Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Tillaga um lán til viðhalds á félagslegu húsnæði FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að undanförnu látið fara yfir reynsluna af félagslega íbúðalánakerfinu. Er greinargerðar að vænta innan fárra daga en þar er m.a. lagt til að opnað verði fyrir lánveitingar Húsnæðisstofnun- ar til meiriháttar viðhalds á félagslegu íbúðarhúsnæði. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- kæmi fram fyrr en næsta haust. ráðherra greindi frá þessu á Al- Jóhanna sagði að áður en lána- þingi í gær en kvaðst ekki eiga von flokkurinn yrði opnaður þyrfti að á að lagafrumvarp um þá breytingu liggja fyrir kostnaðarathugun og Thomas Möller til Olís THOMAS Möller hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Olís. Starfið felur í sér stjórnun á tæknilegri hlið rekstrar félagsins. Thomas er 39 ára gamall rekstar- verkfræðingur. Hann lauk rekstrar- verkfræðiprófi frá Tækniháskólan- um í Vestur-Berlín og hefur starfað hjá Eimskip sl. 12 ár. Síðastliðin 4 ár hefur hann verið forstöðumaður rekstrardeildar Eimskips. Thomas hefur jafnframt haft umsjón með stjórnunarnámskeiðum hjá Stjórn- unarfélagi íslands um nokkura ára skeið. Thomas er kvæntur Bryndísi M. Tómasdóttur og eiga þau þtjú börn. Hann mun hefja störf hjá Olís innan skamms. hvernig ætti að fjármagna slík lán. Félagsmálaráðherra sagði einnig að félagsmálaráðuneytið, við- skiptaráðuneytið og fjármálaráðu- neytið hefðu nú til skoðunar hvort hægt sé að 'grípa til sérstakrar aðstoðar við þá sem eiga í miklpm greiðsluerfiðleikum vegna hús- næðiskaupa. Félagsmálanefnd afgreiðir húsnæðisfrumvarp Ummæli ráðherra komu fram í svari við fyrirspurn frá Jóni Krist- jánssyni Framsóknarflokki sem benti á að félagsmálanefnd þings- ins hefði afgreitt frumvarp félags- málaráðherra um húsnæðismál út úr nefndinni í gærmorgun. Þar hefði nefndin ekki tekið til greina ábendingar frá Húsnæðismála- stjórn um að taka upp lán til meiri- háttar viðhalds félagslegra íbúða. Harmaði þingmaðurinn að ekki stæði til að grípa til aðgerða í þess- um málum fyrir þinglok í vor. VEÐURHORFUR I DAG, 21. APRIL YFIRLIT: Milli fslands og írlands er allvíðáttumikið 988 mb lægðarsvæði sem hreyfist norðaustur. Yfir sunnanverðu Grænlandshafi er 1000 mb lægð sem hreyfist austur. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1018 mb hæð sem fer minnkandi. SPÁ: Norðaustanátt, víða kaldi. Léttskýjað og 6-9 stiga hiti yfir hádag- inn sunnan- og vestanlands, en dálitil él og hiti nálægt frostmarki við norðausturströndina og á annesjum norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG, SUMARDAGINN FYRSTA: Austlæg átt. Dálítil rigning eða slydduél á Suðaustur- og Austurlandi. Úrkomulaust og jafnvel bjart veður um landið vestanvert. Hiti rétt ofan við frostmark á Norðausturlandi, en annars 3-6 stig að deginum. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustan strekkingur með slydduéljum um landið norðanvert, en bjartviðri syðra. Hiti 1-7 stig, svalast við norðurströndina. Nýir veöurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.4S, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o -a ■ö & Q Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjööur er 2 vindstig.. r r r * r * * * * • * 10° Hitastig r r r r r * r r * r * * * * * V V V v Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrír Slydduél Él = Þoka ' FÆRÐÁ VEGUM: iki. 17.30 rgær) Vegir á landinu er víðast greiðfærir. Steingrímsfjarðarheiði er þó þung- fær og búist við að hún geti orðið ófær með kvöldinu. Austanlands er ófært á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði en Breið- dalsheiði er jeppafær. Víða eru í gildi öxulþungatakmarkanir vegna aur- bleytu. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni linu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti voður Akureyri 3 rigning og súld Reykjavfk 6 léttskýjað Bergen 7 rigning Helslnki 2 heiðsklrt Kaupmannahöfn 6 skýjað Narssarssuaq 0 snjókoma Nuuk +1 snjókoma Osló 6 alskýjað Stokkhólmur 3 hálfskýjað Þórshöfn 7 súld Algarve 18 þokumóða Amsterdam vantar Barcelona 14 þokumóða Berlín 12 skýjað Chicago 3 rigning Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 21 íéttskýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 14 hciðskirt London 17 léttskýjað LosAngeles 23 léttskýjað Lúxemborg 1B léttskýjað Madrtd 22 skýjað Melaga 17 mistur Mallorca 18 léttskýjað Montreal 0 rlgning NewYork 18 skýjað Orlando 26 léttskýjað Parfs 23 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 14 léttskýjað Vín 12 iéttskýjað Washington 24 atskýjað Winnipeg 9 léttskýjað Sjö fjölbýlis- húsalóðum úthlutað BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gefa Ármannsfelli hf. kost á fimm lóðum undir fjölbýlishús og Mót- ási hf. kost á tveimur lóðum undir fjölbýlishús í Rimahverfi í Borgar- holti I. Þijár af lóðum Ármannsfells hf. eru við Hrísarima og er þar gert ráð fyrir 33 íbúðum. Tvær lóðir eru við Rósarima og þar er gert ráð fyrir 25 íbúðum. Lóðir Mótáss hf. eru við Mosarima og er þar gert ráð fyrir 35 íbúðum í tveimur ijölbýlishúsum. Nýjar lóðir fyrir um 200 íbúðir BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila útboð á gatna- gerð við Hrísarima, Runnarima, Mosarima og Laufrima í Borgarholti I. Þar yrðu þá byggingarhæfar Ióðir fyrir um 200 íbúðir auk íbúða sem þar kvæmt skipulagi. í erindi Stefáns Hermannssonar borgarverkfræðings segir að við gerð fjárhagsáætlunar hafi komið fram að unnt sé að gera byggingar- hæfar lóðir undir fjölbýlishús í eru ætlaðar stúdentum sam- Rimahverfí með tiltölulega litlum aukafjárveitingum. Engin fjölbýlis- húsalóð er laus en eftirspurn það mikil að lagt er til að heimilað verði að bjóða út gatnagerðina. Forstjórí Lánasjóðs V-Norðurlanda um Óðin hf. Ekkert vilyrði gefíð fyrir lánveitingu STEINAR B. Jakobsson, forstjóri hjá Lánasjóði Vestur-Norðurlanda, segir að sjóðurinn hafi ekki veitt flugfélaginu Óðni hf. vilyrði fyrir láni til kaupa á flugvélum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Að sögn Steinars liggur fyrir lánsumsókn frá félaginu sem hefur ekki enn verið lögð fyrir sljórn sjóðsins og enga afgreiðslu hlotið. Sigurð- ur I. Halldórsson, lögmaður flugfélagsins, segir að það hafi fengið vilyrði frá sjóðnum, sem sé ein meginforsendan fyrir tjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í tengslum við umsókn þess um flug- rekstrarleyfi. Lánsfjárhæðin sem um ræðir nemur um 20 milljónum króna. Fulltrúar Óðins hf. hafa haldið því fram í erindum til Flugmálastjórnar vegna flugrekstrarumsóknar að eitt af skilyrðum sem fylgi vilyrði Lána- sjóðs Vestur-Norðurlanda sé að Helgi Jónsson og'kona hans Jytte- M. Jónsson fái bú sitt aftur til fijálsrar ráðstöfunar. Steinar neit- aði þessu og sagði alveg fráleitt að sjóðurinn setji slík skilyrði. Sigurður sagði að það leiddi af þessari lausn málsins að þau hjónin fengju bú sitt aftur til fijálsrar ráð- stöfunar þar sem þessi atriði væru öll samtvinnuð. Eitt meginatriði málsins væri að samningar tækjust við danska bankann Bikuben um kaup á fjórum flugvélum sem Helgi notaði í flugrekstri sínum og voru í eigu fyrirtækisins J. M. Aviation sem nú er gjaldþrota. Innbrot á heimili samgönguráðherra upplýst Mikið af þýfí fannst í íbúð í Breiðholti LÖGREGLAN í Breiðholti og Rannsóknarlögregla ríkisins handtóku í gærmorgun sex ungmenni, 14 til 20 ára gömul, í húsi við Suðurhóla í Breiðholti og lögðu þar hald á mikið af ýmiss konar þýfi, þar á meðal seðlaveski með greiðslukortum Halldórs Blöndals, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, sem stolið var í innbroti á heimili ráðherr- ans nýlega. Flest hafa ungmennin margsinnis komið við sögu lögreglu. Örbylgjuofn sem stolið var á heim- ili ráðherrans fannst einnig í gær- morgun í bíl sem þrír piltar, þar á meðal einn sem handtekinn var í Suðurhólum, veltu við Selásskóla í gærmorgun. Sá bíll var þá eftirlýst- ur meðal lögreglumanna eftir að lög- reglu í Breiðholti höfðu borist vís- bendingar um að piltar á þeim bíl væru að reyna að selja örbylgjuofn og geislaspilara. Ekki hafðist upp á bílnum fyrr en í gærmorgun þegar honum var velt við Selásskóla. Þá voru í honum þrír piltar, einn hljóp á brott en hin- ir voru handteknir á staðnum. Annar þeirra, sem er tæpra 16 ára, hefur margsinnis komið við sögu lögreglu fyrir ýmiss konar afbrot. Hinn er tvítugur. Þeir voru ölvaðir og í bil þeirra fannst margskonar góss, þar á meðal örbylgjuofn Halldórs Blön- dals. Skömmu síðar fór lögreglan í Breiðholti ásamt manni frá RLR í húsleit í íbúð við Suðurhóla vegna gruns um að þar væru bækistöðvar þjófaflokks. Þar voru handtekin sex ungmenni, þar á meðal 14 ára stúlka og pilturinn sem hlaupist hafði á brott frá bílveltunni. í íbúðinni fund- ust geislaspilarar og hljómtæki, sjónvörp og myndbandstæki, m.a. tæki sem stolið var úr innbroti í hús í Fossvogi nýlega. Þá fundust þarna tvö seðlaveski með greiðslukortum sem stolið hafði verið í innbrotuifí, þar á meðal í innbrotinu á heimili Halldórs Blöndals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.