Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 48
ÓSKAYsLÍFEYRIR aö þínii valil ----------m Sími 91-692500 | MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1506 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Flugumferðarstjórum dæmd hækkun frá 1990 Vinnslustöðin hf. o g ísfélag Vestmannaeyja hf. Tapið samtals yfir 400 milljómr í fyrra VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum tapaði yfir 200 millj- ónum króna á síðastliðnu ári. Að sögn Sighvats Bjarnasonar framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar eru skýringar þessar- ar slæmu afkomu fyrirtækisins á árinu fyrst og fremst gengis- felling og misgengi á gjaldmiðlum síðastliðið haust. Isfélag Vestmannaeyja tapaði samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins um 200 milljónum króna á árinu 1992 og segir Sigurður Einars- son forstjóri fyrirtækisins að sömu skýringar séu að baki af- komunnar hjá þeim og hjá Vinnslustöðinni. „Þetta er í raun og veru alveg skelfílegt. Við erum að verða þokka- lega sáttir við rekstur okkar, en það eru þessar utanaðkomandi breytur sem við ráðum ekkert við, sem gera það að verkum að afkoman er ekki betri. Þrátt fyrir að hafa aukið skuld- ii okkar um rúmar 200 milljónir króna út af gengisfellingu og mis- gengi gjaldmiðla, þá náðum við þeim árangri á árinu að lækka skuldir fyrirtækisins um 400 milljónir króna frá upphafi ársins í fyrra,“ sagði Sighvatur Bjarnason í samtali við Morgunblaðið í gær. Grafalvarleg staða Sigurður Einarsson segir að hann hafí enga ástæðu til að ætla að það versta sé afstaðið. „Það er alveg ljóst að þetta er grafalvarleg staða. Það eina sem hjálpar fyrirtækjunum í dag er að það er lítil sem engin verð- bólga,“ sagði Sigurður. „Ef við berum saman aflaheimild- irnar sem þetta félag er með-í þorski í ár við það sem var 1987, þá kem- ur á daginn að nú eru þær 1476 tonn en þá voru þær 2679 tonn. Þarna munar 1200 tonnum, sem eru í framleiðsluverðmæti á milli 150 og 200 milljónir króna, þannig að ástandið er ekki björgulegt. Við þessar aðstæður þurfa fyrirtækin að gera allt sem þau geta til þess að draga úr kostnaði, því þau róa lífróður til þess að geta haldið áfram rekstri," sagði Sigurður Einarsson. Of háir vextir „Það er náttúrlega út í hött og algjörlega ofvaxið mínum skilningi að vextir skuli þurfa að vera allt upp í 12%, þegar verðbólga er í kringum 2% á íslandi. Auðvitað er skiljanlegt viðhorf að sparifjáreigendur vilji ávaxta sitt fé, en því má ekki gleyma að án atvinnulífs í landinu er tómt 'mál að tala um myndun sparifjár, að nú ekki sé talað um ávöxtun þess,“ sagði Sighvatur. Sighvatur sagði að fjármagnskostnaður væri bókstaflega að sliga fyrirtækin í landinu og það væri skuggalegt, í nánast engri verðbólgu. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á ársfundi Seðlabankans Hlutfall erlendra skulda hefur aldrei verið hærra HLUTFALL langra erlendra lána af landsframleiðslu hefur hækkað verulega á síðustu fimm árum. Um síðustu áramót nam það 54,7% og hefur ekki orðið hærra áður. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði í ræðu sinni á 32. ársfundi Seðla- bankans í gær að veik staða þjóðarbúsins út á við væri veru- legt áhyggjuefni, enda hefði viðskiptahallinn verið jafnaður svo að segja eingöngu með erlendum lántökum. Jóhannes gerði að umtalsefni mikla skuldsetningu fyrirtækja, heimila og opinberra aðila sem átt hefur sér stað síðastliðinn áratug. Jóhannes sagði að í hlutfalli við landsframleiðslu væru skuldir heimil- anna nú rúmlega fjórum sinnum meiri en þær voru í upphafi síðasta áratugar. Vegna hinna miklu skulda þjóðarbúsins út á við væri óhjá- kvæmilegt að halda áfram þeirri stefnu að fjármagna meirihlutann af lánsfjárþörf ríkissjóðs á innlendum markaði. „A meðan svo er ástatt í ríkisfjármálunum og skuldasöfnun heimilanna heldur áfram, að veru- legu leyti fyrir milligöngu hins opin- bera húsnæðislánakerfis, er ólíklegt að vextir lækki nægilega til þess að hafa æskileg áhrif á hagvöxt og at- vinnustig," sagði Jóhannes. Draga þarf úr notkun verðtryggingar Varðandi vaxtaþróun benti hann á að vegna samkeppni milli sparifjár í innlánsstofnunum og verðtryggðra markaðsverðbréfa hefðu vextir á langtímamarkaðnum haft óeðlilega mikil áhrif á bankavexti. Ur þessu þyrfti að bæta með því að hefja út- gáfu eins til tveggja ára óverð- tryggðra ríkisverðbréfa, en vextir af þeim gætu þá orðið viðmiðun við vexti af bundnu sparifé í innláns- stofnunum. „Samtímis þessu þarf að stefna markvisst að því að draga úr notkun verðtryggingar í bankakerf- inu, enda veldur hið tvöfalda vaxta- kerfi innlánastofnunum verulegum erfiðleikum og eykur áhættu í rekstri þeirra," s'agði Jóhannes. Hann sagði Seðlabankann að undanförnu hafa átt viðræður við innlánsstofnanir um fyrstu skrefin í þessa átt. Sjá ræðu seðlabankastjóra á miðopnu og bls. 28 og fréttir á bls. 19. Lagasetn- iiig1 um lann gilti ekki HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær dóm, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að bráða- birgðalögin, sem síðasta ríkis- stjórn setti árið 1990 til að hamla gegn almennum launahækkunum í kjölfar kjarasamninga við BHMR, hafi ekki náð til launa- hækkana flugumferðarstjóra vegna lækkunar starfsaldurs. Dómurinn dæmdi því fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að greiða einstaklingi í Félagi ís- lenzkra flugumferðarstjóra, sem höfðað hafði mál, launakröfu hans að upphæð kr. 280.000 auk vaxta. Starfslokaaldur . flugumferðar- stjóra var lækkaður árið 1989, úr 70 árum í 60 ár. Með vísan til þess að ævitekjur hefðu skerzt, gerði þá- verandi fjármálaráðherra samkomu- lag við flugumferðarstjóra í marz 1990 um að laun þeirra hækkuðu um sex launaflokka, um 16,85% alls. Ríkið féll frá samningnum í septem- ber og vísaði til bráðabirgðalaganna. Lögin taka ekki til bóta í dómsniðurstöðum segir að ákvæðum bráðabirgðalaganna hafi fyrst og fremst verið ætlað að koma í veg fyrir verðbólgu. Samkomulagi ríkisins við Félag flugumferðarstjóra hafi á hinn bóginn verið ætlað að bæta skertan starfsaldur. „Verður að líta svo á, að lögunum hafi al- mennt ekki verið ætlað að taka til bóta sem njóta verndar 67. greinar stjórnarskrárinnar [um friðhelgi eignarréttar], þ.e. löggjafinn hafi ekki ætlað að breyta samningum um umsamdar bætur, enda ber að skýra lög er hefta samningafrelsi þröngt. Er það því álit dómsins, að greind lög taki ekki til umrædds heildarsam- komulags um bætur til handa flug- umferðarstjórum." Sár hafarn- ar saumuð á heilsugæslu Ólafsvík TVEIR ungir menn, Jón Thorarensen og Þorsteinn Bjarnason, björguðu í gær ha- ferni, sem hafði flækt fótinn í vír og skor- ist svo að mikið blæddi. Þeir fóru með fuglinn til Ólafsvíkur og vísaði lögregla þeim á heilsugæslustöðina því að dýra- læknis þarf að leita í Stykkishólm. Þau Steingerður Sigurbjörnsdóttir og Sigurð- ur Baldursson, læknar á Heilsugæslustöð- inni, tóku með ljúfu geði þessu óvenjulega erindi, deyfðu fuglinn og saumuðu sár hans. Þau sjást hér með örninn á skurðar- borðinu ásamt Þorsteini, t.v., og Kolbrúnu Baldursdóttur, í miðið. Fuglinn er merkt- ur og er því einskonar kunningi þeirra á Náttúrufræðistofnun. Nú er örninn fijáls að nýju. Vonandi á hann eftir að svífa um fjölmörg ár, vængjum þöndum, yfir gjöfulum veiðilendum Breiðafjarðar. Helgi Morgunblaðið/Alfons TOLLVERÐIR a Keflavikurflugvelli handtoku 35 ara gamlan Hol- lending á föstudaginn langa er hann reyndi að smygla inn í landið 1.337 grömmum af amfetamíni. Maðurinn, sem hafði efnið allt innan- klæða í belti, er nú í vörslu lögreglunnar í Reykjavík, og hefur ver- ið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. maí. Þorgeir Þorsteinsson, sýslumað- ur í Keflavík, sagði að þetta væri mjög mikið magn og verðmæti þess í götusölu væri áætlað um 20 millj- ónir kr. Komið hingað 20 sinnum Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur maðurinn komið til landsins 20 sinnum síðastliðin þijú ár og átta sinnum sl. níu mánuði. Hann var að koma með flugvél frá Lúxemborg þegar hann var hand- tekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enginn Islendingur hefur verið handtekinn í tengslum við þetta mál, en aðspurður um hvort talið væri að íslendingar væru í vitorði með Hollendingnum sagði Þorgeir: „Einhveija samstarfsaðila hlýtur maðurinn þurft að hafa, það þykir mér líklegt. Þetta er það mikið magn.“ Þetta er mesta magn amfetamíns sem Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli hefur lagt hald á í einu, en til eru nokkur dæmi þess að fíkniefna- deild lögreglunnar hafi lagt hald á meira magn í einu. Tekinn með 20 millj. virði af amfetamíni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.