Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 43 eftir Elínu Pálmadóttur SAUTJAN SÍÐANÍHAUST Sautján ára á 17. júní. Þau voru í bílnum á eftir mér í þvögunni í Miðbænum. Bíla- strollan mjakaðist varla eftir Hafnarstrætinu. Við gatnamót- in á Kalkofnsvegi kom bflaruna. Þau máttu ekkert vera að því að bíða eftir að hún færi hjá og flautuðu gríðarlega. Það var þá sem ég sá þau í speglinum. Hópur af kátum ungmennum, full af galsa á góðum degi, eins og kýr sem sleppt er út á vorin. Réðu sýnilega ekkert við óþolið. Þegar losnaði um æddu þau fram hjá mér öfugu megin, inn á Skúlagötuna, veifandi öllum öngum út um gluggana, og brenndu yfír á rauðu ljósi fram- an við Hafrann- sóknastofnun. Fjölskyldur voru að koma af úti- hátíðunum og fara í bílana beggja vegna götunnar og gat- namótanna. í þvögunni mátti búast við barni út á götuna á hverri stundu. En það var galsi í þeim, ofur eðli- legt af ungmenn- um á vori og á útihátíð - ef þau hefðu ekki verið með bíl undir höndum og bensíngjöf undir fót- um. Þegar svipað hafði endurtekið sig tvisvar í vikunni - ung- menni undir stýri akandi í óþol- inmæði sinni í svigi beggja meg- in bílastrollunnar inn eftir Miklubrautinni og á fullri ferð niður Breiðholtsbrautina, sveigj- andi sitt á hvað milli akreina - tóku efasemdir að bæra á sér í hugskotinu. Svo kom helgin með öllum sínum slysum í umferð- inni. Banaslys og lemstranir. Ekki voru það að vísu allt ung- menni sem urðu fyrir hnjaskinu. En lögreglumenn og atvinnufóik í greininni sagði hvert um ann- að: of hraður akstur, réðu ekki við bílinn, misstu stjóm á öku- tækinu. Semsagt höfðu ekki dómgreind til þess að aka í sam- ræmi við aðstæður. Eða ekki nægilega þjálfun til að bregðast við óvæntum uppákomum. Þó að þú sért bara sextán, þá er ég þó orðinn sautján - síðan í haust, sungu Hljómar. Og auðvitað er maður karl í krapinu þegar þeim áfanga er náð. Hvað er eðlilegra en að 17 ára ungmenni langi tii að hafa bíl undir höndum og geta fengið útrás í að geysast áfram. Það er mikið sport. Ekki er það þó alls staðar látið eftir þeim. Skólapiltur í Svíþjóð var svo heppinn í fyrra að eiga góða að á íslandi. Hann kom í sumar- ieyfínu sínu og fékk bílpróf til þess að geta byijað að aka í Svíþjóð daginn sem hann yrði 18 ára. Varð þann dag hetjan í skólanum. Hinir krakkamir máttu þá fyrst byrja að læra á bfl. Og nú í sumar ætlar 17 ára bróðir hans að gera það sama. Ætlar að koma heim til Svíþjóð- ar í haust með ökuskírteinið sitt tilbúið upp á vasann. Efasemdir leituðu á. Hvað emm við að gera þessu unga fólki? Kannski er ekki mikill munur á 17 ára og 18 ára undir stýri, en munar ekki um einn árgang á hættu- svæðinu? Mörgum fínnst dapur- legast að sjá klippt á þráðinn hjá þeim sem eiga allt lífið fram undan, einmitt þeim sem eðli- lega er mestur galsinn í og minnstar hömlurnar. Af hveiju viljum við taka meiri áhættu með þau en sumar aðrar þjóðir? í sl. mánuði hafa 3 látist í umferðinni og 30-40 verið flutt- ir á slysadeild. í fyrra slösuðust 1.327 einstaklingar í 904 óhöpp- um, þar af 228 alvarlega. Heild- arfjöldi slysanna aldrei orðið meiri. Er þetta viðunandi? Verður eklci að endurskoða reglumar, og þá einkum rýmkun sem hefur verið inn- leidd og er verið að innleiða, eins og aldurslækk- un ökumanna? Haft var eftir Ómari Smára Ármannssyni aðstoðaryfir- lögregluþjóni - varla að tölvan eða tungan taki svona tungu- bijótandi titil - að helstu orsak- ir umferðarslys- anna megi rekja til ökumann- anna sjálfra. Þeir sýni ekki nægilega að- gæslu, skorti tillitssemi, vaði áfram, ofmeti eigin hæfíleika, vanmeti ökutæki og akstursáð- stæður og geti ekki brugðist rétt við ef eitthvað óvænt kemur upp á. Eru það þá ekki öku- mennimir með slíka náttúm sem eðlilegast er að hvessa á sjónir? Nú lesum við í blöðum að ökuprófín eigi að verða erfíðari. En hvernig? Það verður að ná betri árangri í því skriflega en verið hefur til að hljóta ökurétt- indi. Ekki verklega þættinum - úti í umferðinni. Er ekki einmitt til umræðu að rýmka þar. Að unglingar megi aka próflausir með einhveijum ótilteknum ætt: ingja sem kennara við hlið? í sjokkinu eftir umferðarslátmn síðustu daga, sér maður fyrir sér undir stýri krakkana sem pabbi og mamma freistast til að láta sækja sig í boðin þegar þau hafa tekið vín og vilja ekki aka sjálf. Þá er einhver með próf í bílnum. Hver segir að ungmennin valdi fleiri umferðarslysum? Skýrslur tryggingafélaganna sýna að á sl. ári valda 17-20 ára, aðeins fjórir árgangar, meira en fímmta hveiju óhappi í umferðinni. Tjónabætur á hvem einasta íslending á aldrin- um 17-20 ára em 62 þúsund kr., 250 þúsund áður en þau em 21 árs. Og að umferðaróhöppum fækkar jafnan hjá fólki þegar það er komið yfír tvítugt. Nú er búið að prófa slíkan ökuskóla úti í umferðinni með þessari útkomu, of miklum mannskaða og eyðilögðum verðmætum. Ég hefði haldið að þama muni um hvem slíkan árgang í umferð- inni. Og hvað segir ekki í bréfi Páls postula: „Eg álít mér líka skylt, meðan ég er í þessari tjaldbúð, að halda yður vakandi með því að rifja þetta upp fyrir yður.“ W • • 1 w w RAUNAVOXTUN KJÖRBÓKAR JANÚAR - 30. JUNI VAR 2,6-4,6% YFIR80.000 KJÖRBÓKAR- EIGENDUR NUTU VERDTRYGGINGAR UPPBÓTA NÚ UM MÁNADAMÓTIN Innistæða á Kjörbókum er nú samtals tæpir 30,0 milljarðar. Hún er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Kjörbókareigendur geta þess vegna horft björtum augum fram á við fullvissir um að spariféð mun vaxa vel enn sem fyrr. Kjörbókin er einn margra góðra kosta sem bjóðast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans Vakin er athygli á að samkvæmt reglum Seðlabanka íslands verður tímabil verðtryggingarviðmiðunar að vera fullir 12 mánuðir. Breyting þessi tekur gildi um næstu áramót. Verðtryggingartímabil Kjörbókar verður því frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.