Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Ný bók um íslenskar forn- bókmenntir o g handrit Frá blaðamannafundi vegna Handritaspegils. Sigurður Líndal, Þorgeir Baldursson, Sverrir Kristinsson og Jónas Kristjánsson. Handritaspegill nefnist ný bók eftir dr. Jónas Kristjáns- son, forstöðumann Stofnunar Arna Magnússonar á íslandi. Bókin fjallar í senn um ís- lenskar fornbókmenntir og handritin sjálf, tilurð þeirra og feril. Hið íslenska bókmenntafélag gefur Handritaspegil út og sögðu forráðamenn félagsins á blaða- mannafundi í tilefni útgáfunnar að hér væri komin aðgengileg bók um menningu íslendinga. í tilkynningu frá Hinu íslenska bókmenntafélagi er bókinni m.a. lýst með eftirfarandi hætti: „í Handritaspegli er fjallað um sögu íslensku þjóðarinnar, stjórn- skipan hennar og menningu, frá landnámstíð og fram eftir öldum. Einkum er fjallað um gömlu hand- ritin og þær merku bókmenntir sem þær hafa að geyma. Hagleiks- verk fornaldar hafa mörg farið forgörðum, en handritin bera vitni um verksnilli forfeðranna og eru besta heimild sem til er um mynd- list fomaldar. Jafnframt varðveita þau þær sögur og ljóð sem eru dýrasta arfleifð okkar og merkasti skerfur norrænna manna til bók- mennta heimsins.“ í spjalli við blaðið sagðist Jónas Kristjánsson hafa blandað ýmsu saman í bókinni, hún fjallaði um fornbókmenntirnar fyrst og fremst, en teygði sig yfir í handrit- in, hvernig þau urðu til og feril þeirra, einnig handritamálið og Ámastofnun. Jónas sagði að skot- ið væri inn köflum úr fornbók- t míffttnfí | vú mú iwmív utn? wttií* |f alfm Tti&ó&ti 1í W Írtígá olíw á |6» tur»tr tll-fttif Htarfrr tí HtttH ttrfeottw fno At humht uí /fmrmií! + Líl .11* . .„I L..___— 1____ I ; \rn bSH áltr w? tttw if : M;i ffitr ttas? tttmfea- ttilr tf r HtP Wti vá^^tt áft Morgunblaðið/Þorkell Haraldur hárfagri tekur við ríki úr hendi föður síns, Hálfdanar konungs svarta. Ur Flateyjarbók. TILBOÐ! KEW Hobby háþrýstitæki VerSfrákr. 19.918,-st.gr. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 menntum og það væri „eins og sykur út á grautinn að hafa text- ana með, líka fyrir útlendinga". Jónas minnti á að margir væru latir við að lesa langa texta og hann hefði viljað vera gagnorður í bókinni. Hann var spurður að því hvort hugmyndir hans um fornbók- menntirnar hefðu tekið breyting- um á langri starfsævi helgaðri þeim. Jónas talaði um „smávægi- legar breytingar“ í þeim efnum. Lærimeistarar hans við Háskóla íslands, Sigurður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson, hefðu haft mjög svipaðar hugmyndir og einnig Björn M. Olsen og Jón Helgason. Hann hefði áður trúað meira á munnmælasagnir færðar í stíl af rithöfundum, en vildi nú gerá hlut rithöfundanna enn stærri, sjálfa sköpunina. Jónas Kristjánsson sagðist telja sig hamingjusaman mann að hafa fengið það starf sem hefði verið lífsstarf sitt. Sigurður Nordal hefði á sínum tíma sent sig til Jóns Teg: 2513 Stærbir: 36-41 Verb áftur kr. 4.990.- Verð nú kr. 2.990.- Teg: 2803 Stærbir: 36-41 Verb ábur kr. 4.590. Verb nú 2.990.- Skóhusib v/Rabhústorcjj, Akureyri - Sími: 27019 Teg: 1861 Stær&ir: 41-46 Verft áftur kr. 3.990.- Verb nú kr. 2.870.- Teg: 5003 Stæráir: 22-36 Verbábur kr. 1.490.- Verb nú kr. 990.- Helgasonar í Kaupmannahöfn til þess að læra útgáfu handrita hjá honum, ef handritin skyldu koma heim eins og raunin varð. Aðrir hefðu komið á eftir, en allir lært af Jóni. Jónas Kristjánsson sagði að nú færi að líða að því að hann yrði eftirlaunamaður, en hann kviði ekki atvinnuleysi. „Menn sem vinna við handritaútgáfur eru eins og bændur sem geta haldið áfram að vinna sín verk þótt aldurinn færist yfir,“ sagði Jónas. Handritaspegill byggist að nokkru á riti Jónasar, Handritin og fornsögurnar, 1970, en það var jafnframt gefíð út á erlendum málum. Handritaspegill er vænt- anlegur bráðlega á ensku og fleiri málum, enda bókin líka samin með erlenda lesendur í huga. Enska þýðingin er gerð af Jeffrey Cosser. Handritaspegill er 144 bls. í stóru broti og ríkulega mynd- skreyttur. Jóhanna Ólafsdóttir tók flestar myndanna, en Gísli B. Björnsson hannaði bókina. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. J.H. ------» ♦ 4------ Nýjar bækur ■ Ljóðabókin Sætust í bíó eftir Valgarð Bragason er komin út. Er þetta önnur ljóðabók höfund- ar sem gaf út bókina Glitkorn vorið 1991. Bókin hefur að geyma fímmtán nýleg ljóð og er unnt að fá hana í bókabúðum í miðbæ Reykjavíkur. Sætust í bíó er gefin út af höfundi og kostar 700 krónur. TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI ,A*BANTHAI ’ LAUGAVEGI 130, SlMI 13622 -é- WBUt James burn international Efni og tæki fyrir wíieé járngorma innbindingu. OTTO B. ARNAR HF. Skipholtl 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ( í i i i í i i < < <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.