Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 13
' MORGCJNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR' 4. JÚIÍ 1993 13 p j og fulltrúa á þingi New York-ríkis, Dov Hikind. Abdel Rahman á sökótt við alla þessa menn, þótt hann seg- ist vera frábitinn hryðjuverkum. Sprengjumennirnir í New York og sérfræðingur þeirra, FBI-upp- ljóstrarinn Salem, sóttu jafnan bænahús, sem Abdul Rahman rekur í New Jersey. Þegar Rahman hélt blaðamannafund til þess að gagn- rýna stuðning Bandaríkjamanna við stjórn Mubaraks forseta í Egypta- landi, sást Salem á ljósmyndum með hinum blinda klerki. í sex vikur sá „ofurstinn“ um að fylgzt var með hveiju skrefí hryðju- verkamannanna og þar með lagði hann sig í töluverða hættu. Því er haldið fram að Salem hafi samþykkt að vinna fyrir FBI vegna þess að hann telji hryðjuverk skaða málstað múhameðstrúarmanna og hafi haft óbeit á fyrirætlunum sam- særismannanna, sem sumir hveijir börðust á sínum tíma með alþjóða- herdeild múhameðstrúarmanna gegn Rússum í Afghanistan. FBI mun hafa greitt honum 250.000 dollara fyrir þær upplýsingar sem hann hefur látið í té. Salem komst meðal annars að þvi að sprengjumennirnir í New York áttu erfitt með að að komast yfir sprengiefni og það bendir til þess að þeir hafi ekki fengið mikilsverðan stuðning frá erlendum ríkisstjóm- um. Svo fór að þeir neyddust til að með hjálp Salems, þar sem þeir höfðu ekki kost á nokkru betra. Afhjúpun samsærisins hefur á ný vakið ugg meðal Bandaríkjamanna um að óvinir kunni að leynast á meðal þeirra. Augu þeirra hafa opn- azt fyrir því að árásin á World Trade Center var ekki einangrað fyrir- bæri. Endalok kalda stríðsins og upplausn sovétheimsveldisins hafa ýtt undir aukna hryðjuverkastarf- semi í stað þess að draga úr þeim. Hryðjuverk virðast á góðri leið með að bætast í hóp margra glæpa, sem eru daglegt brauð í bandarískum borgum. Aukin hryðjuverk múhameðskra ofsatrúarmanna eru bandarískum leyniþjónustumönnum áhyggjuefni, meðal annars vegna þess að lítið er vitað um þá sem koma við sögu og hvar þeir fá fjármuni, vopn og þjálf- un. Ný kynslóð hryðjuverkamanna er komin til skjalanna og starfsemi þeirra er ekki eins vandlega skipu- lögð, og fyrirrennara þeirra. Af þeim sökum eru þeir taldir erfíðari viður- eignar en fyrri hryðjuverkamenn. Þótt þessum nýju hópum virðist ekki stjórnað frá einni miðstöð beij- ast þeir fyrir sameiginlegum mark- miðum. Að sögn bandarískra leyni- þjónustumanna virðast íranar ekki velja skotmörkin. Líklegra er talið að þeir útvegi hryðjuverkamönnum búnað og veiti þeim tilsögn, en leyfi þeim að vinna sjálfstætt. Þjálfun hryðjuverkamannanna fer fram í búðum, sem komið hefur verið á fót á undanfömum tveimur ámm í Súdan, þar sem heittrúar- menn em við völd eins og í Iran. Þrátt fyrir bágborið efnahagsástand í íran hefur stjórnin í Teheran staið straum af miklum vopnakaupum Súdana í Kína. í Súdan eru allt að 25 þjálfunarbúðir. Talið er víst stað- ið íranskir sérfræðingar hafa þjálfað tugi og jafnvel hundmð hryðju- verkamanna í Súdan og að þeir hafa dreifzt víða um heim. Hryðjuverkamennimir í New York virðast þó hafa starfað sjálf- stætt. Þeir verða ákærðir fyrir skemmdarverkatilraunir og eiga 15 ára fangelsi yfír höfði sér, en búizt er við að fleiri sakargiftir bætist við og dómarnir verði þyngri. Margt bendir til þess að ekki hefði tekizt að upplýsa málið án aðstoðar Sal- ems. Erfíðara getur reynzt að af- hjúpa tugi annarra svipaðra hópa, sem talið er að starfi í Bandaríkjun- um. Hingað til hafa hryðjuverka- menn ráðizt á bandarísk skotmörk í öðrum löndum, en nú hasla þeir sér völl í Bandaríkjunum sjálfum. Búizt er við að umsvif hryðjuverka- manna vestanhafs muni aukast á næstu ámm og að erfítt muni reyn- ast að ráða niðurlögum þeirra. SENC R Dagana 5. ■ 16. juli verbur stórsýning á glœsilegus bíltœkjum landsins í Radíóbúbinni hf. Skipholti 19 Meö ouknum kröfum til hljómtœkja í bílum hafa MTX og Sencor nú komiö til móts viö neytendur og bjóöa hljómtœki, magnara og hátalara í hœsta gœöaflokki. Þessi tœki sýnum viö nú í Radíóbúöinni og bjóöum sérstakan kynningarafslátt á meöan sýningin stendur yfir og einstaklega hagstœö greiöslukjör. Komdu, þú getur gert frábær kaup... einmitt núna! MTX-bílhátalarar JáMoguppímeiraenlOOOW MTX-bílmagnarar jó Mog uPP ím w Sencor-bíltœki ...fyrirkassettureðageisladislía Sencor-bílhátalarar .m lowuppnm fSbnáam SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 l Samkort j iaí!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.