Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1993 Með morgunkaffinu Þetta er sko almennilegur matur. Alveg eins og matur- inn hennar mömmu! Ég hef alla vega ekki áhyggj- ur af að hreinlætið sé ekki nægilegt hér. Það er sápu- bragð af matnum. HÖGNI HREKKVÍSI , AF HVfcRJU KALLA^lR. ÞÚ HANJN,, Gt/MSTEjN?! " iNttrgtttiMafeife BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Kvennahlaup ISI a Selfossi Frá Ólafíu M. Guðmundsdóttur: Undanfarin ár hefur orðið bylting í íþróttamálum almennings. Fólk hefur flykkst á heilsuræktarstöðv- arnar til að hreyfa sig meira. Marg- ir hafa látið sér nægja að trimma og ganga úti eða hlaupa. í dag má sjá konur og karla, unga og gamla, á göngu eða léttu skokki um öll bæjarfélög og víðar. Þó hef ég grun um að einhvers stað- ar leynist einhver sem alltaf er að hugsa um að fara að byija að hreyfa sig — á morgun. Væri nú ekki tilvalið kona góð, hvar sem þú ert og hvernig sem þú ert, að drífa þig af stað og láta 19. júní verða upphafið á breyttum lífsháttum og reglulegri hreyfingu til heilsubótar? Á Selfossi hefur verið unnið að undirbúningi kvennahlaupsins og var ákveðið að miða vegalengdirnar við allra hæfi. Vegalengdirnar eru tvær, 2,3 km og 5,3 km. Göngu/ skokkleiðirnar eru 2,3 km Tryggva- skáli/ Árvegur/ Heiðmörk/ Áustur- vegur/ Tryggvaskáli. 5,3 km Tryggvaskáli/ Árvegur/ Laugar- dælur/ Þjóðvegur 1/ Austurvegur/ Tryggvaskáli. Talsverður íjöldi er þegar búinn að skrá sig en þær sem eiga það eftir geta skráð sig frá kl. 11.00 þann 19. júní og fram að því að hlaupið hefst kl. 13.00. Þátttöku- gjald er 500 kr. og er innifalinn bolur með merki hlaupsins og stuðningsaðila. Allar konur sem ljúka hlaupinu fá verðlaunapening. Að loknu hlaupi verði Kvenfélag Selfoss með heitt á könnunni og vöfflur til sölu í Tryggvaskála. ÓLAFÍA M. GUÐMUNDSDÓTTIR, ljósmóðir, Selfossi. íslensk menning og íra-fárið Frá Þorsteini Guðjónssyni: Athyglisverð, en að hluta til vafa- söm grein Ragnars Borg hins mynt- fróða um nýfundinn rómverskan pening hér á landi, hefur leitt til þess, að þrír fræðimenn um söguleg efni hafa látið til sín heyra, þannig að segja má að rödd skynseminnar hafi komist að, en það er sjaldgæf- ara en flesta grunar. Ég er þó ósam- mála Einari Pálssyni um það atriði, að ekki megi halda fram“ skoðun á vísindalegum efnum, heldur að- eins setja fram tilgátur. Ætla ég ekki að ræða einstök atriði þess máls, en bendi á, að hefði Ragnar ekki látið í ljós álit sitt, þá hefðu hinir þrír ekki komið með sitt. Skringilegust er þögnin, hin há- menntaða þögn, sem endar með því að enginn þorir að segja neitt, af hræðslu við að stíga yfír einhver ímynduð strik. Sannleikurinn er sá, að bestu vísindamenn hafa ævin- lega haldið kenningum sínum fram — jafnvel lagt líf og velferð að veði — en með rökum. Bráðsnjallt þykir mér það hjá Jónasi Kristjánssyni, forstöðumanni Ámasafns, að kalla þessa furðulegu tilhneigingu að sveija af sér nor- ræna menningu írafár. Þó að írar væru manna herskáastir, bardaga- menn miklir, höfðu þeir ekki við Norðmönnum í orrustu. Það kom á þá íra-fár, fátkenndur ótti og þá var skammt í ósigur og flótta. Um þetta geymir nafnið minninguna. — Á mínu heimili hefur mjög lengi verið talað um íra-fár í þessu sam- hengi, um hina menningarlegu und- anvillinga okkar. En slíkt er alls ekki af neinni íra- eða Kelta-andúð sprottið. Sú fullyrðing sumra, að „kirkjan hafí komið með menninguna", stenst ekki. „Söngvar og sögur fornar", tíðkuðust á Norðurlöndum löngu fyrr. Flest menningarum- merki heiðninnar voru rækilega afmáð af hinni herskáu kirkju (eccl- esia militans). Má þar nefna Sögu- ljóðin germönsku, sem Karlamagn- ús hafði safnað, en munkarnir brenndu, Jörmunsúluna í Saxlandi, sem ofstækisfullur trúboði náði að bijóta. Forn rúnakefli, alkunn áður fyrr, hafa engin varðveist hér á landi. Og hver er sá, sem ekki heyr- ir „tóninn“ hjá Snorra Sturlusyni, þegar har.n er að rökstyðja það í Eddu sinni, að „Óðinn hefur Alfað- ir heitið“. „Nú skal heyra dæmin," segir Snorri. Það má nærri geta, hvort þeir hafa unað því vel, munk- arnir, að hinn æðsti guð heiðninnar bæri þetta fagra og göfuga nafn, sem síðan hefur lifað með þjóðinni, en þekkist naumast í öðrum málum. Þessu held ég fram, og má hver sem er gagnrýna það, ef hann getur. Viðbót: Ekki má láta þess ógetið að ályktanir Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings, og Jónasar Krist- jánssonar um rómversku peningana ganga hvor í sína átt. Guðmundur telur að sjóðurinn hafi borist hingað á víkingaöld með einhveijum land- námsmanni og peningarnir síðan dreifst. Jónas telur, að dreifing pen- inganna bendi til þess að þeir hafi borist hingað skömmu eftir að þeir voru slegnir, engar líkur til þess að sex öldum síðar hafi þeir verið saman í sjóði. Þarna er kominn skoðanamunurinn um rómversku peningana í hnotskurn. Óskandi væri, að einhvem tíma fáist úr því skorið með vissu, hvort er réttara. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Víkveiji skrifar Bilunin í símkerfi Reykjavíkur olli Víkveija, eins og þúsund- um annarra, miklum óþægindum. Blaðamenn eru ákaflega háðir sím- anum í starfi sínu og ekki síður telefaxtækinu. I marga klukkutíma á mánudag og þriðjudag náði Vík- veiji engu símasambandi, var orð- inn sótrauður af bræði loksins þeg- ar sambandið komst á aftur og gat þá varla talað í símann fyrir vonzku. Hann getur ekki ímyndað sér annað en að líkt hafi verið ástatt fyrir fjölda manna í fyrirtækjum víðs vegar um borgina, að þeim sem nota símann sem öryggistæki ógleymdum Hvernig má það vera að tugir þúsunda símanúmera í vestrænni höfuðborg geti orðið sambandslausir klukkustundum saman? Svona ástand verður kannski þolað í Moskvu eða Kaíró, en ekki í Reykjavík. Er ekkert vara- kerfi fýrir hendi, ef bilanir koma upp? Ber Póstur og sími enga ábyrgð gagnvart símnotendum, sem hafa orðið fyrir óþægindum og jafnvel misst af viðskiptum vegna bilunarinnar? Það hlýtur að verða komið í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Víkveija finnst viðbrögð starfs- fólks Strætisvagna Reykja- víkur við áformum um breytingu fyrirtækisins í hlutafélag með en- demum. Er það nú ekki einum of að Ieggja niður vinnu, þegar form- breyting á að verða á fyrirtækinu? Starfsfólk í einkafyrirtæki hefði a.m.k. varla komizt upp með slíkt. XXX Víkveiji hittir stundum ungt fólk, sem segir frá því — að því er virðist með nokkru stolti — að það hafi nú fallið einu sinni eða oftar í menntaskóla, verið fimm til sex ár að ljúka þessu o.s.frv. en svo hafi það spjarað sig í háskólanum og „rúllað háskólanáminu upp“. Skrifari þekkir líka marga, sem eru búnir að eyða fimm eða sex árum í þriggja ára nám í Háskólanum og stefna í að verða eilífðarstúdent- ar. Þeir eiga það sammerkt með fallistunum úr menntaskóla að finnast þetta sjálfsagður og eðlileg- ur hlutur. Hefur þetta fólk enga kostnaðarvitund? Átta þeir, sem slugsa í menntaskóla og þurfa að sitja aftur í bekk, eða þeir sem sitja í kúrsum ár eftir ár í Háskólanum en mæta aldrei í próf, sig ekki á því hvað þessi hegðun þeirra kostar skattgreiðenduma? Kostnaður við kennslu hvers nemanda í fram- haldsskóla eða háskóla kostar skattgreiðendur tugi þúsunda króna á ári. xxx * Aþessum tímum, þegar sparnað- ur í rekstri hins opinbera er lífsnauðsynlegur, mættu mennta- málayfirvöld kannski íhuga hvort eftirlegukindurnar og eilífðarstúd- entarnir ættu að sleppa svona bil- lega. Hvernig væri að þeir, sem þurfa til dæmis að endurtaka bekk í framhaldsskóla borguðu menntun sína að einhveiju leyti sjálfir? Skatt- greiðendurnir eru þegar búnir að borga fyrir þá og ættu ekki að þurfa að gera það aftur. Sama má segja um eilífðarstúdentana. Af hveiju innheimtir Háskólinn ekki hærri skólagjöld af þeim, sem látið hafa hjá líðast að ljúka námi á til- settum tíma og skortir á því viðhlít- andi skýringar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.