvarlegum orðum um vinnubrögð fólks án sannfærandi rökstuðnings (sjá Ný menntamál 1. tbl. 1993 og 4. tbl. 1992). Ég lýsi undrun minni á and- varaleysi stjórnar stofnunarinnar í þessum efnum. Námsmat Ekkert mat á námi er svo full- komið, að nota megi niðurstöður þess til að velja þá hæfustu til ýmissa ábyrgðarstarfa í framtíð- inni. Þrátt fyrir það falla menn ótrúlega oft í þá gryfju að líta á niðurstöður prófa sem tæki til að „skilja sauðina frá höfrunum". Prófniðurstöður gefa ævinlega tak- markaður upplýsingar. T.d. verður vitneskja okkar um nemandann afar yfirborðsleg og lítils virði, ef við vitum ekkert um hæfni hans til að færa rök fyrir máli sínu, sam- skiptahæfni, sköpunargáfu og ábyrgðartilfinningu svo eitthvað sé nefnt. Því hefur oft verið haldið fram, að námsmat sé vel fallið til „að búa nemendur undir lífið“. Þessu er ég að mörgu leyti sammála. Að vísu lít ég á nám sem hluta af lífinu og því eðlilegt að haga matinu í samræmi við það. Hið óformlega mat, sem fram fer í daglegu skóla- starfi er sannarlega með svipuðum hætti og í skóla lífsins. Bæði nem- endum og foreldrum er mikill greiði gerður með undanbragðalausum vitnisburði, sem byggir á slíku mati. En allt of margir eru haldnir þeirri trú, að samkeppnispróf séu það námsmat, sem „búi nemendur undir lífíð", undir samkeppnina í lífbaráttunni. Þetta er að mínu mati blekking, sem ber að varast. Mat í lífinu er nánast undantekn- ingarlaust óformlegd; (próflaust) og tekur til margra þátta, sem sjaldn- ast gera þá kröfu að menn standist próf. Margt bendir til þess, að sum- ir þeirra sem verða undir í sam- keppnisprófi geti spjarað sig vel síðar, fái þeir tækifæri til þess. Og síðast en ekki síst: margir, sem verða undir í samkeppnisprófi, gef- ast upp, missa sjálfstraust og verða þannig verr búnir undir lífsbarátt- una. Tilgangur námsmats hlýtur einkum að felast í því að veita upplýsingar og vera leiðbeinandi um skipulagningu námsins. Þess vegna þarf það að vera fjölbreyti- legt og samofið kennslunni. Þörf fyrir stöðuga endurgjöf (feedback), þ.e. vitneskju um, hvaða undirtekt- ir gerðir manns hljóta, er einn helsti aflvaki náms. Ég tel mig hafa sann- reynt sem kennari, að sívirkt náms- mat og undanbragðalaus vitneskja um niðurstöður þess jafnt og þétt efla ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart eigin námi og hafa já- kvæð áhrif á viðhorf þeirra til skólastarfsins. Við val á framhalds- námi eiga niðurstöður námsmats að vera nemendum, forráðamönn- um þeirra og námsráðgjöfum til stuðnings. Þess vegna þarf það að vera víðtækt, áreiðanlegt og endur- spegla vel þau gildi og markmið, sem talin eru skipta máli. Eðlilega hljóta þau gildi, sem talin eru mikilvæg í samfélaginu, að vera þungamiðja umræðu um tilhögun náms. í nýlegri athugun, sem gerð var í tengslum við at- vinnuhorfur í heiminum, kemur fram að mannkostir í samfélagi framtíðarinnar virðast vera sjálf- stæð hugsun, samskiptahæfni, frumkvæði og tækni- og tölvuþekk- ing (Time 4. janúar 1993). Náms- matið þarf að miðast við slík gildi, athafnir sem hafa merkingu og til- gang. Fengist verður við raunhæf viðfangsefni, en ekki gervispurn- ingar við gerviaðstæður. Stefnt verður að því að meta hvað menn geta og hugsa í stað þess að meta, hvað þeir vita og kunna ekki. Mat- ið einkennist af margs konar að- ferðum við ýmiss konar aðstæður. Samræmd próf Samræmdu landsprófi miðskóla var komið á fót á íslandi árið 1946. Alla tíð hefur staðið nokkur styr um slík próf. Menn virðast einkum gagnrýna hversu háð þessi náms- matsaðferð er því, að allt sé mælan- legt. í landsprófinu miðaðist námið greinilega við mælanleg þekkingar- atriði, sem nemendur kepptust við að læra utan bókar á einum vetri og tóku síðan próf úr. Prófíð eitt og sér átti að „skilja sauðina frá höfrunum“. Haustið 1967 skrifaði Steindór Steindórsson skólameist- ari við Menntaskólann á Akureyri athyglisverða grein um landsprófið. Greinin vakti feikilega athygli og var birt í nokkrum dagblöðum. Hann sagði m.a.: „Höfuðgalli þessa próffyrirkomulags er, hve vélrænt það er ... Sáralítið verður oft séð Meyvant Þórólfsson „Prófniðurstöður gefa ævinlega takmarkaður upplýsingar. T.d. verð- ur vitneskjajokkar úm nemandann afar yfir- borðsleg og lítils virði, ef við vitum ekkert um hæfni hans til að færa rök fyrir máli sínu, samskiptahæfni, sköp- unargáfu og ábyrgðar- tilfinningu svo eitthvað sé nefnt.“ á svörunum, hvort um skilning er að ræða eða hreinan páffuglslær- dóm. En af þessu leiðir einnig að spyija verður um ótal smáatriði, sem vel eru fallin til svars, en skipta raunverulega litlu máli um kunn- áttu nemandans.“ Matthías Johannessen tekur í sama streng í grein sem birtist í Morgunblaðinu vorið 1968. Hann vekur athygli á hvílíkur dragbítur landsprófið er á eðlilega þróun skólastarfs. Það gefur kennurum ekki svigrúm til að kalla fram hina fjölbreytilegu hæfileika nemenda eins og sjálfstæð vinnubrögð við lausn verkefna. Þó sér Matthías ljós í myrkrinu: „Margar nýstárlegar kennsluað- ferðir eru notaðar ... Ég hlustaði á telpu í 10 ára bekk Öldutúnsskól- ans flytja stutt erindi fyrir bekkjar- systkin sín um Skagafjörð ... Andpænis mér stóð ekki páfagauk- ur, heldur lítil manneskja í sköpun. Að því er unnið öllum árum að töfra fram persónueinkenni hennar og tungutak, herða nýjan einstakl- ing í deiglu sjálfsnáms og persónu- legrar upplifunar, þar sem öll mið eru ekki tekin af formúlum og próf- um einum saman.“ Fróðlegt er að líta yfir farinn veg og skoða þróun samræmdra prófa frá 1946. Prófin héldust að mestu leyti óbreytt í ein tuttugu ár. En er leið fram á sjöunda ára- tuginn fór að draga til tíðinda. í september 1968 setti menntamála- ráðuneytið tvær nýjar reglugerðir um próf, þ.e. aðra um landspróf miðskóla og hina um gagnfræða- próf. Þessar nýju reglugerðir mið- uðu að því að samræma námið betur viðurkenndum gildum í sam- félaginu, gera fleirum kleift að komast í framhaldsnám og dregið var úr vélrænum eiginleikum mats- ins._ Arið 1977 var eitt samræmt próf tekið upp við lok grunnskóla, en landspróf og gagnfræðapróf af- numin. Frá 1977 til 1984 voru ein- kunnir birtar sem innbyrðis viðmið- un í hópnum, sem prófíð tók hverju sinni. Tíðnidreifing einkunna var þá löguð að svokallaðri normal- dreifíngu og einkunnir gefnar í bókstöfum A, B, C, D og E. Þann- ig var fyrirfram ákveðið að 7% nemenda fengju A, 24% einkunnina B, 38% C, 24% D og 7% E. Frá og með árinu 1985 var horfíð frá því að birta einkunnir sem innbyrð- is viðmiðun með bókstöfum. Akveð- ið var að gefa einkunnir í tölum MmÁi Nordisk Forskerutdanningsakademi Styrkir til að halda norræn vísindanámskeið 1994 NorFA - Nordisk Forskerutdannningsakademi - býður norrænum vísinda- mönnum og rannsóknastofnunum upp á að sækja um styrki vegna vísinda- námskeiða, sem haldin verða á árinu 1994. Umsóknarfrestur er 1. til júní 1993. Frekari skilyrði eru tilgreind í upplýsingabæklingi NorFA, „Grenselpsforsker- utdanning". Upplýsingabæklinginn, ásamt umsóknareyðublöðum, er hægt að fá hjá háskólum, rannsóknastofnunum og rannsóknaráðum eða á skrif- stofu NorFA: Nordisk Forskerutdanningsakademi - NorFA Sandakerveien 99, N-0483 Ósló, Noregur. Sfmi: 90 47 22 15 70 12 Telefax: 90 47 22 22 11 58 Skrifstofan veitir gjarnan allar nánari upplýsingar. NorFA var stofnað þann 1. janúar 1991 af Norrænu ráðherranefndinni. Á árinu 1994 mun NorFA hafa 35 milljónir norskra króna til ráðstöfunar til að styrkja menntun vísindamanna og hreyfanleika þeirra á Norðurlöndum. Vegna mistaka Morgunblaðsins birtist röng auglýsing frá NorFA í blaðinu 20. apríl um styrki vegna menntunar norrænna vísindamanna. Hér birtist rétta auglýsingin. frá 1 til 10 og tengja þær markmið- um námsins. Próffræði - tölfræði Alla tíð frá árinu 1968 hafa próf- semjendur og prófdómarar hugað að nákvæmni og stöðugleika þeirra upplýsinga, sem prófin veita (Andri ísaksson 1968 og Ólafur Proppé 1977 og 1984) og það vita þeir, sem til þekkja, að hugað hefur verið að þessum atriðum meira og minna fram á þennan dag. Að vísu hafa fræðsluyfirvöld hafí ekki séð ástæðu til að vetja tíma og fé til vísindalegra aðferða í þeim efnum. E.t.v. er það vegna þess að ævin- lega hefur gætt nokkurra efasemda hjá skólamönnum gagnvart ofnotk- un tölfræði við námsmat. Bandaríkjamenn hafa löngum lagt áherslu á próffræðileg viðmið í námsmati. Égon G. Guba og Yvonna S. Lincoln, virtir fræði- menn þar vestra, benda á að beit- ing tölfræði við slíkt námsmat leiði til þess, að það verður of hlutlægt. „Tær“ prófatriði henta best þeim formúlum sem sérstaklega eru hannaðar til verksins. Mun auð- veldara er að reikna ýmis gildi, ef prófatriði eru stutt; krossaspurn- ingar, rétt-rangt verkefni o.þ.h. þjóna vel slíkum aðferðum. Þetta leiðir til þess, að prófin verða ósveigjanleg og mönnum hættir til að prófa úr aukaatriðum í stað atriða sem skipta meira máli. Hið vélræna eðli tölfræðinnar gerir það að verkum, að hún fer að lifa sjálf- stæðu lífi. Námsmatið fer að þjóna henni, en ekki hún námsmatinu. Þegar tekið var upp á því að gefa einkunnir í heilum tölum á landsprófi 1968, vöknuðu ýmsar spurningar varðandi „upphækkanir og lækkanir". Tekið var dæmi t.a.m. um nemanda, sem fékk sam- kvæmt gamla kerfinu 5,5 í öllum greinum og annan sem fékk 6,4 í öllum greinum nema 5,4 í einni. Samkvæmt gamla kerfinu náði sá fyrrnefndi framhaldseinkunn, sá síðarnefndi ekki. Þessu svaraði for- maður landsprófnefndar, Andri Is- aksson þannig: „Slík dæmi gera ráð fyrir þeim vélrænu vinnubrögðum, sem fyrra kerfið hefur leitt til (t.d. talningu ósundurgreindra villna í stað þess að meta úrlausn í heild, bæði jákvæða og neikvæða þætti).“ Andri telur fráleitt að líta svo á að um raunverulegan kunnáttumis- mun sé að ræða að baki einkunnun- um 5,4 og 5,5. Hér skiptir mestu máli að meta úrlausnir nemenda í heildarsamhengi. Það eru einmitt þau vinnubrögð, sem réttilega hafa tíðkast á síðustu árum við mat í samræmdum prófum. Að sjálf- sögðu hafa prófdómarar séð til þess að meta úrlausnir nemenda með slík sjónarmið í huga. Styrkur og ábyrgð þessara vinnubragða felast einkum í margra ára reynslu og þekkingu þeirra, sem annast hafa prófgerðina og matið. Við mælum og vegum áþreifan- lega hluti í daglegu lífí með metra og kílógrammi. Hið sanna, staðlaða kílógramm er skilgreint sem massi lóðs úr platínu og íridíum, sem er vandlega geymt suður í París.' Skyldi vera hægt að „varðveita“ suður í París sambærilegt lóð til að vega t.d. þekkingu nemenda á varamæltum önghljóðum í stöðluðu íslensku móðurmálsprófi? í tillögum nefndar um mótun menntastefnu er lagt til, að sam- ræmd próf verði lögð fyrir í völdum greinum við lok 4. og 7. bekkjar. Er slíkum prófum ætlað að koma til viðbótar við þann stuðning, upp- lýsingar og endurgjöf, sem skólinn veitir? Af hveiju? Hvað kostar slíkt bákn? Sérkennslubáknið kostar nú um einn milljarð á ári og heimtar meira, verður prófabáknið annað eins? Væri ekki skynsamlegra að vetja fénu í að búa betur að starfi hins almenna kennara og gera hann betur í stakk búinn að gefa sannar og heiðarlegar upplýsingar um nám og námsárangur nemenda sinna? Höfundur er námsstjóri / menntamálaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.