Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innablands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Afleiðingar
hvalveiða
Utanríkisráðuneytið hefur
tekið saman greinargerð
um afleiðingar þess fyrir sam-
skipti við önnur ríki og viðskipta-
hagsmuni þjóðarinnar, að hval-
veiðar hefjist á ný. í greinargerð
þessari kemur fram, að verði
hvalveiðar teknar upp á ný,
muni það mál verða tekið upp
við öll tækifæri í tvíhliða sam-
skiptum okkar við Vestur-Evr-
ópuríki og Bandaríkin. Hvalveið-
ar myndu veikja málstað íslend-
inga á öðrum sviðum gagnvart
þessum ríkjum. Því er haldið
fram, að sennilega yrði íjárhags-
legt tap af þessum sökum meira
en sá ávinningur, sem við mynd-
um hafa af hvalveiðum og nei-
kvæð áhrif takmarkaðra hval-
veiða yrðu fullt eins mikil og
almennra hvalveiða.
í greinargerðinni er talið, að
fómarkostnaður okkar gæti
numið rúmlega fjórum milljörð-
um króna. Þá er bent á, að ekki
sé hægt að ganga út frá því sem
vísu, að Japansmarkaður yrði
opinn fyrir hvalaafurðum, þar
sem Japan leyfí ekki innflutning
á ólöglega veiddum hvalaafurð-
um og óvíst, hvort Japan myndi
leyfa slíkan innflutning, þótt
samþykki NAMMCO liggi fyrir
eða samráð hafí verið haft við
þau samtök. Ekki er fullyrt í
greinargerðinni, að Bandaríkja-
menn myndu beita okkur refsi-
aðgerðum en bent á, að hugsan-
lega myndu stjómvöld þar í landi
reyna að meta verðmæti hvala-
afurða og beita refsiaðgerðum
að sama skapi og beina þeim að
vöruflokkum, sem skipta okkur
mestu máli.
Þá er vakin athygli á því, að
norsk fyrirtæki hafí þegar tapað
viðskiptum vegna hvalveiða og
að afleiðingar hvalveiða gætu
orðið alvarlegar fyrir okkur í
Þýzkalandi. Nýlega hafí verið
undirritaður samnfngur við stóra
verzlunarkeðju þar í landi um
kaup á lagmeti fyrir um 400
milljónir króna en þar sé tekið
fram, að forsendur samninganna
séu þær, að íslendingar hefji
ekki hvalveiðar. Þá kemur fram
í greinargerðinni, að tvö fyrir-
tæki í Bretlandi, Marks & Spenc-
er og Tesco, hafí varað íslenzk
físksölufyrirtæki við því, að hefji
íslendingar hrefnuveiðar verði
innkaup héðan endurskoðuð.
Vitnað er til fulltrúa Flugleiða í
London um að stærsti ferða-
heildsali fyrirtækisins í Bretlandi
myndi sjá sig tilneyddan að
leggja niður sölu á íslandsferð-
um vegna tengsla fyrirtækisins
við World Wildlife Fund.
Þetta er óneitanlega svört
mynd, sem dregin er upp í þess-
ari greinargerð, sem unnin er á
vegum alþjóðaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins. Menn getur
greint á um það, hvort þetta
mat sé rétt eða rangt. En óneit-
anlega er áhættan mikil. Höfum
við efni á því að taka slíka
áhættu?
Væntanlega eru það slík sjón-
armið, sem valda því, að í grein-
argerðinni er lagt til, að íslenzk
stjórnvöld fresti ákvörðun um
endurupptöku hvalveiða a.m.k.
fram á næsta ár og sjái hvemig
Norðmönnum reiðir af. Þegar
liggur fyrir, að Norðmenn hafa
tapað umtalsverðum viðskiptum
vegna þess, að þeir hafa hafíð
hrefnuveiðar. Það á þó eftir að
koma betur í ljós, hversu víðtæk-
ar afleiðingar sú ákvörðun hefur
á viðskiptahagsmuni þeirra.
Allavega er ljóst, að Norðmenn
hafa meiri burði til þess að taka
slíkum áföllum en við íslending-
ar.
Skýrsla utanríkisráðuneytis-
ins hefur ekki verið á almanna
vitorði fyrr en Morgunblaðið
skýrði frá henni í gær. Sjálfsagt'
er að hún verði birt þannig að
hún verði aðgengileg öllum al-
menningi, sem getur þá áttað
sig betur á þeim sjónarmiðum
með og á móti, sem hér eru á
ferðinni. Eins og aðstæður eru
nú í efnahags- og atvinnumálum
okkar mega okkur ekki verða á
afdrifarík mistök, þegar ákvörð-
un verður tekin varðandi hval-
veiðar.
eftir fuglafræði.
Jónas hugsaði á þessum árum
um ýmislegt, skáldskap, náttúru-
fræði og lífíð í kringum sig. En
hann var ekkisízt æringi einsog
Konráð. Hann gat notað orð í tákn-
legri merkingu einsog Hannes
bendir á, og þá ekkisízt fuglaheiti
einsog í erfiljóðinu um Bjarna Thor-
arensen. En það hefur Konráð get-
að ekkisíður, svovel sem hann var
að sér í merkingu orða og íslenzkri
tungu. Og hann orti helzt kerskni-
vísur, segir Gröndal. Samkvæmt
bessastaðafyndninni var fuglamað-
ur í þessu sambandi ekki nógu
bragðmikið og fyndið, né tvírætt í
merkingunni: náttúrufræðingur
sem er áhugamaður um fugla.
Hér verður að grafa dýpra.
íslensk orðsifjabók segir um orð-
ið fugl: „fíðrað, vængjað (fleygt)
hryggdýr; náungi, spjátrungur;
getnaðarlimur. Og ennfremur „Af
fugl er leidd so. að fugla „veiða
fugla; fleka konu“ (sbr. fugl „getn-
aðarlimur"). Ennfremur: vera mikið
fyrir fuglinn, sbr. Blöndals-orðabók,
og fuglaástir.
Þannig virðist mér allljóst að
Konráð sé að stríða vini sínum með
því að hann sé reykvískur kvenna-
flagari og ráði ekki við fugl sinn;
hann sé semsagt fuglamaður í tví-
ræðum orðaleik! Margræðni vísunn-
ar gerir hana hnýsilegri en ella.
Ymis dæmi eru um fugl í fyrr-
nefndri merkingu. Kristján skáld
Karlsson notar hana í kvæði sínu,
Maður kemur í Möðrudal á fjöllum
að kvöldi dags á öndverðri 18. öld
og fer ekki þaðan aftur:
Vor raunamædda Margrét
fór milli dags og nætur .
af tveim á Qóra fætur
að finna fuglinn sinn.)
(meira næsta sunnudag)
n(MARG-
• ræðni er oft
eitt helzta einkenni
góðra kvæða. Og auð-
vitað geri ég mér
grein fyrir því að
skýring mín á niður-
lagi kvæðis sr. Matthíasar, Guð
minn, guð, ég hrópa, er heldur djörf
og gengur þvert á hefðbundna skil-
greiningu sem gerir ráð fyrir því
að marinn svali sé hið kalda eða
svala vatn eða haf (mar), enda er
hún nokkumveginn áhættulaus,
þ.e. að lífíð fjari út einsog lækur
ljúki hjali sínu þarsem hann rennur
í lygnan ægi. En þá er gert ráð
fyrir því að hið lygna vatn sé í leyni
einsog í kvæðinu segir. En hafíð
liggur ekki í leyni, ekki heldur hið
lygna úthaf eilífðarinnar. Marinn
svali í slíkri merkingu missir að
mínu viti marks vegna þess hve
kauðskt og gamaldags orðalagið er
í svo snilldarlegu umhverfí þarsem
mikil áhætta er tekin af margræðu
orðalagi, ferskri vísbendingu. Og
skírskotandi orðaleik. En svalt haf-
ið liggur þá einnig einsog fugl dauð-
ans og bíður-í leyn; semsagt mynd-
hvörf. Slík tilgáta væri í anda þessa
innblásna erindis og kvæðisins í
heild, svo hamslaust og hugmynda-
ríkt sem það er. Hugmyndin er
ekki bundin við haf í mínum huga,
heldur eitthvað í leyni; fugl og
myndhverfa líkingu við manneskju
á kvikulausri ögurstund dauðans.
Matthías Jochumsson er til alls
líklegur í þessu fleyga kvæði sem
er einskonar uppgjör við illvíga efa-
semdina (hafrót hjartans, lauf á
hjarni). Og annaðeins hefur nú
gerzt að skáld karlkenni fuglsnafn
einsog svala og væri það þá einnig
nÝ)ung og áhættusöm skáldleg
dirfska sem ég tel nógu augljósa
til að bera fram óvænta tilgátu,
þótt fullyrðing sé
kannski ofhastarleg
afstaða (svali er tilað-
mynda karlkynsmynd
af kvenkynsorðinu
svala í færeysku-og
skylt er skeggið hök-
Hér má til gamans líta á annað
dæmi þarsem ég tel einnig leyfilegt
að draga ályktun af aðstæðum.
Gröndal segir í Dægradvöl að
íslendingar í Höfn (eða Konráð
Gíslason) hafí ort svofellda vísu um
vin sinn Jónas Hallgrímsson ein-
hvem tíma á árunum 1839-42 þeg-
ar hann dvaldist á vetrin í Reykja-
vík, hundeltur af konu nokkurri sem
lagði víst á hann ofurást og kvaðst
hafa dreymt að skáldið yrði seinni
maður sinn:
Keytu freyddi froðan rik
fuglamanns úr höfði,
situr hann greiddur seims hjá brík
sorgum sneyddur í Reykjavík.
Lagðist konan jafnvel á glugga
hjá skáldinu sem kærði uppátækið
til bæjarfógeta með harðorðu bréfí
frá því í apríl 1842.
Vísa þessi er' einsog hver önnur
bessastaðafyndni sem gekk á milli
þeirra félaga, en þeim fjölnismönn-
um líkaði illa dvöl skáldsins í þess-
um hálfdanska bæ, Reykjavík, og
vildu að hann kæmi sem fyrst út
til Hafnar að veita íslenzkum mál-
stað liðsinni í sjálfstæðisbaráttunni.
En Jónasi líkaði vísan hálfílla, segir
Gröndal.
í Rabbi í Lesbók Morgunblaðsins
23. maí 92, Fuglamaður, skýrir
Hannes skáld Pétursson fyrripart
vísunnar svo, að fuglamaðurinn
hafí verið iðinn við að yrkja (keytu-
froða=skáldskapur) og segir, Konr-
áð vissi hvað hann sagði, þegar
hann kallaði góðvin sinn fugla-
mann, því Jónas lagði sig snemma
HELGI
spjall
unni).
4-
-J- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 23
RAGA MÁ í EFA, AÐ
nokkur einn einstak-
lingur hafí haft jafn
mikil áhrif á þróun
efnahagsmála og at-
vinnumála á íslandi á
síðustu þremur ára-
tugum og dr. Jóhannes Nordal, sem lét
af störfum sem bankastjóri Seðlabanka
íslands sl. fímmtudag eftir að hafa verið
formaður bankastjómar Seðlabankans í
32 ár, frá stofnun hans. Ríkisstjómir
koma og fara en dr. Jóhannes hefur ver-
ið náinn ráðgjafi flestra ríkisstjórna á
þessu tímabili. Það era því mikil þátta-
skil, þegar Jóhannes Nordal hverfur úr
því embætti, sem hefur verið aðal starfs-
vettvangur hans öll þessi ár.
Seðlabanki íslands hefur verið umdeild
stofnun undir stjóm dr. Jóhannesar Nor-
dals. Það sama á við um seðlabanka í
flestum nálægum löndum. Það stendur
jafnan mikill styr um ákvarðanir þýzka
seðlabankans, sem hefur gífurleg áhrif í
þýzku efnahagslífi. Bandaríski seðlabank-
inn, Federal Reserve Bank, gegnir lykil-
hlutverki í efnahagslífí Bandaríkjanna.
Englandsbanki er sjálfsagt einn þekktasti
seðlabanki heims.
Sumum þykir Seðlabanki íslands orð-
inn óþarflega mikið bákn en enginn dreg-
ur í efa lykilhlutverk Seðlabankans í efna-
hagsstjóm á íslandi á síðustu þremur
áratugum. Það á svo eftir að koma í ljós,
hvort þau áhrif hafa tengzt stofnuninni
sem slíkri að einhveiju leyti eða hvort
þau hafa fyrst og fremst byggzt á yfír-
burða þekkingu og yfírsýn þess manns,
sem leitt hefur bankann frá upphafí og
þar til nú.
Jóhannes Nordal hefur kosið að haga
starfsemi bankans á þann hátt, að hann
hefur starfað mjög náið með ríkisstjómum
á hveijum tíma. Hin leiðin var sú að skapa
bankanum sjálfstæðari stöðu, sem veitti
umhverfí sínu sterkt og gagnrýnið að-
hald. Um slíkt hlutverk seðlabanka er nú
rætt víða um lönd. í samtali við Morgun-
blaðið sl. fímmtudag rökstuddi dr. Jó-
hannes þessa afstöðu sína á eftirfarandi
hátt; „Ég tel við þær aðstæður, sem hér
hafa verið, að náið samstarf Seðlabanka
og ríkisstjórnar hafí verið nauðsynlegt.
Þar að auki er okkar löggjöf beinlínis
þannig upp byggð, að hún gerir ráð fyrir
slíku samstarfí. Oft er það líka drýgsta
leiðin til þess að hafa áhrif á atburðarás-
ina að vinna saman að málum. Við höfum
alltaf lagt kapp á að hafa gott samstarf,
en við höfum líka talið það skyldu okkar
að halda fast fram þeim sjónarmiðum,
sem við töldum mikilvæg. Við höfum oft
verið ósammála ríkisstjórnum, flestum
einhvern tíma. Samstarfíð hefur verið
mismikið og misnáið, en við höfum a.m.k.
á tímabilum átt gott samstarf við allar
ríkisstjómir.“
Aðspurður um það, hvort Seðlabankinn
hefði orðið meira aðhaldsafl í efnahags-
stjórnun, ef hann hefði ekki starfað í jafn
nánum tengslum við ríkisstjórnir og raun
hefur orðið á, segir Jóhannes Nordal:
„Vissulega hlýtur maður að spyija sig
þeirrar spurningar, hvort einhver önnur
vinnubrögð en við beittum, hefðu skilað
meiri árangri. . Ég get hreinlega ekki
dæmt um það sjálfur, enda held ég að
það sé afskaplega erfítt, eftir á, að leggja
dóm á það. Vafalaust hefði það verið til
bóta, ef við hefðum haft afl til þess að
veita meira viðnám gegn sumum ákvörð-
unum og ráðstöfunum ríkisstjórna í ís-
lenskum fjármálum.“
Tímabil Jóhannesar Nordals í Seðla-
bankanum hefur verið tímabil byltingar
í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum
og flest verið í framfaraátt. Dr. Jóhannes
hefur verið lykilaðili að flestum þeim
ákvörðunum. Sjálfur hefur hann verið
ákveðin kjölfesta í efnahagsstjóm okkar
íslendinga, sem hefur ekki sízt haft mikla
þýðingu gagnvart erlendum lánardrottn-
um þjóðarinnar, sem hafa borið til hans
mikið traust. Það yrði íslenzkum þjóðar-
hagsmunum til framdráttar að ráða dr.
Jóhannesar Nordals verði áfram notið,
þótt á öðram starfsvettvangi sé.
í NÝRRISKÝRSLU
um ástand og horf-
ur í efnahagsmál-
um heimsbyggðar-
innar kemst OECD
að þeirri niður-
Vextir
lækka í öðr-
um löndum
stöðu, að þriggja ára samdráttarskeiði sé
að ljúka en nokkur bið verði á því, að
hagvöxtur taki almennt við sér. Þetta em
góð tíðindi. Þótt samdráttur í þorskafla
vegi þyngst í þeirri kreppu sem hér ríkir,
fer ekki á milli mála, að samdráttur í
efnahagslífí Vesturlanda á undanfömum
áram hefur haft mikil áhrif hér. Upp-
sveifla þar mun ýta undir nýtt vaxtar-
skeið hér.
í skýrslu OECD segir m.a.: „Verði
ekki veruleg vaxtalækkun í Evrópuríkjun-
um fljótlega, er hætt við, að batinn verði
hægur og ekki veralegur fyrr en undir
lok næsta árs.“
Sama dag og þessi skýrsla var birt var
frá því skýrt, að þýzki seðlabankinn hefði
lækkað forvexti og millibankavexti. í kjöl-
far þess lækkuðu vextir í mörgum öðram
löndum, m.a. í Sviss, Svíþjóð, írlandi,
Danmörku, Austurríki og á Spáni.
Skömmu áður en þýzki seðlabankinn til-
kynnti um vaxtalækkun hafði Clinton
Bandaríkjaforseti hvatt bankann til
vaxtalækkunar. Clinton taldi vaxtalækk-
un í Þýzkalandi eina af forsendunum fyr-
ir því, að hægt væri að tryggja nýja upp-
sveiflu í efnahagsmálum. Forsetinn benti
sérstaklega á, að það væri mjög erfítt
fyrir Bandaríkjamenn eina að tryggja
hagvöxt á nýjari leik. Það verður eitt af
helztu baráttumálum Bandaríkjamanna á
fundi leiðtoga 7 helztu iðnríkja heims, sem
haldinn verður í Japan í næstu viku, að
brýna menn til þess að gera þær ráðstaf-
anir sem duga til að auka hagvöxt. Lloyd
Bendtsen, fjármálaráðherra Bandaríkj-
anna, sagði fyrir nokkram dögum, að það
væri að skapast almenn samstaða í Evr-
ópu um nauðsyn þess að lækka vexti.
í samtali við Ríkisútvarpið sl. fímmtu-
dagskvöld, sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, að raunvextir
væru allt að tvöfalt hærri hér en í ná-
grannalöndum okkar og taldi, að aðstæð-
ur í þjóðfélaginu væra með þeim hætti
að vextir ættu að lækka. Því er hins veg-
ar ekki að heilsa. Á sama tíma og vextir
lækka um öll Vesturlönd era raunvextir
að hækka hér á íslandi!
Hvenær springur þetta kerfí? í umræð-
um um atvinnumál á undanförnum áram
hefur sívaxandi áherzla verið lögð á nauð-
syn þess, að íslenzk atvinnufyrirtæki búi
við áþekk starfsskilyrði og keppinautar
þeirra í öðram löndum. í því skyni að
tryggja þau sambærilegu starfsskilyrði
hafa margvíslegar breytingar verið gerð-
ar á löggjöf auk þess sem aðrar ráðstafan-
ir hafa verið gerðar til þess að jafna að-
stöðumun fyrirtækja hér gagnvart fyrir-
tækjum í öðram löndum. En hvað með
vextina? Hversu Iengi geta fyrirtæki hér
starfað á þeim grandvelli að greiða jafn-
vel tvöfalt hærri vexti en fyrirtæki í ná-
lægum löndum, ef þá ályktun má draga
af orðum forsijóra Þjóðhagsstofnunar?
í umræðum um vaxtamál á undanförn-
um áratug, eða frá því að vextir vora
gefnir fijálsir, hefur því verið haldið fram,
að markaðurinn hér ráði vaxtastiginu.
Nú era fleiri og fleiri, sem draga það í
efa og telja, að innbyggð vandamál í fjár-
málakerfínu, sem m.a. tengjast verð-
tryggingarkerfinu, valdi því, að vextir
lækki ekki, þótt öll rök standi til þess. Má
í því sambandi benda á grein eftir Sigurð
B. Stefánsson, framkvæmdastjóra Verð-
bréfamarkaðar íslandsbanka, í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins 3. júní sl. Þar segir
m.a.:
„Oll efnahagsleg rök hníga nú í
átt, að vextir geti farið lækkandi á
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. júlí
Snæfellsjökull Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir
landi . .. Hvarvetna í heiminum færa
vextir lækkandi við þær aðstæður, sem
nú hafa myndast á Islandi ... Vextir á
íslandi nú virðast vera algerlega úr sam-
hengi við það, sem gerzt hefur í nálægum
löndum. Skýringarinnar er ef til vill að
leita í hinu víðtæka verðtryggingarkerfí
okkar, sem komið var á fót eftir óðaverð-
bólgu áttunda áratugarins, en hefur nú
lokið hlutverki sínu að fullu ... Það hlýt-
ur því að verða eitt helzta viðfangsefni
peningayfírvalda á næstu mánuðum að
endurskoða vaxtamyndun á innlendum
markaði og sníða af þá annmarka kerfís-
ins, sem leiða til þess að vextir á íslandi
eru ekki sambærilegir og ekki einu sinni
samanburðarhæfír við vexti í öðram lönd-
um.“
Ríkisstjórnin sjálf virðist vera komin
að sömu niðurstöðu og Sigurður B. Stef-
ánsson. Hún hefur ákveðið að setja á stofn
nefnd sérfræðinga til þess m.a. að kanna
vaxtamyndun á lánsfjármarkaði, „einkum
með tilliti til þess, hvort uppbygging og
skipulag markaðarins, t.d. víðtæk verð-
trygging, hindri eðlilega vaxtamyndun.“
Hér er kreppa. Samdráttur í viðskipta-
og atvinnulífí er mikill og á eftir að vaxa
á næstu mánuðum og misserum vegna
hins mikla niðurskurðar á þorskveiðum.
Útlánatöp banka og annarra lánastofnana
era gífurleg. Það þarf enga sérfræðinga
til, heilbrigð skynsemi segir fólki, að við
þessar aðstæður er núverandi raunvaxta-
stig fáránlegt. Það er byijað að koma
niður á lánastofnunum með þeim hætti
að raunvaxtastigið eykur þörf þessara
aðila til þess að afskrifa útlán. Raun-
vaxtastigið eykur einfaldlega útlánatapið.
FYRIR NOKKRUM
Forvitnilpo- árum hélt einn af
r orvitniieg- þingmönnum Sjálf-
sjonarmið stæðisflokksins,
Eyjólfur Konráð
Jónsson, því hvað eftir annað fram í ræðu
og riti, að menn þyrftu engar áhyggjur
að hafa af hallarekstri ríkissjóðs, svo léngi
sem sá hallarekstur væri fjármagnaður
með innlendum lántökum en ekki erlend-
um. Þjóðin skuldaði sjálfri sér þessa pen-
inga og það væri meira vit í því að reka
ríkissjóð með halla og fjármagna hann
með lántökum heima fyrir, heldur en að
hækka skatta til þess að jafna þennan
halla. Ekki reyndist mikill hljómgrannur
fyrir þessum kenningum Eyjólfs Konráðs
og raunar töldu flestir, sem um þær fjöll-
uðu, að sjónarmið hans væru fráleit.
Nú bregður svo við, að í maí-júníhefti
hins virta tímarits Harvard Business Re-
view, birtist löng grein eftir Robert Eisn-
er, sem er prófessor í hagfræði við North-
westem University í Chicago, sem er einn
þekktasti háskóli í Bandaríkjunum og
hefur m.a. verið talinn í allra fremstu
röð, sem viðskiptaháskóli. í stuttu máli
sagt reifar Robert Eisner í þessari grein
nánast nákvæmlega sömu hugmyndir og
Eyjólfur Konráð viðraði hér fyrir nokkram
árum.
Robert Eisner segir í grein sinni, að
nánast allir séu andvígir því að ríkissjóð-
ur Bandaríkjanna sé rekinn með halla,
en slíkur hallarekstur hafí ekki bara nei-
kvæð áhrif á efnahagslífið, hann geti líka
haft jákvæð áhrif. Hallarekstur á ríkis-
sjóði geti aukið kaupgetuna í þjóðfélaginu
til þess að kaupa framleiðsluvörur þjóðar-
innar sjálfrar og stuðlað að aukinni fram-
leiðni. Þar að auki stuðli hallarekstur rík-
issjóðs að auknum sparnaði.
Höfundurinn segir, að flest af því, sem
sagt sé um halla á ríkissjóði sé tóm vit-
leysa. Það sé fáránlegt að halda því fram,
að sambandsstjórnin í Washington geti
orðið gjaldþrota. Ríkisstjórn geti alltaf
greitt skuldir, sem era í hennar eigin
gjaldmiðli. Hún geti alltaf skattlagt þegn-
ana til þess að afla sér nauðsynlegra
tekna. Vel megi vera, að skuldin verði
endurgreidd í verðminni dollurum en hún
verði alltaf endurgreidd. Þá segir höfund-
ur íráleitt að tala um, að með slíkum
hallarekstri sé núverandi kynslóð að eyða
peningum barna sinna. Peningar barna
okkar hafa ekki verið prentaðir, segir
hann. Hins vegar er okkur að mistakast
að sjá bömum okkar fyrir því, sem raun-
veralegu máli skiptir, sem er sjálf upp-
spretta fjármuna.
Robert Eisner gerir að umtalsefni þá
staðhæfíngu, að með hallarekstri ríkis-
sjóðs sé núlifandi kynslóð að leggja
skuldabyrði á börn sín. Hið rétta sé, að
börnin verði eigendur lánaskuldbindinga
bandaríska ríkissjóðsins. Þess vegna sé
skuld ríkissjóðs í raun uppsafnaður sparn-
aður, sem komi börnum okkar til hags-
bóta. Þá sé því haldið fram, að vaxta-
kostnaður vegna hallareksturs ríkissjóðs
sé þung byrði fyrir efnahagslífíð. Það sem
skipti máli sé hins vegar það, að vaxta-
greiðslur ríkissjóðs séu vaxtatekjur fyrir
eigendur lánaskuldbindinga.
Höfundur víkur einnig að þeirri skoð-
un, að hallarekstur ríkissjóðs hafi verð-
bólguhvetjandi áhrif. Staðreyndin sé hins
vegar sú, að þrátt fyrir mikinn hallarekst-
ur á síðasta áratug hafi verðbólgan
snarminnkað.
Fjöldamörg önnur atriði koma fram í
þessari grein hins bandaríska prófessors,
sem ekki er hægt að rekja hér. Óneitan-
léga eru sjónarmið hans forvitnileg, m.a.
vegna umræðna um þessar mundir um
hallarekstur ríkissjóðs okkar íslendinga.
Hins vegar vill Morgunblaðið ekki gera
þessar skoðanir að sínum!
„í samtali við Rík-
isútvarpið sl.
fimmtudags-
kvöld, sagði Þórð-
ur Friðjónsson,
forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, að
raunvextir væru
allt að tvöfalt
hærri hér en í
nágrannalöndum
okkar og taldi, að
aðstæður í þjóðfé-
laginu væru með
þeim hætti að
vextir ættu að
lækka. Því er hins
vegar ekki að
heilsa. A sama
tíma og vextir
lækka um öll
Vesturlönd eru
raunvextir að
hækka hér á ís-
landi!“