Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 • • Oryffgisþjónusta Veður- stofunnar við sjómenn eftir Pál Bergþórsson Stundum farast 20-30 menn á ári í sjónum við ísland. Þetta er svo mikil blóðtaka að miðað við fólksfjölda jafnast hún á við það manntjón sem fellibyljir valda að jafnaði í því landi jarðar sem hrjáð- ast er af hitabeltisstormum, Banglades. Ein helsta orsök þessa mikla mannfalls í Banglades er lélegur viðbúnaður vegna sárrar fátæktar þjóðarinnar. Þá afsökun höfum við ekki, langt frá því. Vissulega vantar mikið á að bættar eða jafnvel fullkomnar veð- urspár mundu útrýma sjóslysum af veðurs völdum við ísland. Við verðum þó að leggja alla alúð við þá öryggisþjónustu sem veður- fregnir og stormviðvaranir eru. Enginn mannlegur máttur kemur að vísu í veg fyrir að mistök hendi, en þegar þau gerast ber að læra af þeim. Fyrstu 6-9 klukkustundirnar Vitanlega er mikilvægt að vara við öllum illviðrum sem yfir kunna að dynja allan næsta sólarhring og helst fleiri daga. En mesta lífs- spursmálið er samt að ekki mistak- ist að vara við óveðrunum sem steðja að á næstu 6-9 klukku- stundunum eða svo, einkum vegna smábáta sem væntanlega geta náð höfn eða vari ef þeir fá svo langan fyrirvara. Um þetta þarf ekki að nefna dæmi, svo kunnugt er það öllum. Frá öryggissjónarmiði þarf þess vegna að beina athyglinni sérstaklega að veðrinu eins og það er og verður næstu 6-9 klukku- stundir. Til þess er þrennt nauð- synlegt: stundum sú mikilvægasta, er að sjómenn fái fréttir af raunveruleg- um veðurbreytingum. Til þess þarf að lesa nýjustu veðurskeyti í út- varpi, en þau koma átta sinnum á sólarhring. Þá fást svör við því hvort til dæmis séu komin 10 vind- stig í Æðey eða hvöss norðvestan- átt á Tjörnesi. Og hvað er að ger- ast á skipi 200 km suðvestur af Reykjanesi og öðru skipi 50 km austur af Papey eða 130 km vest- norðvestur af Barða? Sjö sinnum á sólarhring fá sjómenn þannig fregnir af veðri frá einum 18 stöðvum við ströndina og allt að fjórum skipum sem eru valin svo að þau dreifist sem jafnast á mið- in kringum landið. En þess má geta að auk þess er tvisvar á dag sagt frá veðri á öllum stöðvum inn til landsins. í þessu ljósi eru það alvarleg tíðindi að útvarpið hefur sett fram kröfur um að einmitt þessi ör- yggisþjónusta verði skert og veð- urfregnir styttar. Styttingin sam- svarar því að sleppa allt að því 15 eða jafnvel öllum veðurskeytum í hverjum veðurfregnatíma. Von- andi koma sjómenn í veg fyrir að af því verði. 2. Rækileg endurskoðun veðurspánna 1. Lestur veðurskeyta Fyrsta öryggisráðstöfunin, og Annað atriði sem þarf til að tryggja sem besta 6-9 klukku- stunda spá er að hún sé rækilega endurskoðuð eins oft og unnt er. Auk þess að skeyti frá veðurstöðv- um eru lesin á þriggja stunda fresti þarf í hvért skipti að endurskoða spána með tilliti til allra nýjustu veðurskeyta og annarra gagna, svo sem veðursjár- og gervitungla- mynda og tölvuspáa sem berast frá útlöndum tvisvar á sólarhring. Auðvitað þarf að flýta þessari endurskoðun eftir föngum. En hrapallegt væri að hraða sér svo að ekki sé gefinn tími til að safna gögnum og teikna vandlega nýj- asta veðurkort á því svæði sem mestu máli skiptir áður en spáin er samin. Til þess þarf hæfilegt ráðrúm sem verður að miðast við tímafrekustu spár í hættulegustu óveðrum. Einmitt þá verður það afdrifaríkast ef ályktanir af nýjum upplýsingum bíða næsta spátíma. Þijár klukkustundir sem þar með glatast geta skipt sköpum um líf pg dauða. Það vottar sjóslysasaga íslendinga. Síðan í haust eru spár oftast lesnar 90 mínútum eftir veðurat- hugun. Fyrst er skeytum safnað í svo sem 45 mínútur, en síðan er unnið úr þeim og nýja spáin samin. Til að vera ávallt viðbúinn hinu versta má aldrei undir höfuð leggjast, jafnvel þó að veðurútlit sé gott, að veðurfræðingur leggi fram alla sína bestu eiginleika til að nýta sér til fulls þetta svigrúm; árverkni, eldmóð, vandvirkni, leikni, þekkingu og dómgreind, í samræmi við óskráðar siðareglur stéttarinnar. En spátíminn 12.45 hefur sér- stöðu. Þá líða aðeins 45 mínútur frá athugunum að spá. Stundum eru þá ókomin mikilvæg skeyti frá Atlantshafi þegar veðurfræð- ingurinn verður að afhenda spána til lestrar. Því síður hefur hann getað teiknað kortið eftir þessum skeytum eða samið spána í sam- ræmi við þau, en á kortið kl. 12 koma einmitt oft meiri upplýsingar en í annan tíma. Til að bæta úr þessu þyrfti veðurfregnir klukkan 13.30, gjarnan til viðbótar öðrum veðurfregnatímum. Vonandi fellst Ríkisútvarpið á það. 3. Leiðréttar spár milli spátíma Auk reglubundinna veðurfregna Vorátak fyrir heilsuna og útlitiö Síöustu TT námskeiöin hefjast 26. apríl J S B SUÐURVERI TOPPI TIL TÁAR Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum sem þurfa aö berjast við aukakílóin frábæran árangur. Uppbyggilegt lokað námskeið. ÖNNUR KERFI í BOÐI: Stutt og strangt • Almennt kerfi Rólegt og gott • Púl og sviti J S B HRAUNBERGI FRJÁLSIR TÍMAR Frjáls mæting og ástundun sex daga vikunnar. Hörkupúl fyrir konur á öllum aldri. Kortin kosta frá kr. 4.500,- Leikhorn fyrir börnin. INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 813730 OG 79988 LÍKAMSRÆKT •-/ SUÐURVERI • HRAUNBERGI 4 er það þýðingarmikið hlutverk Veðurstofunnar að bregðast við fregnum af óvæntum veðrabrigð- um á milli spátíma, t.d. frá sjó- mönnum. Það er alls ekki einhlítt að láta þá tiltekna veðurhæð eða aukningu hennar ráða 'því hvort leiðrétting er gerð, því að aðrar aðstæður geta skipt sköpum, svo sem það hvort smábátar muni vera á sjó. Þess vegna þarf veðurfræð- ingur að kanna vel slíkar viðvaran- ir frá sjómönnum, m.a. með fyrir- spurnum til loftskeytastöðva og samráði við Tilkynningaskyldu. Sú öryggisráðstöfun sem kemur þá fyrst til greina er að skýra einfald- lega frá þessum fregnum, líkt og gert er með reglubundnum lestri veðurskeyta, en síðan fer það eftir mati veðurfræðings hveiju er ástæða til að bæta þar við um breyttar horfur. Þess skal getið sem gert er, að Ríkisútvarpið hef- ur lýst sig fúst að flytja slíkar viðvaranir, jafnvel með því að ijúfa dagskrá. 4 4 Páll Bergþórsson „Síðan í haust eru spár oftast lesnar 90 mínút- um eftir veðurathug- un. Samstarf Veðurstofu og sjómanna Það er líka forsenda fyri góðri þjónustu Veðurstofu við sjómenn að milli þessara aðila sé gagn- kvæmur skilningur. Veðurstofan verður að gera sér grein fyrir þörf- um sjómanna og öryggiskröfum og þeir þurfa að vita til hvers þeir geta ætlast af Veðurstofunni og hvernig þeir geta veitt henni aðstoð og skýrt henni frá veðra- brigðum. Á undanförnum árum hefur nokkuð verið leitast við að koma á þessum samskiptum, en meira mætti af því gera. Sérstak- lega er ánægjulegt hvað sjómenn hafa brugðist vel við að tilkynna Veðurstofunni um vindátt og veð- urhæð með skeytum sínum til Til- kynningaskyldunnar. Nú er verið að skipuleggja framtíðarþróun Veðurstofunnar og þá þarf að huga vel að öllum þessum sam- skiptum. Eg hvet sjómenn, ekki síst forystumenn þeirra, til að fylgjast með því starfi og taka virkan þátt í því. Höfundur er veðurstofusljóri. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Nýjar útflutn- mgsgreinar Það er ánægjulegt að sjá, hve vel okkar þjóð hefír orðið ágegnt á undanförnum árum að skapa fjölbreyttara efnahagskerfi og út- flutningsframleiðslu. Af djörfung og framsýni hefir verið ákveðið á æðstu stöðum, að það sé of áhættusamt fyrir okkar eyþjóð að setja öll eggin í sömu körfuna og treysta í blindni á sjávarútveg og fiskveiðar til þess að halda uppi góðum lífskjörum og sér í lagi hámenningu á íslandi. Til þess að undirstrika, að það sé líf eftir fisk, hafa landsfeðurn- ir, af víðsýni og hugrekki, vísvit- andi hoggið að sjávarútvegi og fiskútflutningi. Með því eru þeir að sýna alþjóð, að hún er ekki eins og fíkniefnaneytandi, sem ekki getur komist af án þess að fá sinn fasta skammt af fiski-fíkni- efninu. Sjávarútvegurinn hefir verið eins og ímyndaður kútur fyrir þjóð, sem er að læra að synda í ólgusjó efnahagslegs sjálfstæðis. Leiðtog- ar og hugsuðir þjóðarinnar minnka stöðugt loftið í kútnum og vona síðan, að hinn verðandi sundmaður geti bjargað sér án hans á endan- um. Lofti er hleypt úr kútnum með ýmsu móti. Grafið hefir verið und- an fískvinnslu í fiskvinnslustöðv- um landsins, sem reistar hafa ver- ið með miklum fjárútlátum á mörgum áratugum. I staðinn hafa verið keyptir rándýrir verksmiðju- togarar, sem frysta fiskinn úti í sjó. Hægt er að framleiða tak- markaðan fjölda pakkninga og hefir þetta þau ágætu áhrif, að markaðir tapast fyrir pakkningar, sem frystihúsin hafa framleitt í áratugi. Frystihúsunum er aftur á móti leyft að kaupa heilfrystan fisk af erlendum togurum, þíða hann upp og flytja út sem íslenzka gæðavöru. Islenzkur fiskur dvínar í áliti á erlendum mörkuðum og mikið loft lekur úr kútnum. Meira lofti er hleypt út með því að gefa allan útflutning fijálsan. Öllum er leyft að flytja út það sem þeir vilja. Þetta er bráðsnjallt og mun fljótlega hafa þau tilætluðu áhrif, að traustir markaðir munu tapast og útflytjendur níða skóinn hver af öðrum með tilgangslausri verðsamkeppni. Byijað er nú þeg- ar að kvarta undan því, og verð til framleiðendanna mun lækka. Gæti ekki verið betra. Þegar kút- urinn er loks sokkinn og þjóðin getur synt án hans, getur fólk loksins farið að njóta lífs án slors. Nýjar og eðlilegri útflutnings- greinar hafa nú þegar sprottið upp og fleiri munu fylgja á eftir. Neyð- in kennir naktri konu að spinna. Við ætlum ekkert að ræða hér um hefðbundnu afurðirnar, svo sem ál, kísilgúr, vatn, járnblendi, ópal, vodka og veiðarfæri, heldur snúa okkur að nýjum og spenn- andi verkefnum, sem verða munu útflutningsgreinar framtíðarinnar. Það er tími til kominn, að lands- menn uppgötvi það, að útflutning-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.