Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTBR FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / NAMSKEIÐ Að leika sér í sundlauginni Litið inn á sundnámskeið í Garðabæ SUNDNÁMSKEIÐ fyrir börn hafa alltaf notið mikilla vin- sælda á sumrin og þrátt fyrir að framboð á alls kyns sum- arnámskeiðum hafi aukist þá er sundið alltaf vinsælt. Með árunum eru yngri börn farin að mæta á námskeiðin og kennsluaðferðirnareru mikið breyttar frá því sem tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Nú er lögð mun meiri áhersla á leiki til að vekja áhuga barnanna. Morgunblaðið leit við í sund- laug Garðabæjar á þriðju- daginn en þar eru starfrækt nám- skeið á vegum Sunddeildar Stjön- FB6sson unnar' S'&uÚón El- Skrifar íasson og Elín Birna Guðmundsdóttir íþróttakennarar sjá um kennsluna og hámarksfjöldi nemenda á hveiju námskeiði er 24, eða tólf nemendur á hvorn kennara og nemendurnir eru allflestir á aldrinum fimm til átta ára. „Hópunum er skipt í stig, hvítt, rautt, gult og blátt eftir færni þátt- takanda. Börnin reyna síðan að ná markmiðum sem sett eru fyrir hvern hóp. Þessi aðferð var fyrst beitt í Kanada og markmiðið er að hver og einn hópur fái viðeigandi verkefni til að glíma við. í lok hvers námskeiðs fá nemendur vitnisburð, skjal sem greinir frá því hvað böm- in hafa lært og þá vita foreldrarnir hvar börnin standa, næst þegar fjöl- skyldan fer í sund,“ segir Siguijón. Foreldrar eru ekki leyfðir á bakk- anum vegna þoss að það hefur sýnt sig að það truflar einbeitingu barn- anna. Sú leið hefur verið farin að leyfa foreldrum að mæta í tvo tíma á hveiju námskeiði til að fylgjast með börnunum. Þeir tímar eru þá reyndar hugsað meira sem leikja- tímar. Undantekningin er reyndar með þau allra yngstu. Þau sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára eru á ljósbláa stiginu og koma í fylgd með fullorðnum sem eru með þeim í lauginni allan tímann. Mikið um leiki „Það eru alltaf yngri krakkar sem mæta á námskeiðin og því er nauðsynlegt að vera með leiki sem höfða ti! þeirra. Það þýðir ekkert að sýna yngstu börnunum fóta og handatökin og ætlast til að læri að synda eftir þeim leiðbeiningum. Leikir skipa því veglegan sess við kennsluna. Krakkarnir fara í stór- fiskaleik, Sel og síld [köttur og mús] og „síðasti" en sá leikur geng- ur út á það að nemendur reyna að ná að „klukka" aðra með því að snerta þá með korki. Ekki má klukka þá sem eru í kafi og leikur- inn fær því nemendurna til þess að fara í kaf auk þess sem leikurinn fær nemendur til að hreyfa sig í vatninu. Hjá börnum sem eru á gula stiginu, byggir hluti kennsl- unnar á söng og reynt er að flétta það léttum æfingum eins og til dæmis „Höfuð, herðar, hné og tær“ en það lag er vinsælt hjá börnum á leikskólaaldri. Morgunblaðið / Frosti í sundi Leikir eru mikið notaðir við sund- kennslu bama og efri myndin sýnir börn að leik á byrjendanámskeiði í Garðabæ. Á neðri myndinni útskýrir Siguijón Elíasson íþróttakennari fyrir nemendum nýjan leik og ekki ber á öðru en hann hafi áhugasama hlust- endur. Lært að þekkja laugina „Helsta markmiðið með kennslu yngstu krakkana er að fyrstu kynn- in af sundlaugum sé ánægjuleg og að þau hræðist ekki vatnið,“ segir Elín sem kennir yngri börnunum. „Þeim er sýnt svæði í laugunum og þeim sagt hvar t.d. djúpa og grunna laugin séu, tröppur og hvernig eigi að fara í rennibrautina svo eitthvað sé nefnt.“ Yngstu krakkarnir sem koma án foreldra á námskeiðin eru fimm ára og þá hafa kennararnir pilt og stúlku úr. vinnuskóla bæjarins sér til aðstoðar í búningsklefum. Námskeiðin í Garðabænum standa yfir frá 8:45 á morgnana allt til kl. 13:30 á daginn og hver kennslustund stendur í 35 mínútur. Þess má reyndar geta að Stjarnan er ekki eingöngu með kennslu fyrir börnin. Á kvöldin er fullorðins- kennsla í bringu- og skriðsundi og einnig er boðið er upp á vatnsleik- fimi fyrir eldri borgara. GOLF Morgunblaðið/Frosti Verðlaunahafar í Mitsushiba-golfmótinu. Efri röð frá vinstri: Gunnlaugur Kárason GR, Friðbjöm Oddsson GK og Brynjar Geirsson GK. í neðri röð frá vinstri: Tómas Peter Salmon GR, Sæmundur Óskarsson GR og Pétur Óskar Sig- urðsson GR. Verslunin Útilíf gaf verðlaunin. Pétur og Friðbjöm á besta skorinu PÉTUR Sigurðsson úr GR og Friðbjörn Oddsson úr Keili urðu hiutskarpastir á Mitsus- hiba golfmótinu sem fram fór á velli Keilis f Hvaleyrarholti á laugardaginn. eppt var í tveimur flokkum, fjórtán ára og yngri og 15 - 17 ára. Kylfingarnir sýndu mikla snilli og ljóst er að framtíðin er björt í þessari íþrótt. Sérstaka at- hygli vekur lágt skor Péturs Sig- urðssonar í yngri flokknum þar sem hann hafði nokkra yfirburði í leik án forgjafar. Á mótinu voru leiknar átján holur og verðlaun veitt fyrir besta skor með og án forgjafar. Úrslit urðu þessi, tölurnar tákna höggafjölda á fyrri og síðari níu holum, þá heildarskor og loks skor þegar forgjöfin hefur verið dregin frá. Yngri flokkur: Pétur Sigurðsson, GR.. 39 39 78 (64) Tómas P. Salmon, GR .. 40 44 84 (60) SæmundurÓskarss.., GR ... 44 42 86 (62) Guðjón Emilsson, GR 40 9 79 (67) Hlynur G. Ólason, GK ... 42 42 84 (71) Ingvar Ingvarsson, GS ... 43 44. 87 (67) Davíð Viðarsson, GS ... 44 44 88 (65) SvanþórLaxdal, GR ... 43 46 89 (70) Guðm. F. Jónasson, GR ... ... 47 44 91 (67) Gunnar Jóhanness., GR .... ... 47 44 91 (67) HaraldurHeimiss.,GR .... ...50 50 100 (76) Eysteinn Garðarss., GS ... ...51 51 102 (78) Jón Jóhannsson GS ... 52 51 103 (80) Hannes Sigurðsson GR ... ... 48 57 105 (81) Bjöm Kr. Bjömss., GK .... ...61 54 115 (91) IngólfurD. Þóriss., GR .... ... 55 61 116 (92) Ingibergur Gíslas., GK .... ... 64 61 125 (101) Ólafur B. Ágústss., GR .... ...69 56 125 (101) Eldri flokkur: Friðbjörn Oddsson GK ... 36 39 75 (64) Brynjar Geirsson GK ... 39 37 76 (63) Gunnar Logason GS ...38 41 79 (68) Ari Magnússon GK ... 39 41 80 (68) Páli A. Sveinbj. GK ... 38 42 80 (68) Egill Sigurjðnsson GK ... 39 42 81 (68) Steinar Þ. Stefánss. GS ... ... 41 40 81 (69) GunnLKárason GSS ... 38 46 84 (67) Hannes M. Ellert. GMS ... ... 43 43 86 (75) Ólafur M. Sigurðss. GK ... ... 45 42 87 (73) Einar Lars Jónsson GS .... ...45 44 89 (75) Ágúst Jensson GMS ...40 50 90 (76) Jóhann K. Hjaltason GK .. ... 44 49 93 (77) BirgirV. Bjömss.,GK ... 49 45 94 (79) Guðjón E. Guðj. GK ...47 50 97 (76) Lárus H. Láruss., GKG .... ... 49 49 98 (75) Björn Halldórss., GKG .... ... 53 50 103 (92) FRJALSIÞROTTIR Goggi galvaski á Varmárvelli Stórmót Gogga galvaski, sem er fijálsíþróttamót 14 ára og yngri, verður á Varmárvelli í Mosfellsbæ um helgina. Mótið hefst með keppni í 60 metra hlaupi kl. 9.30 á laugardag og verður þá keppt í 11 greinum og reiknað með að keppni ljúki um kl. 16.00. Á sunnudag hefst keppni á sama tíma og verður þá keppt í sex greinum og mótslok áætluð um kl. 15. Keppendur eru um 300 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.