Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Baldur Hólmgeirs- son - Minning Fæddur 14. maí 1930 Dáinn 9. júní 1993 Aldrei hef ég átt eðalsteina, en vini hef ég átt með svo fagra fleti að fægður demantur félli vafalaust í skuggann. En þeim sem demantana bera er tamast að dást að þeim í hendi sér og njóta ljósbrotsins, en vininn virðist maður mest og best geta metið úr íjarlægð. Fyrir þessu finst mér ég fmna núna, því að hann eisku Baldur minn er horfinn á braut. Hann er samt ekki farinn mjög langt frá mér, því að Baldur á vissan stað í hjarta mínu og ég veit að ég átti iíka vissan stað í hjart- anu hans. í þeim heimi sem Baldur á heima núna veit ég að honum líður vel og ég veit líka að fólkið í þessum óþekkta heimi tekur vel á móti hon- um. Með þessum orðum langar mig að kveðja vin minn sem kom mér svo oft til að brosa, með sinni léttu lund og glettnu augum. Elsku Didda, Hólmgeir og Biggi, megi Guð hjálpa ykkur í sorg ykkar. Brynja Hauksdóttir. Mig langar til að minnast föður míns, Baldurs Hólmgeirssonar, með nokkrum orðum. Mér skilst að það sé ekki venja að börn skrifí um látna foreldra sína, en við feðgamir létum yfírleitt ekkert slíkt aftra okkur frá því að gera það sem okkur þótti rétt í það og það skiptið. Ég ætla mér ekki að rekja uppvöxt hans, búsetu á hinum og þessum stöðum, fyrri störf og þess háttar. Það gera aðrir á þessum síðum, þegar þeir minnast vinar síns og heiðra minningu hans eins og hann átti fyllilega skilið. Ég og fjölskylda mín berum til grafar á morgun besta vin minn og sálufélaga, sem hefur reynst mér stoð og stytta, leiðbeinandi í lífínu, faðir og umfram allt félagi. Þó að hann hafí undanfarin ár átt við mik- il veikindi að stríða, þá lét hann aldr- ei slíkt hafa veruleg áhrif á sig, heldur hélt hann baráttunni ótrauður áfram. Það þarf mjög sterkan per- sónuleika til að þola langvarandi sjúkrahúslegu fjarri eiginkonunni sém alltaf hefur staðið við hlið hans, eins og tveir fingur á einni hendi. Og þrátt fyrir allt, þá var alltaf stutt í brosið og góða skapið, sem var alltaf það sem gerði hann að svo sterkum persónuleika. Ég gæti rakið mörg dæmi um það hversu stórkostlegur hann var í raun, víðsýnn, mjög vel lesinn og framtakssamur á þann hátt, að hann framkvæmdi það sem honum sýnd- ist, og sfóð við sitt gagnvart sjálfum sér og fjölskyldu sinni, sem hann lýsti oft sem eylandi. Það þarf sterk bein til að setjast að í nýju landi á miðjum aldri með unglinga, en hann ákvað í samráði við lífsfélaga sinn að ef þetta yrði ekki gert núna, yrði það aldrei gert. Þetta lífsviðhorf mótar okkur bræðuma á þann hátt að samstaða, samkennd og umfram allt víðsýni og lífsreynsla er sá besti skóli sem við hefðum nokkurn tím- ann getað fengið. Þegar ég hugsa til baka koma minningarnar ljóslifandi fram um ERFIDRYKKJUR Yerð frá kr. 850- perlan sími620200 þann besta félaga sem ég hef notið þess heiðurs að fá að vera samferða í 30 ár. Minningin um góðan dreng lifír áfram í okkur öllum. Ég þakka föður mínum fyrir samfylgdina og kveð hann með nokkrum línum sem hann orti til móður minnar: Til mömmu Mín elsku hjartans ástin hrein er eins og dýrðleg rós svo undirfópr er ei nein við árdags fyrsta ljós. Þótt byltist jörð og sökkvi í sjó og sölni heimsins glóð. . Þín ást mér veitir frið og fró sem fagurt ástarljóð. Því þú átt skilið heiður, hrós frá hjartans tæru lind mín ást er líkust rauðri rós í roðans árdagsmynd. (Baldur Hólmgeirsson) Hólmgeir Baldursson. Genginn er góður drengur. Vinur minn Baldur Hólmgeirsson er allur. Baldri kynntist ég lítillega fyrir hart- nær 40 árum, en fyrst í alvöru fyrir rúmum 20 árum, er hann fluttist til Keflavíkur, þar sem hann rak prent- smiðju um skeið. Einhvem veginn æxlaðist svo til að við fórum að vinna saman sem skemmtikraftar á mannamótum. Það var skemmtileg- ur tími. Baldur var leiklistarskóla- genginn með mikla æfíngu í sviðs- framkomu og naut augnabliksins í leikrænni tjáningu. Baldur starfaði í áraraðir við blaðamennsku og var um tíma ritstjóri þekkts vikublað. Hann var frábær íslenskumaður og vann mikið við þýðingar á alls kyns afþreyingarefni. Hann var fær vélse- tjari á gamla vísu og þýddi oft beint í blýið eins og það var kallað. Baldur var ætíð bam hinnar líð- andi stundar í samtímanum. Hann var að jöfnu glaðsinna og vildi gera gott úr öllum vandamálum, bæði sínum og annarra. Enda var hann laus við alla fordóma út í lífíð og tilveruna og tók veikindum og mót- læti með yfírvegun og ró. Á síðastliðnu hausti lágu leiðir okkar saman á Borgarspítalanum í einn sólarhring. Sátum við og spjöll- uðum saman eina kvöldstund um alla heima og geima. Eiginkonu hans Þuríði og sonum votta ég einlæga samúð. Geymd er minning um góðan dreng. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Kristinn Kaldal. Sigurður Magnússon, Akranesi — Minning Fæddur 1. október 1930 Dáinn 11. júní 1993 Dásamlegasti árstíminn er vorið, sumarkoman. Blómin og grösin sem fölnuðu sl. haust, hafa sofíð í mold og vaknað til gróandans og lífíð hefur sigrað dauðann. Allir fagna slíkri lífskeðju sem Almættið stjóm- ar. Um þessar mundir þegar sólin er hæst á lofti í okkar fagra landi, lauk jarðvistardögum góðs vinar, Sigurðar Magnússonar frá Söndum á Akranesi. Dauðinn kom reyndar sem líkn við þraut. Nokkurra ára ólæknandi sjúkdómur, sem lækna- vísindin ráða lítið við, höfðu brotið niður þrek hans og þol. Svona geta örlögin verið hörð, en aldrei heyrði ég Sigurð mæla æðruorð í þeirri baráttu. Hvað er lífið? Léttvindi, sem leikur um heimsins sanda. Straumorka er stórbrotin stefnir til æðri landa. (E.J.P.) Sigurður var borinn og barn- fæddur Akumesingur. Hann fædd- ist hinn 1. október 1930 og vom foreldrar hans sæmdarhjónin Magnús Magnússon bátasmiður og Guðrún Símonardóttir, er bjuggu á Söndum á Akranesi. Þau eignuðust 13 börn og var Sigurður næstyngst- ur í röðinni. „Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill.“ Sigurður var aðeins 14 ára er hann hóf störf hjá hinu þekkta fyrirtæki Þorgeiri og LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 Ellert á Akranesi og þar lærði hann skipasmíði. Hjá því fyrirtæki starf- aði hann í nær því hálfa öld, ef frá em talin þrjú ár sem hann var frá vinnu vegna berklaveikinnar, sem tók hann taki á unga aldri. Þá varð hann að dvelja um tíma bæði á Vífílsstöðum og á Reykjalundi, en náði sér alveg á strik eftir þau átök. Á Vífílsstöðum kynntist Sigurður Gyðu Ástvaldsdóttur sem síðar varð eiginkonan og góður lífsförunautur. Þau gengu í hjónaband hinn 1. maí 1952 og eignuðust dótturina Sig- ríði, sem var augasteinninn þeirra. Þannig var, að við hjónin bjugg- um á Akranesi í 13 ár vegna banka- starfa minna þar. Þá vildi svo til, að Landsbankinn leigði íbúð í nýju húsi í Krókatúni 4 sem Sigurður og Eggert, bróðir hans, höfðu ný- lokið við. Bjuggum við Denna á efri hæðinni, en Gyða og Sigurður á 1. hæð. Við kynntumst þeim hjón- um því mjög vel, okkur og bömun- um til mikillar gleði og blessunar. Hjá þeim hjónum sat góðvildin ávallt í fyrirrúmi og urðu bömin okkar, Elías og Ingibjörg, sem fæddust á Akranesi, mjög hænd að þeim. í sjö ár bjuggum við saman í Krókatúni 4, allt þar til við flutt- umst í nýjabankahúsið við Akratog árið 1973. í mörg ár töluðu bömin okkar um ævintýralegu gamlárs- kvöldin á Akranesi, þegar Sigurður skaut upp sínum stóru og kraftm- iklu flugeldum á loft upp og himinn- inn yfir Krókalóni var ein geisla- dýrð, þetta voru ógleymanleg gaml- árskvöld. Eftir að við fluttumst frá Akra- BLOMIÐ - Blóm - Skrcylingar - Gjafavara Kransar - Krossar - Kistuskrcytingar Úrval af scrvícllum OPIÐFRÁ KL. 10-21 GRENSÁSVEGI 16 • SÍMI 811330 Minning Leifur Blumenstein Fæddur 12. ágúst 1930 Dáinn 11. júní 1993 Hinn 11. júní sl. andaðist eftir stutta legu í Landspítalanum Leifur Blumenstein byggingafræðingur á 63. aldursári. Hann var fæddur í Reykjavík 12. ágúst 1930, sonur hjónanna Jónínu og Andrésar Blumenstein Karlssonar. Leifur ólst upp í Reykjavík, lauk venjulegu skólanámi og fór síðan í Iðnskólann og lauk þar námi í hús- gagnasmíði. Hann starfaði í nokkur ár við smíðar, en fór síðan til Þýska- lands til frekara náms og lauk þar prófí í byggingafræði. Að loknu prófí starfaði Leifur um tíma hjá Hannesi Kr. Davíðssyni arkitekt, en árið 1962 hóf hann störf hjá byggingadeild borgarverkfræðings, sem þá var nýstofnuð. Má segja, að þar liggi hans aðalævistarf. Byggingadeildin var í upphafí mjög fámenn og starfaði í nánu samstarfí við embætti húsameistara borgarinnar. Lengi framan af var Leifur eini tæknimenntaði starfs- maður deildarinnar og lenti því mjög á honum að móta starf deild- arinnar. Þegar deildin varð stærri og fjölmennari, varð Leifur tækni- deildarstjóri byggingadeildar. Aðal- verksvið hans varð að stjórna hönn- un, gerð útboðsgagna og hafa yfír- umsjón með framkvæmdum. Um miðjan sjöunda áratuginn var Höfði, móttökuhús borgarinnar, endurbyggður. Valdist Leifur til þess að hafa umsjón með því verki og hófst þar með sá þáttur á starfs- ferli hans, sem lengst mun halda nafni hans á loft. Leifur varð einn nesi, gisti sonur okkar Elías oft hjá Gyðu og Sigga á Akranesi um ára- mót, að öðrum kosti var ekkert gamlárskvöld hjá honum. Mörgum öðrum skemmtilegum atvikum bregður upp í hugskoti minning- anna frá Akranesárum okkar, sem við þökkum Gyðu og Sigurði fyrir. F’yrir tíu árum syrti í álinn, því ,að Gyða veiktist af skæðum sjúk- dómi og lést um aldur fram hinn 27. október 1983. Sigurður lét þó ekki deigan síga, en starfaði ötul- lega hjá fyrirtækinu Þorgeiri og Ellert á meðan kraftar leyfðu. Hann þótti vel verki farinn, eins og aðrir bræður hans frá Söndum, er þar unnu og stóðu allir vel fyrir sínu. Mikil eftirsjá er að góðum og mætum manni. Við leiðarlok er því efst í huga þakklæti til góðs vinar fyrir frábær kynni og vinsemd, sem ekki gleymist. Enginn skilur lífsins leiðir lögmál tímans hulið er. Vonin ein, hún birtu breiðir birtu lífs á móti þér. (O.E.) Við Denna og börnin sendum einkadótturinni Sigríði, Eric og son- um þeirra, ásamt öðrum ástvinum, einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Magnússonar. Sveinn Elíasson. af frumkvöðlum í endurbyggingu gamalla húsa. Þau eru orðin æði mörg húsin, þar sem hann hafði með höndum hönnun og umsjón. Má þar nefna: Fríkirkjuveg 11, Tjarnargötu 33, gamla Iðnskóla- húsið við Lækjargötu; Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Bárujámsklædd timburhús voru sérgrein hans og var hann helsti sérfræðingur hér- lendis í frágangi slíkra húsa. Trúmennska, nákvæmni og heið- arleiki einkenndi öll þessi störf Leifs, einkum lagði hann mikið á sig við endurbyggingar gamalla húsa til að ná sem bestum árangri við að færa þessi hús í upprunalegt horf. Árið 1980 varð Leifur fyrir því slysi, að vinnupallar við gamla Iðn- skólann í Lækjargötu hrundu, þegar hann var þar við störf. Slasaðist hann alvarlega og hlaut af varan- lega örorku. Slys þetta flýtti fyrir starfslokum Leifs og beiddist hann lausnar frá störfum 1. ágúst 1986. Þrátt fyrir það, að hann léti af störfum sem fastur starfsmaður Reykjavíkurborgar hélt Leifur áfram ráðgjafarstörfum, einkum varðandi endurbyggingu gamalla húsa. Á þessu tímabili sá hann ásamt öðrum um ráðgjöf vegna endurbyggingar Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. Þá veitti hann ráð- gjöf við endurbyggingu Bessastaða- stofu og lauk vinnu við gamla Iðn- skólahúsið, sem nú er safnaðar- heimili Dómkirkjunnar, auk margs annars. Húsateikningar, bæði af nýjum húsum, viðbyggingum og breyting- um stundaði Leifur alla tíð og ligg- ur töluvert eftir hann á því sviði. Kennslu stundaði Leifur lengst af, bæði við Meistaraskóla Reykja- víkur, Tækniskóla íslands og Iðn- skólann í Reykjavík. Þá var hann eftirsóttur fyrirlesari á námskeiðum og ráðstefnum um viðhald og end- urbyggingu gamalla húsa. Leifur lagði mikla áherslu á að viðhalda og bæta við þekkingu sína. í því skyni fór hann margar ferðir til útlanda á byggingarsýningar. Var hann eftirsóttur sem fararstjóri í slíkar ferðir. Leifur kvæntist Bergljótu Sigfús- dóttur og áttu þau þijá syni, þá Braga arkitekt, Sigfús Tryggva rafvirkja og Eirík Frey húsasmið. Þá ólst upp hjá þeim Hlynur flug- virki, sonur Bergljótar. Þau hjón slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Að lokum eru Leifi færðar þakk- ir frá núverandi og fyrrverandi starfsmönnum byggingadeildar fyr- ir leiðsögn og samstarf á liðnum árum. Við minnumst hans sem góðs samstarfsmanns og félaga og hefð- um kosið að njóta samvista við hann lengur, en enginn má sköpum renna. Öldruðum foreldrum Leifs og öðrum ættingjum eru hér með færð- ar innilegustu samúaðrkveðjur vegna hins ótímabæra fráfalls. F'riðhelg veri minning hans. Samstarfsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.