Morgunblaðið - 27.05.1993, Side 15

Morgunblaðið - 27.05.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1993 15 Matseðill Heitur aspas með estragon-sinnepssósu 850 Bláskelsúpa með saffranþráðum 790 Salat með heitum humar og cous-cous 920 Ofnbökuð laxasneið með engjasúrusósu 940 Tagliatelli með reyktum laxi og graslauk 980 Steiktur skötuselur með kremaðri stcinselju 1590 Ferskasti fiskur dagsins Grilluð sinnepsmarineruð kjúkllngabringa með hrisgrjónum 1390 Steinseljusteiktur lambahryggur með basilikumtcrtu 1690 Grilluð nautalund með morella og svepparagout 2590 Risahumar frá Maine 3800 Helt eplaskífa með vanilluis 510 Súkkulaðimousse með kardimommusósu 470 Creme Brulé með ferskum berjum 490 Heitar fikjur með hungagsrjóma og hnetum 510 Smjördeig mcð hunangsis og ávaxtasósu 430 Árni og Sæmundur sjá um mat og þjónustu Borðið á Borginni Búið á Borginni Njótið lífsins á Borginni Velkomin á Hótel Borg ll Sími 1 \44Ö Rafbú hf hefur yfirtekið rekstur raftæknideildar Jötuns hf. Við verðum meö sömu A&HUURRE NOVENCO Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Sigurður Daníelsson tónskólastjóri ásamt nokkrum nemendum sínum eftir vortónleika í Bjarnarborg. Vortónleikar Tón- skóla Suðureyrar Suðureyri. TÓNLISTARSKÓLA Suður- eyrar var slitið laugardaginn 8. maí með lokatónleikum sem haldnir voru í Bjarnarborg, húsi Verkalýðs- og sjómannafé- lags Súgandafjarðar. Á tónleikunum komu fram flest- ir nemendur skólans og fluttu stutt sýnishorn af því sem þeir höfðu numið á síðustu önn. Að sögn Sig- urðar Daníelssonar tónskólastjóra voru nemendur 24 á síðustu önn og kennt var á sjö hljóðfæri. Að tónleikunum loknum var gestum og nemendum boðið upp á kaffi og kökur sem runnu ljúft niður í maga eftir allan tónlistar- flutninginn. - Sturla Páll. Erla Þórólfsdóttir með einsöngstónleika ERLA Þórólfsdóttir sópran- söngkona og Jórunn Víðar píanóleikari halda einsöngstón- leika í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag, fimmtudaginn 27. maí, kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi einsöngvaraprófs Erlu frá _ Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru ljóð eftir Brahms, Richard Strauss, Michael Head, Pál Isólfsson og Jórunni Viðar, auk aría eftir Handel, Haydn, Doniz- etti og Offenbach. Erla fæddist í Stykkishólmi og að loknu píanónámi hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík árið 1985. Undanfarin fjögur ár hefur Þuríður Pálsdóttir verið aðalkenn- ari hennar og Jórunn Viðar píanó- leikari, en Erla lauk bæði 8. stigi í einsöng og píanóieik vorið 1990 og í fyrra lauk hún söngkennara- prófi frá Söngskólanum. Hún syngur nú í Kór Islensku óperunn- ar, hefur raddþjálfað og stjórnað Kór átthagafélags Strandamanna sl. sjö ár og stjómað Barnakór „Bæði einfald- ur og tvöfaldur“ Erla Þórólfsdóttir. Bústaðakirkju. Hún er nú fastráð- inn kennari við Tónlistarskóla Ár- nesinga. Jórunn Viðar, píanóleikari og tónskáld, starfar við Söngskólann í Reykjavík og er landskunn fyrir störf að tónlistarmálum. eftir Jón K. Guðbergsson Þorsteini Pálssyni virðist fremur annt um uppeldisskilyrði þorsk- seiða á fiskimiðum okkar. Hann lokar veiðisvæðum, takmarkar sókn, beitir kvótakerfi. Hann virð- ist taka mark á því sem best er vitað um þau efni. Slíku er hins vegar ekki að heilsa þegar að mannfólkinu og ungviði þess kemur. Fyrir skemmstu birt- ust niðurstöður könnunar á of- beldi. Þár kom í ljós að 80% ofbeld- ismanna eru undir áhrifum áfengis og 70% þeirra sem fyrir ofbeldisá- rásum verða. Þá leiddi könnunin í ljós að ofbeldisverk eru afar oft framin í tengslum við heimsóknir í áfengisveitingahús. Og hver eru viðbrögð dóms- og kirkjumálaráðherra? Hann lengir þann tíma sem áfengisveitinga- menn hafa til að selja fólki þann drykk sem sannanlega veldur meira böli með þjóðinni en önnur efni og stuðlar þar að auki að út- gjöldum og tekjutapi svo að millj- örðum nemur. Þar er ekki verið að hugsa um velferð ungviðisins. Skilaboðin sem börn og unglingar fá eru þau að áfengi sé slíkt önd- vegisefni áð nauðsynlegt sé að hafa það á boðstólum sem víðast og sem lengst dag hvern. Og nú geta ölóðir menn stundað þjóð- hagslega ábatasama iðju sína dag- inn út og daginn inn ásamt með tilheyrandi barsmíðum og öðrum öndvegisverkum. Hvað veldur slíkum firnum? _ Frændur okkar á Norðurlöndum kalla slíkt alkóhólpólitíska fávisku á sínu máli. Sumir mundu kannski halda að sú væri orsökin. En það er nú ekki alveg víst. Þorsteinn Pálsson á ekki glæsilegan feril að baki hvað afskipti af áfengismála- stefnu snertir. Flestir dómsmála- ráðherrar aðrir hafa leitast við að vinna ekki stórtjón á skynsamlegri áfengismálastefnu sem upphaflega var mótuð af þeim mönnum sem leiddu þjóð vora til sjálfstæðis. Nægir í því sambandi að minna á forvera hans í starfi, Óla Þ. Guð- bjartsson og Jón Helgason. Þor- steinn Pálsson hóf á hinn bóginn feril sinn sem ráðherra með því að knýja fram breytingar á lögum um verslun ríkisins með áfengi. Þá var öðrum aðilum en ÁTVR heimilað að framleiða áfenga drykki með leyfi fjármálaráðherra. Það leyfi var að sjálfsögðu auð- fengið enda Þorsteinn þá í því embætti. Þarna var gengið gegn þeirri meginstefnu að einstaklingar skyldu ekki hafa persónulegan hag af drykkju annarra. í greinagerð Telemecanique þjónustuna varðandi rafbúnað og Jötunn hf var áður með. Verslun okkar verður áfram á sama stað. Síminníafgneiðslu er 685656 Síminn á verkstæðinu er 68 5518 Rafbú hf, Höfðabakka 9,112 Reykjavík. „Fyrir skemmstu birt- ust niðurstöður könn- unar á ofbeldi. Þar kom í ljós að 80% ofbeldis- manna eru undir áhrif- um áfengis og 70% þeirra sem fyrir ofbeld- isárásum verða.“ með þessu frumvarpi má lesa að þarna réð ferðinni gróðavon fyrir- tækis sem lét þá „framleiða vodka fyrir sig í Stóra-Bretlandi“. Þarna sýnist mér vera upphafið á einka- væðingunni og er Þorsteinn líklega stoltur af að hafa riðið þar á vað- ið. En saga hans í þessum málum er ekki öll. Fyrir nokkrum mánuð- um lengdi hann áfengissölutíma fram á nóttina svo að nú eru nán- ast blámorgunstundirnar eini tíminn sem áfengisveitingamönn- um er óheimill til sölu á varningi sínum. Nú skulum við hugsa okkur að jafnágætir menn og trillukarlar færu fram á auknar veiðiheimildir eða að afli þeirra, sem er kannski ferskasta og besta hráefni í heimi, yrði að minnsta kosti ekki skertur. Hvað mundi Þorsteinn Pálsson gera? Svari hver því sem honum þykir líklegast. En þegar það fólk sem hefur lífsuppeldi sitt af því að pranga ólyfjan upp á menn og stuðla þar með að óhamingju þús- unda barna og unglinga biður um aukið frelsi til iðju sinnar þá stend- ur ekki á dóms- og kirkjumálaráð- herra. Við þau öfl er hann til þjón- ustu reiðubúin. Ég get ekki að því gert að þeg- ar ég heyri minnst á Þorstein Páls- son og athafnir hans ýmsar dettur mér oft í hug gömul saga: Verk- stjóri kom að mönnum sínum þar sem þeir voru að verki. Einn verka- mannanna þótti ekki bráðlaginn og fannst verkstjóra auðséð að hann væri að gera einhveija vit- leysu. „Ósköp ertu einfaldur, Nonni minn,“ sagði hann. „Það getur verið að ég sé ein- faldur,“ sagði Nonni. „En þú ert þrefaldur." „Hvemig má það vera?“ spurði ráðamaðurinn og þóttist nú hafa fengið enn eina sönnunina um heimsku Nonna. „Þú ert nefnilega bæði einfaldur og tvöfaldur," svaraði Nonni. Höfundur er starfsmaður Áfengisvarnaráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.