Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Um 1.000 fermetra blómaskáli opnaður við Hafnarstræti Margvísleg starfsemi í suðrænu umhverfi BLÓMAHÚSIÐ, eitt þúsund fermetra blómaskáli við Hafn- arstræti á Höephnerssvæðinu svokallaða, verður opnaður í dag, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hlutafélagið Glerhús byggði skálann en að því standa yfir 10 einstaklingar. Skálinn er þrískiptur. í syðsta hluta hans verður Blómahúsið, sem áður var í Glerárgötu með blóma- og gjafavöruverslun, veitingasalur sem tekur 100 manns í sæti er í miðju skálans og í norðurhlutanum verður breytileg starfsemi sem fer eftir árstíðum. Oðruvísi staður Ágúst Hilmarsson markaðsstjóri Blómahússins sagði að í sumar yrði í norðurhluta skálans rekin ferðamannaverslun. „Þarna verður hægt að efna til smærri sýninga, vörukynninga og þá má hugsa sér að t.d. um jól og páska yrði þarna starfsemi sem tæki mið af þessum árstíðum,“ sagði Ágúst. Sjálft húsið, sem er 1.000 fer- metrar að stærð, er flutt inn frá Danmörku, en turna sem á því eru hannaði Fanney Hauksdóttir arki- tekt á Akureyri og um hönnun innanhúss sá Tryggvi Tryggvason arkitekt. „Við erum bjartsýnir, þessi staður er öðruvísi en aðrir hér í bænum og þá eigum við von á að ferðamenn kunni vel að meta að skoða sig um hér.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjartsýnn ÁGÚST Hilmarsson markaðs- sljóri segist bjartsýnn á starf- semi Blómahússins. Tollgæslan fær fíkniefnahund vegna aukinna verkefna Fleiri skipakomur og aukning á beinu flugi AUKNAR komur skemmtiferðaskipa og eins stóraukin flugumferð beint frá útlöndum hefur í för með sér umtalsvert fleiri verkefni hjá Tollgæslunni á Akureyri, en þar starfar sami mannskapur og áður. Tollverðir fá fíkniefnahund Tollgæslunnar til liðs við sig í sumar við fíkniefnaleit vegna aukinnar flugumferðar. Systrakvöld kirknanna á Akureyri SAMEIGINLEGT systra- kvöld Akureyrar kir kj u og Glerárkirkju verður haldið í Glerárkirkju annað kvöld, föstudags- kvöldið 18. júní frá kl. 20 til 22. Dagskráin verður fjöl- breytt. Björg Þórhallsdóttir syngur, kynnt verður nám- skeið í andlegri leiðsögn og systradagar á Búðum á Snæ- fellsnesi sem haldnir verða um aðra helgi. Sigurður Pálsson yfirtollvörður á Akureyri sagði að skipakomum hefði fjölgað úr 19 í 28 milli ára og þá kæmu 11 þotur beint frá Sviss til Akureyrar í sumar. Þegar hefðu komið 2 þotur í beinu flugi frá Ham- borg og sú þriðja væri væntanleg á laugardag. Loks mætti nefna að í tengslum við flutninga áhafna á hin- um þýsku togurum sem Útgerðarfé- lag Ákureyringa á meirihluta í hefðu komið tvær vélar frá Berlín beint til Akureyrar. Stóraukin verkefni „Við merktum þessa aukningu strax í vor og sjáum fram á stórauk- in verkefni í sumar,“ sagði Sigurður. Fyrsta beina flugið frá Sviss var síðastliðið föstudagskvöld og fengu tollverðir þá fíkniefnahund Tollgæsl- unnar til liðs við sig. Sagði Sigurður að áætlað væri að fá hann norður af og til í tengslum við beint flug frá útlöndum. Tollgæslan á Akureyri hefur flutt sig um set, úr Eimskipafélagshúsinu við Oddeyrarbryggju og í húsnæði Sýslumannsins á Akureyri við Hafn- arstræti 107. Fjölbreytt dagskrá þjóðhátíð- ardagsins DAGSKRÁ 17.júní hátíðahald- anna 'á Akureyri hefst með hóp- akstri Bílaklúbbs Akureyrar um bæinn, en flest dagskráratriði fara fram við Ráðhústorg. Skrúðganga verður frá Kaupangi að Ráðhústorgi kl. 13.30. Lúðrasveit Akureyrar leikur, flutt verða ávörp, danssýningar verða og. Magnús Scheving sýnir listir sínar. Leikhóp- urinn Norðurljósin sýna og hesta- menn setja svip sinn á bæinn. Aflraunakeppni verður kl. 15, NBA-skiptimarkaður verður í mið- bænum og verður Pétur Guðmunds- son körfuboltakappi á svæðinu. Síðdegis er söngvakeppni barna 10 til 14 ára á dagskrá og síðan barnaball, en um kvöldið verður m.a. harmonikkuball í göngugötunni. Hin árlega bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verður við Oddeyrarskól- ann, Vélflugfélag íslands býður upp á útsýnisflug og félagsmenn í sigl- ingaklúbbnum Nökkva bjóða í sigl- ingu frá Torfunefsbiyggju. ----» + +-- Kvennahlaup í Kjarnaskógi KVENNAHLAUP á Akureyri fer fram í Kjarnaskógi á laugardag- inn, 19. júní næstkomandi og hefst skráning kl. 13.30. Kvennahíaup á vegum íþrótta- sambands íslands hefur undanfarin ár farið fram í tengslum við kvenna- daginn 19. júní. Að lokinni skráningu verður sam- eiginleg upphitun með léttum æfíng- um áður en lagt verður af stað. Eft- ir að hlaupinu lýkur verður boðið upp á hressingu og séð til þess að teygt sé á vöðvunum. HRÍSEYJARHREPPUR ÚtbeA Tilboð óskast í gatnagerð í Hrísey. Helstu magntöl- ur u.þ.b.: Uppgröftur 2.200 m3, fylling 1.800 m3, kantsteinn 1.000 m og hellulögn 3.200 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hríseyj- arhrepps og Verkfræðistofu Norðurlands, Hofsbót 4, Akureyri. Tilboð verða opnuð 28. júní nk. Bmúlr Eylaílarðar 1990 Tilboð um úskrift Bókin „Byggðir Eyjafjarðar 1990“ kemur út nú síðla sumars. Bókin, sem verður í tveim bindum alls um 1200 síður, er prýdd litmyndum af bæjum og búendum auk texta með lýsingu á hverri jörð og ábúendatali frá síðustu aldamótum. Fram til júníloka 1993 verður hægt að gerast áskrifandi að þessari bók á sérstöku tilboðsverði kr. 10.000. Eftir 1. júlí mun bókin með virðisauka- skatti kosta kr. 13.680. Áskrift er hægt að gera í síma 96-24477 eða bréf- lega til Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, 603 Akureyri. Sendir verða gíróseðlar til þeirra er þess óska, en greiðslu verður að inna af hendi fyrir 1. júlí 1993. Búnaðarsamband Eyjafjarðar. SKEMMTANIR ■ PELICAN spilar í kvöjd, 17. júní, á Lækjartorgi ásamt fleiri hljómsveitum. Á föstudag leikur hljómsveit- in á Hótel Stykkishólmi og þaðan liggur leiðin á laug- ardeginum á Dalvík þar sem leikið verður í félagsheim- ilinu Víkurröst. Sunnudags- og mánudagskvöldið 20. og 21. júlí spilar Pelican á Gauki á Stöng. ■ TODMOBILE leikur í kvöld, 17. júní, í Kópavogi og þar verður einnig boðið upp á Stóru börnin sem er dóttursveit Todmobile. Á föstudag verða tónleikar á Hótel íslandi þar sem hljómsveitin leikur ásamt GCD. Á laugardagskvöldið er svo leikið á Hótel Ing- hóli, Selfossi. M SKRIÐJÖKLAR verða á ferð um Austurland um þjóðhátíðina. í dag er barnadansleikur á Eskifirði og um kvöldið verður slegið upp unglingadansleik. Á föstu- dag leikur hljómsveitin á Seyðisfirði og laugardaginn á Vopnafirði. ■ NÝ DÖNSK leikur í kvöld, 17. júní, í Hafnar- firði. Um helgina, föstudaginn 18. og laugardaginn 19. júní, leikur hljómsveitin í Sjallanum, Akureyri. ■ PLÁHNETAN spilar í kvöld, 17. júní, í miðbæ Reykjavíkur. Föstudaginn 18. júní leikur hljómsveitin á Hótel Læk, Siglufirði. Laugardaginn 19. júní ligg- ur svo leiðin í félagsheimilið Miðgarð. ■ Á PLÚSNUM föstudaginn 18. og laugardaginn 19. júní leikur hljómsveitin Hinir skuldbundnu eða „The Commitments". Húsið er opið kl. 21-3 báða dagana. H SSSÓL leikur í kvöld, 17. júní, í miðbæ Reykjavík- ur en á laugardagskvöld leikur sveitin fyrir dansi í Þotunni í Keflavík. ■ SÓLON ÍSLANDUS. k sunnudag halda tónleika Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína ásamt jasstríóinu Skipað þeim. Flutt verða gömul og ný lög, vísnatón- list, jass og blús. Tónleikarnir verða á efri hæðinni og hefjast kl. 21. ■ HRESSÓ. í kvöld verður garðpartí með hljómsveit- inni Júpíters. Föstudag er það svo rokksveitin Jötun- uxar sem leikur fyrir gesti og á sunnudagskvöld leik- ur svo stórsveitin Priðrik XII. ■ Á HÓTEL SÖGU laugardag leikur hljómsveitin Karma frá Selfossi með feðgunum Ólafi Þórarins- syni (Labba í Mánum) og Guðlaugu Ólafsdóttur í fararbroddi. Húsið verður opnað kl. 22, aðgangseyrir 850 kr. Þeir sem leggja leið sína í Skrúð eða Grillið fá frítt inn í Súlnasalinn. ■ STJÓRNIN verður órafmögnuð í kvöld, 17. júní, í Sjallanum á Akureyri. Föstudaginn 18. og laugar- daginn 19. júní leikur síðan hljómsveitin í Vala- skjálf, Egilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.