Morgunblaðið - 27.05.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 27.05.1993, Síða 1
72 SIÐUR B/C 117. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 27. MÁÍ 1993 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Mikil einkavæðing áformuð í Frakklandi Afskiptum af iðnaði að ljúka París. Reuter. FRANSKA stjórnin birti í gær áætlun um einkavæðingu 21 ríkisfyrir- tækis en þar á meðal eru flugfélagið Air France og Renault-bifreiða- verksmiðjurnar. Virðir stjórnin andstöðu Francois Mitterrands Frakklandsforseta að vettugi en á ríkisstjórnarfundi í byrjun vikunn- ar lagðist hann gegn einkavæðingaráformunum af mikilli hörku. Nicolas Sarkozy, fjárlagaráðherra og talsmaður ríkisstjórnar Edouards Balladurs, sagði að auk Air France og Renault væri ráðgert að selja bankana Banque Nationale de Paris (BNP) og Credit Lyonnais, svo og hergagna- og rafeindarisann Thom- son. Ennfremur flugvélaverksmiðj- Boli hetja Marseille OLYMPIQUE Marseille varð í gærkvöldi fyrst franskra fé- lagsliða til að sigra í Evrópu- keppni meistaraliða. Franska liðið vann AC Milan 1:0 og kom þar með í veg fyrir að ítalska liðið sigraði í keppninni í þriðja sinn á fimm árum. Varnarmað- urinn Basile Boli, sem hampar hér bikarnum ofsakátur, gerði sigurmarkið með skalla eftir homspymu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Leikurinn fór fram á Ólympíuleikvanginum í Múnc- hen að viðstöddum 65 þúsund áhorfendum. Sjá nánar íþróttir á bls. 51. umar Aerospatiale, tölvufyrirtækið Bull, olíufyrirtækið Elf-Aquitaine, pökkunar- og álframleiðslufyrirtækið Pechiney, lyfja- og efnaverksmiðj- urnar Rhone-Poulenc, tryggingafyr- irtækið UAP, stálverksmiðjurnar Usinor-Sacilor og vindlingaverk- smjðjurnar SEITA. Aldagömlum afskiptum hætt Með sölunni hyrfu frönsk ríkisaf- skipti af verksmiðjuframleiðslu og fjármálaþjónustu. Er um meiriháttar umskipti að ræða því franska ríkið hefur haft gífurleg afskipti af iðn- framleiðslunni um aldir. Jafnframt hefur stjóm Balladurs ákveðið að afnema hömlur á eignarhlut útlend- inga í fyrirtækjum í Frakklandi. Þinghúsið umkringt UM 10.000 manns, margir með klúta fyrir vitum, mótmæltu frumvarpinu um herta innflytjendalöggjöf fyrir utan þinghúsið í Bonn og reyndu þeir að girða það af með kaðli. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, er mikill meirihluti Þjóðveija hlynntur ströngum takmörkunum við innflutningi fólks. Ný og ströng löggjöf um innflytjendur samþykkt á þýska þinginu F ólkstraumurinn til EB- ríkja verður stöðvaður London, Bonn. Reuter. FYRIRHUGAÐ er að stórherða eftirlit og reglur um innflytjendur í ríkjum Evrópu- bandalagsins, EB, og verða útlendingar, sem eru þar í vinnu án tilskilinna leyfa, umsvifalaust reknir til síns heima. Kom þetta fram í breska blaðinu Guardian í gær en það sagði að búist væri við að tillög- ur um þetta yrðu samþykktar á fimdi innanríkisráðherra EB í Kaupmannahöfn í næstu viku. Um 10.000 manns reyndu í gær að koma í veg fyrir, að þingmenn á þýska þinginu í Bonn kæmust inn í þing- húsið til að ræða herta löggjöf um innflytj- endur en hún var samþykkt í gærkvöldi. Að sögn Guardians, sem vitnaði í óbirt EB- skjöl, verður einnig fylgst betur með fólki sem ætlar að hafa skamma viðdvöl og skorður verða settar við því að ættingjar innflytjenda fái að koma í kjölfarið. Sagði blaðið að innanríkisráð- herrar aðildarríkjanna 12 hefðu þegar samþykkt reglurnar, sem yrðu síðan samþykktar á innan- ríkisráðherrafundi EB í Kaupmannahöfn í næstu viku. EFTA-ríki undanskilin Það munu vera Frakkar sem hafa gengist mest fyrir að herða innflytjendalöggjöfina, en þeir hafa miklar áhyggjur af vaxandi fólks- straumi til landsins, einkum frá Austur-Evrópu og Afríku. íbúar í EFTA-löndunum munu verða undanþegnir nýju reglunum með tilkomu Evr- ópska efnahagssvæðisins, EES. Þýska þingið samþykkti í gærkvöld lög, sem eiga að koma að mestu í veg fyrir gífurlegan fólksstraum til landsins, en á síðasta ári settust þar að 440.000 manns, aðallega frá Austur-Evr- ópu. Voru lögin samþykkt með 521 atkvæði gegn 132 og studdu þau flestir þingmenn jafnað- armanna. Létu þeir og aðrir þingmenn ekkert á sig fá mótmæli um 10.000 manna, sem reyndu að hindra þingmenn í að komast inn í þinghúsið. í þeirra hópi voru um 2.000 grímuklæddir stjóm- leysingjar og kom til nokkurra átaka milli þeirra og lögreglunnar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var í Þýskalandi í gær, em 68% fylgj- andi hertum reglum um innflytjendur en 24% andvíg. Varnarmálaráðherrar NATO-ríkja á fundi í Brussel Varað við niðurskurði á framlögum til varnarmála Brussel. Reuter. VARNARMÁLARÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins, NATO, sam- þykktu í gær að skora á ríkissljórnir aöildarríkjanna að hætta mikl- um niðurskurði á framlögum til varnarmála vegna nýrra krafna, sem gerðar væru til bandalagsins, til dæmis varðandi friðargæslu. Bentu þeir á, að búið væri að skera verulega niður kjarnavopnaeign bandalagsins á síðustu tveimur árum, eða um 60% í Evrópu. Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri NATO, sagði að loknum tveggja daga fundi í Brussel, að frekari niðurskurður væri ógnun við bandalagið sjálft og getu þess til að bregðast við ef með þyrfti. Kvaðst hann ekki aðeins vona, held- ur búast við, að nú yrði látið staðar numið. Öll NATO-ríkin hafa dregið veru- lega úr framlögum til varnarmála og mest þau smæstu, til dæmis Holland og Belgía. Les Aspin, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundinum í gær, að hann myndi reyna að sannfæra Banda- ríkjaþing um, að rangt væri að tak- marka frekar útgjöld til NATO. Fundur varnarmálaráðherranna samþykkti einnig stuðning við að- gerðir Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu, en lagði áherslu á að skilgreina yrði markmið nýrrar áætlunar vest- rænna ríkja og Rússlands miklu betur en gert hefði verið. Sjá „NATO vill ..." á bls. 24. „Orrustan um Atlantshafið“ Hálf öld er liðin síðan bandamenn unnu sigur í „Orrustunni um Atlantshaf- ið“ en þáttaskilin í baráttunni við þýsku kafbátana eru talin hafa verið 24. maí 1943. Er nú verið að minnast sigursins í Liverpool og eru komin þangað meira en 40 skip frá 17 löndum, þar á meðal varðskipið Týr. Það er konungssnekkjan Brittania, sem öslar hér ölduna ásamt fleiri skipum úti fyrir Ongulsey. Sjá „Hátíðahöld ...“ á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.