Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 wefenAnit Þetta er til þín HÖGNI HREKKVÍSI flfojrðtutfifftMfr BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Hugleiðingar á vordögum Frá Birni Egilssyni: SÍ OG Æ hefur Morgunblaðið birt þá ósk til lesenda, að þeir skrifi bréf til blaðsins. Þess er ekki getið að þessi bréf eigi umfram allt að vera prenthæf, en til þess mun ætlast því við sem búum á íslandi eigum öll að vera kurteis. Nú tek ég það fyrir að skrifa bréf til Morgunblaðsins, en auðna ræður því, hvort blaðið á pappír til þess að ritlingur minn komist í pressuna. Teljist bréf mitt ekki prenthæft verð ég að una því. Ég hef orðið fyrir meiri skaða. Það sem hefur vakið athygli mína að undanförnu er þessi mikli fyrirgangur, allt í kringum þennan Hrafn Gunnlaugsson. Honum var vikið úr opinberu starfi, sem er með fádæmum. Og fyrir hvað var hann settur af? Það er næsta óljóst. Mér skilst að sök hans hafi verið sú, að hann hafi talað óvirðulega um starfsfólk Sjónvarpsins. Ég er sannfærður ura að starfs- fólk Sjónvarpsins vinnur verk sín af samviskusemi eins og það getur best, en samt er það ekki heilagt eins og kýr í Indlandi. Hafi Hrafni Gunlaugssyni orðið slys á tungunni á hann að fá bæt- ur, en lög um almannatryggingar hér á landi eru svo ófullkomin að ekki eru ákvæði í þeim um, að bæta .skuli slys á tungu. Hrafn Gunnlaugsson er hressi- legur og slettir úr klaufunum. Að sletta úr klaufum er hreingeming eins og þegar borðstofugólf er skúrað á laugardögum. Ég hef hugsað með mér. Látið Hrafn í friði. Hann á að njóta ætt- ar sinnar. Þórður læknir á Kleppi var há- menntaður vísindamaður og lagði mikla vinnu í að sanna að eitthvað væri hinum megin. Og það var ekki honum að kenna, þó að ekki hafi sannast enn þann dag í dag, að eitt eða neitt sé hinum megin, nema kannski blámi himinsins. Og þórður Sveinsson læknir hafði fleira sér til ágætis. Hann var Húnvetningur og Húnavatns- sýsla er nærri því eins merkilegt hérað og Skagafjarðarsýsla. Nú laugardag fyrir páska ’93 hefur brugðið til hins betra. Hrafn Gunnlaugsson hefur verið settur í embætti eftir skamma fjarveru. Honum var ekki trúað fyrir því embætti, sem hann hafði, enda hefur það oft gefíst vel, að færa menn úr einu embætti í annað. Nú á hann að stjórna í menningarmið- stöð hátt uppi og gæta þess að Mammon ráði ekki of miklu. Vald Mammons má ekki ná lengra en í miðja hlíð. Nú er ófriður í Hafnarfirði, þess- um friðsæla bæ. Það er út af turni, sem á að reisa. Því er haldið fram, að turn þessi skyggi á önnur hús og útsýn þaðan. Eg get vel skilið að Hafnfirðingum sé það ekki nóg að horfa beint upp í loftið. Þeir þurfa líka að horfa til hliðar og sjá Esjuna, Snæfellsjökul og Keili. Hitt er verra ef þeir eyðileggja metra- málið með því að halda því fram, að þrír metrar og átta metrar séu sama stærð. Metramálið er búið að gera það gott. Aður var bara þingmannaleið og dagslátta. Ég hef verið hrifinn af turnum frá því að ég sá mynd af Effelturn- inum fyrir mörgum áratugum. Turnar hafa dulræna merkingu. Þeir benda upp í himininn, þar sem himnaríki er. Skuggar þurfa að vera til, svo ljósið njóti sín. Það væri of einfalt og slétt ef alheimurinn væri eitt ljóshaf. Mig grunar að Hallgríms- kirkja skyggi á íbúðarhús á Skóla- vörðuhæð. Ég hef áður sagt það og skrifað, að Morgunblaðið er besta blað norðan Alpafjalla. Það er eðlilegast að fjallgarðar afmarki landsvæði. Alpafjöll suður í Evrópu og Trölla- skagi hér á landi. Og fjallgarðar ráða veðrum. Hér rignir minna og eru mildari veður vestan Trölla- skaga. Einhver sagði að mig skorti rök fyrir svo víðtækri ályktun um Morgunblaðið. Það er aldeilis ekki. Morgunblaðið er fjölbreytilegt að efni. Þar er skrifað um vísindi og listir, trú og heimspeki, hagfræði og Ijármál og greinilega skilgreint hvernig hægt er að græða peninga innan ramma laga. Þá má ekki gleyma guðsorði, sem birtist í blaðinu á hverri helgi og prófastar og biskupar hafa upp- hugsað. Þeir sem gefa Morgunblaðið út tileinka sér jafnaðarstefnu og gefa fátækum. Blaðið er gefið hingað í Neðra — á Króknum. Þeir vita vel fyrir sunnan að við hér eigum aungva peninga nema þessa vasapeninga frá Jóni Bald- vin, sem ber að þakka, þó að þeir dugi naumlega fyrir tóbaki. A hveijum degi verð ég feginn, þegar Morgunblaðið dettur niður til okkar. Þá fæ ég veður af heims- menningunni og fæ líka að vita að ég er ekki einn í heiminum, sem ég hef stundum ímyndað mér. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, hefur gegnt hinu háa embætti með miklum sóma og ekki verður henni orðs vant á Bessastöð- um. Fyrir stuttu var útvarpað viðtali við frú Vigdísi forseta, þar sem rætt var um hlutverk Alþingis og forsetaembættis í stjórn landsins. Samkvæmt stjórnarskrá getur forseti neitað að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt, en til þess hefur ekki komið enn. Frú Vigdís forseti var spurð, hvort hún gæti nefnt dæmi um, að hún neitaði að undirrita lög frá Alþingi. Já, hún gat það. Ef Al- þingi samþykkt lög um dauðarefs- ingar mundi hún neita að undirrita þau. Þetta svar fannst mér svo snjallt, að ég held að ég muni það meðan ég man eitthvað. BJÖRN EGILSSON frá Sveinsstöðum. Yíkverji skrifar Víkveiji reyndi þjónustu Bíla- þvottastöðvarinnar Bílds- höfða í fyrsta sinn nú um helgina og af þessari fyrstu reynslu er ör- uggt að hann mun oftar notfæra sér þjónustu þessarar litlu stöðvar sem hefur á að skipa röskum og elskulegum starfsmönnum. Tjöru- hreinsun og þvotturinn sjálfur tekur ekki langan tíma, en á meðan beð- ið er, er viðskiptavinum boðið til lítils afkima, þar sem þeir geta set- ið og spjallað og fengið sér kaffi- sopa í boði stöðvarinnar, eða áður en þeir aka á brott í tandurhreinum og gljáandi bílum sínum. Og það sem meira er, þjónustan er seld við því sem Víkveiji telur mjög sann- gjarnt verð. Það sem Víkveiji telur sérlega ánægjulegt við starfsemi þessarar litlu þvottastöðvar, er hversu þjónustuliprir og elskulegir starfsmennirnir eru og svo koma þeir að þjónustu lokinni og tilkynna viðskiptavininum með bros á vör að bíll hans sé tilbúinn. xxx Um þessar mundir er sjálfsagt ein aðalvertíð hjá blómasöl- um, páskar nýafstaðnir, og ferm- ingar flesta helgi- eða sunnudaga. Víkveiji hefur jafnan af því ánægju að koma í blómabúðir og skoða það sem á boðstólunum er hveiju sinni, og þá ekki síður þegar svo miklar annir eru hjá blómasölum. Kunn- ingjakona Víkveija fór síðastliðinn sunnudag í Blómabúð Michelsen í Hólagarði í Breiðholti, sem rekin er af Ragnari Michelsen. Hún sagði Víkverja frá þeirri skemmtilegu heimsókn sinni, sem henni fannst bera blómasölumann- inum afar gott vitni. Hún þurfti að láta pakka inn fyrir sig lítilli ferm- ingargjöf og skreyta og spjallaði stuttlega við afgreiðslustúlkuna og verslunareigandann á meðan á þessu stóð. Þegar hún hafði lokið erindi sínu og ætlaði að hverfa hin ánægðasta á braut með fagurlega skreyttan pakkann, sagði verslun- areigandinn við hana hinn elskuleg- asti: „Þú ert svo jákvæð, að ég verð að fá að gefa þér þessa rós,“ og rétti henni fagurrauða og ilm- andi rós í kveðjuskyni. Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi orða það að kunningjakonan mun ekki leggja lykkju á Ieið sína fram hjá þessari verslun, næst þegar hún þarf á þjónustu blómaverslana að halda. Annars verður þess ekki vart, þegar { fermingarveislur er komið, hvers konar kreppa ríkir í þjóðfélaginu. Fermingarbörnin fá dýrar og fagrar gjafir, og stórgjaf- ir í peningum. Það er alls ekki sjald- gæft að fermingarbörn fái á milli eitt og tvö hundruð þúsund krónur í peningagjafir, auk annarra gjafa. í flestum tilvikum kemur það svo í hlut foreldrana að hafa vit fýrir börnum sínum, þannig að daginn eftir ferminguna sé nú ekki haldið niður í miðbæ eða Kringlu ogtugum þúsunda eytt í föt, hljómplötur og hvað eina sem hugurinn kann að girnast. Foreldrar ráðleggja þá börnum sínum iðulega að leggja megnið af peningagjöfunum inn á bankabók, því þar muni þau ávaxta sitt pund. Hætt er nú við að í einhveijum tilvikum muni þessi siður leggjast af, eða stórdraga úr honum, verði 10% nafnvaxtaskattur sparifjár að raunveruleika - fjármagnstekju- skatturinn sem samkomulag var orðið um á milli aðila vinnumarkað- arins og stjórnvalda, þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum nú fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.