Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.06.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 34 *-- Löngu liðin tíð að grænmeti sé keyrt á haugana til að halda háu vöruverði „Það er löngu liðin tíð að það sé verið að keyra tómata, gúrkur og annað grænmeti á haugana svo hægt sé að halda háu verði þegar offramboð er á þessum vörutegundum. Það gerðist að- eins á gamla einokunartímanum sem nú er löngu lokið. Sam- keppnin er orðin svo mikil í þessu að nú fá neytendur að njóta góðs árferðis í lægra vöru- verði,“ segir Kolbeinn Ágústs- son, sölusljóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. „Það má reikna með því að kíló- verð á gúrkum og tómötum geti farið allt niður í tæpar 100 krónur út úr búð þegar mikið framboð er. En síðan getur verðið farið yfir 500 krónur kg. þegar lítið framboð er. Þetta er bara spuming um framboð og eftirspurn eins og annars staðar í heiminum. Verð er hæst á vorin, en lækkar síðan þegar líður á sum- arið og svo má búast við einhverjum "fhækkunum aftur á haustin þegar framboð minnkár aftur,“ segir Kol- beinn. íslenska útiræktin er ekki ennþá komin í verslanir hérlendis, en bú-. ■ Hvítari tennur eftir sjálfsmeðhöndlun LÝSINGAR á tönnum hafa tíðk- ast í gegnum árin, en þó með misjöfnum árangri. Nú er komið á markaðinn því sem næst óbrigðult ráð, sem er að ryðja sér töluvert til rúms hér á landi, og felst það að verulegu Ieyti í sjálfsmeðhöndlun, að sögn Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar, tannlækn- is og formanns Tannlæknafélags íslands. Sú meðferð, sem hér um ræðir, tekur eina til tvær vikur. Að þeim tíma liðnum ættu tennurnar að Vera orðnar skjannahvítar. Með- ferðin gengur út á það að tann- læknir tekur afsteypu af gómum viðkomandi „sjúklings" og búið er til gifsmódel eða eftirlíking af gó- munum. Á afsteypurnar er síðan smíðuð skinna, sem sjúklingurinn fær með sér heim auk efnis, sem er á litlum túpum. Á kvöldin áður en sjúklingurinn gengur til hvílu og eftir að hafa burstað tennumar vel, er efni úr einni túpu sprautað inn á skinnuna, sem síðan er kom- ið fyrir uppi í munninum. „Viðkom- andi sefur með þetta í eina til tvær yikur. Á morgnana tekur hann út úr sér skinnuna, þvær hana vand- lega og burstar tennurnar eðlilega. Síðan endurtekur hann þetta næsta kvöld. Þetta hefur gefist mjög vel og virðist laga ails kyns litanir, hvort sem er áf völdum kaffis, tób- aks, lyfja, kalkúrfellinga eða ann- arra orsaka,“ segir Jón Ásgeir. Hann segir að aðferðin sé ekki heppileg fyrir þá, sem séu með mikið af framtannafyllingum. „Oft vill brenna við að framtannafylling- arnar taka í sig lit af kaffi, te og Lukkuferðir Farklúbbsins DREGNIR hafa verið út fimmtán farkorthafar hjá Farklúbbi VISA sem hver um sig fékk að kaupa tvær utanlandsferðir með Flugleið- um, hvora á 100 þús. kr. Flestir ákváðu að fara til Parísar en nokkr- ir til London eða Lúxemborgar. í haust verða dregnar út 30 ferð- kætast. Ekki hefur verið ákveðið ir í lukkupottinum og munu þá 15 hvert þær ferðir verða. ■ aðrir korthafar hafa ástæðu til að Nauðsynlegt er að tennur séu vel burstaðar og hreinar áður en skinnunni er komið fyrir í munn- inum. Efni úr einni túpu er sprautað á hverju kvöldi inn í skinnuna, sem viðkomandi sefur síðan með á næturna, í eina til tvær vikur. tóbaki og aflitast því með tímanum. En þessi nýja aðferð litar ekki fyll- ingar og því er hætta á að skipta þurfi um fyllingarnar eftir meðferð- ina þar sem hróplegur litamunur getur myndast á framtannafylling- unum og glerungi eigin tanna. „Hvítar tennur eru hluti af hraustlegu útliti og fegurð. Kröfur sjúklinganna ,eru sífellt að aukast. Tækninni fleygir fram og framþró- unin stefnir ekki bara í að bæta endingu fyllinga, heldur í átt að útlitsbætandi þáttum líka,“ segir Jón Ásgeir að lokum. ■ Á innlenda grænmetismarkaðn- um gildir nú lögmálið um fram- boð og eftirspurn. Kílóverð á gúrkum og tómötum getur verið frá tæplega 100 krónum og rokið síðan í rúmar 500 krónur á stutt- um tíma. ast má við kínakáli, á markaðinn, fljótlega upp úr mánaðamótum ef veður helst svipað og verið hefur. 48 sölubásar í miðbænum í dag MARGIR eiga eflaust eftir að leggja leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem ávallt er mikið um dýrðir á þjóðhátíðardaginn. Fullorðn- sér kaffi eða ís í mannhafinu og börnum sínum til hæfis. Hluti af ánægju barnanna felst vafalítið í því hve gjafmild mamma og pabbi eru á fé þennan dag, enda má ætla að fjölmargar freistingar verði á vegi yngstu kynslóðanna í öllum þeim aragrúa sölutjalda, sem reist verða á torgum og strætum í dag „enda er 17. júní bara einu sinni á ári,“ segir viðmælandi. Samkvæmt upplýsingum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur hefur verið veitt leyfi fyrir 48 sölutjöidum í miðborginni í dag og eru íþróttafé- ‘1 ***** *“'-*' *** *******> *** siðast en ekki síst til þess að gera lögin í miklum meirihluta þeirra, sem sótt hafa um leyfi. Sum félögin koma með eigin tjöld, önnur fá leigð tjöld hjá borginni á 11 þús. kr. Söluaðil- arnir hafa ekki með sér samræmda gjaldskrá á þeim vörum, sem seldar eru, heldur er álagning fijáls. Hörð samkeppni ríkir hinsvegar á milli söluaðila neytendum til góða „og þegar líða tekur á daginn og menn búnir að athuga prísinn í næstu tjöld- um, fer verðið gjarnan lækkandi þegar líða tekur á daginn“. Hvað kostar A að fara með . i börnin í w- bæinn? Gos 100' Pylsur 150 ^ Helíum blöðrur 300-400 Fánar 200 Körfuboltamyndir 150pakkinn NBA-derhúfur 1.300 Vindrellur 150 Sleikipinnar 100-200 Sleikipinnasnuð 100-150 Frostpinnar og pinnaís 100 Gosduft í pökkum 50 Kúlutyggjó 10-15 Bland í poka 100 En hvað skyldi það kosta að fara með börnin í bæinn í dag? Til að svala þeirri forvitni okkar höfðum við samband við nokkur íþróttafélög og þau innt eftir verðum á því sem í dag má kalla 17. júní-dót. Rétt er að taka fram að hér er ekki um tæmandi könnun að ræða þar sem verð var aðeins kannað hjá hluta þeirra söluaðila, sem verða á kreiki í miðbænum í dag. ■ Humar á HUMAR þykir mikið lostæti enda með dýrustu réttum, sem fyrir- finnast á matseðlum fínna veit- ingahúsa. Humar er ekki daglega á borðum almennings hér á Iandi, heldur er hann gjarnan notaður til hátíðarbrigða eða við sérstök tækifæri. Þeir félagar, Jens Arason mma og Magnús Karlsson, stofnuðu fyrir nokkrum mánuðum fyrir- Sn tækið Bakkarétti, sem selur OC rækjur, ýsu, kjúklinga og síð- !■£ ast en ekki síst humar á 1.290 M kr. kg. Sölustarfsemin fer ein- CLt göngu fram í gegnum síma An og sjá Bakkaréttir um heim- S3 keyrslu til viðskiptavinanna. „Viðtökur hafa verið mjög góðar," segja þeir Magnús og Jens. „Við höfum verið að þróa þetta í heilt ár og munum bæta við úrvalið í sumar. Til dæmis er meiningin að bjóða sérstaka grillpakka, sem munu innihalda kryddlegna kjúkl- inga, kryddlegið lambakjöt og hum- ar.“ Sælkerar geta nú spreytt sig á humaruppskrift, sem þeir félagar létu Daglegu lífi í té, en þar er um að ræða tvær eldunaraðferðir, bæði pönnusteikingu og grillsteikingu. HUMAR 1 kg humar 2 rauðlaukar grillið og pönnuna Kryddsmjör 180 g smjör 'k hvítlaukur 'h tsk. pipar ‘Atsk. aromat 1 knippi steinselja eða ‘A bolli þurrkuð steinselja Takið hvítlaukinn og saxið hann smátt, helst í moulinex eða sam bærilegu tæki. Bætið smjöri, stein- selju, pipar og aromat út í og mix- ið saman. Best er að gera krydd- smjörið deginum áður. Pönnusfeiking Takið humarinn hálfþiðinn og skerið hann með stórum beittum hníf eftir endilöngu. Bræðið krydd- smjörið við miðlungs hita. Saxið rauðlaukinn út á pönnuna. Leggið humarinn á sárið og steikið þar til að humarinn fer að kreppast eða í u.þ.b. 2-3 mínútur. Gott er að dreifa paxo ofan á humarinn ef vill. Borið fram með nýju snittubrauði. Grillsteiking Takið humarinn hálfþiðinn og skerið hann eftir endilöngu. Bræðið kryddsmjör og penslið á humarinn. Leggið humarinn á sárið á grillið við miðlungshita þar til hann fer að kreppast eða í 2-3 mín. Penslið tvisvar til þrisvar á meðan. Steikið rauðlauk og berið nýtt snittubrauð með. ■ JI Lifandi mjólkursýrugerlar MJÓLKURSÝRUGERLAR frá Futurebiotics verða brátt fáan- legir í verslunum hér á landi. Gerlarnir eru frostþurrkaðir, en slík meðhöndlun er sögð hafa þau áhrif að gerlarnir lifi I eitt ár utan kælis. Gerlarnir eru í hylkjum eins og vítamín, en í fréttatilkynningu frá innflytjanda segir að þrjár tegundir verði á boðstólnum hér á landi. Kraftmesta tegundin sé langlífur AcidGphilus + sem inniheldur 6 teg- undir af lifandi gerlum. „Þetta eru fjölvirkir gerlar, sem sérstaklega er mælt með til að koma þarma- flóru í lag eftir fúkalyfjakúra og til að komast hjá matareitrun er fólk fer til fjarlægra landa, t.d. Asíu og Afríku." í fréttatilkynningunni er einnig sagt frá sérstakri tegund gerla sem ætluð er fólki með mjólk- uróþol og annari sem hefur það hlutverk að bæta meltingu, veija slímhimnu þarma og skapa óæski- leg lífsskilyrði fyrir óæskilega sýkla og sveppi. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.