Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. „Gef heill, sem er sterkari en Hel“ Heimastjómarárið 1904 var fyrsta stóra sigurárið í íslenzkri sjálfstaeðisbaráttu. Það ár fengu íslendingar heimastjórn; það ár vannst sig- ur í baráttunni fyrir innlendu framkvæmdavaldi; það ár var efnt til íslenzks ráðuneytis í Reykjavík. Flutningur fram- kvæmdavaldsins inn í landið með heimastjórn var mikill áfangasigur og lyftistöng örra framfara í landinu. Baráttan fyrir innlendu framkvæmdavaldi stóð linnu- laust frá 1881 til 1902-1904. Þingræðið var endurreist í land- inu með stjórnarskrárbreytingu 1902 og 1903. Frumvarpið um heimastjórn var staðfest af kon- ungi 1903 og gekk í gildi 1904. Það ár voru embætti íslands- ráðgjafa og ráðuneyti fyrir ís- land í Kaupmannahöfn lögð nið- ur. Stofnað var fyrsta íslenzka ráðuneytið í Reykjavík í þremur deildum með jafnmörgum skrif- stofustjórum undir yfirstjórn ráðherra og landritara, sem var nánasti aðstoðarmaður ráð- herrans. Fyrsti íslenzki ráðherr- ann var góðskáldið og stjórn- málamaðurinn Hannes Haf- stein. Á næsta ári verða 90 ár liðin frá því ísland fékk heima- stjórn. Fullveldisárið 1918 var ann- að stóra sigurárið í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Það ár öðluðust sambandslögin gildi. Með þeim var ísland viðurkennt fijálst og fullvalda ríki. Kon- ungur Danmerkur var sameig- inlegur konungur íslands og Danmerkur og Danir fóru með utanríkismál landsins í umboði íslenzku þjóðarinnar. Stórsigur var í höfn. Þáttaskil orðin í báráttu Islendinga fyrir stjórn- frelsi; stöðulögin endanlega felld úr gildi, sjálfstætt ríki við- urkennt og greiður vegur lagð- ur til sambandsslita og lýðveld- isstofnunar að aldarfjórðungi liðnum. Á þessu ári eru því 75 ár liðin frá því ísland varð fijálst og fullvalda ríki. Lýðveldisárið 1944 var þriðja og stærsta sigurárið í sjálfstæð- isbaráttunni. Sigurinn sá var innsiglaður við kjörborðið. Þjóð- aratkvæði fór fram um uppsögn sambandslaganna og stofnun Iýðveldis 20.-23. mai það ár. 98,61% landsmanna greiddu atkvæði með uppsögn sam- bandslaganna og 95,04% með lýðveldisstofnun. Samkvæmt þessum sögulegu úrslitum lýsti Alþingi einróma yfir gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins ís- lands. Það var gert á Þingvöll- um við Öxará 17. júní 1944. Kjörinn var fyrsti forseti lýð- veldisins, Sveinn Björnsson, ríkisstjóri og fyrrverandi sendi- herra. Síðan hefur 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar forseta, frelsishetjunnar góðu, verið __ þjóðhátíðardagur Islendinga. Á næsta ári verða 50 ár liðin frá stofnun lýðveldis- ins íslands, 90 ár frá heima- stjórn og 120 ár frá því að Al- þingi var endurreist sem lög- gjafarþing 1874. Útfærslur fiskveiðilögsög- unnar 1952,1958,1972 og loks 1975 í 200 mílur voru mikil- vægir viðbótarsigrar í sjálf- stæðisbaráttunni. Og sú varn- arbarátta sem þjóðin stendur í þessi misserin, í atvinnu- og efnahagsmálum, við erfið ytri skilyrði, er áframhaldandi bar- átta fyrir efnahagslegu- og stjórnmálalegu fullveldi. Með samátaki, eins og þjóðin sýndi við kjörborðið 20.-23. maí lýð- veldisárið 1944, getur hún unn- ið sig út úr vandanum. Máski hefur aldrei verið mikilvægara né nauðsynlegra í þjóðarsög- unni að stíga á sameiginlegan þjóðmálastokk og strengja samstöðuheit. _ Lýðveldið ísland fól í sér fullnaðarsigur í sjálfstæðisbar- áttu landsmanna, að því marki sem slíkt er hægt, en ekki lykt- ir baráttunar. Sjálfstæðisbar- átta þjóðar, ekki sízt smáþjóð- ar, er viðvarandi. Og það er sízt auðveldara að gæta en afla efnalegs og stjórnmálalegs full- veldis þjóðarinnar. Ólafur Thors, sem var for- maður Sjálfstæðisflokksins lýð- veldisárið 1944, vitnaði í þjóð- hátíðarræðu það ár í góðskáldið og stjórnmálamanninn Hannes Hafstein, sem varð fyrsti ráð- herra landsins, heimastjórnar- árið 1904. Morgunblaðið óskar landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar með lokaorðunum í þjóðhátíðarræðu Ólafs Thors 1944: „Kjörorð hins íslenzka lýð- veldis er: Mannhelgi. Hugsjón þess, að hér búi um alla fram- tíð frjáls og öllum óháð menn- ingarþjóð, andlega og efnalega fijálsir og hamingjusamir menn. Þeirri hugsjón viljum við allir þjóna. Drottinn, lát strauma af lífssólar ljósi læsast í farveg um hjartnanna þel. Vama þú byljum frá ólánsis ósi. Unn oss að vitkast og þroskast. Gef heill, sem er sterkari en Hel.“ Aðhaldsaðgerðir á Landakoti Rúmlega 96 millj. tap á síðasta ári RÚMLEGA 96 milljóna króna tap varð á rekstri Landakotsspít- ala á síðasta ári en árið 1991 varð 22 milljóna króna rekstraraf- gangur hjá spítalanum. Yfirlit um fyrstu fjóra mánuði þessa árs sýnir að 21,5 milljóna króna tap hefur orðið á tímabilinu og þar af eru vaxtagjöld vegna eldri skulda um tíu milljónir. I frétt frá stjórnendum Landakots segir að óumflýjanlegt sé að grípa til aðgerða til að draga úr rekstrarhalla. Meðal annars muni þurfa að fækka starfsmönnum um tíu. Fyrirhugað er að fækka aðgerð- um lækna nokkuð og hefur þeim verið úthlutað ákveðnum fjölda að- gerðaeininga á ári. Útboð verða aukin á aðkeyptri vöru og þjónustu og er þar meðal annars um að ræða þætti eins og viðhald, akstur og kaup á rekstrarvörum. Eldhúsi í Hafnarbúðum verður lokað og tekið upp bakkakerfi í dreifingu matar á spítalanum. Aukið samstarf við Borgarspítala Á undanförnum tveimur árum hafa fjárveitingar til Landakotsspít- ala verið skornar niður um 420 millj. kr. og unnið hefur verið að endurskipulagningu rekstrarins í ljósi lækkandi fjárframlaga. M.a. var einni af legudeildum spítalans breytt í fimm daga deild, bráðavakt- ir voru lagðar niður á lyflækninga- og handlækningadeildum og hjúkr- unardeild var innréttuð fyrir aldr- aða. Fyrir skömmu var undirrituð viljayfirlýsing milli sjóma Sjúkra- stofnana Reykjavíkur og Landakots Biliuiin í síma- kerfínu fiuidin BILUN í aðalsímstöð Reykjavík- inga, sem olli miklum trufiunum og sambandsleysi í símkerfinu, er fundin. Bilunin varð þegar nýju stýrikerfi var komið upp í Múlastöð og mestan hluta mánudags og þriðjudags sl. var nær ómögulegt að hringja í og úr rúmlega tuttugu þúsund númerum. Ragnar Bene- diktsson, yfirdeildarsljóri hjá Pósti og síma, sagði í samtali við Morg- unblaðið að frá og með deginum í dag ættu símnotendur ekki að verða varir við neinar truflanir. Bilunin fannst skömmu eftir hádegi í gær. Hún olli því að í stað þess að símstöðin gæfi til kynna hvað væri að þegar of mikið álag varð á ákveðn- um einingum hennar hætti hún að afgreiða símtöl. Málið hefur verið leyst þannig að viðkomandi einingar hafa verið stækkaðar og nú er leitað leiða til að breyta hugbúnaðinum svo að það sem gerðist endurtaki sig ekki. Forsetinn til Noregs FORSETI íslands fer í opinbera heimsókn til Noregs í október. í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forseti íslands fari í opinbera heimsókn 26.-28. október í boði Haraldar V. Noregskonungs og Sonju drottningar. um nána samvinnu um rekstur Borgarspítala og St. Jósefsspítala. Er nú m.a. stefnt að flutningi barna- deildar frá Landakoti til Borgarspít- ala og aukinni áherslu á þjónustu við biðlista- og ferlisjúklinga á Landakoti. Tekin verður upp sam- vinna í rekstri birgðastöðva og tölvudeilda spítalanna. Þá er ætlun- in að auka sértekjur Landakots með breytingu á þjónustu göngudeildar og tekin verður í notkun 17 rúma deild fyrir hvíldarinnlagnir í fjórar vikur í júlí en til þess hefur fengist sérstök fjárveiting. Gróðursett í Vinaskógi Morgunblaðið/Þorkell SENDIHERRAR erlendra ríkja sem hér eru búsettir, ásamt fjölskyldum þeirra og starfsfólki sendiráðanna, gróðursettu um 1.000 birkiplöntur í Vinaskógi í landi Kárastaða í Þingvallasveit í gær. Gróðursetningin fór fram í blíðviðri og létu sendiherrarnir og fylgdarlið þeirra hendur standa fram úr ermum. Þrír íslendingar vald- ir í embætti hiá EFTA ÁKVEÐIÐ var á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í gær að Kjartan Jóhannsson sendiherra, núverandi fastafulltrúi í Genf, taki við af Georg Reisch sem aðal- framkvæmdasljóri EFTA 1. september 1994. Þá var Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari skipaður í sæti dómara við EFTA-dómstólinn, og Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri var skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu kemur fram að EES- samningsaðilar innan EFTA muni skila fullgildingarskjölum vegna Evr- ópska efnahagssvæðisins fyrir mán- aðamót, og hvöttu ráðherrarnir EB- ríkin til að fylgja því fordæmi. EBTA- ríkin hafa nú gert fríverslunarsamn- inga við átta ríki í A-Evrópu og við Miðjarðarhaf og gefíð yfirlýsingar um aukið efnahags- og viðskiptasamstarf við eliefu ríki. Hvöttu ráðherr- arnir til samstarfs við Evrópubanda- lagið um myndun Kjartan Jóhannsson fríverslunarsvæðis um alla Evrópu. Mikilvægi alþjóðasamstarfs Ráðherrarnir lögðu áherslu á mikil- vægi alþjóðasamstarfs í umhverfis- málum og viðskiptum og nauðsyn Þór Björn Vilhjálmsson Friðfinnsson þess að forðast einhliða viðskiptaað- gerðir. Loks skuldbundu ráðherrarnir sig til að gera sitt ýtrasta til að ljúka Úrúgvæviðræðunum innan GATT fyrir áramót. Verktakar ósáttir við að vörubílstjórar bjóði í verklegar framkvæmdir Kæra til samgöngnráð- herra og Samkeppnisráðs VERKTAKASAMBAND íslands hefur sent erindi til samgönguráðherra og Samkeppnisráðs þar sem kvartað er yfir því að vörubílsljórafélög bjóði í verklegar framkvæmdir. Telur Verktakasambandið að þetta sam- rýmist ekki ákvæðum samkeppnislaga og laga um leigubifreiðar. Þar komi skýrt fram sá vilji löggjafans, að bifreiðastöðvar skuli vera þjón- ustuaðili við almenning og stunda leiguakstur, en ekki vera verktakar og vinnuveitendur. Verktakasambandið hefur sent samgönguráðherra stjórnsýslukæru vegna þessa máls og fer fram á að hann úrskurði um lögmæti þess að vörubifreiðastjórafélög starfi sem verktakar. í erindinu kemur meðal annars fram, að undanfarin ár hafi félög vörubílstjóra boðið í ýmis verk, ýmist í eigin nafni eða nafni félaga, sem sérstaklega séu stofnuð í þeim tilgangi. Er sérstaklega nefnt sem dæmi, að nýlega hafi Vörubílstjóra- félagið Mjölnir átt lægsta boð í út- boði Vegagerðarinnar á Villingaholts- vegi. Þjónustuaðilar en ekki verktakar í erindinu er nefnt, að það sjónar- mið kunni að koma fram,.að lög um Sfrjórn Búnaðarfélags íslands Andstaða við álit sj ömannanefndar STJÓRN Búnaðarfélags íslands hefur lýst yfir andstöðu við þá meginn- iðurstöðu í áliti sjömannanefndar sem kynnt var fyrir skömmu um að hverfa að mestu frá niðurgreiðslum vaxtakostnaðar af lánum bænda hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. í ályktun stjórnar BÍ um þetta mál segir að ekki séu nú fyrir hendi aðstæður til verulegrar breytingar á vöxtum af lánum Stofnlánadeildar eða tekjustofnum deildarinnar. I ályktuninni segir að ljóst sé að samdráttur í framleiðslu valdi bændum vaxandi erfiðleikum að standa undir fjármagnskostnaði og þar af leiðandi sé hætta á tapi af útlánum í ýmsum búgreinum. Hins vegar sé þýðingar- mikið fyrir landbúnaðinn að hafa að- gang að traustum lánasjóði þar sem örar breytingar á búskaparháttum og nýjungar kalli á endurskipulagningu búrekstrar. leigubifreiðar eigi ekki að gilda um þá þætti í starfsemi bifreiðastöðv- anna, sem ekki teljist til leiguaksturs, og stöðvunum sé því heimilt að keppa á markaðnum sem verktakar. Slíkum skýringum mótmælir sambandið á þeirri forsendu að orðalag laganna bendi til annars, auk þess sem slík starfsemi myndi eftir sem áður bijóta í bága við samkeppnislög. Hætta á misnotkun Að þessum atriðum er nánar vikið í kvörtun Verktakasambandsins til Samkeppnisráðs. Þar segir meðal annars, að lögum samkvæmt hafi félög vörubifreiðastjóra einokunar- aðstöðu á félagssvæði sínu að því er tekur til leiguaksturs. Þá aðstöðu geti þau misnotað til undirboða á sviði verktakaiðnaðar. Félögin geti til dæmis tekið fullt gjald fyrir leiguakst- ur og notað arðinn af þeirri starfsemi til undirboða í samkeppni við verk- taka. Þá verði að líta til þess, að þeg- ar vörubifreiðastjórafélögin séu að bjóða í verk, þá séu þau orðin hags- munaaðilar. Áfleiðing þess kunni að vera sú, að erfiðara geti reynst fyrir verktaka að fá leigðar bifreiðar í framtíðinni, auk þess sem sú staða geti skapast, að félögin láti sín eigin verkefni ganga fyrir verkum annarra aðila og þannig seinkað verklokum þeirra. Þá er í erindum Verktakasam- bandsins til samgönguráðherra og Samkeppnisráðs sagt, að óeðlilegt sé, að vörubifreiðastjórafélögin séu i senn bifreiðastöðvar og stéttarfélög, þar sem þessir aðilar eigi lögum sam- kvæmt að hafa sitt verksviðið hvor. Þannig eigi stéttarfélögin að gera til- lögu til viðkomandi sveitarstjórnar um það, hvaða bifreiðastöðvar skuli fá einkaleyfi til reksturs á svæðinu, en þá sé stéttarfélagið í flestum tilvik- um að gera tillögu um sjálft sig. Fiskvinnslan biður hafnar- sljórnir um gjaldalækkun SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa farið þess á leit við hafnasljórnir á land- inu að vörugjald af sjávarafurðum verði lækkað um a.m.k. fjórðung, vörugjald af lýsi og fiskimjöli verði lækkað og að vörugjald til útflutnings- hafnar af vöru sem flutt er frá annarri höfn verði lækkað um helming. í bréfi sem samtökin hafa sent öll- um hafnastjórnum á landinu segir að með hliðsjón af 6. grein yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga í maí sl. og útgáfu bráðabirgðalaga sem tóku gildi 1. júní sl. og varða heimildir hafna- stjórna til lækkunar á gjaldskrám, fari samtökin þess á leit að hafna- stjórnir taki til endurskoðunar vöru- gjald sem fiskvinnslufyrirtækjum er gert að greiða á þann hátt sem eftir- farandi tillögur beri með sér og taki þannig þátt í aðgerðum til að lækka rekstrarkostnað þeirra. Einfalt vörugjald Vörugjald verði lækkað um a.m.k. 25%. Vörugjald af lýsi og fiskimjöli, þar með töldu síldar- og loðnumjöli, verði tekið samkvæmt 1. flokki á sama hátt og af korni og olíum. Ekki fáist séð að eðlismunur þessara vöru- tegunda gefi tilefni til mismununar í gjaldtöku. Með því að færa fiskimjöl og lýsi úr 1. flokki í 2. flokk hafi í raun mjöl- og lýsisiðnaðurinn verið skattlagður sérstaklega. Af sjávaraf- urðum sem fluttar hafa verið með skipi frá einni höfn til útflutnings frá annarri höfn greiðist hálft vörugjald til útflutningshafnar. Farið er fram á að samanlögð vörugjöld af sjávaraf- urðum sem fluttar eru með skipum á milli hafna innanlands og síðan til útflutnings frá annarri höfn verði í heild aldrei meiri en sem nemur ein- földu vörugjaldi. Nú er greitt hálft gjald af sjávarafurðum sem fluttar eru innanlands á milli hafna og síðan fullt gjald tii útflutningshafnar. Auk þessa ætla Samtök fisk- vinnslustöðva að fara þess á leit við . viðkomandi ráðuneyti að fellt verði niður af sjávarafurðum sérstakt vöru- gjald sem nemur 25% álagi á hafna- gjöld og skal samkvæmt lögum renna í sérstaka deild við Hafnabótasjóð, en það var tekið upp á sl. ári. Staða bankasfrjóra Seðlabanka íslands augflýst Sjö umsóknír bárust SJÖ umsóknir bárust _um stöðu bankastjóra Seðlabanka íslands, en umsóknarfrestur rann út 15. júní. Bankaráð fjallaði um uinsóknirnar í gær, og að sögn Ágústs Einarsson- ar, formanns bankaráðsins, er gert ráð fyrir að gengið verði frá tilliigu til viðskiptaráðherra um ráðningu nýs bankastjóra á fundi ráðsins næstkomandi mánudag, en staðan er laus frá 1. júlí. Umsækjendur um stöðu Seðla- bankastjóra eru þeir Bjarni Einarsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Byggða- stofnunar, Eiríkur Guðnason, aðstoð- arbankastjóri Seðlabankans, Ingi- mundur Friðriksson, forstöðumaður í alþjóðadeild Seðlabankans, Jón Sig- urðsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, Kristján Sig. Kristjánsson, rafvirkjameistari, Már Guðmundsson, forstöðumaður í hagfræðideild Seðla- bankans og Ingvi Orn Kristinsson, forstöðumaður tölfræðisviðs Seðla- bankans. „Okkur finnst að vel hafi tekist til nú í fyrsta skipti sem staða banka- stjóra Seðlabankans er auglýst laus til umsóknar, en þarna bárust margar vandaðar umsóknir _og það er mjög ánægjulegt,“ sagði Ágúst Einarsson. Juan Martabit nýr sendiherra Chile segir samstarf við íslendinga gott Míklír mögiileikar eru í ört vaxandi sjávarútvegi Chile JUAN Martabit, nýr sendiherra Chile á íslandi, afhenti trúnaðar- bréf sitt nú í vikunni. Martabit, sem hefur aðsetur í Osló, segist hafa trú á að möguleikar séu fyrir stórauknu samstarfi íslendinga og Chilebúa á sviði viðskipta jafnt sem menningar. Martabit hóf störf í sendiráði Chile í Noregi fyrir um þremur mánuðum en hann var áður sendiherra í Bóliviu. „Það hefur þróast mjög gott samband milli íslendinga og Chilebúa á undanförnum árum og ég held að það bjóði upp á mögu- leika fyrir bæði löndin,“ segir Martabit í samtali við Morgunblað- ið. „Hagkerfi Chile einkennist af miklum hagvexti og var hann á síðasta ári 10,4%. Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að á næstu árum verði meðalhagvöxtur ekki undir 6% á ári. í nokkrum greinum er vöxturinn sérlega mikill og er sjávarútvegur ein þeirra greina.“ Námuvinnsla gegnir mikilvægu hlutverki í efnahagslífi landsins og er útflutningur á ýmsum málmum stærsta útflutningsgrein Chile. Þær greinar sem næstar koma að mikilvægi eru sjávarútvegur, land- búnaður og skógarhögg. Alls fluttu Chilebúar út vörur fyrir tíu millj- arða Bandaríkjadala á síðasta ári. Mikill áhugi á fjárfestingu í sjávarútvegi Martabit sagði að nú þegar væru nokkur íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki með starfsemi í Chile og végn- aði þeim mjög vel. Vonaðist hann til að þetta samstarf myndi enn aukast á næstu árum. Nefndi hann að á síðasta ári var haldinn stór alþjóðleg sjávarútvegssýning, Expo Pesca, í Chile og voru nokkur ís- lensk fyrirtæki meðal þeirra sem tóku þátt í henni. „Aðstæður til fyrirtækjarekstrar eru mjög góðar í Chile og við fögnum allri erlendri fjárfestingu. Sjávarútvegur er líka ein þeirra greina sem við höfum mestan áhuga á að sjá aukna fjár- festingu í.“ Miklar framfarir hafa orðið í chileskum sjávarútvegi á undan- förnum árum, ekki síst í laxeldi. Er nú svo komið að einungis Norð- menn selja meiri lax á heimsmark- aði en Chilebúar. Hann tók þó fram að vel mætti hugsa sér viðskiptaleg tengsl á öðrum sviðum en í sjávarútvegi einvörðungu. Það væru til aðilar í Chile sem hefðu mikinn áhuga á þekkingu á sviðum þar sem íslend- ingar stæðu framarlega. „íslend- ingar hafa til að mynda mikla reynslu af því að nýta jarðvarma. I norðurhluta Chile er að finna tölu- verðan jarðhita en til þessa hefur hann einungis verið nýttur að mjög takmörkuðu leyti. Við höfum mik- inn áhuga á því að nýta þessa orku- lind frekar í framtíðinni.“ Nýr sendiherra JUAN Martabit, nýr sendiherra Chile. Sendiherrann sagði að á íslandi væri líka töluverður áhugi á ýmsum chileskum framleiðsluafurðum. Þegar væri flutt inn eitthvað af ávöxtum og grænmeti frá Chile og áhugi væri til staðar að auka veg chileskra vina, en þau nytu mikilla vinsælda annars staðar á Norður- löndunum. „Það er líka mikilvægt að ríkin taki upp nánara pólitískt samstarf. Hagsmunir okkar og afstaða eru mjög svipuð á ýmsum sviðum, s.s. í sjávarútvegsmálum,“ sagði Martabit. Ríkisstjórn Chile hefur nýlega gert fríverslunarsamning við hin Norðurlöndin og sagði sendiherr- ann að kanna yrði hvort mögulegt væri að gera áþekkan samning við íslendinga. Það mál hefði hins veg- ar einungis verið rætt mjög al- mennt við íslensk stjórnvöld til þessa. Samstarf í menningarmálum „Ég held líka ekki síst að við ættum að geta komið á góðu og miklu samstarfi í menningarmál- um. Reykjavík hentar vel til að koma list á framfæri hvort sem um er að ræða klassíska tónlist, mynd- list eða bókmenntir. Það má líka nefna að Isabelle Allende hefur komið hingað til lands og nýtur mikilla vinsælda. Þá tók chileskur tenór þátt í óperuuppfærslu hér síðastliðinn vetur og leikrit frá Chile var sýnt í leikhúsi. Við Chilebúar hefðum líka mikinn áhuga á að kynna okkur betur það menningarframboð sem íslending- ar hafa upp á að bjóða. Slík menn- ingarsamskipti gætu byggt brú milli landanna og hjálpað okkar að ' kynnast hvort öðru betur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.