Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 49 Eddie Murphy sem kvæntist nýlega Nicole Mitchell segir að hún sé af gamla skólan- Linda Evange- lista skildi við eigdainmanninn og hóf samband með Kyle MacLachlan fyrir nokkru. Silvester Stall- one hefur sést með fyrirsæt- unni Jennifer Flavin að undan- förnu. Fyrirsæta sem er að eldast ætti giftast leikara, spaugar Cindy Crawford sem er gift Richard Gere. — Beverly Johnson segir Chris Noth vera fyrsta leikarann sem hún eigi í ástarsambandi við. Carla Brum hefur lat- ið Mick Jagger og Eric Clapton róa en er nú með leikaranum Vincent Perez. að FYRIRSÆTUR Leikarar inni en rokkarar úti Upp úr 1980 sáust þekktustu fyrirsæturnar áðallega í fylgd rokkstjarna. Nú er öldin önnur og leita fyrirsæturnar sér gjarnan að maka eða sambýlismanni úr hópi leikara — eða öfugt. Þannig hefur ein hæstlaunaða fyrirsæta heims, Cindy Crawford, verið gift leikaranum Richard Gere í nokkur ár, Jennifer Flavin hefur um nokkurt skeið verið fylgdarkona Silvester Stallones og Nicole Mitch- ell gekk fyrir skömmu í hjónaband með leikaranum Eddie Murphy, en þau hafa verið í sambúð undanfarin ár. Þegar slitnaði upp úr hjónabandi fyrirsætunnar Lindu Evangelistu fyrir skömmu fór hún að sjást með leikaranum Kyle MacLachlan, sem lék m.a. í kvikmyndinni Twin Peaks. Fyrirsætan Beverly Johnson segir að lífsstíll leikara henti ágæt- lega fyrirsætum, því þeir þurfi líka átta stunda svefn og veitir ekki af að hugsa um mataræðið til að líta vel út. Hún hefur sést með leikaran- um Chris Noth í rúmt ár, en hann leikur meðal annars í sjónvarpsþátt- unum Lög og regla. Fyrirsætan Carla Bruni sem bæði hefur verið orðuð við hljómlistarmennina Eric Clapton og Mick Jagger er nú með franska leikaranum Vincent Perez. LOTTO Unnu rúmar 70 milljónir Dönsku hjónin Yvonne og Karsten Norby, sem unnu rúmar sjötíu milljónir króna í Vík- ingalottóinu fyrir stuttu, vinna bæði í fiski og liafa ekki hugsað sér að breyta neinu þar um. Karst- en hefur unnið við ýmiss konar störf innan sjávarútvegsins síðan hann hætti 14 ára í skóla, en Yvonne, sem einnig er ófaglærð, vinnur við að pakka humri. Þau kynntust fyrir rúmu ári en giftu sig fyrir örfáum dögum þannig að hveitibrauðsdagarnir voru ekki liðnir þegar þau fengu peningaverðlaunin. „Það er undar- legt að fá alla þessa peninga stuttu eftir að brúðargjöfum rigndi yfir okkur,“ segja ungu hjónin, sem eru 28 og 29 ára. Pylsurnar enduðu í ísskápnum Karsten var að búa sig undir að grilla pylsur þegar Yvonne kall- aði til hans að þau væru með sjö réttar tölur. Hann hélt að hún væri að grínast, því tölurnar eru bara sex. Karsten dreif sig þó til kaupmannsins, sem sagði honum að upphæðin væri yfir 50 þúsund krónum, þannig að hann yrði að fara í bankann og sækja pening- ana. Þeim brá heldur en ekki í brún þegar þeim var sögð upphæð- in. „Pylsurnar enduðu í ísskápnum því við vorum svo upprifin og höfð- - um enga matarlyst," sögðu ungu hjónin. Eftir að fréttin barst út fylltist heimili þeirra hjóna af vinum og vandamönnum sem aðstoðuðu meðal annars við að svara síma og skipuleggja viðtöl, því öll danska pressan vildi fá að heyra hvað þau ætluðu sér að gera í framtíðinni. Milljónamæringarnir segjast þó ánægð yfir því að fregn- in spurðist út, því þau vildu gjarn- an láta ósköpin ganga yfir sem fyrst. Geta farið í brúðkaupsferð Þau eru nýflutt í ófullbúið.rað- - hús ásamt sjö ára dóttur Yvonne og segjast nú geta lokið við húsið. Þá ætla þau að fara í brúðkaups- ferð, en hún á hvorki að vera löng né ströng. Helsti munurinn er þó, að nú þurfa þau ekki að taka sér kvöld- og helgarvinnu vegna pen- inganna. Yvonne og Karsten Norby segjast hvorugt hafa fæðst með silf- urskeið í munni, en hafi þurft að vinna hörðum höndum fyrir því sem þau eiga. Aðgangseyrir kr. 800.- Opið frá kl. 22-03 Borðapantanir í síma 68 62 20 Opið föstudags- og laugardagskvöld Til Hamingju með daginn! Til hamingju með daq inn! DANSSVEITIN ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur LAX AM YR ARFJ ÖLSKYLD AN Sex laxar veiddust fyrsta morguninn Sú hefð hefur myndast við Laxá í Þingeyjarsýslu að fyrsta morguninn hafa Laxamýrarbændur til ráð- stöfunar, enda er besta veiði- svæðið í ánni talið vera í Laxamýrarlandi. Að vísu eru Laxamýrarbændur þeir Björn og Vigfús farnir að draga sig i hlé, en i staðinn leyfa þeir börnum og baran- börnum að reyna sig við veið- arnar, enda er áhugi þeirra mikill. Þegar fréttaritari var á ferð við ána um morguninn voru ijórir vænir laxar komn- ir á land en alls veiddust sex laxar fyrir hádegi. Morgunblaðið/Silli Á myndinni, sem tekin er neðan við Bjarg, eru f.v. Björn G. Jónsson, Jón Helgi Björns- son, Halla Bergþóra Björnsdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir, Vigfús dóttursonur Vigfúsar Jónssonar og Jón Helgi Vigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.