Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.1993, Page 10
10 mi IMUt .VI fllIOA’tHJTMMI'? QtlQAiiaRUÖflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1993 Elísabet Haraldsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er ætíð freistandi, þegar fleiri en ein sýning er í gangi á listaverkum sem unnin eru í sama miðil, að leggjast í hreinan saman- burð; eitt er betra, annað er lak- ara. Þannig standa nú yfir í Reykjavík a.m.k. tvær einkasýn- ingar leirlistamanna, þ.e. sýning Elísabetar Haraldsdóttur í Geysis- húsinu við Vesturgötu og Rögnu Ingimundardóttur á Kjarvalsstöð- um. En þegar sýningarnar hafa verið skoðaðar, hverfa slíkar hug- myndir sem betur fer oftast út í veður og vind, því sjálfstæði við- fangsefna, vinnubragða og fram- setningarmáta gerir slíkt með öllu óraunhæft. Elísabet Haraldsdóttir er gagn- menntuð í myndlistinni. Eftir að hafa stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1967-71 hélt hún til Vínarborgar, þar sem hún var í fjögur ár í fram- haldsnámi við „Hochschule fúr angewandte Kunst“, og var síðan gestanemandi þar eitt ár enn; loks hlaut hún styrk og vinnuaðstöðu á vegum Vínarborgar 1978. Heim- komin kom hún sér upp vinnuað- stöðu við Bændaskólann á Hvann- eyri, þar sem hún hefur búið frá 1978. Nú er um áratugur liðinn síðan Elísabet hélt einkasýningu í Reykjavík, og því forvitnilegt að sjá hvað hún hefur verfð að fást við. Á sýningunni í Geysishúsinu getur að líta íjörutíu verk, og af þeim er ljóst að listakonan hefur undanfarið unnið mikið út frá kúluforminu, opnað það, flatt út, teygt eða klofið; bylgjan og það línuspil sem henni fylgir kemur einnig sterkt fram í nokkrum verk- um, og loks notar hún leirinn hreinlega sem efnivið í malerískar veggmyndir, þar sem áferð, línur og litir vinna saman til að skapa eina myndræna heild. Það eru möguleikar abstrakt myndmálsins sem heilla listakon- una í vinnu hennar. Kúlan er t.d. skorin eða opnuð á fjölbreyttan hátt í verkunum, jafnframt því sem litun gripanna skiptir sköpum um þau sjónhrif, sem verða til. Þannig er mildur liturinn áberandi þáttur í verkum eins og „Mosakúla" (nr. 3) og „Bláskurn“ (nr. 11), en form- ið ræður hins vegar meiru í stærri verkum eins og „Eggrún“ (nr. 14), sem er afar skemmtilegur gripur. I nokkrum veggmyndum hefur Elísabet skapað sterkar bylgjur, þar sem form leirsins og hrynjandi litanna vinna vel saman. Þannig eru t.d. „Strengir" (nr. 16) og „Straumar" (nr. 28), en í hinu síð- arnefnda er biái liturinn afar sterk- ur og mótandi þáttur verksins. Listakonan notar leirinn stund- um líkt og léreft, og byggir þann- ig upp óhlutbundna myndheima, sem þó vísa í mörgum tilvikum til náttúrunnar í litum og formum. Þannig eru stór verk eins og „Vik- ursvipir" (nr. 24), en ekki síður samsetningar smærri mynda eins og „Leirsveipir“ (nr. 29-33) og „Heiðardrög" (nr. 5), sem er eink- ar lífleg og fjölbreytt samsetning, þar sem hver smámynd nýtur sín vel í sambandi við umhverfi sitt. Hér er á ferðinni sýning frá hendi ágætrar listakonu, þar sem vönduð vinnubrögð sitja í fyrir- rúmi. Formrænir möguleikar efn- isins eru kannaðir á fjölbreyttan hátt, þannig að Ijóst verður að leir- inn getur þjónað margvíslegum metnaði í myndlistinni. Sýning Elísabetar Haraldsdótt- ur í Geysishúsinu við Vesturgötu 1 stendurtil sunnudagsins 20. júní. Ara-leikhúsið Píanótónleikar í Norræna húsinu SÆNSKI píanóleikarinn Carl Pontén heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 19. júní og hefjast þeir kl. 16. Carl Pontén er búsettur á Ítalíu, en hann lauk námi frá tónlistarhá- skólanum í Flórens haustið 1992 og er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur hingað til lands. Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu og hlotið lof áheyrenda og gagnrýn- enda. í júní 1991 vann Carl Pontén 1. verðlaun í alþjóðlegu tónlistarkeppn- inni „Nova Milanese" í Mílanó. Á efnisskránni eru .verk eftir Chopin, Stenhammar og Liszt. íslandsbanki styrkir komu hans hingað til lands. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. FÖSTUDAG kl. 20.30. í Straumi: ARA-leikhúsið. „Experimental Workshop Theatre World Per- formance." Höfundur: Jón Friðrik Arason. Leikstjóri: Rúnar Guð- brandsson. leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Steinunn ólafsdóttir o.fl. Frumsýning. Klúbbur listahátíðar: Tríó Björns Thoroddsen ásamt gestum. FÖSTUDAG kl. 20.30.-3.01: Tón- leikar og tískusýning í Faxaskála. Hljómsveitir: Púff, Heiða (trúbad- or), Yukatan, Dawn of the dead, Tjalz Gissur, Texas Jesus, Slip, Niður, SS span, Kolrassa krókríð- andi. Birgir Thor, Gunnar Rúnar og Börn fremja gjörning. Ásta Guð- rún, Silja Dögg og Kolbrá Braga sýna föt. Streymi ’93 ARA-Ieikhúsið sýnir Streymi ’93 á Listahátíð í Hafnarfirði 1993, að Listamiðstöðinni í Straumi rétt fyrir utan Hafnar- fjörð dagana 18. júní (frumsýn- ing), 20., 23., 24. og 29. júní. I fréttatilkynningu segir: Ara- leikhúsið fer ótroðnar slóðir við vinnslu þessa verks. Hefðbundin verkaskipting og tímasetning leik- húsvinnunnar er brotin upp á þann hátt að allir helstu aðstand- endur sýningarinnar; rithöfundur, leikstjóri og leikarar, taka þátt í vinnuferlinu frá upphafi. Þetta er opið samvinnuverkefni þar sem hver og einn hefur ákveðið frum- kvæði, en fær jafnframt hug- myndir og innblástur frá öðrum. Aðstandendur og þátttakendur leikverksins Streymi ’93 eru Jón Friðrik Arason rithöfundur, Rún- ar Guðbrandsson leikstjóri, Árni Pétur Guðjónsson leikari og leik- aramir Steinunn Ólafsdóttir, Harpa Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson og Anna E. Borg ásamt fjölda aukaleikara. 911 Rfl 91 97fl LÁRUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmoastjori ■ I I DU't I 0 / w KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. ioggilturfasteignasali Nýkomnar til sölu - eignir sem vekja athygli Séríbúð - nýendurbyggð 3ja herb. íb. á neðri hæð 81,8 fm nettó v. Bústaðaveg. Öll eins og ný. Hiti sér, inng. sér. 40 ára húsnlán fylgja rúmar 3,0 millj. Skipti möguleg á einb- eða raðhúsi í nágrenninu. Fyrir smið eða laghentan rúmg. og sólrík 3ja herb. íb. á efri hæð 86,4 fm nettó v. Mjóuhlíð. Ris hússins fylgir. Sérhiti. Góður bílsk. 28 fm fylgir. Sanngj. verð. Glæsileg eign á úrvalsstað Einbhús - steinhús ein hæð 171,2 fm v. Selvogsgrunn, mikið endurn. Góður bílsk. 27 fm. Glæsil. trjágarður. Verð aðeins kr. 15,0 millj. Glæsileg sérhæð - frábært útsýni Efri hæð 6 herb. 149,6 fm vestast í Rauðagerði. Þrfbýli. Allt sér. Góð- ur bílsk. Tvennar svalir. Ræktuð lóð. Vinsæll staður. 2ja herbergja íbúð öll eins og ný f lyftuh. inni við Sund á 6. hæð. Nýendurbyggð. Rúmg. sólsvalir. Fráb. útsýni. Laus strax. Verð frá kr. 5,3 millj. nokkrar 3ja og 4ra herb. íb. m.a. við: Stóragerði, Kleppsveg, Njáls- götu, Hverfisgötu og Ásgarð. Nokkrar með miklum og góðum lánum. Ein bestu kaup á markaðnum í dag. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. • • • Opið í dag kl. 10-13. Ath. breyttan opnunartima. Gleðilega þjóðhátfð. Opiðá laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 ALMENNA FASHIMASALA N Ljóðas^ning BrRgSL Olafssonar Á KJARVALSSTÖÐUM verður sýning á ljóðum eftir Braga Ólafs- son opnuð laugardaginn 19. júní kl. 14. Bragi Ólafsson er fæddur 1962 og eftir hann hafa komið út þijár ljóðabækur: Dragsúgur 1986, Ánsj- ósur 1991 og Ytri höfnin 1993. í fréttatilkynningu segir: „Flest ljóð Braga eiga sér stað í borgarum- hverfí með ýmsum neysluhlutum og sjónarhorn borgarbúans ríkir. Mörg ljóðanna eru staðsett erlendis og flest ljóð hans vitna um þann sem víða hefur ratað, þau eru ekki bundin ís- lensku sviði eða sérstökum tíma, en þessum ferðalögum um lönd og borg- ir fylgir óvissa og undrun. Ljóðin virðast byggjast á eigin reynslu eða endurminningum en veruleiki þeirra er samt óháður stað og stund. Ljóðasýningar Kjarvalsstaða, sem unnar eru í samvinnu við Ríkis- útvarpið-Rás 1, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins síðan 1991. Með þeim hafa opnast nýir möguleikar fyrir íslensk skáld í rými sem áður var helgað myndlistinni, en jafnframt vekja sýningamar spurningar um stöðu Ijóðlistarinnar í dag. Bragi Ólafsson. Tískutímaritið „0“ Tímarit og tvöfaldur geisladiskur gefin út ANNAÐ tölublað tískutímarits- ins „0“ er væntanlegt næstkom- andi föstudag. I tilefni útgáfunnar hefur breska tískublaðið i-D ákveðið að senda full- trúa sína til landsins og kynna sér skemmt- analíf íslendinga. Ætl- un þeirra er að skrifa grein í júlíhefti blaðs- ins um strauma í tón- Iist og tísku hérlendis. Þcir munu m.a. kynna sér útgáfuhátið tíma- ritsins „0“-sins og tvö- falda geisladisksins Núll & nix. Tímaritið „0“ er gefíð út af Máli og menningu og kom fyrsta tölublað út um síðustu jól. Að þessu sinni verður einnig gefinn út geisla- diskur, Núll & nix, og mun hann fylgja fyrstu eintökum blaðsins. Disk- • urinn inniheldur það helsta sem er að gerast neðanjarðar í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Mikill fjöldi hljómsveita prýðir geisladiskinn og þótti því best að halda tvenna tónleika til þess að kynna hann. í gærkvöldi voru rokktónleikar í Tunglinu þar sem 12 hljómsveitir af Núlli & nixi komu fram og í þeim hópi má nefna Kolrössu krókríðandi, Yukat- an, Curver, íslenska tóna og Dr. Gunna. Síðari tónleikarnir verða í Tungl- inu á föstudaginn og verða þeir einnig útgáfuhátið tímaritsins „0“. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar mun breski plötusnúðurinn Baby Ford, sem af mörgum er talinn guðfaðir danstónlistar í Bretlandi, heimsækja ísland og leika listir sín- ar á hátíðinni, en ásamt honum mun mikill fjöldi íslenskra dans- sveita flytja tónsmíðar sínar. Nýverið birtist opnuviðtal við Björk Guðmundsdóttur í breska tímaritinu i-D og prýddi hún einnig forsíðu blaðsins. Þorsteinn segir að hjá aðstandendum i-D hafi kviknað áhugi á íslandi í kjölfar viðtalsins og nú sé von á ritstjóra blaðsins, Matthew Collin, ásamt fylgdarliði til þess að skrifa stóra grein um tónlist og skemmtan Islendinga. I samtali við Þorstein kom fram að í för með blaðamönnum i-D verður útsendari japanskrar módelskrif- stofu sem ætlar að kynna sér ís- lenskar fyrirsætur með störf í Jap- an í huga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.