Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1993 EFNI 2 FRÉTTIR/INNLENT Morgunblaðið/Bjarni Engin viðvörun EKKERT skilti varar fólk við hættunum á leið yfir eiðið milli Gróttu og lands. Við eiðið er hins vegar skilti frá Náttúruverndarráði um friðun eyjarinnar yfir varptímann, en það er sundurskotið. Mikilvægt að fylgjast með aðfallinu þegar faríð er í Gróttu Leikskólabörnin aðstoða við gerð aðvörunarskilta BJÖRGUNARSVEITIN Albert hyggst beita sér fyrir því að aðvörun- arskilti verði sett upp beggja vegna eiðisins milli Gróttu og lands. Björgunarsveitarmenn hafa komizt að samkomulagi við leikskóla- börnin, sem þeir björguðu blautum og hröktum af eiðinu á föstu- dag, um að þau hjálpi til við gerð skiltanna. Að sögn Ragnars S. Ragnarssonar, forstöðumanns dagheimilis barnanna, áttuðu hann og starfsfélagar hans sig ekki á því, hversu hratt flæðir yfir eiðið. Hann telur þó að ekkert barnanna hafi verið i lífshættu. Ekiðá stúlku og stungiðaf EKIÐ var á unga stúlku á gatnamótum Laufásvegar og Njarðargötu í fyrrinótt og síðan stungið af. Að sögn lög- reglunnar var stúlkan tölu- vert ölvuð og mun aðeins hafa hlotið minniháttar meiðsli. Atburðurinn átti sér stað klukkan 1.18 um nóttina. Stúik- an gat ekki lýst bifreiðinni en vitað er að um lítinn japanskan bíl var að ræða. Eru vitni að þessum atburði, ef einhver eru, beðin um að snúa sér til lögregl- unnar. -----♦ ♦ -♦-- Matar- þjófurinn mesti sóði LÖGREGLAN í Reykjavík greip mann í miðju innbroti í fjölbýlishúsi í Vesturbænum í fyrrinótt. Var komið að manninum þar sem hann var að bera frosna matvöru úr frystiklefa í geymslu hússins. Hann gisti' síðan fanga- geymslur lögreglunnar um nóttina. Að sögn lögreglunnar var aðkoman á innbrotsstaðinn mjög ljót þar sem maðurinn hafði gengið öma sinna í þvotta- húsi fjölbýlishússins og þrifið sig á eftir með hreinum bamafatn- aði sem þar hékk til þerris. Þrír þjóf- ar gripnir áhlaupum LÖGREGLAN í Reykjavík náði þremur 15 ára piltum er þeir reyndu að flýja eftir inn- brot í Víkingsheimilið við Stjörnugróf. Voru piltarnir þá búnir að bera töluvert magn af gosdrykkjum úr heimilinu og út á götu. Þeir hafa ekki komið við sögu lög- reglu áður. Að sögn lögreglunnar kom hún að Víkingsheimilinu skömmu fyrir klukkan fímm í fyrrinótt. Höfðu piltarnir verið íjórir saman og farið inn um glugga á húsinu og niður í kjall- ara þess þar sem gosdrykkimir em geymdir. Mun einn þeirra hafa vitað af gosdrykkjunum þar. Vom þeir búnir að bera talsvert magn út og fela hluta þess í undirgöngunum undir Reykjanesbrautina þama skammt frá. Er lögreglan kom á staðinn reyndu piltarnir að flýja en lög- reglunni tókst að hlaupa þijá þeirra uppi. Var einn þeirra vist- aður á Unglingaheimilinu en foreldrar látnir vitja hinna tveggja. ♦ ♦ ♦---- Stúlka fyrir bíl Ung stúlka varð fyrir bíl á Skeiðavegi á föstudagskvöld. Var hún farþegi í hópferðabif- reið á leið í Þjórsárdal. Hafði rútan stoppað til að hleypa far- þegum út og varð stúlkan fyrir bíl sem kom aðvífandi þegar hún gekk út úr rútunni. Var hún flutt á sjúkrahúsið á Selfossi en var ekki talin alvarlega slösuð. Björgunarsveitin Albert bjargaði 21 leikskólabami og þremur fóstr- um úr Gróttu á föstudag. Þetta er í annað sinn á þessu ári, sem fólk kemst í sjálfheldu á eiðinu milli Gróttu og lands og slík atvik koma upp á hveiju ári, að sögn Áma Kolbeins, formanns björgunarsveit- arinnar. Betra að bíða en reyna að stikla yfir Ámi sagði að ekki væm aðvömn- Nokkurt bil er á milli þeirra sem vilja selja bréf sín í Softis, þ.e. 11,00, og þeirra sem vilja kaupa bréf, en á föstudag var besta kaup- tilboð í hlutabréf í Softis upp á 3,00. Líkt og kom fram í Morgunblað- inu á föstudaginn vom metviðskipti með hlutabréf í júnímánuði en alls Að sögn Ólafs Kristjánssonar, bæjarstjóra í Bolungarvík, gerði bæjarstjórnin jafnframt samkomu- lag við kaupendur skipsins þess efnis að bæjarstjóm geti eignast 10% hlut í Skálum hf. og framselt hann til væntanlegra eigenda loðnu- verksmiðjunnar í Bolungarvík. arskilti við eiðið um að gæta sín á því þegar félli að. Hann sagði mikil- vægt að menn athuguðu hvemig stæði á fióði og fjöra áður en lagt væri í ferð út í Gróttu. Jafnframt skipti máli hvort stórstreymt væri eða ekki. Upplýsingar af þessu tagi má til dæmis finna í almanökum eða í dagbók Morgunblaðsins, sem birt er á bls. 8 í blaðinu alla daga. „Það þyrfti að setja upp skilti þar sem fólki væri bent á að ef farið sé að falla að, sé betra að bíða róleg- seldust bréf fyrir rúmlega 70 millj- ónir króna. Fyrsta dag júlímánaðar var einn- ig ágætis hlutabréfasala eða fyrir rúmlega 5 milljónir króna. Þar af seldust hlutabréf í Eimskipi fyrir um 4 milljónir. Þetta samkomulag fellur niður um áramótin ef bæjarstjórn nýtir sér ekki þennan rétt. Að sögn Ólafs er hugmyndin með þessu sú, að bæjarstjórnin geti skapað mögu- leika á að afla skipsins verði landað hjá væntanlegum rekstraraðilum loðnubræðslunnar. ur í eynni en að réyna að stikla,“ sagði Árni. Fellur hratt að Ragnar S. Ragnarsson, forstöðu- maður dagheimilisins, sem stóð fyr- ir ferð barnanna út í Gróttu á föstu- daginn, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vissulega hefði atvikið verið alvarlegt, en hann teldi að ekkert barnanna hefði verið í lífs- hættu. Mörg hefðu blotnað í fæt- urna og eitt dottið og blotnað mik- ið. Tvö bamanna hefðu verið orðin mjög hrædd, en hin haldið ró sinni. Þegar hjálp hefði borizt hefðu sex bamanna verið á skeijum og stein- um, en fóstmrnar hefðu verið búnar að bera nokkur böm aftur út í eyju. „Við höfum farið margoft út í Gróttu og ættum að þekkja aðstæð- ur. Hins vegar féll hraðar að en við áttuðum okkur á,“ sagði Ragnar. „Bömin vildu ekki vaða og við vild- um ekki bleyta þau þannig að einn starfsmaður fór í land með nokkur böm en við báram hin til baka,“ sagði Ragnar. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar Verðið Verðið hækkar Mitsubishi varkr. ernúkr. um Lancer 1600 GLX11.309.000 1.431.000 9,1% Fjölskyldu- bíll hækk- arum9,l% VERÐ á bílum hefur hækkað vegna gengisfellingarinnar. Til dæmis hefur bíll af gerðinni Mitsubishi Lancer GLXI hækk- að úr 1.309 þúsundum króna upp í 1.431 þúsund króna og er það 9,1% hækkun. Sú hækkun felur einnig í sér nýlegar breyt- ingar á tollum. Lítil hreyfing á hlutabréfum í Softis Sölutilboð langt und- ir fyrra markaðsvirði NÚ eru til sölu hlutabréf í Softis að söluverðmæti 4,4 milljónir á genginu 11,00. Sölutilboðið hefur staðið á Opna tilboðsmarkaðnum frá 28. júní siðastliðnum en engin viðskipti hafa átt sér stað með bréfin síðan þá. Þess má geta að síðustu skráðu viðskipti með hluta- bréf í Softis áttu sér stað þann 7. maí síðastliðinn en þá var gengi bréfanna 30,00. Sala Júpíters frá Bolungarvík til Skála hf. Bærinn á rétt á 10% BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur samþykkti að hafna forkaupsrétti á loðnuveiðiskipinu Júpiter RE 161 vegna sölu skipsins til hlutafélags- ins Skála hf., sem er í eigu Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., Tanga hf. á Vopnafirði, Fiskiðjunnar Bjargs hf. á Bakkafirði og fleiri aðila. Slagsíða á skólakerf inu ►Ör fjölgun nemenda á háskóla- stigi krefst skipulagsbreytinga í skólamálum og fleiri valkosta en nú bjóðast./lO Hryðjuverk ógna Bandaríkjunum ►Uppljóstrari FBI kom upp um sprengjuáform múhameðstrúar- manna í New York./12 Sjálfstætt fólk ►Þegar litla vinnu er að hafa dugar ekki annað en að bjarga sér sjálfur. Hér segir af námsmönnum sem tóku málin í sínar hendur./14 Jósefskirkja ►Vígð hefur verið ný kaþólsk kirkja að Jófríðarstöðum í Hafnar- firði./18 Ljóðakórinn iagðurtil ►Margrét Eggertsdóttir var einn af stofnendum Ljóðakórsins, sem nú hefur verið lagður niður./24 B ► 1-28 Svarti sauðurinn ►Framkvæmda- og sveitastjóm- armaðurinn Jón Guðmundsson á Reykjum segir frá æskuámm sín- um, sjómennsku, námi í Bandarílq- unum, kynnum sínum af konum ogfleim./l Blóðheiti tenórinn ►Ólafur Ámi Bjarnason er ungur ópemsöngvari ÍÞýskalandi. Hann er stútfullur af metnaði og fjöri sem heillar gesti í óperahúsum og tónleikasölum. Lesendur Morgun- blaðsins fá svolítinn skerf./lO Sumir fá allt sem þeir þrá ►Frá fimmta bryggjuballinu á Reyðarfirði./14 Þjóðgarðar ►Þjóðgarðamir njóta æ meiri vin- sælda en í ár em 20 ár liðin frá friðun þjóðgarðarins í Jökulsár- gljúfmm og í fýrra voru 25 ár síð- an þjóðgarðurinn í Skaftafelli var friðaður./16 í veldi jassgoðans á EgilsstöAum ►Af sjöttu djasshátíðinni sem haldin var á Áusturlandi í liðinni viku./28 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 13b Kvikmyndahúsin 20 Kvikmyndir 12b Leiðari 22 Fólk í fréttum 18b Helgispjall 22 Myndasögur 20b Reykjavíkurbréf 22 Brids 20b Minningar 26 Stjömuspá 20b íþróttir 38 Skák 20b Útvarp/sjónvarp 40 Bió/dans 21b Gárur 43 Bréftilblaðsins 24b fdag 5b Velvakandi 24b Mannlífsstr. 8b Samsafnið 26b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.