Morgunblaðið - 02.06.1993, Page 55

Morgunblaðið - 02.06.1993, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1993 5S 1 I I fl I I i I cn STJÚPBÖRN ÞÆR HEFNASIN STÓRKOSTLEG GAMANMYND UM RUGLAÐ FJÖLSKYLDULÍF! Aðalhlutverk: Hillary Jocelyn Wolf (Home alone), David Strathairn (Silkwood) og Margaret Whitton (9 * Weeks) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. FEILSPOR ★ ★★★ EMPIRE ★ ★★MBL. ★★★/! DV Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur fengið dúnduraðsókn og frábæra dóma. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. NEMÓLITLI ★ ★★ Al Mbl. Teiknimynd með ísl. tali og söng. Sýnd 5 og 7. HÖRKUTÓL Lögreglumaður fer huldu höfði hjá mótorhjólaköppum. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Morgunblaðið/Bjöm Björnsson Atvinnumálin rædd Fjölmargir Skagfirðingar sóttu atvinnumálaráðstefnuna sem haldin var á Sauðárkróki. Atvinnumálastefna haldin á Sauðárkróki Hugur er í mönnum að treysta atvinnuna Sauðárkróki. FJÖLMENNI sótti ráðstefnu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, sem bar yfirskriftina Atvinna, menntun, framtíð, sem hald- in var nú fyrir skemmstu. Það voru Bæjarstjórn Sauðár- króks, Verkamannafélagið Fram og Kaupfélag Skagfirð- inga, sem boðuðu til ráðstefnunnar, en í ljósi þeirra niður- staðna sem fram komu á ráðstefnunni, munu fundarboð- endur væntanlega skipa vinnuhópa, sem skoða munu þær hugmyndir sem fram komu á fundinum. Fundarstjóri var Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Prófessor Þórólfur Þórlinds- son var fyrsti framsögumaður ráðstefnunnar, og fjallaði í er- indi sínu um æðri menntun á landsbyggðinni og atvinnulífíð og benti hann meðal annars á að á næstu fímm árum yrði til það háskólakerfí sem búið yrði við um nánustu framtíð og því væri ekki eftir neinu að bíða þar sem hér ekki síður en ann- ars staðar væri unnt að koma á fót öflugu rannsóknarstarfí í sjávarútvegsgreinum sem full þörf væri á. Guðbrandur Þor- kell Guðbrandsson fulltrúi tæddi um mikilvægi landbún- aðar í atvinnulífí Skagaíjarðar- svæðisins og benti á að stefna ætti að fullvinnslu landbúnað- arafurða heima í héraði, en á svæðinu væru um eitt hundrað býli, sem önnuðust mjólkur- framleiðslu, og um 400 manns hefðu framfærslu af úrvinnslu þessarar framleiðslu. V erðmætisaukning í sjávarútvegi Jón Karlsson fonnaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki, ræddi möguleika lífeyrissjóða í atvinnurekstri. Kom fram í máli Jóns að þátt- taka lífeyrissjóðanna í atvinnu- rekstri hlytu að mótast af arð- semissjónarmiðum, þar sem þeir hefðu mjög þungar greiðslukvaðir meðal annars með áhættulífeyri, sem gætu skapað mjög þunga greiðslu- byrði, þ.e. greiðslu maka, bama og örorkubóta. Guð- brandur Sigurðsson forstöðu- maður Þróunarseturs íslenskra sjávarafurða sagði frá og skýrði þróunarstarf íslenskra sjávarafurða í mjög myndrænu erindi. Sagði Guðbrandur að á síðustu 10 árum hefði verð- mæti íslenskar sjávarafurða aukist um tæp 30% þrátt fyrir venjulegan samdrátt í bol- fiskafla landsmanna. Á sama tíma hefðu stóriðju- afurðir dregist saman um rúm- lega 40% og iðnaðarframleiðsla um 18%. Benti Guðbrandur á sér- stöðu íslendinga þar sem sjáv- arafurðir væru ráðandi útflutn- ingsafurð, á meðan olíuvinnsla og vélaframleiðsla eru ráðandi afurðir hinna Norðurlandanna. Þörf á aukinni framleiðni Kristján Björn Garðarsson iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra fjallaði í erindi sínu, um möguleika iðnaðar og nýsköp- un í þeirri grein á Norðvestur- landi og benti á að þörf væri fyrir aukið svigrúm í þessum efnum þar sem leið til bættra lífskjara byggðist á aukinni framleiðni þar sem minni þörf væri fyrir vinnuafl. Magnús H. Sigurjónsson framkvæmda- stjóri Héraðsnefndar Skaga- fjarðar ræddi hvaða möguleika Skagafjörður hefði, ef til kem- ur dreifíng opinberra stofnana út fyrir höfuðborgarsvæðið. Lokaorð ráðstefnunnar átti svo Snorri Bjöm Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, og þakkaði hann þeim sém fmm- kvæði höfðu haft að því þarfa verki að koma ráðstefnu sem þessari á. í mjög fróðlegum framsögu- erindum drápu frummælendur á marga hluti og vöktu erindi þeirra fjölda spuminga sem fundargestir leituðu svara við, og spunnust af því fjörugar umræður og kom fram að full- ur hugur var í heimamönnum að láta ekki staðar numið í að efla og treysta atvinnuástand á Skagafjarðarsvæðinu. - BB. SÍMI: 19000 GOÐSÖGNIN Spennandi hrollvekja af bestu gerð Mynd sem fór beint á toppinn í Englandi Árið 1890 var ungur maður drepinn á hrottalegan hátt. Árið 1992 snýr hann aftur... Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Stranglega bönnuð innan 16 ára. ÓLÍKIR HEIMAR Aðalhlutverk: Melanie Griffith. Leikstjóri: Sidney Lumet. „Besta ástarsaga síðustu ára“ ★ ★★★ GE-DV Sýnd kl. 5 og 9. FERÐIN TIL VEGAS ★ ★★ MBL. Frábær gaman- mynd með Nicolas Cage og James Caan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LOFTSKEYTA- MAÐURINN Meiriháttar gamanmynd sem kosin var vinsælasta myndin á Norrænu kvikmyndahátíðinni '93 i Reykjavík. ★ ★ *GE-DV ★ ★★Mbl. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ENGLASETRIÐ ★ ★★ Mbl. Sýnd kl. 7 og 11. SIÐLEYSI ★ ★ ★ V2 MBL. ★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn Aðalhiutv.: Jeremy Irons og Juliette Binoche. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára. Góð þátttaka í Landsbanka- hlaupinu á Skagaströnd Skagaströnd. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Yerðlaunin afhent FRÁ verðlaunaafhendingu í Landsbankahlaupinu. ATTUNDA Landsbanka- hlaupið var haldið laugar- daginn 22. maí í austan strekkingi á Skagaströnd. Um 50-60 keppendur mættu til leiks viða að og luku þeir allir hlaupinu með sóma. Landsbankahlaupið er fyrir krakka sem fæddir eru á árunum 1980-1983. Yngri krakkarnir hlaupa 1.100 metra en þau eldri 1.500 metra. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hveijum flokki, en flokk- arnir eru fjórir. Allir sem ljúka hlaupinu fá svo viður- kenningarskjal frá bankan- um. Ávallt er boðið upp á veit- ingar meðan á hlaupinu stendur og sjá starfsmenn bankans um að grilla pyls- ur, hella upp á kaffi og út- deila svaladrykkjum meðal gesta. Skapast oft hin ágæt- asta stemmning i kringum hlaupið og grillveisluna og virðast hinir fullorðnu skemmta sér ekki síður en þeir yngri. Stjórnandi hlaupsins var Ingibergur Guðmundsson, en hann hefur stjórnað framkvæmd hlaupsins á Skagaströnd þau átta skipti sem það hefur verið haldið. - Ó.B. Aukiii þjónusta við bændur Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór -Síinon Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og Einar Magn- ússon bifvélavirki framan við Vörubæ í Borgarnesi. BUVELA- og bílaverk- stæðið Vélabær hf. í Bæj- arsveit opnaði nýverið varahlutaverslunina Vörubæ á Borgarbraut 33 í Borgarnesi. I tilefni opnunarinnar voru sýndar nýjar gerðir af Fiatagri 4x4 80 hestafla dráttarvélum og Fella diska- sláttuvélum. Að sögn Sím- onar Aðalsteinssonar fram- kvæmdastjóra verður versl- unin með vörur frá Glóbus og Bílanaust og fleiri aðil- um. Fyrirtækið Vélabær hf., sem er í eigu 50 einstaklinga og fyrirtækja í Borgarfirði, stendur að opnun Vörubæj- ar. Sagði Símon að opnun Vörubæjar væri að stórum hluta til í þágu bænda á Vesturlandi. Verið væri að koma betur til móts við þá með því að staðsetja vara- hlutaverslunina í Borgar- nesi. Með tilkomu þessarar verslunar ættu bændur að fá varahlutina fyrr en verið hefði. TKÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.