Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNl 1993 PARIS Kr. 19.900 Upplifðu töfra Parísar í sumar Parísarferðir Heimsferða á einstökum kjörum í samvinnvi við stærstu ferðaskrifstofur Frakklands. Vika í París: Flug og hótel frá kr. 29.900 m.v, 2 í herbergi. Flug og bíU: Frá kr. 24.900,- Vikulegar brottfarir frá 7. júlí til 25. ágúst. Flugvallarskattar: Vift fargjald hætast flugvallartskaUar og forfallatrygging. Fullorðnir kr. 3.090.-, börn 12 ára og yngri kr. 1.865,-. Takmarkað sætamagn HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600 NYK0MIÐ ST0RK0STLEGT URVflL AF MASSÍVUM FURUHUSGÖGNUM Stóll 309 Skenkur3ja hurða Stóll 329 Kr. 5.560,-stgr. Kr. 78.900,-stgr. Kr. 5.860,-stgr. Hornbekkur550 Stóll 341 Bekkur604 Kr. 33.370,-stgr. Kr. 5.560,-stgr. Kr. 18.570,- Rúm 90x200 Kr. 21.360,- stgr. ándýnu. Náttborð 454 Kr. 6.830,- stgr. Hlaðrúm 714 Kr. 28.920,-stgr. ándýnu. Kommóða410 Hornskápur42c Rúm 160x200 Kr. 22.140,-stgr. Kr. 44.800,-stgr. Kr. 29.360,-stgr. ándýnu. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100 Samleikur á sembal og flautu _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Kolbeinn Bjarnason flautuleik- ari og Guðrún Óskarsdóttir sem- balleikari léku á Listahátíð Hafn- arfjarðar sl. þriðjudag í Hafnar- borg. Á efnisskránni voru sam- leiksverk eftir Handel og Leif Þórarinsson, einleiksverk fyrir flautu eftir Telemann, Isang Yun og Takemitsu og fyrir sembal ein- an eftir Þuríði Jónsdóttur og Lou- is Couperin. Tónleikarnir hófust á sónötu í e-moll, fyrir flautu og sembal, eftir Handel. Ýmislegt er á reiki varðandi flautusónöturnar eftir Handel, því oft er um endurritun á eldri verkum hans að ræða eða hreinlega endurritun á verkum annarra. Kolbeinn lék verkið á barokkflautu (úr tré) og einnig sólverk eftir Telemann. Það vant- ar sönginn í tónunina hjá Kolbeini og þess vegna lifnuðu þessi verk ekki, þó þau væru ágætlega flutt, bæði hvað varðar samspil og mót- un verkanna. Guðrún Óskarsdóttir lék einleik í verkum eftir Þuríði Jónsdóttur, sem hefur undanfarið stundað tónsmíðanám í Bologna á Italíu. Verk Þuríðar er tematískt unnið og allt hið áheyrilegasta og var ágætlega flutt. Seinna einleiks- verkið, sem Guðrún lék, er Svíta í F-dúr eftir Louis Couperin (1626-61), en hann var föður- bróðir Francois Couperin, sem nefndur var hinn mikli. Verkið er einfalt að gerð og hjá Louis hefur svítan ekki fengið þann alþjóðlega svip, sem hún fékk hjá Froberger (1616-67). Svítan var skýrlega leikin en kaflarnir helst til samlit- ir í útfærslu, bæði er varðar hraða og hendingamótun. Einleiksverkin fyrir „nútíma“ flautu eru eftir Yun og Takemitsu og þar var leikur Kolbeins mjög góður og sérstaklega í skemmti- legu verki, sem nefnist Sori, eftir Yun. Intinerant heitir verk Ta- kemitsu og er það ljóðrænt og fallega samið og var flutt af næmi og sterkri tilfinningu fyrir nútíma tónferli. Tónleikunum lauk með sam- leiksverki, sem nefnist Sumarmál eftir Leif Þórarinsson og er samið fyrir flautu og sembal. Verkið er mikið unnið upp úr þriggja tóna stefi (mí-fa-re), er breytist, hvað snertir tónbilaskipan, undir mið- bik verksins. Tónmál verksins er einfalt og skýrt og fer hægt af stað í byrjun, er í rauninni hæg- ferðugt eins og koma sumarsins getur verið, en blómstrar um síðir 1 albirtu hins íslenska sumars. Þetta hugljúfa verk var mjög vel leikið og kemur þar til sérstæður skilningur beggja flytjenda á málfari nútímatónlistar. Hver man ekki hláturvísukórinn? Danski drengj akórinn fagu- ar afmæli með Islandsferð Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíds- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. NÆSTU daga heldur Danski drengjakórinn tónleika víðsveg- ar um landið. Ferðin er haldin til að fagna hálfrar aldar af- mæli kórsins á þessu ári. Hann hefur ferðast um allan heim, verið í Kína, Kanada, Rússlandi, Bandaríkjunum og einnig tvisvar á Islandi. Islandsferðirnar hafa þótt svo eftirminnilegar að Is- land varð fyrir valinu, þegar kórsljórinn velti fyrir sér sér- stakri afmælisferð. Kórstjóri er Steen Lindholm, sem spilar einnig í Kammersveit Kaup- mannahafnar, en hún kom í hljóm- leikaferð til íslands sl. ár. Lindholm er reyndar giftur íslenskri konu, Sigríði Pétursdóttur talkennara, en það hafði engin áhrif á afmælis- ferðina. Lindholm hefur verið stjórnandi kórsins í eitt ár, fór með þeim í ferð til Sankti Pétursborgar í fyrra og þáði síðan boð um að gerast aðalstjórnandi kórsins. Að- stoðarstjórnandi er Kenneth Sjc- hlau, sem einnig verður með í ís- landsferðinni. Kórinn er fastur liður í dönsku tónlistarlífi. Auk tónleika koma drengir úr kórnum fram í sýningum í Konunglega leikhúsinu, þegar þörf er á drengjaröddum þar. Verk- efnaskráin spannar vítt svið, allt frá klássískri kirkjutónlist til amerí- skrar sveiflu. Drengirnir er 34 á aldrinum 9-14 ára. Á íslandi er heil kynslóð alin upp með kórinn í eyrunum, því hann söng hláturvís- una, sem barnatími Skeggja Ás- bjarnarsonar byijaði með í eina tíð. í íslandsferðinni verða íslensk lög eins og Sofðu unga ástin mín og ísland farsælda frón á dagskrá, en einnig tónlist víða að, eitthvað fyrir sérhvern smekk. Kórinn kem- ur fram á eftirfarandi stöðum: Tónleikar í Stykkishólmskirkju, sunnud. 20. júní kl. 17. í Laugar- neskirkju miðvikud. 23. júní kl. 20. í Ráðhúsinu í Reykjavík ásamt bandaríska drengjakórnum The Chatanuga Boys Choir föstud. 25. júní kl. 17. Hámessa í Hallgrímskirkju sunnud. 27. júní kl. 11. Tónleikar í Selfosskirkju sunnud. 27. júní kl. 17 og tónleikar í Landakirkju í Vestmannaeyjum mánud. 28. júní kl. 20. J LOKAÐ FÖSTUDAG OG LAUGARDAG v STÓRÚTSALA hefst mánudaginn 21. júní. Verslunin hættir. Vandaðar vörur á frábæru verði. ctfa*/ a*nu,r FAXAFENI5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.