Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 3^ ARNAÐ HEILLA Doktorspróf í sameindalíffræði yósm. Rut HJÓNABAND Gefin voru saman í hjónaband í Lágafellskirkju 17. apríl sl., af séra Jóni Þorsteinssyni, Guðrún Bjarnadóttir og Loftur Loftsson. Heimili þeirra er í Veg- húsum 7, Reykjavík. VALUR Emilsson lauk doktors- prófi 4. mars 1993 í sameindalíf- fræði frá Uppsalaháskóla í Sví- þjóð. Enskur titill á ritgerð hans er „Transfer RNA Regulation and Bacterial Growth.“ ÁRNAÐ HEILLA Ljósm.stofan MYND HJÓNABAND Gefin voru saman { hjónaband í Víðistaðakirkju 15. maí sl., af séra Sigurði Helga Guð- mundssyni, Ásdís Helgadóttir og Stefán Bryde. Heimili þeirra er í Dalseli 15, Reykjavík. Valur lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar B. Se. prófí í líffræði frá Háskóla íslands, árið 1983. Hann hóf rannsóknir við deildina „Molecular Biology, Biomedical Center við Uppsalahá- skóla í Svíþjóð ártið 1985, undir handleiðslu prófessors Charles G. Kurlands. Valur stundaði einnig rannsóknir um tíma við Col- oradoháskóla í Boulder, Banda- ríkjunum, undir handleiðslu pró- fessors Michaels Yarus við deildina „Molecular, Cellular and Develop- mental Biology, Porter Bioscience building". Hann lauk M. Sc. og Phil Lic. prófum við Uppsalahá- skóla árið 1989. Andmælandi Vals við doktorsvörnina, sem fram fór í Uppsölum í Svíþjóð, var dr. Ric- hard H. Buckingham frá „Institute de Biologie Physico-Chimique, Pi- erre et Marie Curie“, í París Frakklandi. Doktorsritgerðin íjallar um rannsóknir á stjórnun og samsetn- ingu RNA sameinda í bakteríu- frumum. Prófaður var áreiðanleiki líkans, sem lýsir því að framleiðsla ákveðinna tRNA sameinda sé ná- tengd tíðni skyldra erfðatákna í bakteríum við ólík næringarskil- yrði. Einnig, að slíkt samband sé sú fínstilling sem tryggir hraðasta vöxt bakteríufrumunnar við ákveðnar aðstæður. Færð eru rök fyrir því að líkanið spái rétt og að slíkt samband sé mikilvægur áhrifavaldur um þróun á ólíkri tíðni erfðatáknanna í ólíkum líf- verum. Einnig sýnir Valur fram á með rannsóknum sínum, að um- breytingar á byggingu RNA sam- einda sé oft í beinu sambandi við það hversu hratt fruman vex. í lok ritgerðar sinnar fjallar hann aðal- lega um rannsóknir sínar þar sem sýnt er fram á að ákveðið prótein (FIS) hvetji framleiðslu margra RNA sameinda og það sé jafn- framt forsenda þess að fruman geti vaxið hratt við ákveðnar að- stæður. Valur hefur auk rannsókna sinna kennt fræðilega sameindalíf- fræði við háskólann í Uppsölum. Hann hefur haldið fyrirlestra er- lendis um rannsóknir sínar og hafa greinar byggðar á rannsókn- um hans birst í ýmsum alþjóðleg- um tímaritum. Á tímabilinu frá 1985 til 1993 hefur Valur verið styrktur af „Svenska Institutet" í tvígang og í þrjú skipti fengið styrki úr Vísindasjóði. Valur starf- ar nú tímabundið við rannsóknir á arfgengri heilablæðingu vegna cystatin C mýlildis (amyloid) við erfðafræðideild Blóðbankans í (S§ Dr. Valur Emilsson. samstarfi við prófessor Ólaf Jens- son og dr. Leif Þorsteinsson. Valur hefur nýlega fengið styrki úr Vís- indasjóði til þess að stunda rann- sóknir á sameindalíffræði hita- kærra baktería í samstarfí við dr. Jakob Kristjánsson og dr. Guð- mund Ó. Hreggviðsson. Foreldrar Vals eru Emil Pálsson og Elín Jónsdóttir. Eiginkona hans_ ep Guðný Harðardóttir og eiga þau fjögur börn. ! l ÁRNAÐ HEILLA Ljósm.stofan MYND HJÓNABAND Gefin voru saman í hjónaband í Garðakirkju 15. maí sl., af séra Braga Friðrikssyni, Lilja Hreinsdóttir og Sigurður Sigurðs- son. Heimili þeirra er í Efstalundi 1, Garðabæ. yósm. Rut HJÓNABAND Gefin voru saman 1. maí sl. í Þingvallakirkju, af dr. Jóni Hnefli Aðalsteinssyni, Þóra Þórsdóttir og Paul Nicholas Garrad. Heimili þeirra er í Englandi. Bama- og Qölskylduyósmyndir HJÓNABAND Gefín voru saman 17. apríl sl. í Víðistaðakirkju, af séra Sigurði Helga Guðmundssyni, íris Guðmundsdóttir og Haraldur Aspelund. Ljósmyndarinn-Jóhannes Long HJÓNABAND Gefín voru saman í Garðakirkju 15. maí sl., af séra Hirti Magna Jóhannessyni, Þórey íris Halldórsdóttir og Jakob Már Harðarson. .Heimili þeirra er á Hjallavegi 46, Reykjavík. Ljósmyndarinn-Jóhannes Long HJÓNABAND Gefín voru saman í Laugameskirkju 22. maí sl., af séra Jóni Dalbú Hróbjarssyni, Stef- anía Kjartansdótt.ir og Bjöm Róbert Jensson. Heimili þeirra er á Akur- eyri. augiýsmgar FERÐAFÉLAG $ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Dagsferðir F.Í.: Fimmtudag 17. júní kl. 13 Nesjavallavegur - Borgarhólar. Gengiö frá nýja veginum til Nesjavalla aö Borgarhólum. Verð kr. 1.100. Laugardaginn 19. júní kl. 20 Esja um sumarsólstöður. Verð kr. 800. Sunnudagur 20. júnf: Kl. 10.30 Grænavatn - Kálfadal- ir - Vatnshlíðarhorn. Ekiö um Móhálsadal og gengiö að Grænavatni, síöan sunnan Kleif- arvatns og meðfram þvi að aust- anverðu að Vatnshlíöarhorni. Verð kr. 1.100. Kl. 13 Selatangar - fjölskyldu- ferð. Selatangar eru gömul ver- stöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Allmiklar ver- búðarústir eru þar og viða hefur verið hlaðið fyrir hraunhella. Má þar nefna Mölunarkór og Sög- urnarkór. Verð kr. 1.000. Mánudagur 21. júní- brottför kl. 20: 1. Sólstöðuganga á Keili. 2. Sólstöðusigling um Sundin. Brottför frá Umferðarmiöstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Ferðirtil Þórsmerkur: Fimmtudaginn 17. júní kl. 08 (dagsferð). Sunnudaginn 20. júní kl. 08 (dagsferö) Miðvikudaginn 23. júni kl. 08 (dagsferö). Verð kr. 2.500. Kannið ódýrt sumarleyfi hjá Ferðafélaginu i Þórs- mörk/Langadal. Miðvikudags- ferðir og sunnudagsferðir verða áfram út ágúst. 18.-20. júní - Þórsmörk (3 dag- ar). Lægra verð í júní. - Gist í Skagfjörðsskála/Langadal. - Þar er allt sem þarf fyrir gesti meðan á dvöl stendur - gönguferðir - frábær náttúrufegurð. 18.-20. júní - Næturganga yfir Fimmvörðuháls. Ath. brottför kl. 18. - Gist í Skagfjörðsskála. 25.-27. júni - Eiriksjökull (að- eins þessi ferð í sumar). Gist ( tjöldum. Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson. 25.-27. júní - Þórsmörk - (helgarferð). Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.I., Mörkinni 6. Ath.: Opið hús f Mörkinni 6: 1. Þriðjudaginn 22. júnf kl. 20.30: Kynntar verða sumarleyfisferðir almennt. 2. Þriðjudaginn28. júníkl. 20: Gönguferðir frá Land- mannalaugum tfl Þórsmerk- ur „Laugavegurinn" verða kynntar - fararstjórar veita upplýsingar. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ný Hornstrandaferð 30/6-5/7 Húsferð í Hornvik Brottför miðvikudagskvöld og til baka mánudagskvöld. Takmark- að pláss. Gist í húsi á Horni. Gönguferðir þaðan m.a. á Horn- bjarg. Fararstjórar: Guðmundur Hallvarðsson og Guðmundur Hjartarson. Minnum einnig á all- ar hinar Hornstrandaferðirnar, en þær eru alis 11 í sumar, þ. á m. framhald þessararferðar með dvöl í Hlööuvík til 8/7. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hallveigárstig 1 • simi 614330 Hátíðarganga 17. júní Gengið verður úr Bláfjöllum i Hljómskálagarð, svokölluð Blá- fjallaleið. Þáttakendur geta valið sér lengd ferðar og rútur fara frá BSÍ bens- ínsölu á eftirtöldum tímum: Kl. 8 - Bláfjallaskáli. Kl. 11 - Heiðmörk. Kl. 14 - Árbæjarsafn. Áætlaður komutími ( Hljóm- skálagarö kl. 16.00. Dagsferð laugard. 19. júní kl. 13.00 - Reynisvatn Létt laugardagsganga þar sem þátttakendur mæta á eigin bílum við Árbæjarsafn kl. 13.00 og ekið þaðan að upphafsstaö göngu. Ekkert þátttökugjald. Helgarferðir 18.-20. júní Snæfellsjökull, sólstöðuferð Gengið á Snæfellsjökul og einnig farið í styttri gönguferðir. Gist í tjaldi/húsi á Arnarstapa. Farar- stjórar: Þráinn Þórisson og Anna Soffía Óskarsdóttir. Básar við Þórsmörk Fjölbreyttar gönguferðir um Goðalandiö og Þórsmörkina með fararstjóra. Gist í skála eða tjöldum. Brottför á hverjum föstudegi kl. 20.00. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Lltivistar. Útivist. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Gleðilega þjóðhótíð! Samkoma ,i kvöld kl. 20.30. Smári Jóhannsson prédikar. Allir hjartanlega velkomnir! Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjáipræðis- herinn Kirkjustrjeti 2 Hjálpræðisherinn Kaffisala í dag 17. júní f her- kastalanum frá kt. 14.00. Lofsöngur og hugvekja kl. 18.00. Fjölmennum. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þríbúðum. Fjölbreyttur söngur. Við syngjum nýju kór- ana. Samhjálparvinir taka til máts og vitna um reynslu sína af trú. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Landsmót ungra hvítasunnu- manna hefst í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð, í kvöld kl. 20.30. Allt ungt fólk hjartanlega vel- korpið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.