Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1§93 Píanótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Bandaríski píanóleikarinn Ne- lita True kom fram á tónleikum í Garðabæ sl. mánudag, sem haldnir voru á vegum tónlistar- skóianna í Garðabæ. Kópavogi og Reykjavík. True er prófessor í píanóleik við Eastman-Roehester tónlistarháskólann í New York. Á efnisskránni voru verk eftir Will- iam Sydemann, Mozart, Prokofíev og Schumann. Fyrsta viðfangsefni tónleik- anna voru Tvö verk fyrir píanó eftir William Sydeman. Fyrstu tónar verksins minna á upphafs- tónmynd í prelúdíu eftir Gershwin en er að öðru leyti frekar sviplaus tónlist, sem þó var vel flutt. F-dúr sónatan K 332 eftir Moz- art er falleg tónlist og var á marg- an hátt vel leikin, sérstaklega lokakaflinn, sem var skemmtilega glettinn í útfærslu píanóleikarans. Fjórða sónatan, op. 29 eftir Pro- kofíev, er dramatískt verk og hefði hægi kaflinn mátt vera nokkuð hægari (þungstígur) en það er svo með góða hljóðfæra- leikara, að þeir meta oft hraðann á annan máta, almennur hlust- andi. í heild var sónatan mjög vel leikin og sérstaklega lokakaflinn. Nelita True er frábær píanó- leikari og mikil listakona, en eins og mörgum teknikerum hættir henni oft til að leika um of með „tempóin" og þannig var Carnav- alið eftir Schumann, einum og „keyrt áfram“. Þrátt fyrir að ýmsir viðkvæmir staðir væru fal- lega mótaðir, vantaði stundum þá skáldlegu viðdvöl,_sem í einstaka kafla glampar á. í heild var gert Nelita True píanóleikari. meira úr, þar sem hraðinn og krafturinn skiptir máli og þar á Nelita True af miklu að taka. Voces Thules Sönghópur sem nefnir sig Voces Thules og samanstendur af fimm karlsöngvurum, stóð fyrir tónleikum á Sólon íslandus sl. sunnudag. Á efnisskránni voru madrigalar og íslensk þjóð- lög og helgisöngvar. Raddskipan kvintettsins er tveir kontratenór- ar (Sverrir Guðjónsson og Sig- urður Halldórsson), tenór (Guð- laugur Viktorsson), baríton (Eggert Pálsson) og bassi (Ragn- ar Davíðsson). Fluttir voru madr- igalar eftir Gastoldi, Lasso, de Sermisy, Farmer, Morley, Ben- net, de Prés, Monteverdi, Jannequin, Gibbons og Banchi- eri, sem allir eru frábærir höf- undar og voru mikilvirkir í gerð madrigala. íslensku þjóðlögin voru Vera mátt góður og Vorið langt, en helgisöngvarnir Felix ille, Jésú, mín morgunstjarna og 0, Pater, o hominum. Tónleikun- um lauk með miðaldakeðju- söngnum Sumer is icumen in og voru tónleikagestir látnir syngja ostinato-bassastefið sem tókst all vel. Voces Thules er á margan hátt ágætur sönghópur en radd- lega eru söngvararnir mjög mis- jafnir að styrk, svo samhljóman- in var ekki nógu þétt og einstaka raddir skáru sig úr. Kontratenór- amir hefðu mátt beita sér meir en þeir gerðu. Madrigalar eru oftast sungnir með fullum radd- styrk þó veikur söngur megi einnig heyrast, til að merkja þar við sem styrkleikaskil skulu vera greinileg. Framburður texta var góður, svo og leikrænar útfærsl- ur, eins og t.d. í E1 grillo eftir Josquin des Prés, er var sérlega skemmtilega fluttur og Contr- punkto bestiale alla mente eftir Banchieri. Leikræn og gaman- söm tónverk Banchieris höfðu áhrif á hugmyndir manna um gerð óperunnar og hann, ásamt Orazio Vecci, sömdu serenöður, sem voru háðskar (paródíur) út- leggingar á madrigölum og al- varlegri tónlist, þar sem auk söngs gat að heyra hróp og köll og eins í fyrrnefndu lagi, en umgerð drykkjusöngsins, sem var ágætlega fluttur af Ragnari Davíðssyni, voru eftirlíkingar á dýrahljóðum. Flutningur Voces Thules á ís- lensku þjóðlögunum var nokkuð á annan veg en venjulega og í raun allt gott' um það að segja, þó reynt sé að færa þau nær írskum þjóðlögum með fjörugum handtrommuleik. Það er ekki fjarri lagi að uppfæra Vera mátt góður sem danslag, en Sigríður Valgeirsdóttir hefur bent á, að formgerð lagsins falli að frönsk- um miðaldadansi, „basse“-dansi, og líklegt að orðið „bassóló“ hjá Bjarna Þorsteinssyni sé í raun vísbending um að svo hafí verið. Seinna þjóðlagið, Vorið langt, verður tæplega sagt vera dans- lag, miklu fremur dapurleg gam- ansemi um félagsleg áhrif af tóbaks- og vínskorti á þeim tím- um er skipakomur voru helst til stijálar. Hvað sem þessu líður var flutningurinn hressileg til- breyting frá þunglamalegri upp- færslu slíkra laga. Helgisöngv- arnir voru fluttir með hefðbundn- um hætti og fallegri hljóman og þó sálmalagið fallega, Jésú mín morgunstjarna, hafi verið flutt samkvæmt rithætti í handriti, er útlegging Bjarna Þorsteins- sonar hljómfegurri. Þeir sem hafa borið saman frumhandrit og frágang Bjarna Þorsteinsson- ar á íslenskum þjóðlögum, hafa oft rekist á nokkurn mun, sem vert væri fyrir tónfræðing að athuga, en Bjarni mun í nokkrum tilfellum hafa látið tónskáldið í sér ráða endanlegri gerð sumra þjóðlaga, oft til bóta fyrir söng- menntina en miður þá gætt að upprunaleikanum. Borgarleikhúsið Unnið að leik- gerð Evu Lunu BORGARLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að færa upp á næsta leik- ári verk, byggt á skáldsögunni Eva Luna eftir chíleska rithöf- undinn Isabei Allende, sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum síðan. Ekki er búið að ganga frá hlutverkalista, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áætlað að Sólveig Arnarsdóttir fari með titilhlutverk sýningar- innar. Sigurðar Hróarsson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir að þeir Kjartan Ragnars- son, Óskar Jónas- son og Egill Ólafs- son hafí um skeið unnið að færa bók- ina Eva Luna eftir skáldkonuna Isa- bellu Allende í leikbúning. „Það er engin launung að þeir félagar hafa um skeið unnið að því að semja leikrit með söngvum sem byggist á sögunni. Búið er að fá öll tilskilin leyfi frá Allende og umboðsmanni hennar í Barcelona og áætlað að þetta leik- rit verði á verkefnaskrá næsta leik- árs. Þetta er hins vegar ekki frá- gengið og meðan svo er í pottinn búið er þetta aðeins ein margra hugmynda á teikniborðinu." Sig- urður segir að ekki sé búið að ganga frá hlutverkalista sýningarinnar, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun vera afráðið að leikkonan unga, Sólveig Arnarsdóttir, fari með hlut- verk Evu Lunu. Sólveig fékk á dög- unum verðlaun í Rúðuborg í Frakk- lanai fyrir leik sinn í kvikmvndinni Inguló eftir Ásdísi Thoroddsen. Áætlað er að byijað verði að æfa verkið næsta haust. í þessum leik- búning sögunnar verða söngvar áberandi, án þess þó að um söng- leik sé að ræða. -----♦ ♦ ♦ Myndlist- arsýning Á SUMARDAGINN fyrsta, 22. apríl klukkan 13.30 verður opnuð myndlistarsýning á Vesturgötu 1, annarri hæð (í Geysishúsinu). Myndirnar á sýningunni eru unnar af börnum og starfsfólki í sex leik- skólum Reykjavíkurborgar. Síðastliðinn vetur var sett af stað tilraunaverkefni sem nefnist „Menntun í starfi“, en meginmark- mið þess var að efla og styrkja þátt listgreina í upeldis- og kennslustarfi leikskólanna. Verkefnisstjóri var Steinunn Helgadóttir fóstra. Sýningin verður opin frá klukkan 10- 17 virka daga og frá klukkan 11- 16 laugardag og sunnudag. Sýn- ingunni lýkur þriðjudaginn 27. apríl. Morgunblaðið/Emelía Isabel Allende. Operutónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju Á morgun, fimmtudaginn 22. apríl, kl. 17.00 verða haldnir óperutónleikar í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Þar mun Helgi Marons- son, tenór, syngja ásamt Kristínu R. Sigurðardóttur og Bjarna Thor Kristinssyni. Undirleikari er Krystina Cortes. Á tónleikunum verða fluttar þekktar aríur og dúettar úr ýmsum óperum, t.d. La Bohéme og Toscu, eftir Puccini, Don Giovanni eftir Mozart, Ástardrykknum og Luciu di Lammermoor eftir Donizetti og Don Carlos og La Forza del Destino eftir Verdi. Helgi Maronsson lauk einsöngv- araprófi frá Tónlistarskólanum í Njarðvík, kennari hans þar var Ragnheiður Guðmundsdóttir. Krist- ín R. Sigurðardóttir og Bjarni Thor Kristinsson eru bæði nemendur í Söngskólanum í Reykjavík, og er Ragnheiður einnig kennari þeirra. SIEMENS ■ Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaöarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf„ AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Torgið hf., Aöalgötu 32. • Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1 eru víðs vegar um landið! • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.