Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.1993, Blaðsíða 32
W 32 ™ MOÍteUNBlJV'ÖlD ATVHVÍStÚsk0Í)AÓU'R '4JÚLÍf1993 Gula bókin 1994 Nú stendur yfir skráning í Gulu bókina 1994. Ef þú vilt vinna með jákvæðu og kraftmiklu fólki, ert góður sölumaður með víðtæka reynslu, þá getum við bætt fleirum í hópinn. Hafðu samband við Líf og sögu, Suðurlands- braut 20, sími 689938. Akraneskirkja Organisti óskast til starfa við Akraneskirkju. Um fullt starf er að ræða. í kirkjunni er ný- legt 32ja radda orgel, í safnaðarheimilinu er nýr konsertflygill af Bösendorfergerð. Mjög góð vinnuaðstaða í nýju safnaðarheimili. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir formaður sóknar- nefndar, Þjóðbjörn Hannesson í síma 93-12192 og Indriði Valdimarsson í símum 93-12052 og 93-11127. Sóknarnefnd Akraneskirkju. Rekstrar- hagfræðingur (MBA) Vantar þig dugmikinn og fjölhæfan starfs- kraft til að aðstoða við uppbyggingu og rekst- ur fyrirtækis þíns? Rekstrarhagfræðingur, með mastersgráðu frá einum besta viðskiptaháskóla Evrópu og víðtæka starfsreynslu, leitar að framtíðar- starfi. Helstu áhugasvið eru: Stefnumótun, rekstrarráðgjöf, verkefnastjórnun, nýsköpun og upplýsingatækni. Upplýsingar í síma 91-615566. Fullum trúnaði heitið. Frá Fræðsluskrífstofu Reykjavíkurumdæmis Staða aðstoðarskólastjóra við Rimaskóla í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Fræðslustjórinn íReykjavík. Túngötu 14, 101 Reykjavík. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Opib mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00 til 15.00 ADAGSKRÁ vikuna 5. júlítil 9. júlí Meginþema vikunnar verður námskeið- ið „PHOENIX" LEIÐIN TILÁRANGURS. Námskeiðið verður haldið í húsakynn- um Stjórnunarfélags íslands, Ánanaustum 15, frá kl. 15.30-19.30, alladaga vikunnar. Leiðbeinandi: FannýJónmundsdóttir. Þegar er nánastfullbókað á námskeið- ið, en tekið er við innritunum áfram. Hugsanlega verður efnt til annars nám- skeiðs ef næg þátttaka fæst. Miðstöðin verður opin sem áður, miðað við sumartíma, kl. 12-15. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT.LÆKJARGÖTU 14A SÍMI 628180/FAX 628299 Kennara vantar í almenna kennslu að grunnskóla Mosvalla- hrepps, Holtsskóla. Holtsskóli er lítill sveitaskóli á hinum fagra og sögufræga stað, Holti í önundarfirði. Holt er staðsett stutt frá Flateyri og aðeins um 20 km til Isafjarðar. Skólinn er heimanakstursskóli og er samkennsla ríkjandi kennsluform í skólanum. Látið ekki drauminn um sveitasæl- una fram hjá ykkur fara og sækið um í Holtsskóla. Upplýsingar gefa skólastjóri, Guðrún Stella Gissurardóttir, í símum 94-7641/7284 eða formaður skólanefndar, Sigríður Magnús- dóttir, í símum 94-7655/7660. Auglýsing Staða löglærðs fulltrúa við Héraðsdóm Vest- urlands er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október 1993. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi BHMR. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Umsóknir sendist undirrituðum héraðsdóm- ara að Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Borgarnesi, 29.júní 1993. Héraðsdómarinn á Vesturlandi. Hervör Þorvaldsdóttir. Skólastjóri óskast Skólastjóra og kennara vantar í grunnskól- ann á Suðureyri. Ýmis hlunnindi í boði. Upplýsingar gefa formaður skólanefndar í hs. 94-6250 og skólastjóri í hs. 91-653862. Rafmagnsverk- fræðingar óskast til starfa við mótaldahugbúnað. Umsækjendur verða að hafa kunnáttu í merkja- og upplýsingafræði og reynslu af vélamálsforritun, helst DSP forritun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fyrir 10. júlí. Mótaldatækni, Sverrir Ólafsson, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Afgreiðsla Erlendar bækur/ritföng Óskum eftir að ráða starfskraft til framtíðar- starfa í verslun okkar, sem býður uppá lands- ins mesta úrval erlendra bóka. Starfið er m.a. fólgið í umsjón ritfangadeild- ar, en krefst ennfremur þekkingar og áhuga á erlendum bókum. Skriflegar umsóknir sendist okkur fyrir föstu- daginn 9. júlí. bók/dvlðv /túder\t&. v/Hringbraut - 101 Reykjavík. Fjármálastjóri Landsbyggðin Öflugt fiskvinnslufyrirtæki í kaupstað á landsbyggðinni óskar að ráða viðskiptafræð- ing eða hagfræðing í starf fjármálastjóra. Starfið er laust í haust. Starfsreynsla er nauðsynleg ásamt þekkingu á sjávarútvegi. Allar nánari upplýsingar fást f trúnaði á skrifstofu okkar. GijðntTónsson RÁÐGJQF & RÁÐNINCARÞJÓNLISTA TjARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Hveragerði Leikskólastjóri Hveragerðisbær óskar eftir að ráða fóstrur til starfa við leikskólann Undraland. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar bæjarskrifstofum Hveragerðis fyrir 1. ágúst nk. Frekari upplýsingar veitir skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar í síma 98-34150. Hveragerði, 2.júlí 1993. Bæjarstjórinn í Hveragerði. Hallgrímur Guðmundsson. Bifvélavirki Traust bifreiðaumboð óskar að ráða bifvéla- virkja til starfa strax. Við leitum að bifvélavirkja með full réttindi. Reynsla í hjólastillingum æskileg. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okk- ar, merktar: „Bifvélavirki 147“, fyrir 7. júlí nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Yfirlæknir Auglýst er staða yfirlæknis á Endurhæfingar- stöð hjarta- og lungnasjúklinga í Reykjavík. Umsækjandi skal hafa sérþekkingu og reynslu í þjálfun hjarta- og lungnasjúklinga. Um er að ræða hlutastarf og launakjör í sam- ræmi við samninga Læknafélags íslands. Staðan veitist frá 1: október 1993, eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, sendist fyrir 31. júlí 1993 til formanns fram- kvæmdastjórnar, Haraldar Steinþórssonar, Neshaga 10, 107 Reykjavík, sem veitir nán- ari upplýsingar ásamt Magnúsi B. Einarssyni yfirlækni. Framkvæmdastjórn HL-stöðvarinnar. Vestmannaeyjabær Fóstrur - fóstrur Vestmannaeyjabær leitar eftir fóstrum í fullt starf á leikskólann Sóla, sem er 2ja deilda leikskóli í hjarta bæjarins. Á leikskólanum dvelja 70 börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Okkur vantar leikskólastjóra í afleysingar- stöðu til eins árs euk yfirfóstru og deildarfóstru. Allar nánari upplýsingar veita Guðrún Jóns- dóttir, félagsráðgjafi, í síma 98-11088 og Ágústa Berg, leikskólastjóri, í síma 98-11928. Félagsmálastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.