Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 41 Síldarstöð Óskars í Keflavík 1935. Á þessari stöð saltaði Óskar, annar eða fyrstur manna, Faxasíld 1935. Á þessari mynd má sjá annað afrek Óskars. Hann byggði nefnilega 1932 höfn fyrir Keflvíkinga, fyrst hafskipabryggju og þar næst ýmis mannvirki, byggði íbúðarhús, boraði fyrir vatni og byggði vatns- geymi. Síðar byggði hann, 1934, hafnargarð og bátahöfn. Raufarhafnarstöðin. Á árunum 1951-52 reisti Óskar stöð á Raufar höfn, byggði þar bryggjur, plan og mikinn húsakost. Snorri goði við Klappirnar í Færeyingahöfn. Skútan Artic í Færeyjahöfn í júní 1936 að losa byggingarefni og salt. Óskar var mikill áhugamaður um að við íslendingar efndum til útgerðar á Grænlandi. Hann hóf þar útgerð sjálfur í Færeyingahöfn og sendi þangað bátinn Snorra goða 1936. Óskar byggði þar hús og reyndi að fá dönsku sljórnina til að byggja þar hafnarmannvirki í félagi við sig, en það tókst ekki. Hann leigði þá frystiskipið Artic í félagi við dönsku stjórnina. Aflaleysi var við Grænland þetta sumar og varð ekki framhald á útgerðinni, enda engin aðstaðan eins og sjá má á myndunum. Brimbrjótaker úti fyrir höfninni i Omaha, nokkru vestar á strönd- inni. Óskar mun hafa náð heilum þremur af þessum stóru kerum, sem þarna ber hátt á sjónum framan við skipaflotann í höfninni. Annars voru flestir brimbijótarnir úti fyrir Arromanche. Guðsgjafarþulumenn 1920. Afstöðu Óskars til peninga má marka af orðum hans, þegar hann lagði féð í Hæring. Þá sagði maður nokkur við hann: „Þessum pening- um tapar þú, Óskar minn.“ Óskar svaraði: „Já það getur nú verið, en á einhveiju verður maður að tapa, þegar maður hefur grætt.“ Til eru margar lýsingar af Ósk- ari Halldórssyni, bæði að ytri og innri gerð. Ætli beztu skyndimynd- ir sé ekki að finna, Guðsgjafarþulu Laxness: Skáldið stendur á Ráð- hússplássi í Kaupmannahöfn að bíða eftir strætisvagni. „Ber nú að mér risavaxinn mann, sem ég stend þarna á gang- stéttinni. Hann ber það gervi sem tíðkaðist meðal heldri manna í þann tíð og samanstóð af hörðum hatti, sjakett og íbenviðarstaf með fílabeinshnúð ... Hann var auð- sjánlega að hugsa eitthvað sér- stakt, horfði niður fyrir sig og þrýsti íbenviðarstafnum með oln- boganum uppað síðunni, höndina í buxnavasanum; en var að reykja sígarettu með hinni hendinni. Hann kipraði augun eins og títt er um spilamenn, og þó var hann aungvanveginn áhyggjufullur að sjá. Altíeinu kannast ég við mann- inn, hætti að gá að sporvögnum til Vanlöse og geing í veg fyrir hann og segi góðan daginn á ís- lenzku. Nei, komdu blessaður, segir maðurinn og hættir að hugsa. Hvað syngur í þér! Viltu ekki sígar- ettu? Hann tók yfir um axlirnar á mér með þeirri hendinni sem hann hafði sígarettuna, þrýsti mér að sér og lét mig ganga með sér.“ Óskar var sífellt að kaupa og selja skip, bæði fyrir sig og aðra og bæði innan lands og utan. Árið 1933 fór hann til Ostend og festi kaup á 8 línuveiðurum, en fékk svo ekki innflutningsleyfi fyrir þeim. Þó þurfti ekki að leggja út gjaldeyri. ískar kenndi framsóknarstefnunni um. Á árunum 1938, 1939 og 1940 fór Óskar í skipa- kaupaferðir og I eina ferðina fór hann með pöntunarlista á 35 skipum og bátum 50-100 tonna, frá útgerðarmönnum víðsvegar um land. Alls er sagt að hann hafi náð út hingað einum 10 skipum og bátum og kallað kraftaverk. Sum þessara skipa nýttust vel á stríðsárunum, bæði sem góð síldar- skip og í fiskflutningum til Englands. í siðustu ferðinni, 1940, kom hann með tvö skip fyrir sjálf- an sig, 100 tonna skip. Hann slapp með þau í marz, áður en allt samband var rofið við Skandin- avíu í apríl. Hér fylgir mynd af því skipi hans, sem bundnar eru mestar minningarnar við. Hann keypti þetta skip tvisvar. Skipið, Jarlinn, fórst í Englandssigl- ingu í september 1941 og með þvi allir menn, þeirra á meðal sonur Óskars. Arnar Herbertsson málaði myndina. Verka- lýðsfélagið Vaka á Siglufirði keypti hana til minningar.um harðan andstæðing en vinsæl- an, sem segir sína sögu um manninn Óskar. Óskar var ekki á móti kauptöxtum vegna þess þeir væru of háir, heldur vildi hann sjálf- ur ráða hvað hann borgaði þessum eða hinum manninum. Þeir höfðu aðrar skoðanir á því í verkalýðsfélaginu. Arnar hefur komið fyrir Siglufjarðarmyndum í málverkinu, sem lík- lega sjást ógreinilega prentaðar. Óskar og brimbijóturinn. Það vilja menn telja furðulegast verka Óskars, þegar hann á árunum 1946-47 fékk einkaleyfi hjá brezku stjórninni til kaupa á þeim brimbijótum, sem hann gæti losað af Normandí-ströndinni. Þetta voru 3-7 þúsund tonna bákn, en einnig allmargir 1.700 tonna. Ósk- ar náði 14 af þeim stóru og fleirum af þeim litlu. Þá var það 1945-46 að Óskar keypti 70 innrásar- pramma, 3-400 tonna steinnökkva. Hann sá þá nothæfa í hafnarfyllingar ef skorið væri af þeim stefni og skutur. Prammana geymdi hann í Man- chester og Liverpool, en brimbrjótana dró hann til Amsterdam og seldi þá þaðan. Hér er mynd af einum stóra nökkvanum, þar sem hann er kom- inn til Stokkhólms. Ekki má gleyma að nefna okkar fræga skipherra, Einar M. Einarsson, í baráttunni við kerin. Hann var þar aðalmaðurinn og stjórnaði fjölda útlendinga. Annar frægur kap- teinn í okkar sögu var þarna, Sigurður Þorsteins- son, heimskapteinn. Þarna er verið að festa saman tvö ker, sem komin eru til Stokk- hólms. Óskar lézt 15. janúar 1953 og var jarðsettur 21. janúar. Það urðu margir til að fylgja lionum til grafar, háir sem lágir. Sagt er að þetta sé í síðasta sinn hér í Reykjavík, sem fylgt er frá heimili til kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.