Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 10
10 ¦ .yi aiiOA'auTi ¦ ¦ • MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Elísabet Haraldsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er ætíð freistandi, þegar fleiri en ein sýning er í gangi á listaverkum sem unnin eru í sama miðil, að leggjast í hreinan saman- burð; eitt er betra, annað er lak- ara. Þannig standa nú yfir í Reykjavík a.m.k. tvær einkasýn- ingar leirlistamanna, þ.e. sýning Elísabetar Haraldsdóttur í Geysis- húsinu við Vesturgötu og Rögnu Ingimundardóttur á Kjarvalsstöð- um. En þegar sýningarnar hafa verið skoðaðar, hverfa slíkar hug- myndir sem betur fer oftast út í veður og vind, því sjálfstæði við- fangsefna, vinnubragða og fram- setningarmáta gerir slíkt með öllu óraunhæft. Elísabet Haraldsdóttir er gagn- menntuð í myndlistinni. Eftir að hafa stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1967-71 hélt hún til Vínarborgar, þar sem hún var í fjögur ár í fram- haldsnámi við „Hochschule fiir angewandte Kunst", og var síðan gestanemandi þar eitt ár enn; loks hlaut hún styrk og vinnuaðstöðu á vegum Vínarborgar 1978. Heim- komin kom hún sér upp vinnuað- stöðu við Bændaskólann á Hvann- eyri, þar sem hún hefur búið frá 1978. Nú er um áratugur liðinn síðan Elísabet hélt einkasýningu í Reykjavík, og því forvitnilegt að sjá hvað hún hefur verifj að fást við.^ Á sýningunni f Geysishúsinu getur að líta fjörutíu verk, og af þeim er ljóst að listakonan hefur undanfarið unnið mikið út frá kúluforminu, opnað það, flatt út, Nokkur verk Elísabetar Haraldsdótt- ur. teygt eða klofið; bylgjan og það línuspil sem henni fylgir kemur einnig sterkt fram í nokkrum verk- um, og loks notar hún leirinn hreinlega sem efnivið í malerískar veggmyndir, þar sem áferð, línur og litir vinna saman til að skapa eina myndræna heild. Það eru möguleikar abstrakt myndmálsins sem heilla listakon- una í vinnu hennar. Kúlan er t.d. skorin eða opnuð á fjölbreyttan hátt í verkunum, jafnframt því sem litun gripanna skiptir sköpum um þau sjónhrif, sem verða til. Þannig er mildur liturinn áberandi þáttur í verkum eins og „Mosakúla" (nr. 3) og „Bláskurn" (nr. 11), en form- ið ræður hins vegar meiru í stærri verkum eins og „Eggrún" (nr. 14), sem er afar skemmtilegur gripur. I nokkrum veggmyndum hefur Elísabet skapað sterkar bylgjur, þar sem form leirsins og hrynjandí litanna vinna vel saman. Þannig eru t.d. „Strengir" (nr. 16) og „Straumar" (nr. 28), en í hinu síð- arnefnda er blái liturinn afar sterk- ur og mótandi þáttur verksins. Listakonan notar leirinn stund- um líkt og léreft, og byggir þann- ig upp óhlutbundna myndheima, sem þó vísa í mörgum tilvikum til náttúrunnar í litum og formum. Þannig eru stór verk eins og „Vik- ursvipir" (nr. 24), en ekki síður samsetningar smærri mynda eins og „Leirsveipir" (nr. 29-33) og „Heiðardrög" (nr. 5), sem er eink- ar lífleg og fjölbreytt samsetning, þar sem hver smámynd nýtur sín vel í sambandi við umhverfi sitt. Hér er á ferðinni sýning frá hendi ágætrar listakonu, þar sem vönduð vinnubrögð sitja í fyrir- rúmi. Formrænir möguleikar efn- isins eru kannaðir á fjölbreyttan hátt, þannig að ljóst verður að leir- inn getur þjónað margvíslegum metnaði í myndlistinni. Sýning Elísabetar Haraldsdótt- ur í Geysishúsinu við Vesturgötu 1 stendurtil sunnudagsins 20. júní. Píanótónleikar í Norræna húsinu SÆNSKI píanóleikarinn Carl Pontén heldur tónleika í Norræna - híisinu Iaugardaginn 19. júní og hefjast þeir kl. 16. Carl Pontén er búsettur á ítalíu, en hann lauk námi frá tónlistarhá- skólanum í Flórens haustið 1992 og er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands. Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu og hlotið lof áheyrenda og gagnrýn- enda. í júní 1991 vann Carl Pontén 1. verðlaun í alþjóðlegu tónlistarkeppn- inni „Nova Milanese" í Mílanó. Á efnisskránni eru -verk eftir Chopin, Stenhammar og Liszt. íslandsbanki styrkir komu hans hingað til lands. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Carl Pontén Ara-leikhúsið Streymi '93 ARA-leikhúsið sýnir Streymi '93 á Listahátíð í Hafnarfirði 1993, að Listamiðstöðinni í Straumi rétt fyrir utan Hafnar- fjörð dagana 18. júní (frumsýn- ing), 20., 23., 24. og 29. júní. I fréttatilkynningu segir: Ara- leikhúsið fer ótroðnar slóðir við vinnslu þessa verks. Hefðbundin verkaskipting og tímasetning leik- húsvinnunnar er brotin upp á þann hátt að allir helstu aðstand- endur sýningarinnar; rithöfundur, leikstjóri og leikarar, taka þátt í vinnuferlinu frá upphafi. Þetta er opið samvinnuverkefni þar sem hver og einn hefur ákveðið frum- kvæði, en fær jafnframt hug- myndir og innblástur frá öðrum. Aðstandendur og þátttakendur leikverksins Streymi '93 eru Jón Friðrik Arason rithöfundur, Rún- ar Guðbrandsson leikstjóri, Árni Pétur Guðjónsson leikari og leik- ararnir Steinunn Ólafsdóttir, Harpa Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Anna E. Borg ásamt fjölda aukaleikara. 4 30.JÚNÍ 19« • ¦ FOSTUDAG kl. 20.30. í Straumi: ARA-leikhúsið. „Experimental Workshop Theatre World Per- formance." Höfundur: Jón Friðrik Arason. Leikstjóri: Rúnar Guð- brandsson. leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Steinunn ólafsdóttir o.fl. Frumsýning. Klúbbur listahátíðar: THó Björns Thoroddsen ásamt gestum. FÖSTUDAG kl. 20.30.-3.01: Tón- leikar og tískusýning í Faxaskála. Hljómsveitir: Púff, Heiða (trúbad- or), Yukatan, Dawn of the dead, Tjalz Gissur, Texas Jesus, Slip, Niður, SS span, Kolrassa krókríð- andi. Birgir Thor, Gunnar Rúnar og Börn fremja gjörning. Ásta Guð- rún, Silja Dögg og Kolbrá Braga sýna föt. Ljóðas£ning Braga Olafssonar 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Nýkomnar til sölu - eignir sem vekja athygli Séríbúð - nýendurbyggð 3ja herb. íb. á neðri hæð 81,8 fm nettó v. Bústaðaveg. Öll eins og ný. Hiti sér, inng. sér. 40 ára húsnlán fylgja rúmar 3,0 millj. Skipti möguleg á einb- eða raðhúsi í nágrenninu. Fyrir smið eða laghentan rúmg. og sólrík 3ja herb. íb. á efri hæð 86,4 fm nettó v. Mjóuhlíð. Ris hússins fylgir. Sérhiti. Góður bílsk. 28 fm fylgir. Sanngj. verð. Glæsileg eign á úrvalsstað Einbhús - steinhús ein hæð 171,2 fm v. Selvogsgrunn, mikið endurn. Góður bflsk. 27 fm. Glæsil. trjágarður. Verð aðeins kr. 15,0 millj. Glæsileg sérhæð - frábært útsýni Efri hæð 6 herb. 149,6 fm vestast í Rauðagerði. Þríbýli. Allt sér. Góð- ur bílsk. Tvennar svalir. Ræktuð lóð. Vinsæll staður. 2ja herbergja íbúð öll eins og ný í lyftuh. inni við Sund á 6. hæð. Nýendurbyggð. Rúmg. sólsvalir. Fráb. útsýni. Laus strax. Verð frá kr. 5,3 millj. nokkrar 3ja og 4ra herb. íb. m.a. við: Stóragerði, Kleppsveg, Njáls- götu, Hverfisgötu og Ásgarð. Nokkrar með miklum og góðum lánum. Ein bestu kaup á markaðnum í dag. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. • • • Opiðídagkl. 10-13. Ath. breyttan opnunartíma. Gleðilega þjóðhátíö. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 A KJARVALSSTOÐUM verður sýning á ljóðum eftir Braga Ólafs- son opnuð laugardaginn 19. júní kl. 14. Bragi Ólafsson er fæddur 1962 og eftir hann hafa komið út þrjár ljóðabækur: Dragsúgur 1986, Ansj- ósur 1991 og Ytri höfnin 1993. í fréttatilkynningu segir: „Flest ljóð Braga eiga sér stað í borgarum- hverfi með ýmsum neysluhlutum og sjónarhorn borgarbúans ríkir. Mörg ljóðanna eru staðsett erlendis og flest ljóð hans vitna um þann sem víða hefur ratað, þau eru ekki bundin ís- lensku sviði eða sérstökum tíma, en þessum ferðalögum um lönd og borg- ir fylgir óvissa og undrun. Ljóðin virðast byggjast á eigin reynslu eða endurminningum en veruleiki þeirra er samt óháður stað og stund. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem unnar eru í samvinnu við Ríkis- útvarpið-Rás 1, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins síðan 1991. Með þeim hafa opnast nýir möguleikar fyrir íslensk skáld í rými sem áður var helgað myndlistinni, en jafnframt vekja sýningarnar spurningar um stöðu ljóðlistarinnar í dag. Bragi Ólafsson. Tískutímaritið „0" Tímarit og tvöfaldur geisladiskur gefin út ANNAÐ tölublað tískutímarits ins „0" er væntanlegt næstkom andi föstudag. I tilefni útgáfunnar hefur breska tískublaðið i-D ákveðið að senda full- trúa sína til landsins og kynna sér skemmt- analíf íslendinga. Ætl- un þeirra er að skrifa grein í júlíhefti blaðs- ins um strauma í tón- list og tísku hérlendis. Þeir munu m.a. kynna sér útgáfuhátið tíma- ritsins „0"-sins og tvö- falda geisladisksins Núll & nix. Tímaritið „0" er gefið út af Máli og menningu og kom fyrsta tölublað út um síðustu jól. Að þessu sinni verður einnig gefinn út geisla- diskur, Núll & nix, og mun hann fylgja fyrstu eintökum blaðsins. Disk- urinn inniheldur það helsta sem er að gerast neðanjarðar í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Mikill fjöldi hljómsveita prýðir geisladiskinn og þótti því best að halda tvenna tónleika til þess að kynna hann. í gærkvðldi voru rokktónleikar í Tunglinu þar sem 12 hljómsveitir af Núlli & nixi komu fram og í þeim hópi má nefna Kolrössu krókríðandi, Yukat- an, Curver, íslenska tóna og Dr. Gunna. Síðari tónleikarnir verða í Tungl- inu á föstudaginn og verða þeir einnig útgáfuhátið tímaritsins „0". Að sögn Þorsteins Gunnarssonar mun breski plötusnúðurinn Baby Ford, sem af mörgum er talinn guðfaðir danstónlistar í Bretlandi, heimsækja ísland og leika listir sín- ar á hátíðinni, en ásamt honum mun mikill fjöldi íslenskra dans- sveita flytja tónsmíðar sínar* Nýverið birtist opnuviðtal við Björk Guðmundsdóttur í breska tímaritinu i-D og prýddi hún einnig forsíðu blaðsins. Þorsteinn segir að hjá aðstandendum i-D hafi kviknað áhugi á íslandi í kjölfar viðtalsins og nú sé von á ritstjóra blaðsins, Matthew Collin, ásamt fylgdarliði til þess að skrifa stóra grein um tónlist og skemmtan íslendinga. I samtali við Þorstein kom fram að í för með blaðamönnum i-D verður útsendari japanskrar módelskrif- stofu sem ætlar að kynna sér ís- lenskar fyrirsætur með störf í Jap- an í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.