Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.05.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 27, MAÍ 1993 51 NBA NewYork stendur vel að vígi LIÐ New York Knicks stendur vel að vígi eftir tvo sigra gegn Chicago Bulls í úrslitum aust- urdeildar NBA deildarinnar í körfuknattleik. Liðin mættust öðru sinni í New York ífyrri- nótt og heimamenn sigruðu 96:91. Sigur New York var sá 27. í röð á heimavelli. Chicago hefur nú aftur á móti tapað tveimur leikjum ^^^^^^_ í röð í úrslitakeppn- inni í fyrsta skipti FraGunnan , ' *¦ Valgeirssyni i síðan 199°- Bandarikjunum Um miðjan fjórða hluta var Scottie Pip- pen rekinn af velli fyrir að henda boltanum í dómara og liðið tvíefldist og minnkuðu muninn í þrjú stig. Lið- ið hafði síðan alla möguleika á að jafna, en miðherjinn Bill Cartwright klúðraði þremur af fjórum vítaskot- um á lokamínútunni, og Knicks hafði sigur. Lykillinn að sigrinum var að liði New York tókst að halda Michael Jordan niðri í seinni hálfleik. Þá hitti hann aðeins úr 5 af 16 skotum, og í leikjunum tveimur hefur hann að- eins hitt úr 8 af 29 skotum í seinni hálfleik. Patrick Ewing gerði 26 stig í leiknum fyrir New York og Douc Rivers 21. Bakvörðurinn John Starks gerði hins vegar mikilvæg- ustu körfuna fyrir liðið á lokamínút- unni með glæsilegustu troðslu úr- slitakeppninnar, og jafnvel vetrarins í NBA. Starks stökk upp af endalín- unni, færði knöttinn úr hægri hendi yfír í þá vinstri í loftinu, og tróð með miklum tilþrifum yfir þrjá stærstu leikmenn New York. Jordan var stigahæstur hjá Chicago, gerði 36 stig. KNATTSPYRNA / URSLITALEIKUR EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Draumurinn rættist VARNARMAÐURINN Basile Boli, sém grét er Olympique Marseille tapaði eftir víta- spyrnukeppni í úrslitaleik Evr- ópukeppni meistaraliða fyrir tveimur árum, var hetja liðsins ígærkvöldi. Hann gerði eina mark leiksins með skalla og þar með varð Marseille fyrst franskra liða til að hampa eftir- sóttustu verðlaunum evrópsk- ar knattspyrnu. Italska liðið var mun betra í fyrri hálfleik og fékk Massaro tvívegis tækifæri til að koma liði sínu yfir á fyrstu 20 mínútum leiksins. En Rudi Völler og Ghanamaðurinn Pele börð- ust eins og ljón og voru ágengir við mark AC Milan áður en Boli skoraði markið sem réð úrslitum. Pele fiskaði hornspyrnuna sem færði markíB með því að setja boltann sjálfur yfir endalínuna. Knattspyrnumaður Evrópu, Marco van Basten, náði ekki að sýna hvað í honum býr enda ekki kominn í toppæfingu eftir uppskurð í desem- ber. Þó svo að Papin væri skipt inná fyrir Donadoni í upphafi síðari hálf- leiks náði liðið ekki að brjóta niður sterkan varnarmúr Marseille. „Ég held að við hefðum verðskuld- að sigur í Bari fyrir tveimur árum, en þessi sigur var mikilvægari því við náðum að leggja besta lið heims að velli," sagði Raymond Göthals, þjálfari Marseille. „Ég held að úrslitin hafi ráðist í fyrri hálfleik þegar við náðum ekki að nýta okkur þau marktækifæri sem við fengum. Við vorum með leikinn í okkar höndum þar til Mar- seille skoraði," sagði Capello, þjálf- ari AC Milan. Bernard Tapie, forseti og eigandi BADMINTON / HM I BIRMINGHAM byrjun í Birmingham ÍSLENSKA landsliðið í bad- minton byrjaði heimsmeist- aramótið í Birmingham með því að sigra íra 3:2 íliða- keppninni sem hófst í gær. Þetta var fyrsti sígur íslands á írum frá upphafi. Broddi sigraði Miehael Watt nokkuð ðrugglega í einliða- leik, 15:11 og 15:13. Broddi komst í 7:0 í fyrri lotunni og síðan 11:7 og loks 15:11. Watt byrjaði síðari lotuna vel og komst í 0:3 en Broddi snérí Ieiknum sér í hag og breytti stöðunni í 6:3 en síðan var leikurinn jafn upp í 13:13, en þá tók íslandsmeistarinn af skarið og sigraði, 15:13. Broddi og Árni Þór unnu Bruce Topping og Michael O'Meara í tvfliðaleik, 15:12 og 15:10. Loks sigrðu Guðrún Júiíusdóttir og Árni Þór þau Graham Henderson og Jayne Plunkett í tvenndarleik, 15:6 og 17:16. Birna Petersen tapaði fyrir Sonya McGinn 6:11 og 3:11 í einl- iðaleik. Tvfliðaleikur kvenna tap- aðist einnig, en hann léku Birna og Guðrún Júlíusdóttir gegn Anne Stephens og Jayne Plunkett. ís- lensku stúlkurnar töpuðu naum- iega f fyrri lotunni, 14:18 og síðan 11:15. Þar sem þetta var síðasti leikurinn var sigur íslands í höfn áður en hann fór fram. Eins og áður segir var þetta fyrsti sigur íslands á írum. íyrst léku íslendingar gegn írum í Nor- egi 1981 og töpuðu 0:7. Síðan 2:3 í Svíþjóð 1986 og einnig 2:3 í DanmÖrku 1991. íslenska liðið mætir liði Banda- ríkjanna, sem tapaði ! gær fyrir Tékkneska lýðveldinu 2:3, í dag. 44 þjóðir taka þátt í liðakeppninni á HM. Einstaklmgskeppnin hefst á mánudaginn. Bernard Tapie, forseti og eigandi Marseille brosir sínu.breiðasta asamt marka- skoraranum Basile Boli, Abedi Pele og Jean-Jacques Eydelie, eftir að sigurinn og þar með bikarinn var í höfn. Það hefur eflaust verið blendin tilfinning fyr- ir Jean-Pierre Papin (sjá mynd) að fylgjast með fyrrum félögum sínum í Mar- seille vinna Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn, og geta ekki fagnað með. Marseille, náði loks að láta drauminn rætast. Hann sagði að vonandi væri þetta til þess að önnur frönsk Iið fengju meira sjálfstraust. „Þetta er mikill sigur fyrir franska knatt- spyrnu," sagði Tapie. AC Milan - Sebastiano Rossi, Mauro Tas- sotti, Paolo Maldini, Demetrio Albertini, Alessandro Costacurta, Franco Baresi, Gianluigi Lentini, Frank Kijkaard, Marco van Basten ( Stefano Eranio 79.), Roberto Donadoni (Jean-Pierre Papin 55.), Daniele Massaro. Marseille - Fabien Barthez, Jocelyn Ang- loma (Jean-Philippe Durand 62.), Eric Di Meco, Basile Boii, Franck Sauzee, Marcel Desailly, Jean-Jacques Eydelie, Alen Boksic, Rudi Voeller (, Jean-Christophe Thomas 79.), Abedi Pele, Didier Deschamps. KNATTSPYRNA / U-16 ARA KVENNA Tap gegn Svíum „ÉG ER auðvitað ekki ánægð með að tapa með fjórum mörk- um í landsleik, en ég er alls ekki óánægð með stelpurnar, þær stóðu sig vel miðað við aðstæður," sagði Vanda Sigur- geirsdóttir þjálfari U-16 ára landsliðs kvenna eftir 1:5 tap á móti Svíum í vináttulandsleik á Varmárvelli ígærkvöldi. Sænsku stúlkurnar byrjuðu af krafti og eftir tæpan hálftíma voru þær búnar að gera þrjú mörk, n^^m^B þar af tvö beint úr Stefán hornspyrnum, og Eiríksson var staðan þannig í skrífar hálfleik. Islensku stúlkurnar börðust mun betur í síðari hálfleik og kom- ust í kjölfarið nokkuð inn í leikinn. Þær sænsku gerðu fjórða markið beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, og fimm mínútum síðar kom ís- lenska markið. Helga S. Gunnars- dóttir var stödd rétt fyrir framan miðju og ætlaði væntanlega að senda knöttinn inn í teig, en skaut í staðinn föstu skoti að marki Svía, boltinn skoppaði einu sinni í teign- 131 : « Já • fi M^IPP^ ymmm\ 1 .'^^IB l ; * § X H Morgunblaðið/Þorkell Erla Hendriksdóttir sem er hægra megin á myndinni átti ágætan leik og er hér í harðri baráttu um boltann í leiknum í gærkvöldi. um og 'síðan yfir sænska markvörð- inn og inn. Svíar bættu svo síðasta markinu við undir lokin. íslenska liðið lék í síðari hálfleik qft á tíðum ágætlega. Ingibjörg Ólafsdóttir var best í íslenska lið- inu, og Hulda M. Rútsdóttir, Erla Hendriksdóttir og Katrín Jónsdóttir léku einnig vel. Sænska liðið spilaði mjög vel, sérstaklega í fyrri hálf- leik. Pia Sundhage þjálfari liðsins sagðist h'ka vera ánægð með leik liðsins í fyrri hálfleik, en samspilið hefði ekki gengið eins vel í þeim síðari enda hefði mótspyrna ís- lenska liðsins verið mun meiri þá. URSLIT Bikarkeppni KSI, 1. umferð: Hvatberar - UBK...................................0:9 - Valur Valsson 3, Jón Þórir Jónsson 2, Guðmundur Þórðarson % Hákon Sverrisson, Kristófer Sigurgeirsson. Arvakur- Bl..........................................1:7 Rúnar Sigurðsson - Jóhann Ævarsson 4, örn Torfason, Stefán Tryggvason og Guð- mundur -Gíslason. Vináttulandsleikur kvenna U-16 ára, Varmárvelli Mosfellsbæ: ísland - Svíþjóð.............................1:5 Helga S. Gunnarsdóttir - Louise Holmqvist-Sköld 3, Sara Call, Viktoria Svensson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.