Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993
45
Minning
Björg Jónsdóttir,
Bolungarvík
Fædd 29. nóvember 1919
Dáin 13. júní 1993
Tengdamóðir mín, Björg Jóns-
dóttir, lést á Fjórðungssjúkrahúsi
ísafjarðar 13. júní_ sl. eftir baráttu
við illvígan sjúkdóm. Bjagga hefur
barist við fleiri mein sl. ár, sem
fæstir vissu um, því hún var vön að
segja: ,,Það er bara letin sem hrjáir
mig.“ Eg hef aldrei kynnst annarri
eins hörku við sjálfa sig og hún
beitti. Hennar líf einkenndist af
sjálfsbjargarviðleitni, enda þurfti
hún á því að halda á lífsleiðinni.
Eiginmaður hennar var Guðfinnur
Friðriksson, hann lést 1988. Þau
eignuðust 12 börn, sem öll lifa. Níu
eru búsett í Bolungarvík. Barna-
börnin eru 38 og langömmubörnin
13. Þetta er stór hópur, og helst
vildi Bjagga hafa alla í kringum sig.
Halda hópinn, það var hennar eitt
og allt, enda var oft líflegt hjá
„ömmu á Grund“.
Þegar ég kom í fjölskylduna ’65
skildi ég ekki hvernig þessi kona
komst yfir allt sem hún gerði. Þá
voru 10 börn heima, oft næturgest-
ir, ættingjar og vinir - og alltaf
pláss. Þá voru hjónin byijuð með
rekstur Shellskálans, sem þau ráku
í 27 ár. Þar var heldur ekki slegið
slöku við, og Bjagga bætti þar vinnu
á sig. Þá var hvíldartíminn stuttur.
Hún náði líka að sauma og pijóna
á hópinn sinn, ég veit ekki hvenær,
en tekið var eftir handbragði henn-
ar. Hún gaf svo mikið af sér, létt-
leika, galsa, gleðina og sönginn. Hún
hafði svo fallega söngrödd, og kunni
ógrynni af lögum. Hún söng oftast
við vinnu sína. Mínar fyrstu minn-
ingar af heimilinu, eru þegar hún
svæfði yngsta barnið. Þá gerði ég
mér far um að vera nálægt herberg-
inu, bara til að hlusta á sönginn
hennar.
Þau hjónin fluttu í nýtt hús fyrir
14 árum, nokkuð sem Bjöggu var
löngu hætt að dreyma um, að eigin
sögn. Þá byijar nýr þáttur í lífi
þeirra, sem þau voru svo samtaka
með. Húsið og garðurinn urðu þeirra
unaðsreitur. Enda ber garðurinn
þess vott. Hún hugsaði betur um
hann en sjálfa sig. En því miður,
þegar ró færist yfir vinnudaginn er
tíminn útrunninn. Svo alltof fljótt,
því hún Bjagga ætlaði enn að bæta
við garðinn sinn. Hún gerir það ann-
ars staðar.
Blessuð Bjagga, hún héfði ekki
þakkað það, að skrifað væri um
hana lof. Hún var kona sem ekki
vildi láta bera á sér, ekki vera fyrir.
Hún gaf, aðrir nutu góðs af.
Eg veit að ég þakka henni fyrir
hönd allra tengdabarnanna fyrir allt,
að hún var hún.
Ég minnist hennar með ást og
friði.
Guðbjörg Hermannsdóttir.
Amma á Grund er dáin. Það var
á sunnudagskvöldi sem hún yfirgaf
þennan heim eftir að hafa verið
mikið veik síðan í janúar. Amma á
Grund, eins og við kölluðum hana
dags daglega, var lögð inn á Land-
spítalann í marsmánuði til þess að
fara í geislameðferð. Sú meðferð tók
mjög á þrek hennar, en þó voru
vonir bundnar við að hún myndi
komast yfir veikindin. Sú von brást,
það dró af henni með hveijum deg-
inum sem leið. Hún var flutt á
sjúkrahúsið á ísafirði eftir þessa
erfiðu meðferð og dvaldi hún þar til
dauðadags.
Afi og amma ráku Shellskálann
í Bolungarvík og það var sumarið
sem ég var 15 ára sem þau buðu
mér að koma vestur að vinna hjá
þeim. Var ég fljótur að segja já og
fór vestur strax eftir að skólanum
lauk um vorið. Ég fékk herbergi í
nýja húsinu sem þau höfðu byggt
sér á Grundarhóli 1. Síðan hef ég
búið þar.
Amma átti ekki marga náðuga
daga um ævina, því þegar hún var
búin að ala upp 12 börn fór hún að
vinna í sjoppunni sinni. Hugur henn-
ar var allur kominn í þennan rekstur
og það voru oft langir vinnudagar
hjá henni. Ef hún var ekki í sjopp-
unni, þá var hún að vinna við garð-
inn sinn sem hún hafði ræktað svo
fallega að eftir var tekið. Amma
hafði gaman af því að sauma og oft
sat hún við saumavélina að sauma
á barnabörnin sem voru allmörg.
Alltaf mundi hún eftir afmælisdegi
þeirra. Amma á Grund verður mér
alltaf minnisstæð því að hún var sí-
vakandi yfir mér.
Eitt sinn er amma kom í heimsókn
til skyldfólks með börnin sín voru
þessar vísur ortar til hennar:
Grundin angar, grænkar Barði,
' gleðibrosin móta sviðið.
Þegar í hlað á gömlum garði,
gengur Bjðrg með ættarliðið.
Horfir glæst mót himni og sól,
hlíð í möttli grænum,
en amman bíður úti á hól,
ung hjá gamla bænum.
Ég verð ævinlega þakklátur fyrir
allt sem amma hefur gert fyrir mig.
Nú er hún komin til afa og ég vona
að henni líði vel. Ég þakka elsku
ömmu allt og óska þess að hún hvíli
í friði.
Ragnar Sæbjörnsson.
í dag kveðjum við elskulega syst-
ur, mágkonu og frænku, Björgu
Jónsdóttur. Hún var fædd í Folafæti
29. nóvember 1919. Foreidrar henn-
ar voru Evlalía Guðmundsdóttir og
Jón Pétursson.
Björg giftist Guðfinni Friðrikssyni
sem lést fyrir fimm árum. Þau eign-
uðust 12 börn sem öll eru á lífi. Það
var alla tíð mjög kært á milli fjöl-
skyldna okkar og sérstaklega á milli
hennar og mágkonu hennar. Hún
kallaði elsta bróður sinn alltaf Bróa.
Björg var skörungur til allrar
Fædd 9. ágúst 1913
Dáin 9. júní 1993
Bubba frænka er dáin. Það er
erfitt að trúa því. Fyrir fáeinum
vikum var hún í heimsókn hjá
mér, jafn hress og alltaf áður.
Ein af fyrstu bernskuminning-
um mínum er, þegar Bubba stóð
við uppþvottinn og söng „Séð hef
ég köttinn syngja á bók“ og ég
reyndi, með hæpnum árangri, að
syngja með. Hún sagði okkur
systkinunum líka sögur og ævin-
týri og hef ég ekki hitt aðra mann-
eskju jafn færa á því sviði. Enda
vorum við systkinin sí og æ að
rella um sögur hjá henni og þegar
við hættum tóku börnin okkar við.
Þegar hún heimsótti mig og
manninn minn til Kaupmanna-
hafnar, komumst við að því, að
ekki var nóg með að hún læsi
dönsku reiprennandi, heldur var
hún líka fullfær um að bjarga sér
á dönsku. Ég fór eitthvað að spyrja
hana út í þetta. Hún svaraði: „Mér
fyndist ég gera kennaranum mín-
um skömm til, ef ég reyndi ekki
að nota dönskuna sem ég lærði.“
Skólagangan var stutt, eins og hjá
flestum á hennar aldri. Hún hafði
verið þrjá mánuði í unglingaskóla
í Lundi veturinn 1930. Eftir það
fór hún að lesa skáldsögur á
dönsku, því að hún var mikill bóka-
ormur, en lítið var um skáldsögur
vinnu og ósérhlífin, stórhuga, gjaf-
mild og hjartahlý. Hún hafði yndi
af söng og það var ávallt tekið lagið
þegar tækifæri gafst. Björg var
frændrækin og dugleg að ná ætt-
ingjunum saman og standa fyrir
ættarmótum.
Eftir að hún missti mann sinn fór
heilsu hennar að hraka. Hún hafði
yndi af því sem fallegt var, sem
sást best á því hvað hún ræktaði
garðinn sinn vel á Grundunum. Við
munum minnast síðustu samveru-
stundarinnar sem við áttum heima
hjá henni, en þá var hún orðin mjög
veikburða. Hún var samt ekki að
æðrast, það var ekki hennar stíll.
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
okkar, því að þetta söng hún oft:
Á hörpunnar óma við hlustum í kvöld,
mín hjartkæra draumfagra meyja
og tunglskinið hefur sin töfrandi völd,
er tónamir síðustu deyja.
í hillingum sjáum við sólfagra strönd,
þar svífum við tvö ein um draumfógur lönd
og tunglskinið hefur sín töfrandi völd,
er tónamir siðustu deyja.
Við þökkum yndislega samveru-
stund sem við áttum saman á níutíu
ára afmæli bróður hennar síðastliðið
sumar. Þá söng hún með sinni óperu-
rödd af lífi og sál eins og henni var
eiginlegt, við munum geyma hana í
minningunni svo lengi sem við lifum.
Börnum hennar og ættingjum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur. Megi hún hvíla í friði
Sigurgeir, Margrét og börn.
á íslensku, sneri hún sér að þeim,
svo að dönskukunnáttuna hafði
hún lítið sem ekkert notað í 40-50
ár, þegar hún kom til Kaupmanna-
hafnar. í fylgd með Bubbu sá ég
Kaupmannahöfn í nýju ljósi. Við
fórum á tvenna tónleika. Einnig
skoðuðum við gamlar hallir, kast-
ala, kirkjur og söfn, og brást það
ekki að Bubba vissi miklu meira
um þessa gömlu sögustaði en ég.
Hún fór ein í danska messu, í kirkju
sem var beint á móti stúdentagarð-
inum sem ég bjó á. Þegar ég kom
að sækja hana eftir messuna, mátti
hún varla vera að því að koma
heim á garðinn. Hún var nefnilega
upptekin við að tala við prestinn
og tvær danskar konur.
Seinna bjó ég og fjölskylda ínín
á Húsavík, í íbúð uppi í risi í gamla
barnaskólanum. Þar hafði Bubba
verjð í vist einn vetur þegar hún
var rúmlega tvítug. Þegar hún gisti
hjá okkur, svaf hún jafnan í gamla
herberginu sínu. Hún sagði mjög
lifandi frá, þannig að í gegnum
frásagnir hennar fékk ég mynd af
hvernig fjölskylda með sjö börn og
þjónustufólk hafði komið sér fyrir
í þessari þriggja herbergja íbúð og
innsýn í lífið þar 50 árum áður.
Bubba kom líka nokkrum sinn-
um til mín, eftir að ég fluttist suð-
ur. Þá var hún oftast í nokkra
daga í einu og heimsótti þá jafnan
líka vinafólk á Akranesi, sem hún
Björg Björns-
dóttir - Minning
Minning
Sigurbjörg Krisljáns-
dóttir frá Hjalteyri
Fædd 6. október 1896
Dáin 8. júní 1993
Á morgun, 18. júní, lýkur amma
mín ferð þeirri sem okkur er öllum
gérð, frá vöggu til grafar. Hún fædd-
ist að Minna Bergi í Spákonufells-
sókn á Skagaströnd, dóttir hjónanna
Kristjáns Pálssonar og Margrétar
Jónsdóttur. Þau fluttust til Hjalteyr-
ar 1897. Eina systur átti hún, Krist-
ínu, f. 1894, og hálfbróður sam-
feðra, Þórhall, f. 1909. Bæði eru
látin.
Árið 1922 giftist Sigurbjörg Bald-
vini Sigurðssyni, f. 1899, frá Kjarna
í Arnarneshreppi, og hófu þau bú-
skap í Sigurðarhúsi á Hjalteyri. Þar
bjuggu þau allan sinn búskap þar
til Baldvin lést 1980.
Baldvin og Sigurbjörg eignuðust
fimm börn. Þau eru: Sigurður Krist-
ján, f. 1924, loftskeytamaður í Kópa-
vogi, kvæntur Magdalenu Stefáns-
dóttur; Yngvi Rafn, f. 1926, íþrótta-
kennari í Hafnarfírði, kvæntur Þór-
unni Elíasdóttur; Margrét, f. 1927,
matráðskona á Akureyri, gift Jóni
Björnssyni, en hann lést 1981; Oli
Þór, f. 1930, umsjónarmaður nú í
Reykjavík, kvæntur Höllu Guð-
mundsdóttur; og Ari Sigurbjörn, f.
1935, byggingafræðingur í Ny-
kvarn, Svíþjóð, kvæntur Sonju Elisa-
betu Haglind.
Hjalteyri hefur litið tímana tvenna
í atvinnumálum. Með byggingu síld-
arbræðslu 1937 hófust þar veruleg
umsvif sem héldust allvel í tvo ára-
tugi. Með síldarvinnunni stunduðu
afi og amma fiskverkun og trilluút-
gerð, engst af í félagi við Valgarð
bróður Baldvins.
Hjalteyri er í bernskuminningunni
vettvangur ótal möguleika í leikjum
og starfi. Pjaran, hornsílin í tjörn-
inni, bryggjuveiðar og sjóferðir voru
uppspretta reynslu og gamans. Þess-
ari indælu bernskuveislu stýrði
amma Sigurbjörg frá árbit til kvöld-
kaffis og gaf okkur hæfílega lausan
tauminn. Hún kunni þá list að
stjórna án þess að maður fyndi það.
Amma var gefin fyrir bóklestur,
og var afar minnug á það sem hún
las. Hún sagði vel frá og skipulega
og kryddaði með hnyttnum innskot-
um. Glettni var henni eðlislæg. Hún
var af þeirri kynslóð þar sem vinnu-
semi, reglusemi og nýtni var leiðar-
ljós. Ef hlé varð á verkum eða'hlust-
að var á útvarp byrjaði tifíð í ptjón-
unum og fram af þeim runnu litrík
sokkaplögg eða listilega útpijónaðir
vettlingar, að því er virtist áreynslu-
laust.
Eftir að afí Baldvin lést, bjó amma
lengst af með dóttur sinni Margréti.
Með dyggilegri aðstoð hennar naut
amma þess að búa á eigin heimili
þrátt fyrir bilaða heilsu og þverrandi
sjón. Lengi vel gat amma þó komist
til Hjalteyrar á sumrum. Þar var hún
svo sannarlega í ríki sínu við góða
reisn þótt slit í liðum segði snemma
til sín. Hún naut framfara í læknis-
fræðum og fékk gervimjaðmir og
hné. Þakkaði fyrir sig með röskri
göngu og bætti heldur í eftir hveija
aðgerð.
Sá er sæll sem getur, líkt og Sig-
urbjörg amma, litið til baka nærri
níutíu og sjö ár og fundið þau vera
farsællega gengin.
Hvíl í friði.
Friðrik E. Yngvason.
hafði kynnst í gegnum tónlistina.
Einnig las hún yfirleitt eina til tvær
skáldsögur í hverri ferð, og hæfi-
leiki hennar til að lifa sig inn í þær
minnkaði ekkert með árunum.
Þegar við komum heim í Lón á
sumrin var hún ekki alltaf heima.
Organistanámskeiðum í Skálholti
vildi hún aldrei missa af og strax
þegar hún var komin heim af þeim,
byijaði hún að hlakka til þess
næsta. Sína fyrstu utanlandsferð
fór hún með organistum, þegar
hún var 66 ára. Þá fékk hún smekk
fyrir utanlandsferðir. Enda náði
hún að koma til þó nokkuð margra
landa. Fyrir tveimur árum fór hún
aftur í ferð með organistum, og
hitti meðal annars páfann í þeirri
ferð. Það þótti henni mikið varið
í. Sama ár vann hún sólarlanda-
ferð í happdrætti. Utanlandsferð-
irnar urðu því tvær það árið.
Þegar hún var að vinna heimilis-
verkin í Lóni, söng hún alltaf við
vinnu sína. Hún skúraði og þreif
þannig að aldrei sást nokkurs stað-
ar rykkorn. Þegar amma dó tók
hún við öllum heimilisstörfunum,
og hlýtur það að hafa verið nokk-
urt átak fyrir manneskju sem aldr-
ei hafði komið nálægt elda-
mennsku áður, ef frá er talinn flat-
brauðsbakstur, sem hún hafði
snemma náð góðum tökum á.
Bubba hafði ákveðnar skoðanir
á mönnum og málefnum og lúrði
ekki á þeim. Hún elti ekki duttl-
unga tlskunnar, en skapaði sér
sinn eigin stíl í klæðaburði, enda
þótti henni lítið í það varið ef allir
reyndu að vera eins.
Það er sagt að enginn mann-
eskja sé eldri en henni finnst hún
vera. Bubba frænka var ekki göm-
ul, þótt einhveijum finnist ef til
vill árin segja annað.
Hún var stödd á organistanám-
skeiði I Skálholti, þegar síðasta
stundin rann upp. Hún var að
stjóma flutningi á eigin lagi, þegar
hún fékk aðsvif. Hún komst ekki
til meðvitundar aftur, en dó á
Borgarspítalanum nokkrum
klukkustundum síðar. Eitt sinn
skal hver deyja. Bubba frænka
hefur sennilega dáið á þann hátt
sem hún hefði helst kosið sér. Við
ættingjar hennar sendum þakkir
og kveðjur til félaga hennar í Skál-
holti og allra annarra sem störfuðu
með henn í tónlistinni.
Við systkinin og bömin okkar
þökkum kærri frænku fyrir allar
þulurnar, sögumar og ævintýrin
sem hún sagði okkur og allar vís-
urnar sem hún söng.
Inga.