Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNl 1993
PARIS
Kr. 19.900
Upplifðu töfra Parísar í sumar
Parísarferðir Heimsferða á einstökum kjörum í
samvinnvi við stærstu ferðaskrifstofur Frakklands.
Vika í París: Flug og hótel frá kr. 29.900
m.v, 2 í herbergi.
Flug og bíU: Frá kr. 24.900,-
Vikulegar brottfarir frá 7. júlí til 25. ágúst.
Flugvallarskattar:
Vift fargjald hætast flugvallartskaUar og forfallatrygging.
Fullorðnir kr. 3.090.-, börn 12 ára og yngri kr. 1.865,-.
Takmarkað sætamagn
HEIMSFERÐIR hf.
Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600
NYK0MIÐ ST0RK0STLEGT URVflL
AF MASSÍVUM FURUHUSGÖGNUM
Stóll 309 Skenkur3ja hurða Stóll 329
Kr. 5.560,-stgr. Kr. 78.900,-stgr. Kr. 5.860,-stgr.
Hornbekkur550 Stóll 341 Bekkur604
Kr. 33.370,-stgr. Kr. 5.560,-stgr. Kr. 18.570,-
Rúm 90x200
Kr. 21.360,- stgr.
ándýnu.
Náttborð 454
Kr. 6.830,- stgr.
Hlaðrúm 714
Kr. 28.920,-stgr.
ándýnu.
Kommóða410 Hornskápur42c Rúm 160x200
Kr. 22.140,-stgr. Kr. 44.800,-stgr. Kr. 29.360,-stgr.
ándýnu.
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100
Samleikur á sembal og flautu
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Kolbeinn Bjarnason flautuleik-
ari og Guðrún Óskarsdóttir sem-
balleikari léku á Listahátíð Hafn-
arfjarðar sl. þriðjudag í Hafnar-
borg. Á efnisskránni voru sam-
leiksverk eftir Handel og Leif
Þórarinsson, einleiksverk fyrir
flautu eftir Telemann, Isang Yun
og Takemitsu og fyrir sembal ein-
an eftir Þuríði Jónsdóttur og Lou-
is Couperin.
Tónleikarnir hófust á sónötu í
e-moll, fyrir flautu og sembal,
eftir Handel. Ýmislegt er á reiki
varðandi flautusónöturnar eftir
Handel, því oft er um endurritun
á eldri verkum hans að ræða eða
hreinlega endurritun á verkum
annarra. Kolbeinn lék verkið á
barokkflautu (úr tré) og einnig
sólverk eftir Telemann. Það vant-
ar sönginn í tónunina hjá Kolbeini
og þess vegna lifnuðu þessi verk
ekki, þó þau væru ágætlega flutt,
bæði hvað varðar samspil og mót-
un verkanna.
Guðrún Óskarsdóttir lék einleik
í verkum eftir Þuríði Jónsdóttur,
sem hefur undanfarið stundað
tónsmíðanám í Bologna á Italíu.
Verk Þuríðar er tematískt unnið
og allt hið áheyrilegasta og var
ágætlega flutt. Seinna einleiks-
verkið, sem Guðrún lék, er Svíta
í F-dúr eftir Louis Couperin
(1626-61), en hann var föður-
bróðir Francois Couperin, sem
nefndur var hinn mikli. Verkið er
einfalt að gerð og hjá Louis hefur
svítan ekki fengið þann alþjóðlega
svip, sem hún fékk hjá Froberger
(1616-67). Svítan var skýrlega
leikin en kaflarnir helst til samlit-
ir í útfærslu, bæði er varðar hraða
og hendingamótun.
Einleiksverkin fyrir „nútíma“
flautu eru eftir Yun og Takemitsu
og þar var leikur Kolbeins mjög
góður og sérstaklega í skemmti-
legu verki, sem nefnist Sori, eftir
Yun. Intinerant heitir verk Ta-
kemitsu og er það ljóðrænt og
fallega samið og var flutt af næmi
og sterkri tilfinningu fyrir nútíma
tónferli.
Tónleikunum lauk með sam-
leiksverki, sem nefnist Sumarmál
eftir Leif Þórarinsson og er samið
fyrir flautu og sembal. Verkið er
mikið unnið upp úr þriggja tóna
stefi (mí-fa-re), er breytist, hvað
snertir tónbilaskipan, undir mið-
bik verksins. Tónmál verksins er
einfalt og skýrt og fer hægt af
stað í byrjun, er í rauninni hæg-
ferðugt eins og koma sumarsins
getur verið, en blómstrar um síðir
1 albirtu hins íslenska sumars.
Þetta hugljúfa verk var mjög vel
leikið og kemur þar til sérstæður
skilningur beggja flytjenda á
málfari nútímatónlistar.
Hver man ekki hláturvísukórinn?
Danski drengj akórinn fagu-
ar afmæli með Islandsferð
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíds-
dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
NÆSTU daga heldur Danski
drengjakórinn tónleika víðsveg-
ar um landið. Ferðin er haldin
til að fagna hálfrar aldar af-
mæli kórsins á þessu ári. Hann
hefur ferðast um allan heim,
verið í Kína, Kanada, Rússlandi,
Bandaríkjunum og einnig tvisvar
á Islandi. Islandsferðirnar hafa
þótt svo eftirminnilegar að Is-
land varð fyrir valinu, þegar
kórsljórinn velti fyrir sér sér-
stakri afmælisferð.
Kórstjóri er Steen Lindholm, sem
spilar einnig í Kammersveit Kaup-
mannahafnar, en hún kom í hljóm-
leikaferð til íslands sl. ár. Lindholm
er reyndar giftur íslenskri konu,
Sigríði Pétursdóttur talkennara, en
það hafði engin áhrif á afmælis-
ferðina. Lindholm hefur verið
stjórnandi kórsins í eitt ár, fór með
þeim í ferð til Sankti Pétursborgar
í fyrra og þáði síðan boð um að
gerast aðalstjórnandi kórsins. Að-
stoðarstjórnandi er Kenneth Sjc-
hlau, sem einnig verður með í ís-
landsferðinni.
Kórinn er fastur liður í dönsku
tónlistarlífi. Auk tónleika koma
drengir úr kórnum fram í sýningum
í Konunglega leikhúsinu, þegar
þörf er á drengjaröddum þar. Verk-
efnaskráin spannar vítt svið, allt
frá klássískri kirkjutónlist til amerí-
skrar sveiflu. Drengirnir er 34 á
aldrinum 9-14 ára. Á íslandi er
heil kynslóð alin upp með kórinn í
eyrunum, því hann söng hláturvís-
una, sem barnatími Skeggja Ás-
bjarnarsonar byijaði með í eina tíð.
í íslandsferðinni verða íslensk
lög eins og Sofðu unga ástin mín
og ísland farsælda frón á dagskrá,
en einnig tónlist víða að, eitthvað
fyrir sérhvern smekk. Kórinn kem-
ur fram á eftirfarandi stöðum:
Tónleikar í Stykkishólmskirkju,
sunnud. 20. júní kl. 17. í Laugar-
neskirkju miðvikud. 23. júní kl. 20.
í Ráðhúsinu í Reykjavík ásamt
bandaríska drengjakórnum The
Chatanuga Boys Choir föstud. 25.
júní kl. 17.
Hámessa í Hallgrímskirkju
sunnud. 27. júní kl. 11. Tónleikar
í Selfosskirkju sunnud. 27. júní kl.
17 og tónleikar í Landakirkju í
Vestmannaeyjum mánud. 28. júní
kl. 20.
J LOKAÐ FÖSTUDAG OG LAUGARDAG v
STÓRÚTSALA
hefst mánudaginn 21. júní.
Verslunin hættir.
Vandaðar vörur á frábæru verði.
ctfa*/
a*nu,r
FAXAFENI5