Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROYTift SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993
89
Umhverfis jörðina á átta-
tíu dögum — við golfleik
Tveir bandarískir íþróttafréttamenn í skemmtilegri golfferð
Golfævintýri
Morgunblaðið/Rúnar Þór
FRÁ Arctic Open á Akureyri: Þeir sem koma hingað koma til að hafa gaman af, ekki til að taka þátt í alvarlegu móti. Þetta
á að vera golfævintýri, ekki bara venjulegt golfmót. Eins og þetta er núna þá er þetta golfævintýri, sérstaklqga þegar
veðrið er eins og það var fyrri nóttina. Það er best að hafa þetta ævintýri áfram, sögðu tveir bandarískir íþróttafrétta-
menn sem léku á mótinu.
DRAUMAFERÐ kylfinga
hlýtur að vera áttatíu daga
ferð umhverfis jörðina til
að leika golf. Bandaríkja-
mennirnir Dave Kindred og
Tom Callahan tóku þátt í
Arctic Open í fyrri viku og
var þetta annar áfanga-
staður þeirra félaga á átta-
tíu daga ferðalagi um-
hverfis jörðina. Ferðin var
meðal annars farin til að
leika golf og ætla þeir að
skrifa bók um ferðalagið.
Við höfum verið vinir lengi og
ferðast mikið saman vegna
starfa okkar, en við erum íþrótta-
fréttamenn og skrif-
, um meðal annars í
tveimur árum þegar
við vorum að leika á Norður-
írlandi. Ein holan var sérstaklega
skemmtileg og þegar við ræddum
um hana síðar um daginn sagði
Dave að ef við gætum fundið átján
svona þolur í heiminum hefðum við
alltaf um nóg að tala,“ segir Calla-
han þegar hann var spurður um
ástæðu ferðalagsins.
Þeir félagar hafa víða komið við
í þau tuttugu ár sem þeir hafa starf-
að sem íþróttafréttamenn, „en um-
ræðuefnið hefur oftast verið golf,“
segir Callahan. „Starfið hefur setið
fyrir en nú fannst okkur góður tími
til að hægja aðeins á og þá völdum
við golfið. Það er sjálfsagt bara
afsökun til að komast að heiman,
en ætlunin er að leika marga velli
og flestir eru lítt þekktir. Flestir
vellirnir eru „furðulegir" ef ég má
orða það svo, eins og þessi hér á
Akureyri. Þess vegna erum við hér.
Þetta er öðruvísi. Fleiri slíkir staðir
er fyrsti golfvöllurinn sem opnar í
Moskvu, þar munum við leika,"
sagði Callahan.
Ferðalag þeirra félaga verður um
55 þúsund kílómetrar. Tuttugu og
átta sinnum munu þeir fara um
borð í flugvéi auk þess sem þeir
nota ferjur og bíla. „Bókin verður
ekki eingöngu um golf því það
myndi enginn nenna að lesa slíka
bók. Við ætlum að fjalla um fólkið
í þeim löndum sem við komum til,
menninguna og hugmyndir fólks
um umheiminn. Sumstaðar sérðu
til dæmis krakka með vélbyssur en
annars staðar er enginn her og
menn kynnast ekki byssum.
Artic Open er heillandi mót. Það
er mjög ólíkt öðrum mótum en
menn verða að passa sig á að taka
keppnina sem slíka ekki of alvar-
lega. Daginn fyrir mót lék ég æf-
ingahring og þá var norðan rok.
Þá var völlurinn mjög erfiður en
síðan venst hann. Flatirnar eru þó
eins og vetrarflatir. Það er þó alveg
öruggt að Opna bandaríska meist-
aramótið yrði aldrei haldið hér. En
völlurinn er ágætur.
Fólkið hér gerir þetta mót einnig
sérstakt. Það eru allir svo almenni-
legir og vingjarnlegir. Allir boðnir
og búnir til að hjálpa og leiðbeina
manni og kenna íslensku. Þetta var
mjög skemmtilegt. Ég lærði að telja
upp að tíu en það var hæsta skorið
hjá mér á einni holu,“ sagði Kind-
red.
Búið er að velja fyrstu holuna
af þeim átján sem fjalla á um í
bókinni. „Ástæðan fyrir því að við
völdum 17. holuna er að hún er
erfíð en um leið skemmtileg. Daginn
fyrir mótið þurfti að leika hana á
móti heimskautarokinu og þá not-
aði ég driverinn í fyrstu þremur
höggunum og átti nóg eftir. Flötin
sést ekki þegar annað höggið er
slegið og menn þurfa að vera ná-
kvæmir til að stoppa á flötinni.
Nokkrar holur komu til greina en
þessi varð ofan á vegna þess hversu
illa okkur gekk á henni,“ sagði'
Kindred.
Hvað með þetta mót. Teljið þið
að það eigi framtíð fyrir sér? Eiga
Iandar ykkar eftir að fjölmenna á
næstu árum?
„Mótið myndi missa sérstöðu sína
ef það yrði mikið fjölmennara en
það er nú þegar. Allir Bandaríkja-
menn ættu að koma á þetta mót,
en aðeins þrír til fjórir í einu. Ann-
ars held ég að landar mínir kjósi
heldur að fara á lúxushótel þar sem
spilavíti er í kjallaranum og klúbb-
húsin hjá golfvellinum væru tíu
sinnum stærri en þetta. Þeir vilja
þægindi og allt þarf að vera stórt.
Ég held því að þeir eigi ekki eftir
að koma hingað í hópum. Þeir sem
koma hingað koma til að hafa gam-
an af, ekki til að taka þátt í alvar-
legu móti. Þetta á að vera golfævin-
týri, ekki bara venjulegt golfmót.
Eins og þetta er núna þá er þetta
golfævintýri, sérstaklega þegar
veðrið er eins og það var fyrri nótt-
ina. Það er best að hafa þetta ævin-
týri áfram,“ sögðu þeir félagar.
jy verði fyriv V*
Gisting á El Paraiso og Hótel Picasso
Verðdæmi: 57.756 kr. á mann miðað við 2 fullorðna og
2 börn á Hótel Picasso.
76.520 kr. á mann miðað við 2 fullorðna á Hótel Picasso.
Innifalið í veröi: Gisting, flug, akstur til og frá flugvelli
erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld.
I
Samviiwiiferúip
L anðs j/n
Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 •
Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55
Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92-13 490 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 -1 10 35
Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbréf 98 -1 27 92
QATIAS-*
EumcAna