Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 148. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 4. JULI1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Harmleikur á Filippseyjum BJÖRGUNARMENN toga filippeyska stúlku upp úr fljóti á Filippseyjum á föstudagskvöld þegar fljótandi musteri hrundi með þeim afleiðingum að hátt í 300 manns drukknuðu. < Fljótandi musteri hrynur á siglingu um fljót á Filippseyjum Hátt í 300 manns sukku í fljótið og drukknuðu Bocaue á _Filippseyjum. Reuter. HÁTT í 300 pílagrímar, aðallega börn á aldrinum 4-10 ára, drukkn- uðu þegar fljótandi pagóða hrundi á fljóti á Filippseyjum á föstudags- kvöld. Hundruð barna og kvenna, sem voru á trúarhátíð í pagóðunni, stukku skelfingu lostin í fljótið; um 200 manns tókst að synda að bökk- unum en um 240 lík höfðu fundist í gær, laugardag. Að minnsta kosti 40 var enn saknað. Pagóðan, musteri á þremur hæðum, var ofan á þremur bátum þegar hún hrundi eins og eldspýtnahús á Bocaue-fljóti, um 20 km norðan við Manila. Flestir hátíðargestanna voru á bæn þegar musterið hrundi. Fidel Ramos, forseti Filippseyja, fyrirskip- aði þegar í stað rannsókn á tildrögum harm- leiksins. Rafael Alunan innanríkisráðherra kvað skipuleggjendur trúarhátíðarinnar bera ábyrgð á slysinu og sagði að þeir hefðu hleypt alltof mörgum bömum í pagóðuna. í henni voru rúmlega 400 manns, þar af 75% konur, böm og unglingar. „Ég heyrði börnin mín hrópa: „pabbi“. Ég hélt í þau en annað fólk togaði í mig og vildi ekki sleppa mér. Ég reyndi að bjarga bömunum en hinir drógu mig niður,“ sagði Alfredo Erespe, rúmlega þrítugur maður sem bjargaðist en missti eiginkonu sína og tvö böm í harmleiknum. Pagóðusiglingin er liður í trúarhátíð sem á sér 400 ára sögu í Bocaue. Hátíðinni átti að ljúka með götudansi í borginni í dag en honum hefur verið aflýst. Hávísindalegt prakkarastrik ROBIN Weiss, prófessor við Krabba- meinsrannsóknastofnunina í Lundún- um, hefur gabbað vísindamenn út um allan heim með grein þar sem hann afhjúpar „leyndardóminn" á bak við „langlífi tilraunamúsa". í greininni heldur hann því fram að mýs sem bún- ar hafi verið til með erfðaJfræðilegum tilraunum geti vaxið óendanlega lengi án þess að eldast. Þótt þetta hljómi nógu ósennilega eitt og sér kryddar höfundurinn greinina með visbending- um hér og þar um að þetta sé eintómt spaug. Greinin úir og grúir til að mynda I tilvitnunum í Ofviðrið eftir Shake- speare og Veröld nýja og góða eftir Aldous Huxley. Margir féllu í þá gryfju að taka mark á prófessornum, líklega vegna þess að greinin var birt í vísinda- tímaritinu Nature. Lesendurnir virðast hafa gengið út frá því, að úr því að greinin birtist í svo virtu tímariti hlytí hún að vera sannleikanum samkvæm. Á meðal þeirra sem létu blekkjast, að sögn Weiss, er Francis Crick, sem hlaut nób- elsverðlaunin fyrir rannsóknir á bygg- ingu deoxyríbósa-Iqarasýru (DNA), eða efnis genanna. Weiss segir að markmið- ið með gabbinu hafi verið að sýna mönnum fram á að þeim beri að lesa allar greinar um vísindi með gagnrýnu hugarfari, jafnvel þótt þær séu birtar í Nature. Solzhenítzyn í un- aðsreit stalínista BORGARYFIR- VÖLD í Moskvu hafa gefið nóbels- verðlaunahafanum Alexander Solzhen- ítsyn landareign á sumarbústaðasvæði í grennd við Moskvu sem tíl- heyrði áður forrétt- indastéttínni í Sov- étríkjunum fyrr- verandi. Solzheníts- yn var dæmdur í útlegð frá Sovétrílg- unum árið 1974 fyrir harkalega gagn- rýni á sovéska kerfið og hyggst nú eyða ævikvöldinu í sælureit sem ætlað- ur var þeim sem best þóttu standa sig í þjónkun við kommúnismann. Þetta þykir kaldhæðnislegt, einkum vegna þess að landareign andófsmannsins fyrrverandi tílheyrði áður Lazar M. Kaganovítsj, einum af grimmustu skó- sveinum Stalíns. Kaganovitsj neyddi meðal annars úkraínska bændur í sam- yrkjubú, sem varð tíl þess að milljónir manna sultu í hel, og hann lét drepa þúsundir félaga í kommúnistaflokknum í hreinsunum Stalíns á fjórða áratugn- um. JOSEFSKIRKJA 18 10 SLAGSÍÐA Á SKÖLAKERFINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.