Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 19 Ágúst Einarsson formaður bankaráðs á ársfundi Seðlabankans Ekkert bendir til að atvinnu- leysi eigi að vera minna hér ■ L * J 111 I I opnað nýja verslun að Faxafeni 11 Videovél bamai Gerir aUt nema . ommjntmm. tilboð taka myndir. Venjuíegt verö kr. 1645- Þroskaleikfani þau yngstu - pi meö dýrabljóö Venjulegt verö kr.1.720- TOMY aman Myndm er af Sylvaman sveitasetri meö fleiri fylgihlutum en eru i tilboöinu Óskaskógurinn. Bangsafjölskyldan. Venjulegt verö kr. 1.410- tanianfQmji ies Sveitasetur me< tveimurJylgibi Venjulegt verö kr. 2.880- ÁGÚST Einarsson prófessor, formaður bankaráðs Seðlabanka íslands, sagði í ræðu á ársfundi bankans í gær að ekkert í hag- kerfi landsins bendi til þess að atvinnuleysi hér eigi að vera mun minna en í nágrannalöndunum þar sem það er víða 10% á sama tíma og atvinnuleysi hér er um 5%. „Það er enginn eðlis- munur á atvinnulífi okkar og annarra. Við erum hins vegar. óvön atvinnuleysi og erlend skuldasöfnun undanfarin ár hefur haldið uppi vinnu á föskum forsendum," sagði Ágúst. „Það er óskynsamlegt að auka erlendar skuldir til að reyna að minnka atvinnuleysi. Atvinnuleysi er hins vegar ekki framtíðarsýn, síð- ur en svo. Stöðugleiki, eins og við höfum búið við síðustu 3 ár, bætir smátt og smátt samkeppnisstöðu fyrirtækja. Þetta tekur tíma og það er ekki hægt að stytta sér leið á þeirri braut. Óðaverðbólga síðustu áratugi ól af sér meinsemd í efna- hagslífinu, alls kyns kýli sem nú eru að springa. Þessi hreinsun, sem bankamönnum er fullkunnugt um, er nauðsynleg, sársaukafull, tíma- frek og mjög kostnaðarsöm. Fyrir- tæki sem voru fyrir löngu komin að fótum fram verða nú ásamt lánar- drottnum sínum að horfast í augu við mistök fortíðarinnar. Þennan kaleik þarf að drekka í botn. Þá fyrst mun samkeppnishæfni atvinnulífsins eflast og laða til sín vinnuafl og fjár- magn,“ sagði Ágúst. Hann sagði að til að leysa efnahagsleg vandamál væri ekki til nein leið betri en að láta lögmál hins frjálsa markaðar leika um efnahagslífið. Ágúst sagði að stöðugleiki væri grundvöllur hag- vaxtar. Stöðugleiki markaðist af geng- . , isfestu, raunhæfum Agust Elnarsson kjarasamningum og traustum ríkis- fjármálum. Hann sagði að þetta hefði tekist nokkuð vel síðustu þijú ár og ekki megi hvika frá markmið- um um stöðugleika, þótt atvinnu- leysi væri vissulega vandamál. Eina alvarlega hættan í hagkerfi okkar væri erlendar skuldir. Aukning þeirra væri banabiti efnahagslegs sjálfstæðis. Ríkisfjármál veikur þáttur „Ríkisfjármálin eru veikasti þáttur efnahagsstjórnunarinnar. Það er milljörðum á síðasta ári. Vaxtagjöld voru 1,4 milljarðar og rekstrarkostn- aður 608 milljónir. Eigið fé bankans jókst um 2,5 milljarða kr. og nam um síðustu áramót 11,5 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var 22,6%. Rekstrarkostnaður minnkaði Störf í Seðlabankanum voru 142 í árslok og fækkaði lítillega á árinu. Ágúst sagði að rekstrarkostnaður bankans hefði lækkað að raungildi um 1,5% frá árinu á undan. Rekstr- arkostnaður Seðlabankans lækkaði milli áranna 1987 og 1990, hækkaði nokkuð árið 1991 en lækkaði aftur á síðasta ári. „Seðlabankinn liggur stundum undir því ámæli í opinberri umræðu að ekki sé gætt aðhalds í rekstri. Þessar tölur sýna að það er ekki rétt. Verkefni Seðlabankans hafa aukist síðustu ár en tekist hefur að mæta þeim án hækkunar rekstrar- kostnaðar. Þess væri óskandi að menn kynntu sér staðreyndir áður en vaðið er fram á opinberum vett- ekki skynsamlegt frá efnahagslegu sjónarmiði að kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði séu hvað eft- ir annað gerðir á kostnað ríkissjóðs. Slíkum vinnubrögðum verður að breyta. Bág staða ríkissjóðs kemur fram í skuldasöfnun og hærri vöxt- um og þá er til lítils barist," sagði Ágúst Einarsson í ræðu sinni. Bankakerfið óhagkvæmt ogdýrt Ágúst sagði að samkvæmt nýjum upplýsingum kæmi í ljós að bankar hérlendis tækju hærri þjónustugjöld og væru með meiri vaxtamun en bankar erlendis. Rekstrarkostnaður væri hærri hér á landi og hlutfalls- lega mun fleira starfsfólk. „Því er óhætt að álykta að íslenskt banka- kerfi sé enn óhagkvæmt og við- skiptamönnum dýrara en þyrfti að vera,“ sagði Ágúst. Hann sagði að bankastarfsemi væri fyrst og fremst faglegt starf. „Pólitísk áhrif og byggðasjónarmið eiga þar ekkert erindi, ekki vegna þess að pólitísk áhrif og byggðasjón- armið séu vond, heldur vegna þess að vettvangur þeirra er ekki á sviði viðskiptabanka. Pólitísk áhrif eiga að koma fram í efnahagsstefnu ríkis- stjórna ög byggðamál hljóta úrlausn í ijárlögum hvers árs. Það að hafa blandað saman faglegum bankasjón- armiðum, pólitískri varðhundagæslu og byggðastefnu í starfsemi ríkisvið- skiptabanka á undanfömum áratug- um hefur leitt til þeirra vandkvæða að afskriftaþörf er mikil, veikburða atvinnurekstur víða og ekki nægjan- legt aðhald í rekstri bankanna," sagði Ágúst Einarsson. 2,3 milljarða hagn- aður Seðlabankans HAGNAÐUR Seðlabankans á síðasta ári var 2,3 miiyarðar kr. eftir skatta að því er fram kom í ræðu formanns bankaráðs, Ágústs Einarssonar. Hagnaður bankans myndast fýrst og fremst vegna þess að gjaldeyrisvarasjóðurinn er varðveittur í bankanum. Gengisþróun síðasta árs, ekki síst gengisfellingin í nóvember, olli gengishagnaði sem skýrir góða afkomu bankans. Tekjur Seðlabankans námu 5,5 vangi með sleggjudóma um rekstrar- Markaðsviðskipti með gjaldeyri hefj- ast um miðjan maí UNDIRBÚNINGI að opnun gjaldeyrismarkaðar, svokallaðs milli- bankamarkaðar með gjaldeyri, er nú að verða lokið. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði á ársfundi Seðlabankans í gær að gert væri ráð fyrir því, að markaðsviðskipti með gjaldeyri geti hafist um miðjan næsta mánuð. kostnað Seðlabanka. Vitanlega má gera betur í rekstri bankans og leit- ast verður við að lækka rekstrar- kostnað enn frekar. Seðlabankinn gæti einnig tekið að sér verkefni sem nú eru unnin annars staðar," sagði Ágúst. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í ræðu sinni að Seðlabankinn hefði ásamt viðskiptabönkum og sparisjóðum að undanfömu undir- búið opnun gjaldeyrismarkaðar þar sem dagleg viðskipti hefðu bein áhrif á gengi krónunnar innan settra- marka. Flest væri nú til reiðu að stíga þetta tímamótaskref. Breytt hlutverk Seðlabanka Jóhannes Nordal sagði að breyt- ingar á peninga- og gjaldeyrismark- aðnum sem unnið hefur verið að stefndu að því að aðlaga stjóm og skipulag peningamála hér á landi því sem tíðkaðist í öðmm löndum V-Evr- ópu. Væntanlega væri þess skammt að bíða, að samningurinn um Evr- ópskt efnahagssvæði gengi í gildi og allar hömlur á fjármagnsflutninga yrðu úr sögunni. Þá myndi Seðla- bankinn þurfa að einbeita sér í ehn ríkari mæli en áður að því að tryggja stöðugleika á gjaldeyrismarkaðnum og gengis krónunnar. Hann sagði að því væri mikilvægt að hraða þeim umbótum, sem unnið hefði verið að undanfarið, en þeim fylgdu einnig ýmsar breytingar á innra skipulagi bankans. Nefndi hann í því sam- bandi niðurfellingu gjaldeyriseftir- lits, jafnframt því sem upplýsinga- söfnun og virk starfsemi á peninga- og gjaldeyrismarkaðnum yrði efld. Jóhannesi og Tómasi þakkað JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, færði Jóhannesi Nordal og Tómasi Arnasyni, seðlabankastjórum, sérstakar þakkir ríkissljórn- arinnar á ársfundi bankans í gær. Jóhannes hefur sem kunnugt er ákveðið að láta af starfi sínu um mitt þetta ár og Tómas í árslok. Þá færði Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabank- ans, þeim þakkir fyrir hönd ráðsins og starfsfólks bankans. Viðskiptaráðherra sagði í Jóhannesar Nordal í meira en ald- ávarpi sínu í gær það ekki of- arfjórðung bæði á innlendum og mælt að þetta markaði tímamót erlendum vettvangi. Á þessum í sögu bankans því Jóhannes hefði tíma hefur Jóhannes gegnt lykil- setið í bankastjóm allan starfs- hlutverki sem seðlabankastjóri og tíma bankans eða 32 ár. ráðgjafi ríkisstjóma í efnahags- „Ég hef átt því láni að fagna málum. Það hefur verið lærdóms- að vera náinn samstarfsmaður ríkt að starfa með honum og ánægjulegt að kynnast því mikla áliti og trausti sem hann nýtur hvarvetna sem fulltrúi íslan’ds, hvort sem er á sviði gjaldeyris- mála og bankaviðskipta eða iðn- aðar- og orkumála. Á því er eng- inn vafi að hans mikla reynsla, þekking og hæfileikar hafa verið Islandi mikils virði.“ Viðskiptaráðherra sagði að Tómas hefði gegnt starfi seðla- bankastjóra nokkuð á níunda ár og verið farsæll í því starfi sem fyrri störfum sínum. Óskaskógurintt LEIKBÆR Mjódd - Þönglabakka 6, Kjörgarði - Laugavegi 59, Hfj. - Reykjavíkurvegi 50, Ný verslun - Faxafeni 11, sími 7 91 11 sími 2 63 44 sími 5 44 30 sími 68 48 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.