Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Forsætisráðuneytið og Landmælingar Islands Safn gamalla Islandskorta keypt af Bandaríkjamanni RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að heim- iia forsætisráðuneytinu að kaupa safn gamalla Islandskorta. For- sætisráðuneytið mun greiða 1,2 milljónir króna fyrir kortin, en þau verða síðan varðveitt í korta- safni Landmælinga íslands. Meðal kortanna er fágætt kort frá 1547, teiknað af Benedette Bordone. Kortasafnið er í eigu Bandaríkja- manns, sem hefur verið búsettur hér á landi. Hann hafði í mörg ár safnað gömlum íslandskortum, meðal ann- ans keypt kort, sem í boði voru er- lendis. Bandaríkjamaðurinn ákvað fyrir skömmu að flytja aftur tii heimalands síns. Þótt engin lög bjóði slíkt, fannst honum ótækt að kortin færu úr landinu þar sem þau væru menningarverðmæti. Mörg verðmæt kort Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, >y«ww>»qv/:< t j:<< k..x.«;x. <•>■ y'<: ItUMSA f£) Fágætur safngripur ÍSLANDSKORT Bordones frá 1547 er í safninu, sem Landmæl- ingar fá til varðveizlu. 1, t !> R O Í’SIMO I 01. HEKrOKTT't> BOB.DON* OH VTTlí t!‘. JSOLE- UtíL MONDO CHE ANOTJTsa BEItVliNVTB C5 <S!A ALtO UCCLttíiNi R BAUíASÍiAitRf SOMiOKg CJk,V GJCO NfcþOTe SVO CAkíSv Si>iQ LiLAO i'klf.iO, wovjNDO DQNqyr MKPOTB MIO ::«í,i«^(:.>affl!i: J.<!;xií.-'x W:<\!o.. f.n. yl: •.rr.ví!<i59.a>;»rf vt)<; rí >v:::<- .<:■!•>:. •,!■.«Nfw fíidlii Í’Uw-jA. . .':■ '< ix</:<>;<•■:á' f<[->r »>k<W'<i:»«.:v; «<• :■::•:>í> iu pMt.i-« UK i»?.> r<* *'■&:« -j< i M*:<Jy >i fí»/ >■&.:< >(v!U<1k f-:<. <««4« 1ih».1kiSií>«í jik*;.» íikw, fi>j’«jni|r(r«W(»ii.»f<. ; >:«Jr<5<'.:».,< í£ íx' *?■X*‘"'ti'1 *"f Í'V"'1 «' <■ .'''ili >í> pAí*: :<::<■< ■-■*■*<' >. -> ■'*»> >•-■ ■-• >• ■»"•■».•««•« <« HiíltRNI A,<*r »1 p<i<Mf 111 «.:> I.H«nt/(««<!• f>»«Á< o* «tiKK-w ÍMiíiMMK-tltrvrWjKft^frr.Kili ÍVÍkniiV; rttre<X‘>éí skrifstofustjóra Landmælinga ís- lands, bauð Bandaríkjamaðurinn Landmælingum kortasafnið, þar sem mörg gömul kort eru í vörzlu fyrirtækisins og hann taldi þau bezt geymd þar. „Við skoðuðum safnið og sáum að þar voru mörg mjög verðmæt kort, þar á meðal ýmis kort sem við áttum ekki,“ sagði Kristján. Hann sagði að fágætasta kortið í safninu væri án efa Islands- kort, útgefið 1547 og teiknað af Benedette Bordone. „Þe_ssa korts er ekki getið í Kortasögu íslands eftir Harald Sigurðsson, sem er biblía okkar í þessum efnum,“ sagði Krist- ján. Verða sýnd almenningi Hann sagði að Landmælingar ynnu nú að uppsetningu kortasafns, þar sem þessi kort og fleiri í eigu fyrirtækisins yrðu höfð tii sýnis al- menningi. VEÐUR Heimild: VeSurslota islands (Byggt á vedurspá kl. 16.15 f gáer) íDAG kl 12.00 VEÐURHORFUR I DAG, 17. JUNI YFIRLIT: Austur við Noreg er 1.000 mb iægð sem hreyfist norðaustur og önnur álíka lægð um 800 km suðvestur f hafi þokast austur. 1.020 mb. hæð er yfir Grænlandi. SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi eða fremur hæg breytileg átt. Norðan til á landinu verður víða skýjað með köflum en annars verður yfirleitt léttskýjað. Hlýjast verður um 15 stiga hiti yfir hádaginn sunnanlands en kaldast verður á annesjum norðanlands. 4-7 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg átt. Víða bjart veður og nokkuð hlýtt sunnan- og vestanlands og sums staðar í innsveitum norðanlands og austan. En skýjað og áfram svalt með norður- og, austurströndinni. HORFUR A SUNNUDAG: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum norðan- og vestanlands en víða bjart veður sunnanlands og austan. Hiti á bilinu 6-16 stig, hlýjast suðaustanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Isiands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað r r r * r * * * * r r * r * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindsíefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kt.17.30igær) Það er yfírleitt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum eru Þor- skafjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, fært er um Stein- grímsfjarðarheiöi og Dynjandisheiði. Öxarfjarðarheiði á Norðausturlandi er ófær en fært orðið um Hólssand. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæðningum eru víða hafnar og eru veg- farendur beðnir eindregið að virða hraðatakmarkanir vegna grjótkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti f síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veflur Akureyri 8 skýjaö Reykjavík 10 alskýjað Bergen 8 rigning Helsinki 15 skýjafl Kaupmannahöfn 14 rignlng Narssarssuaq 6 iéttskýjað Nuuk 1 þoka Ósló 16 skýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 14 rigning Barcelona 23 léttakýjað Berlín 16 alskýjað Chicago vantar Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 14 úrkoma Hamborg 13 rigning London 16 rignlng LosAngeles vantar Lúxemborg 16 skúr Madríd 28 heiðskírt Malaga 24 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París 21 skýjað Madelra 20 skýjað Róm 26 léttskýjað Vín 20 hálfskýjað Washington vantar Winnipeg vantar Áleiðígolf ÁHUGI á golfíþróttinni hefur vaxið mikið síðustu ár og á það jafnt við alla aldursflokka. Þessir tólf ára guttar ræddu lifsins gagn og nauðsynjar á leið sinni á golfvöllinn á Suðurnesi á Sel- tjarnarnesi á dögunum. Lausn á deílum um pils skátastúlkna FRÁ þvi árið 1986 hafa stúlkur í skátahreyfingunni þurft að notast við pils, sem voru upphaflega bráðabirgðalausn. Þau pils voru útbú- in á einum sólarhring eftir að kvartað hafði verið yfir því að þær væru í buxum á uppákomum skátanna, að sögn Andreu Gunnarsdótt- ur, skáta. Skátastúlkurnar hafa siðan verið að reyna að fá ný pils. Málið leystist ekki fyrr en á mánudagskvöld, eftir að þær höfðu gefið í skyn að ef ekki fyndist lausn mundu þær ekki taka þátt í 17. júní- hátíðarhöldunum. Málið hefur nú verið leyst þann- ig, að sögn Andreu, að á 17. júní munu þær klæðast sínum eigin pils- um og í síðasta lagi fyrir næstu áramót á Skátasambandið að vera búið að útvega ný pils. Andrea sagði að þessar deilur hefðu eingöngu verið bundnar við Reykjavíkur- svæðið. Nýju pilsin aðsniðin og styttri „Þessi pils hafa verið afskaplega óvinsæl. Þetta er hlutur, sem við höfum verið að reyna að breyta síð- astliðin fimm ár og það hefur alltaf verið lofað að gera eitthvað en aldr- ei verið gert neitt,“ sagði Andrea í samtali við Morgunblaðið. „Nýju pilsin verða eitthvað styttri og þau verða aðsniðin en ekki með teygju í mittið,“ sagði Andrea. Andrea sagði að hægt væri að kaupa skátaskyrtur, skátapeysur og skátabuxur, en skátapils, hátíð- arbúning og fleira hafi ekki verið kostur á að kaupa, jafnvel þótt þess væri krafist af skátum að nota þau föt. Gamalt og nýtt pils ANNA Guðmundsdóttir og Arna María Smáradóttir sýna nýja og gamla skátapilsið. ÁTVR skiptir um 30 áfengistegtindir SKIPT verður um u.þ.b. 30 víntegundir í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í vor. Höskuldur Jónsson, forsljóri, segir að engar þekktar víntegundir hverfi af söluskrá og álíka margar komi inn eins og fari út. Hann segir að uppstokkun af þessn tagi eigi sér stað í versl- uninni á hverju vori. MeðáÚnýrra tegunda eru vín frá Ástralíu, Chile, Washington- og Kaliforníufylki. Höskuldur sagði að farið væri yfir 5-600 sölueiningar á skrám verslunarinnar á hverju vori. Hreinsaðar væru út lítið seldar teg- undir og aðrar teknar inn. Við val á nýjum tegundum er að hans sögn tekið mið af ýmsum þátt- um. „Við lítum t.d. til þess hvaða vörur seljast í nokkru magni í kring- um okkur. Þannig höfum við t.d. Hennéssy-koníak, mest selda koníak í heiminum. Og svo höfum við aðrar þekktar tegundir eins og Smirnoff- vodka, Johnny Walker- og Dimple- viskí svo eitthvað sé nefnt, en þess- ar tegundir eru fáanlegar í öllum löndum heirns," sagði Höskuldur og benti á að í öðru lagi væri farið eftir framleiðslusvæðum. Reynt að gefa hugmyndir um vín í vínræktar- löndum og í þekktum vínræktarhér- uðum innan þeirra. Svo sagði Hösk- uldur að á lager væru alltaf einhver „punt“vín, þ.e. bjór og áfengi sem seldist í fremur litlu magni en væri engu að síður þekkt. Nefndi hann i því sambandi Guinness-bjór og japanskt sakí. Matvælafræðingur aðstoðar við smökkun nýrra teg- unda hjá ÁTVR. Hægfara breyting Hvað breytinguna nú varðaði sagði Höskuldur að hún væri ekki meiri en undanfarin vor. Hann benti líka á að fólk yrði sennilega ekki vart við snögga breytingu þar sem oft væri nokkuð til á lager af þeim tegundum sem hætt væri að flytja inn. Höskuldur sagði að nokkuð væri um að fólk kæmi með ábendingar um vintegundir og alltaf væri eitt- hvað um að vín væru sérstaklega pöntuð fyrir einstaklinga. Oft tekur 4-8 vikur að fá pantanir erlendis frá. i I i l i i r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.